Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 19. september 1975. Föstudagur 19. september 1975. TÍMINN 11 Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður — Ekki nokkur vafi aö beint sam- band er á milli greiðslu Armanns- fells h.f. i húsbyggingasjóöinn og úthlutunar á svæðinu, cn þvi miður er þetta ekki eina málið af þessu tagi, þau eru fleiri. Ármannsfellsmálið speglar stórfellda f jármálaspillingu hjá ráðamönnum borgarinnar Albert Guðmundsson, borgarráðsmaður Markús Örn Antonss. borgarráðsmaður Ragnar Júliusson, varaborgarráðsmaður — Þeir felldu i borgarráði tillögu frá Alfreö Þorsteinssyni, Björgvini Guðmundssyni og Sigurjóni Péturssyni um aö þeirri viðteknu reglu yröi fylgt, að auglýsa eftir umsóknum um lóðirnar, sem Ar- mannsfelli voru afhentar. — BH-Reykjavik. Fá mál hafa i seinni tið vakið eins mikla athygli, um- ræður og blaðaskrif og sú ákvörðun meirihluta borgarráðs á fundi 25. ágúst s.l. að úthluta lóð á mótum Hæðargarðs og Grensásvegar til Ár- mannsfells hf. Borgar- ráðsmenn minnihlutans beittu sér hart á móti, einkum á þeim forsend- um, að þarna væri skv. aðalskipulagi grænt svæði, þessar lóðir hefðu ekki verið auglýstar, og Ármannsfell væri með verk i gangi fyrir borg- ina, sem ekki gengi of vel, og þvi væri varla bætandi stórverkefni á fyrirtækið. Strax kom fram, að borgarráðs- mönnum minnihlutans þótti margt furðulegt i sambandi við þessa Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri Gaf skrifstofustjóra borgarverk- fræðings fyrirmæli um, aö gera tillögu til borgarráðs að Ar- mannsfelli hf. yrði úthlutað lóðinni. lóðaúthlutun, sem hlaut að vekja vissar grun- semdir, m.a. að ekki mátti auglýsa þessar lóðir. Mál þetta tók þó alveg nýja stefnu, þegar Alþýðublaðið flutti fréttir af fundi i borgarmálaráði Sjálfstæðisflokksins, þar sem fullyrt var, að Davib Oddsson borgarfulltrúi hefði krafið Albert Guðmundsson, borgarráðsmann og formann byggingarnefndar Sjálfstæðishússins, skýrra svara um það, hvort sá orðrórnur væri réttur, sem gengi manna á meðal i borginni, að Ármannsfell hf. hefði greitt eina milljón króna i byggingarsjóð Sjálfstæðisflokks- ins, gegn þvi að fá umrædda lóð. Albert á að hafa brugðizt ókvæða við þessum áburði og heimtað tra ustsy firlýsin gu fundarmanna, ella gengi hann út. Eitthvaö mun Davið hafa orðið skelkaður við þessi viðbrögð Al- berts.og hamaðist næstudaga við að mótmæla þvi, sem upp á hann var hermt, þótt hann á hinn bóg- inn viðurkenndi, að mál þetta hefði verið til umræðu á umrædd- um fundi. Málið var nú hins vegar kom- ið inn á nýtt umræðustig, þar sem farið var að ræða um beinar mút- ur i sambandi við lóðaúthlutun- ina. Alþýðublaðið átti viðtal við stjórnarformann byggingarfé- lagsins Einhamars. Ot úr þvi við- tali kom, að Einhamar fær engar byggingarlóðir, enda ekkert greitt i byggingarsjóð Sjálf- stæðisflokksins, þótt eftir þvi hafi verið leitað af Albert Guðmunds- syni. Blaðaskrifin héldu nú áfram af Davið Oddsson, borgarfulltrúi Umræður um málið komust á nýtt stig, þegar kvisaðist að á fundi I borgarmálaráði Sjálfstæöis- flokksins heföi hann krafiö Albert sagna um það, hvaða samband væri á milli framlags Ármanns- fells hf. I húsbyggingasjóöinn og úthlutunar lóðarinnar. fullum krafti, og viðtöl við Davið, Albert og fleiri urðu daglegur við- burður. Fór þá ýmislegt nýtt að koma upp á yfirborðið. Þannig upplýsti skrifstofustjóri borgarverkfræðings að hánn hefði fengið fyrirmæli frá borgar- stjóra um að gera tillögu um út- hlutun lóðarinnar til Ármanns- fells hf. Þetta varð til þess, að rifjað var upp, að borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson, hefði áður verið lögfræðingur Ár- mannsfells hf., og Alþýðublaðið spurði, á hvers nafni hlutabréf borgarstjórans i fyrirtækinu væru núna. Albert Guðmundsson hafði gert bókun á borgarráðsfundinum. þegar úthlutunin fór fram. Þar sagöi hann, aö vegna frumkvæðis Armannsfells hf. um tillögur að skipulagi á lóðinni teldi hann eðli- legt, að henni yrði úthlutað til