Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 19. september 1975. Björn Þórleifsson félagsráögjafi. Mikiö hefur verið rætt um mál- efni aldraöra nú a'ð undanförnu, og er þess skemmst aö minnast, að i útvarpinu siöast liöiö föstu- dagskvöld voru þessi mál krufin af miklu kappi. Hinsvegar eru það ekki eingöngu aldraðir, sem hafa oroio undir i þessu blessaða þjóðfélagi, heldur eru yngstu borgararnir oft á tfðum afskiptir — og gjalda þess eins og hinir eldri, að hvorugur hópurinn virð- ist eiga sér sérlega skelegga stuðningsmenn á Alþingi. Til þess að ræða málefni pess- ara tveggja hópa vitt og breitt, hefur MED UNGU FÓLKI fengið Kjörii Þorleifsson, félagsráðgjafa á Akureyri, til þess að skýra frá starfi slnu, en BJörn hefur m.a. með höndum málefni aldraora borgara bæjarins, jafut og hinna yngstu. Hinsvegar sér cskulýðs- fulltrúi um málefni taninganna. Björn lauk námi I félagsráðgjöf I Ostó fyrir nokkru, og kom þá til starfa hja félagsmálastofnun Akureyrar, en var skipaður félagsmálastjóri hinn fyrsta september s.l. MUF spurði Björn i upphafi, hvað hefði orðið honum mestur Þrándur i Götu, þegar hann hóf starf sitt hjá félagsmálastofnun- inni. — Það var tvímlalaust það, að þessi stofnun þróaðist upp úr framfærslu- og fátækrafulltrúun- um gömlu, en hlutverk þeirra var nær eingöngu að veita fjárhags- lega styrki til fólks. Gallinn er bara sá, aö þessi hugsunarháttur ungu loðir enn við stofnunina, þó svo að starfssviðið sé orðið mun viðtæk- ara. Varðandi þau mál nu má segja, aö starf mitt sé að hjálpa fólki, án þess að endilega sé um beinar peningagreiðslur frá stofnuninni að ræða. t stuttu mali má segja, aö kjarninn i starfinu sé að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Þessi þáttur starfsins er að minu mati hvað mikilvægastur, en um leið ef til vill erfiðastur. Hinsvegar má geta eins, sem var dálitill þröskuldur i upphafi, og það var skipulagsleysið. Sem dæmi um það má nefna, að þegar ég var að vinna að málefnum ein- stakra fjölskyldna, þá kom það fyrir, að ég rakst á barna- verndarfulltriiann — og kom þá I ljós, að hann var i rauninni með sama málið. — Hefur þá ekki veriö rætt um að koma þessum málum undir eina og sömu stofnunina, sem eðlilegast virðist að sé i þessu til- felli félagsmálastofnunin? — Það hefur máski ekki verið um það rætt, að einstakar stofn- anir séu endilega undir beinni yfirstjórn félagsmálastofnunar- innar, en það hefur komið til tals að fá æskulýðsfulltrúa inn i hana og starfa á sama stað. Hinsvegar eru fleiri aöilar, sem ég hef áhuga á að fá inn, svo sem barna- verndarfulltrúann og áfengis- varnanefnd, þannig að félags- málastofnunin geti orðið nokkurskonar framkvæmdaaðili. 1 sambandi viö barnaverndarfull- trúann má svo geta þess, að hann er einungis f hálfu starfi, og hefur þar að auki ekki annan samastað i Séð yfir Akureyri. með þau gögn, er tilheyra hans starfi, en heima hjá sér. — Hvað með aðra starfsemi, sem félagsmálastofnunin hefur með að gera? — Það eru malefni aldraðra, en stofnunin hefur staðið fyrir ýmisskonar félagsstarfsemi fyrir aldrað fólk. Við vorum til dæmis með skemmtanir I Sjálfstæðis- húsinu siðast liðinn vetur, og voru þær mjög vel sóttar, 150-200 manns sóttu þær að jafnaði. Einn- ig gekkst félagsmálastofnunin fyrir opnu husi, en sa þattur starfsins var ekki nærri þvi eins vinsæll og skemmtanirnar. — Til þess að bæta úr þvi, var sett á Iaggirnar nefnd aldraðs fólks, sem mun nú næstu daga skila áliti sinu á þvi, á hvern hátt sé æskilegast að breyta starfsem- inni, svo að meiri aðsókn fáist. Ég tel, að eðlilegast sé að láta fólkið sjálft annast þetta, én komi upp sú staða, að gamla fólkiö finni lit- inn sem engan tilgang i þvi, sem meö þessu ,,0pna húsi" er verið að