Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMTNN Föstudagur 19. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN 19 Ed McBain - þar sem sá grunaði býr, þá var mér sagt, að þeir mættu heldur ekki við því að missa mann til þessa starfa. En eins og ég var að segja þér, þá hafnaði lögregluf ulltrúinn þeirri vernd, sem honum var boðin. Hann hélt, að við ættum í höggi við einhvern vitleysing. Satt að segja héld- um við það líka. Að minnsta kosti þar til atburðarásin leiddi annað í Ijós. — Hvers vegna er ekki búiðaðf inna íbúðina enn? — Hvaða íbúð, herra? — (búðina, sem skotið var úr tveimur skotum, sem urðu Cowper lögreglufulltrúa að bana... — Glæpurinn var ekki f raminn í okkar lögsaganarum- dæmi, herra. Ég þykist vita, að herra lögreglustjórinn viti, að Philharmonic Hall er í 53. umdæmi. Manndráp er rannsakað af þeim leynilögreglumanni, sem vinnur í lögreglusveit viðkomandi umdæmis, þar sem glæpurinn var framinn. — Vertu ekki með svona kjaftæði við mig, Byrnes, sagði lögreglustjórinn. — Þannig förum við að í þessari borg, herra, sagði Byrnes. — Þetta er þitt mál, svaraði lögreglustjórinn. — Er það skilið, Byrnes? — Ef þú vilt hafa það svo, herra. — Ég vil svo sannarlega hafa það svo. Sendu menn á staðinn og reyndu að finna djöfuls íbúðina. — Já, herra. — Láttu mig svo vita hvernig gengur. — Já herra, svaraði Byrnes og lagði tólið á. — Er farið að hitna í kolunum, spurði fyrri málarinn. — Eru yf irmennirnir að sparka eitthvað í þig, spurði sá seinni. Báðir mennirnir stóðu á málningartröppunum og glottu. Eplagræn málningin draup á gólf ið úr rennvotum penslum þeirra. — Hypjið ykkur út úr skrifstofunni, öskraði Byrnes. — Við erum enn ekki búnir, sagði f yrri málarinn. — Við förum ekki fyrr en verkinu er lokið, sagði sá seinni. — Við höfum okkar fyrirskipanir, sagði sá fyrri. — Þú skalt vita, að við vinnum ekki fyrir lögregluna. — Við vinnum fyrir hreinsunar- og viðhaldsdeildina. — Viðhald og viðgerðir. — Við hættum ekki við nokkurt verk f yrr en þvi er lok- ið. Þýðandi Haraldur Blöndal — Hættu að sulla málningunni á djöfuls gólfið mitt, öskraði Byrnes og stormaði út úr skrifstofunni.. — Haws, Kling, Willis, Brown, öskraði hann. — Hvað er orðið af öllum hér? Meyer kom út af salerninu og renndi upp buxnaklauf- inni. — Hvað er nú um að vera, stjóri, sagði hann. — Hvar varstu? — Sinna þörfum mínum. Því spyrðu? Hvað er að ger- ast? — Sendu einhvern á staðinn, öskraði Byrnes. — Hvaða stað? — Þangað sem djöfuls lögreglufulltrúinn var skotinn niður. — Allt í lagi, allt í lagi. En hvers vegna? Það er ekki okkar svæði, sagði Meyer. — Það er okkar svæði f rá og með þessari stundu. — Jæja? — Hver á vaktina? — Ég er á vakt. .— Hvar er Kling? — Hann á frí í dag. — Hvar er Brown? — Hann er að sinna símahleruninni. — Hvar er Willis? — Hann fór á spítalann að heimsækja Carella. — Hvar er þá Haws? — Hann skrapp að sækja samlokur. — Hvað rek ég hér eiginlega? Fjallahótel eða hvað? — Nei herra. Við — — — Sendu Haws til mín strax og hann kemur. Hringdu á rannsóknardeildina. Kannaðu hvað þeir hafa fundið. Hringdu og fáðu niðurstöðuna úr líkkrufningunni. Komdu þér nú af stað og að verki, Mever. — Eins og skot, herra. Meyer heilsaði að hermannssið og rauk beint í símann. — Þessi djöfuls hávaði er að gera mig vitlausan, sagði Byrnes. Hann ætlaði að þjóta inn á skrifstofuna, en J mundi þá eftir því, að hinir glaðværu, eplagrænu málar- ar voru að sulla þar inni. Hann rauk þess vegna fram í vélritunarskrifstof una. — Komið lagi á skýrslurnar, hrópaði hann. — Miscalo, hver f jandinn er þetta með þig? Gerir þú ekkert annað hér allan daginn en að laga kaffi? Zarkov nauðlenti geimskipi sinu á plánetunni..., "Geimskipiö var dregiö aö • j ströndinni... Zarkov at hugaði útreikninga sina....jj------------1 \\Þetta er allt ’ rangt, þetta er engin' pláneta.,.. lilHltlH FÖSTUDAGUR 19. september 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeóddrakis”. Málfriður Einarsdóttir þyddi. Nanna ólafsdóttir les (13). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð. 15.00 Miðdegistónleikar. Pierre Penassou og Jacque- line Robin leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir Francis Poulenc. Pierre Thibaud og Enska kammersveitin leika Konsert fyrir trompet og kammersveit eftir Henri Tomasi, Marius Constant stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Manniif i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri rekur endurminning- ar sinar frá uppvaxtarárum i Miðfirði (1). 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og byggingar- mál. Ólafur Jensson ræöir viö Bárð Dani'elsson bruna- málastjóra um brunavarnir o.fl. 20.00 Frá tónlistarhátfðinni i Vinarborg I júni s.l. Arturo Benedetti-Michelangeli og Sinfónluhljómsveitin I Vin- arborg leika Pianókonsert I a-moll op. 54 eftir Robert Schumann. Moshe Atzmon stjórnar. 20.30 Frá kommúnisma til Krists eftir Rose Osment. Benedikt Arnkelsson cand. theol. þýðir og endursegir. 21.00 Don-kósakka kórinn syngur rússnesk lög. Serge Jaroff stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Ódám- urinn” eftir John Gardner. Þorsteinn Antonsson þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 19. september 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar, 20.35 Sólin er Guð. Bresk heimildamynd um list- málarann William Turner, ævi hans og listsköpun. Turner fæddist i Lundúnum áriö 1775 og geröist snemma afkastasamur málari. Hann öðlaðist frægö og hylli og varðauöugurmaður, en þaö nægðihonum ekki, þegar til lengdar lét. Hann dró sig i hlé og reyndi eftir þvi sem viö varö komið, aö kaupa aftur ölkmálverk, sem hann hafði selt. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.35 „Krakkar léku saman” Endurtekinn skemmtiþátt- ur I umsjá Rió triósins. Halldór Fannar, Helgi Pétursson, og Ólafur Þóröarson syngja gaman- visur og þjóðlög. Þeim til aðstoðar eru Margrét Steinarsdóttir, Siguröur Rúnar Jónsson og fleiri. Fyrst á dagskrá 9. október 1967. 22.00 Skálkarnir. Breskur sakamálamyndaflokkur. Rániö. Þýöandi Krist mann Eiðsson. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.