Ár- mannsfells hf. Aðalsteinn Richter segir hins vegar i bréfi, sem birt var i Þjóð- viljanum, að borgarstjóri og borgarverkfræðingur hafi beitt sér fyrir skipulagningu lóðarinn- ar. Framkvæmdastjóri Ármanns- fells hf. segir i blaðaviðtali, að hannhafi fengið Vifil Magnússon arkitekt til að skipuleggja ibúðabyggð á þessu svæði upp á von og óvon um það, hvort fyrir- tækið fengi lóðina. Skipulagsstjóri, Aðalsteinn Richter, segir hins vegar, að Vifill Magnússon hafi unnið að þessu verkefni undir sinni stjórn og á vegum borgarinnar og fái greiðslu samkvæmt þvi. Albert Guðmundsson hefur við- urkennt opinberlega, að Ar- mannsfell hf. hafi greitt fé I hús- byggingarsjóð Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur óskað rannsóknar formanns Sjálfstæðisflokksins og yfirstjórnar flokksins á þeim að- dróttunum, sem að honum hafa beinzt i sambandi vi ð þetta mál. A.m.k. þrjú af dagblöðunum hafa talið þetta mál þannig, að opinber rannsókn ætti að fara fram, og að Albert hefði átt að biðja um slika rannsókn, en ekki að rannsóknaréttur sé settur á lagginnar innan Sjálfstæðis- flokksins til að úrskurða um sekt hans eða sýknu. Þar sem ætla má að borgar- fulltrúar hafi fylgzt betur með þessu máli, aðdraganda þess og framvindu heldur en aðrir, sneri Timinn sér til borgarráðsmanns Framsóknarflokksins, Kristjáns Benediktssonar, og spurði um álit hans á þessu máli. — Mér finnst ákaflega sterkar likur fyrir þvi, að beint samband sé á milli lóðaúthlutunarinnar til Armannsfells hf. og þeirrar greiöslu, sem Albert Guðmunds- son hefur upplýst að fyrirtækið hafi lagt af mörkum I húsbygg- ingarsjóð Sjálfstæðisflokksins. Slikt er vitanlega erfitt að sanna. En verulegu máli hlýtur að skipta, hversu há upphæðin var, hvort hún var t.d. fimm þúsund krónur eða fimm milljónir. Mjög há upphæð hlýtur að vekja grunsemdir. Mér finnst, að forráðamenn húsbyggingarinnar ættu að upp- lýsa, hver fjárhæðin er, fyrst þeir á annað borð hafa viðurkennt, að um greiðslu hafi verið að ræða. — Telur þú mikil brögð að þvi hjá ráðamönnum Reykjavikur, að þeir hygli flokksmönnum sin- um á kostnað borgarinnar? — Augljóst er, að þeir aðilar, sem styðja Sjálfstæöisflokkinn vel og dyggilega, njóta þess með ýmsu móti i viðskiptum sinum við Reykjavikurborg. Byggingarfé- lagið Ármannsfell hf. hefur þó að minum dómi notið aiveg óvenju- legrar fyrirgreiðslu borgaryfir- valda. — Geturðu nefnt einhver dæmi um það? — Það er mjög auðvelt. 1 ársbyrjun 1972 var gerður verktakasamningur við Ar- mannsfell hf. um byggingu Fella- skóla i Breiðholti III. Unglinga- álmu skólans átti að ljúka fyrir 1. október 1973. Við þetta Var ekki staðið af hálfu verktakans, og kostaði sú vanefnd borgina stórfé á þeim tima.'En á sama tíma og borgin varð að leggja út milli 10 og 20 millj. kr. vegna vanefnda Armannsfells hf. á samningum, var gerður viðbótarsamningur Milljónahöllin við Espigerði Býgg,ng þessa húss er án efa eitt mesta gróðafyrirtæki, sem hér hefur verið stofnað til.Þeir, sem þarna keyptu Ihúðir, hafa greitt milljónir til hluthafa Ármannsfells hf. Borgarfuiltrúar minnihlutans vildu, að það skilyrði yrði sett fyrir lóðaúthlutuninni, að byggingareikningar yrðu birtir og þá mætti vænta að álagning yröi hófleg. A slikt gátu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki fallizt. við fyrirtækið, án útboðs, um inn- réttingu I kjallara Fellaskóla. Refsingin til handa Armanns- felli hf. fyrir að standa ekki við verksamning, sem kostaði borg- arsjóð veruleg fjárútlát, var sú, að gera við það viðbótarsamning, án útboðs, fyrir rúmlega 10 millj. kr. Ég leyfi mér að fullyrða, að Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins — Albert Guðmundsson hefur óskaö eftir rannsókn vegna meintra ásakana um, aö hann hafi tekið við fjárframlagi I byggingasjóðinn sem greiöslu fyrir lóðina. Hann vill hins vegar að formaður Sjálfstæöisflokksins skipi sæti rannsóknardómarans. þarna var um óvenjulega og óeðlilega samninga að ræða við Ármannsfell hf. Á sama árinu og Armannsfell