gera, þá er allt starfið unnið fyrir gýg. Ég vildi I leiðinni, þegar við töl- um um tilgang með starfi gamla fólksins, geta starfsemi, sem fram fer á Hjalteyri. Þar starf- rækir Einar Gislason barna- heimili, en hans hugmynd er sú, að fá þar húsnæði og koma á fót heimili fyrir fólk, sem annað hvort er að biða eftir plássi á elli- heimilum eða sjúkrahúsum. Fólkið á hinsvegar ekki að koðna niður I aðgerðarleysi, þvi að Einar vill láta fölkið hjálpa til á barnaheimilinu, og með þessu held ég að hann sé kominn lengra og framar í málefnum aldraðra en margur hyggur. — Hefur þú orðið var við for- dóma i garð eldra fólksins? — Já, en ég held, að það séu minni fordómar gagnvart gömlu fólki en til dæmis fötluðum og sjúkum. Hinsvegar er gömlu fólki oft mætt með meðaumkvun, sem þvi fellur alls ekki. Til eru aftur á móti fordómar gagnvart þáttum i lifi aldraðra, sem telja má til mannréttinda. Til dæmis held ég, að fólki finnist almennt ekki rétt, að gamalt fólk dragi sig saman og eigi saman eðlilegt kynlif. Sama máli gegnir um vangefiö fólk á vistheimilum, almenningi finnst þaö striða á móti hugmyndum um almennt velsæmi að það fólk eigi nána vini — þó svo að þar sé alls ekki um kynferðislegt samband að ræða. — Nú rekur félagsmálastofnun- in heimilisþjónustu. Hvernig hef- ur sú.starfsemi gengið? — Það hefur gengið þokkalega, en vissulega var um byrjunar- örðugleika að etja. Hún var eitt hið fyrsta, sem ég reyndi að beita mér fyrir, og haldin voru' i þvi sambandi nám- skeið fyrir fólk, sem vildi hjálpa til. Þetta fór hægt af stað i byrjun, en nú er manneskja ihálfu starfi, sem veitir heimilis- þjónustunni forstöðu. Hvað varð- ar þörfina, þá má minnast könn- unar á högum aldraðra, en þar kom fram, að um 60% þeirra ósk^ uðu eftir hjálp i heimahúsum, fremur en að fara á elliheimili, sem I sumum tilfellum var það eina, sem var framundan. t hverju heimilisþjónustan er fólg- in? Starfsfólkið vinnur þau störf á heimilum hinna öldruöu, sem það er hætt að treysta sér til, svo sem hreingerningar, innkaup i verzlunum og þess háttar. Hins- vegar vantar nú fólk til stárfa, þvi starfsemin verður æ viðameiri. — Þjdnusta af þessu tagi er ugglaust til mikilla hagsbóta fyrir þjóöfélagið, fjárhagslega að minnsta kosti, þvi sá kostnaður, sem hlýzt af heimilisþjónustunni, er oftast ekki nema brot af þeim kostnaði, sem er fólginn i þvi að hafa einstakling á elliheimili eða sjúkrahúsi. Félagsmálastofnunin sér einnig um rekstur eins dagheimilis og tveggja leikskóla, og sagði Björn, að i undirbúningi væri bygging dagheimilis fyrir tæplega sjötiu börn. Ekkert þessara heimila er byggt af Akureyrarbæ, og sáu félagasamtök um allan rekstur þeirra, þar til fyrir fjórum árum, aö Akureyrarbær hóf rekstur dagvistunarstofnana. Aðspurður um þaö, hvernig gengi að fá fólk til starfa, sagði Björn að erfiðast væri aö fá menntaðar fóstrur til starfa, og yrði þvi að taka ómenntaö starfslið. — Gallinn við það er sá, að það starfsliö, sem ekki hefur fóstru- menntun, hefur oft á tiðum annan hugsunarhátt gagnvart börnun- um heldur en fóstrurnar. Barna- heimili eru nefnilega alls ekki geymslustaður, heldur finnst mér að þau eigi að vera uppeldis- og kennslustaðir. — Er þá ekki félagsmálastofn- unin búin að kynna sig og sina starfsemi meðal bæjarbúa? — Jú, sá timi er vonandi liðinn, ér ég þurfti að sitja við skrifborð- ið og skrifa fréttatilkynningar eða fara út I bæ og halda fundi hjá hinum ýmsu klúbbum til að kynna starfsemina, sem fer fram hér innan veggja. Én það er mis- skilningur, að hér séu sköpuð nokkur vandamál, eins og sumir halda — mitt starf er að leita þau uppi — og leysa þau eins og kostur er. Ask. með ung fólki ^•HE'-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.