Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. september 1975. TÍMINN 11 Ragnar Júliusson, varaborgarráðsmaður — Þeir felldu I borgarráöi tillögu frá Alfreð Þorsteinssyni, Björgvini Guömundssyni og Sigurjóni Péturssyni um að þeirri viöteknu reglu yröi fylgt, aö auglýsa eftir umsóknum um lóöirnar, sem Ar- mannsfelli voru afhentar. — við fyrirtækið, án titboðs, um inn- i-éttingu i kjallara Fellaskóla. Refsingin til handa Ármanns- felli hf. fyrir að standa ekki við verksamning, sem kostaði bórg- arsjóð veruleg fjárútlát, var sií, að gera við það viðbótarsamning, án útboðs, fyrir rtimlega 10 millj. kr. Ég leyfi mér að fullyrða, að Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins — Albert Guðmundsson hefur óskað eftir rannsókn vegna meintra ásakana um, að hann hafi tekið við fjárframlagi i byggingasjóðinn sem greiðslu fyrir lóðina. Hann viil hins vegar að formaður Sjálfstæöisflokksins skipi sæti rannsóknardómarans. þarna var um óvenjulega og óeðlilega samninga að ræða við Ármannsfell hf. A sama árinu og Armarinsfell hf. fékk verksamninginn um byggingu Fellaskóla, var Uthlut- að lóöum við Stóragerði. -Þessar lóðir voru mjög eftirsóttar, svo sem kunnugt er. Meðal lóða i Stóragerðinu voru tvær, sem ætlaðar voru undir há- hýsi með um 40 ibtiðum i hvoru. Þrátt fyrir að' Armannsfell hf. væri með stórverk i gangi fyrir borgina, þ.e. Fellaskólann, þótti ráöamönnum Sjálfstæðisflokks- ins hjá borginni ekki annað koma til greina en að Ármannsfell hf. fengiaðra lóðina. BorgarfulltrUar minnihlutans lögðust eindregið gegn þeirri ráðstöfun og bentu m.a. á, að byggingaframkvæmdir við háhýsi i Stóragerði myndu seinka framkvæmdum við bygg- ingu Fellaskóla, sem þó væri mjög brýn fyrir borgina og fólkið I Breiðholti III. Sú varð lika raunin, eins og fram kemur hér að framan. Vitað var, að bygging háhýs- anna beggja á Stóragerðissvæð- inu myndi verða mikið gróða- fyrirtæki, þar sem augljóst var, aö væntanlegir kaupendur ibúð- anna myndu vilja greiða mun hærra verð fyrir ibúð þar en i Breiðholti, en kostnaður við bygginguna hlyti að verða svipaður á hvorum staðnum sem væri, svo og gatnagerðargjaldið. Eðlilegt hef ði þvi verið, að bygg- ingasamvinnufélag, sem selur ibUðir á kostnaðarverði, fengi a.m.k. aðra háhýsalóðina við Sttíragerðið. A það vildu borgar- ráðsmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki fallast. Þeim virtist rikast i huga, að Ár- mannsfell gæti matað krókinn sem bezt á kostnað væntanlegra kaupenda. Sfðasta dæmið, sem hér skal nefnt, er svo Uthlutun lóða til Ar- mannsfells hf. undir 23 ibtiðir á horni Hæðargarðs og Grensás- vegar. Upplýst hefur verið, að 28 aðilar, byggingasamvinnufélög, einstakir byggingameistarar og samtök einstaklinga, hafa frá 1. desember sl. óskað eftir lóðum undir fjölbýlishtis. Ekki þótti borgarráðsmönnum Sjálfstæðisflokksins ástæða til að skoða þessar umsóknir, og ekki vildu þeir fallast á að skoða þess- ar umsóknir, og ekki vildu þær fallast á að umræddar 23 lóðir yrðu auglýstar. Þeir neyttu afls- munar og beittu meirihlutavaldi sinu i borgarráði til að knýja það fram, að Armannsfell hf. fengi, án auglýsinga, allt svæðið undir 23 ibtiðir. Furðu hlýtur að.vekja, að offorsið skyldi vera slikt hjá borgarráðsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, að þeir felldu þá tillögu, að auglýst yrði eftir umsóknum um þessar lóðir. Slikt hefur þó til þessa þótt eðlilegt og sjálfsagt, og þá hefði e.t.v. gefizt tóm til að átta sig á, að verið var að ráð- stafa undir byggingar einu af grænu svæðum borgarinnar, skv. aðalskipulaginu. Þá er upplýst, að byggingar- félagið Armannsfell hf. er á eftir með þær framkvæmdir, sem það er með fyrir borgina, þannig að sagan frá 1972 virðist á góðri leið með að endurtaka sig. Ég vona að þetta sé nægilegt svar. Timinn spurði Kristján ekki fleiri spurninga um þetta mál. í ljósi þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið hér að framan, þarf engan að undra, þótt þær raddir séu háværar meðal al- mennings, að samskipti Ár- mannsfells hf. við Reykjavikur- borg séu með þeim hætti, að þar hljtíti eitthvað að liggja að baki, sem upplýsa þurfi. Undir það skaí tekið. Ármann Örn Ármannss. framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. — Segist hafa fengið arkitektinn til að skipuleggja byggingasvæðið fyrir Armannsfeil hf. upp á von og óvon um, hvort fyrirtækið fengi lóðina. Aðalsteinn Richter skipulagsstjóri — Segir að skipulag svæðisins hafi verið unnið á vegum skipulagsyfirvalda borgarinnar og undir sinni stjórn. Skipulagsstjóri hefur ennfremur upplýst að að hafi verið vegna þrýstings Aiberts Guðmundsson- ar, að arkitekt Armannsfells var ráðinn til starfa hjá skipulags- deild. Verkefni hans var að breyta ,,grænu svæöi" I~ bygg- ingarlóð fyrir Armannsfell! Fellaskóli i Breiðholti III Vanefndir Armannsfells h.f. við framkvæmdir við skólann hafa kostað borgarsjóð Reykjavlkur ótaldar milljónir, og komið I veg fyrir, aðbörnin I nágrenninu fengju þá námsaðstöðu sem þau áttu rétt á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.