hf. fékk verksamninginn um byggingu Fellaskóla, var úthlut- að lóðum við Stóragerði. -Þessar lóðir voru mjög eftirsóttar, svo sem kunnugt er. Meðal lóða i Stóragerðinu voru tvær, sem ætlaðar voru undir há- hýsi með um 40 ibúðum i hvoru. Þrátt fyrir að' Armannsfell hf. væri með stórverk i gangi fyrir borgina, þ.e. Fellaskólann, þótti ráðamönnum Sjálfstæðisflokks- ins hjá borginni ekki annað koma til greina en að Ármannsfell hf. fengiaðra lóðina. Borgarfulltrúar minnihlutans lögðust eindregið gegn þeirri ráðstöfun og bentu m.a. á, að byggingaframkvæmdir við háhýsi i Stóragerði myndu seinka framkvæmdum við bygg- ingu Fellaskóla, sem þó væri mjög brýn fyrir borgina og fólkið i Breiðholti III. Sú varð lika raunin, eins og fram kemur hér að framan. Vitað var, að bygging háhýs- anna beggja á Stórageröissvæð- inu myndi verða mikið gróða- fyrirtæki, þar sem augljóst var, að væntanlegir kaupendur ibúð- anna myndu vilja greiða mun hærra verð fyrir ibúð þar en i Breiðholti, en kostnaður við bygginguna hlyti að verða svipaður á hvorum staðnum sem væri, svo og gatnagerðargjaldið. Eðlilegt hefði þvi verið, að bygg- ingasamvinnufélag, sem selur Ibúðir á kostnaðarverði, fengi a.m.k. aðra háhýsalóðina við Stóragerðið. Á það vildu borgar- ráðsmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki fallast. Þeim virtist rikast i huga, að Ar- mannsfell gæti matað krókinn sem bezt á kostnað væntanlegra kaupenda. Síðasta dæmið, sem hér skal nefnt, er svo úthlutun lóða til Ár- mannsfells hf. undir 23 ibúðir á horni Hæðargarðs og Grensás- vegar. Upplýst hefur verið, að 28 aðilar, byggingasamvinnufélög, einstakir byggingameistarar og samtök einstaklinga, hafa frá 1. desember sl. óskað eftir lóðum undir fjölbýlishús. Ekki þótti borgarráösmönnum Sjálfstæðisflokksins ástæða til að skoða þessar umsóknir, og ekki vildu þeir fallast á að skoða þess- ar umsóknir, og ekki vildu þær fallast á að umræddar 23 lóðir yrðu auglýstar. Þeir neyttu afls- munar og beittu meirihlutavaldi sinu i borgarráði til að knýja það fram, að Ármannsfell hf. fengi, án auglýsinga, allt svæðið undir 23 ibúðir. Furðu hlýtur að vekja, að offorsið skyldi vera slikt hjá borgarráðsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, að þeir felldu þá tillögu, að auglýst yrði eftir umsóknum um þessar lóðir. Slfkt hefur þó til þessa þótt eðlilegt og sjálfsagt, og þá hefði e.t.v. gefizt tóm til að átta sig á, að verið var að ráð- stafa undir byggingar einu af grænu svæðum borgarinnar, skv. aðalskipulaginu. Þá er upplýst, að byggingar- félagið Ármannsfell hf. er á eftir með þær framkvæmdir, sem það er með fyrir borgina, þannig að sagan frá 1972 virðist á góðri leið með að endurtaka sig. Ég vona að þetta sé nægilegt svar. Tíminn spurði Kristján ekki fleiri spuminga um þetta mál. í ljósi þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið hér að framan, þarf engan að undra, þótt þær raddir séu háværar meðal al- mennings, að samskipti Ar- mannsfells hf. við Reykjavikur- borg séu með þeim hætti, að þar hljóti eitthvað að liggja að baki, sem upplýsa þurfi. Undir það skaí tekið. Ármann Örn Ármannss., framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. — Segist hafa fengið arkitektinn til að skipuleggja byggingasvæðið fyrir Ármannsfell hf. upp á von og óvon um, hvort fyrirtækið fengi lóðina. Aðalsteinn Richter skipulagsstjóri — Segir að skipulag svæðisins hafi veriö unnið á vegum skipulagsyfirvalda borgarinnar og undir sinni stjórn. Skipulagsstjóri hefur ennfremur upplýst að að hafi verið vegna þrýstings Alberts Guðmundsson- ar, að arkitekt Armannsfells var ráðinn til starfa hjá skipulags- deild. Verkefni hans var að breyta „grænu svæöi” I, bygg- ingarlóð fyrir Armannsfell! Fellaskóli í Breiðholti III Vanefndir Ármannsfells h.f. við framkvæmdir viö skólann hafa kostaö borgarsjóð Reykja vfkur ótaldar milljónir, og komið I veg fyrir, aö börnin I nágrenninu fengju þá námsaðstöðu sem þau áttu rétt á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.