Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. september 1975. TÍMINN Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaðaprentb.f: Verjum einnig bakdyrnar Það gerðist á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum eftir að fulltrúi Sovétrikjanna hafði var- að þróunarrikin við svonefndum auðvaldsrikjum, að fulltrúi Kinverja kvaddi sér hljóðs og lét svo ummælt, að þróunarrikin mættu ekki hugsa svo mikið um úlfinn, sem væri að góla við hliðið, að þau gleymdu tigrisdýrinu, sem ætlaði að læðast inn um bakdyrnar. Ekki er óeðlilegt, þótt þessi orðaskipti komi ýmsum i hug i sambandi við ráðagerðir um að belgiskir bankar eða fjármálamenn f jármagni hér útgerð, sem eigi eingöngu eða aðallega að þjóna belgiskum markaði. Islendingar hafa undanfarið stefnt að þvi með góðum árangri, að islenzk fiskveiðilandhelgi verði eingöngu fyrir íslendinga eina. Vegna þessa tak- marks hafa þeir átt og eiga enn i harðri baráttu við erlenda útgerðarmenn. Þessi barátta gæti orðið til litils eða einskis, þótt fullur sigur ynnist að nafni til, ef erlendir fjármálamenn gætu komist inn um bakdyrnar á þann hátt að leppa hér útgerðarfyrir- tæki, sem þeir hefðu meiri eða minni tók á. Islendingar hafa frá fyrri helmingi þessarar aldar eftirminnilega reynslu af þvi, að slikt gefst ekki vel. Norðmenn sáu hér um sildarsöltun og sildar- bræðslu um skeið og er óþarft að rekja þá sorgar- sögu hér, en enginn, sem hana þekkir, mun óska eftir að hún endurtaki sig. Brezkt útgerðarfélag fékk leyfi til útgerðar frá Hafnarfirði í þvi skyni að auka atvinnu þar, en hætti svo rekstrinum, þegar verst gekk. Þannig má rifja upp dæmin, þótt fleiri verði ekki nefnd hér. Um alla þessa reynslu nægja tvö orð: Sporin hræða. Það er svo annað höfuðatriði þessa máls, að Is- lendingar þurf a ekki á erlendu fjármagni að halda vegna sjávarútvegs og fiskvinnslu. Að þvi leyti er aðstaða þeirra orðin sterkari en áður. Að dómi fiskifræðinga okkar, er islenzki fiskiskipastóllinn orðinn það stór, að ekki er þörf á að stækka hann mikið úr þessu til þess að geta fullnýtt miðin innan fiskveiðilandhelginnar. Þau skip, sem bætast i hann á næstunni, munu fyrst og fremst koma i stað skipa, sem heltast úr lestinni. Islenzk útgerðar- fyrirtæki eru alveg einfær um að viðhalda þessum flota og annast nauðsynlega endurnýjun hans. Ef erlent fjármagn kæmi hér til viðbótar, gæti það leitt til meiri stækkunar á flotanum en fiskimiðin þyldu. Þess vegna er það hvort tveggja í senn óþarft og hættulegt að fara eitthvað út á þessa braut, en hætt er við, ef eitt spor er stigið á henni, komi brátt fleiri á eftir. Islendingar eiga þvi ekki neitt að hvika frá þeirri stefnu, sem þeir hafa fylgt áratugum saman, að Islendingar eigi einir fiskiskipin, sem veiða á Islandsmiðum, og fiskvinnslustöðvarnar, sem eru starfræktar i landi eða við landið. Aðeins undir al- veg sérstökum kringumstæðum er hægt að leyfa undantekningu, eins og i sambandi við norska loðnubræðsluskipið i vetur. Annars verður að gæta þess stranglega, að Islendingar einir séu hér að verki. Vissir landshlutar hafa heldur dregizt aftur út i sambandi við endurnýjun skipastólsins að undan- förnu, t.d Reykjanessvæðið og Vestmannaeyjar. Sú endurnýjun, sem þar er framundan, verður að vera öll i höndum Islendinga. Þar má ekki hef ja neina samkeppni af hálfu erlends auðmagns. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Azevedo og Gomes ráða nú mestu Kommúnistar óánægðir með nýju stjórnina AZEVEDO flotaforingja virðist nú loks hafa tekizt stjórnarmyndun eftir að kommúnistar hafa fallið frá þeirri kröfu, að þeir ættu jafn- marga fulltrúa i rikisstjórn- inni og flokkur alþýðudemó- krata, PPD, enda þótt siðar- nefndi flokkurinn fengi miklu meira fylgi i þingkosningun- um i vor. Eins og nú horfir, verður stjórn Azevedos sam- stjórn flokkanna og hersins, en staða flokkanna verður þó mun sterkari innan hennar en hún var i fyrstu stjórninni, sem flokkarnir tóku þátt i eftir byltinguna, en siðan hefur herinn verið að færa sig meira og meira upp á skaftið og I frá- farandi stjórn áttu flokkarnir enga fulltrila. Þótt herinn og þrir stærstu flokkarnir standi að hinni nýju rikisstjórn, eru menn hófsam- lega bjartsýnir á framtíð hennar. Kommúnistar og fylgismenn þeirra eru tvi- mælalaust óánægðir vegna þess, að þeir telja hlut sinn gerðan of litinn, og munu vafalitið láta það i ljós á ýms- an hátt. óánægja kommúnista er enn meiri en ella sökum þess, að þeir töldu sig vera búna að koma ár sinni vel fyr- ir borð i siðustu stjórn Gon- calves. Markmið þeirra var tvimælalaust að halda flokk- unum utan rikisstjórnarinnar og hafa hana i höndum vinstri sinnaðra hershöfðingja, eins og Goncalves. Þessi áform þeirra hafa nú misheppnazt, a.m.k. að sinni. Þeir hafa samt talið rétt, að leyna von- brigðum sinum og kosið held- ur að taka þátt i nýju stjórn- inni en að vera utan hennar og eiga á hættu að einangrast al- veg. En sennilega telja þeir undir niðri, að þeir hafi verið beittir afarkostum og verður trúnaður þeirra við nýju rikis- stjórnina vafalitið i samræmi við það. HINN NÝI forsætisráðherra Portúgals, Jose Batista Pin- heiro de Azevedo flotaforingi hefur ekki áður tekið teljandi þátt i stjórnmálum, þótt hann styddi byltingu herforingj- anna á siðastl. vori. Hann fékk þá það hlutverk að tryggja fylgi sjóhersins við bylting- una. Fyrir vikið hlaut hann sæti í sjö manna byltingarráði herforingjanna og var sæmd- ur titli varaflotaforingja, en hann hafði verið óbreyttur kapteinn áður. Skömmu seinna var hann skipaður yfir- maður sjóhersins. Þótt ýmsir aðstoðarmenn hans þættu ósparari á að láta á sér bera og létu birta við sig viðtöl, lét hann litið bera á sér og kom sjaldan fram opinberlega. Hann mun ekki heldur hafa látið taka mikið til sin i byltingarráðinu. Sennilega er það önnur ástæða þess, að hin sundurlyndu öfl innan hersins gátu bezt sameinast um hann sem forsætisráðherra eftir að Goncalves varð að gefast upp. Hin ástæðan er sú, að hann er náinn félagi og bandamaður Francisco da Costa Gomes forseta. Gomes forseti hefur haft undragott lag á þvi, að þræða þannig milli hinna sundurlyndu afla innan og ut- an hersins, að ekkert þeirra hefur snúizt beint gegn hon- um, þótt ýms þeirra tortryggi hann. Gomes hefur lika lagt sig fram um að reyna heldur að sameina þessi öfl en sundra þeim, enda segir hann, að það sé takmark sitt, að koma i veg fyrir borgarastyrjöld og Pinheiro de Azevedo tryggja friðsamlega þróun sósialisks þjóðfélags. Menn verði að gera sér ljóst, að þetta hljóti að taka sinn tima. Nokkuð virðist það óljóst, hvernig sá sósialismi er, sem Gomes hefur i huga, enda mun hann ekki tiltakanlega lærður i þeim fræðum. Gomes tná hins vegar þakka það, að enn hefur ekki komið til meirihátt- ar átaka. Eins og sakir standa i dag eru þeir Gomes og Aze- vedo vafalitið valdamestu mennirnir i Portúgal, þótt völdum þeirra sé mörg tak- mörk sett, bæði sökum ósam- komulags innan hersins og milli flokkanna. AZEVEDO forsætisráð- herra er fæddur i Luanda 5. Costa Gomes júni 1917. Faðir hans var þá allháttsettur embættismaður i Angola. Hann ólst upp i Angola, unz hann hóf nám við skóla fyrir sjóliðsforingja. 17 ára gamall. Að námi loknu gekk hann i sjóherinn og hlaut þar heldur hægan frama. A árunúm 1955-1963 var hann reikningskennari við skóla fyrir sjóliða, og frá 1968-1971 var hann fulltrúi sjóhersins við sendiráð Portúgals i London. Að öðru leyti starfaði hann mest i nýlendunum. Hann er sagður vera mjög trú- rækinn og hafa mestan áhuga á stærðfræði. Hann er kvæntur en barnlaus. Ástæðan til þess, að kommúnistar sætta sig bet- ur við hann sem forsætisráð- herra en flesta aðra er sögð sú, að róttæku öflin eru sterk- ari innan flotans en landhers- ins og flughersins og telja þeir, að Azevedo muni taka tillit til þess. Sósialistar gátu hins vegar sætt sig við hann vegna þess, að hann hafði aldrei tekið formlega afstöðu gegn þeim. Enn fremur hefur hann sem yfirmaður hersins lagt mikla áherzlu á áfram- haldandi tengsli við Atlants- hafsbandalagið. Gomes forseti, sem er 61 árs að aldri, á að baki miklu meiri frama en Azevedo, en hann hefur verið æðsti maður portúgalska hersins bæði i An- gola og Mosambik. Þeir Gon- calves fyrrv. forsætisráðherra hafa verið góðir vinir, og stóð Gomes Hka með honum meðan stætt var. Nú hefur hann valið annan vin sinn sér til aðstoðar og veltur nú mikið á þvi, hvernig þeim tekst for- ustan. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.