Tíminn - 19.09.1975, Side 17

Tíminn - 19.09.1975, Side 17
Föstudagur 19. september 1975. TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur ó. Steina FURÐULEG VINNUBRÖGÐ ÍR-INGA — sem hafa tilkynnt, að þeir liggi enn með óútfyllt þótttökueyðuhlöð fró Evrópusam- bandinu og ætli sér ekki að taka þótt i Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik KÖRFUKNATTLEIKSMENN ÍR hafa sýnt stórfuröuleg vinnubrögö i sambandi viö rétt þeirra tii aö taka þátt I Evrópukeppni meistaraliöa i körfuknattleik. Þegar dregiö var fyrir stuttu I Evrópu- keppninni, dróst 1R gegn hinu fræga spánska liöi Real Mad- rid. Stuttu eftir dráttinn i keppninni ruku ÍR-ingar upp til handa og fóta — sögöu aö þeir ætluöu ekki aö taka þátt i keppninni og þeir heföu aldrei tilkynnt þátttöku I keppninni. Þessar fréttir úr herbiíöum tR-inga komu eins og köld vatnsgusa framan I körfu- knattleiksunnendur og 1. deildar liöin okkar f körfu- knattleik. Þegar þetta mál var athug- aö nánar, sögöu IR-ingar, að þeir heföu aldrei tilkynnt þátt- töku i Evrópukeppninni, og þeir sögöust hafa þau eyðu- blöö, sem þarf að senda til Evrópusambandsins til að til- kynna þátttöku, enn óútfyllt hjá sér. IR-ingar tilkynntu þetta til stjórnar KKl, án þess að roðna. Þessi vinnubrögð IR-inga eru fyrir neðan allar hellur, og framkoma þeirra i þessu máli er óafsakanleg . Þeir eru nú búnir að koma i veg fyrir, að annað Islenzkt lið geti tekið þátt I keppninni fyrir hönd Is- lands — með þvi að liggja með eyöublöö Evrópusambandsins óútfyllt undir koddanum hjá sér. Þessi vinnubrögð IR-inga eru vægast sagt stórfurðuleg. Hvers vegna létu þeir ekki vita af þvi, að þeir ætluðu sér ekki aö taka þátt i Evrópu- keppninni, fyrr en þátttöku- fresturinn var útrunninn og búið aö draga i keppninni? Nú eru uppi háværar raddir um að refsa ÍR-ingum fyrir þessa framkomu — þ.e.a.s. að útiloka þá frá keppni I Evrópukeppni i framtiðinni. Stjóm KKI hefur sent IR-ing- um bréf, þar sem sambandið harmar þennan slóðaskap 1R- inga, þar sem hann hafi orðið til þess, að annað islenzkt félag getur ekki tekið þátt I Evrópukeppninni. Að lokum má geta þess, að Evrópusam- band körfuknattleiksmanna hefur lýst furðu sinni á fram- komu IR-inga. SKOTGLAÐI SKOTINN — sem hrellir alla markverði Skota með skotum sínum, leikur með Dundee United gegn Keflvíkingum á þriðjudaginn ★ AAörg af stóru félögunum á Bretlandseyjum hafa augastað á hinum 1 9 dra Andy Gray DUNDEE United-liðið/ sem mætir Keflvíkingum í UEFA-bikarkeppninni á þriðjudaginn í Keflavík, kemur hingað með alla sína sterkustu leikmenn. United-liðið er nú talið eitt skemmtilegasta lið Skota — liðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum, sem eru menn fram- tíðarinnar. Sá leikmaður liðsins, sem er þekktastur, er markaskorarinn ANDY GRAY, sem er undir smásjánni hjá mörgum stærstu félögum á Bretlandseyjum. Gray er aðeins 19 ára gamall og markheppinn með af brigðum — hann skoraði 20 mörk í skozku 1. deildarkeppninni sl. keppnistímabil og varð þá markhæstur. Þá skoraði hann þar að auki 6 mörk í bikarkeppninni. Þessum skotharða Skota, sem hrellir alla markveröi Skota með skotum sinum, er bezt lýst meö oröum hins fræga skozka lands- liösmanns Colin Stein hjá Glas- gow Rangers, en hann sagði, eftir aö hafa séð Gray leika: — Ég myndi vilja borga mikið fyrir að leika i skónum hans, þótt það væri ekki nema annan hálfleikinn. Við hliðina á Grayleikur annar ungur og efnilegur leikmaöur PAUL STURROCK, sem er einnig mikill markaskorari. Þessir tveir hættulegu leikmenn, eru taldir hættulegasti sóknardúett i skozku kiiattspyrnunni i dag. Það veröur þvi gaman að fylgjast með viöur- eign þeirra við Einar Gunnarsson og Gfsla Torfason, miöveröi Keflavíkurliösins og Þorstein ólafsson, hinn snjalla markvörð Keflvikinga, sem hingað til hefur staöið sig frábærlega vel i Evrópuleikjum Keflavikur-liös- ins. Það er öruggt aö barátta þeirra Einars, Gisla og Þorsteins gegn hinum sókndjörfu miðherjum United-liðsins — Gray og Sturrock— á eftir að veita knatt- spyrnuunnendum.sem leggja leið sina til Keflavikur á þriöjudaginn kemur, mikla ánægju. ANDY GRAY....... hinn mark- sækni leikmaöur Dundee United, skoraði 26 mörk sl. keppnistima- bil. Tekst honum aö skora hjá Keflvikingum? „Róðurinn verður örugglega þungur á íslands-miðunum" — sagði Andy Gray, hinn hættulegi sóknarleikmaður Dundee United, um leikinn gegn Kefivíkingum í Keflavík — Fyrst verðum við að vinna sigur yfir islend- ingunum, áður en við getum farið að hugsa um næstu mótherja, sagði markaskorarinn mikli frá Dundee, Andy Gray, í viðtali við skozka dagblaðið ,,Scottish Daily News", þegar hann var spurður um möguleika Dundee United í UEFA-bikar- keppni Evrópu. — Nei, ég get ekkert sagt um möguleika okkar gegn íslendingunum. Ég veit lítið annað um Kefla- víkurliðið, en það sem vinur minn hjá Hibs, Alan Gordon, hefur sagt mér um liðið. — Hann sagöi, að leikmenn Keflavikurliösins væru mjög góðir af áhugamönnum að vera, og þaö væri erfitt að ieika gegn þeim á heimavelli þeirra — Hibs hefði mátt þakka fyrir jafntefli á Islandi. Þá veit1 ég, að nokkrir leik- menn Keflavikur-liðsins leika meö landsliði Islands, svo að Keflavikurliöið hlýtur að vera gott liö. — Það má búast við, að róö- urinn veröi þungur hjá okkur, þegar viö mætum Islending- unum á heimamiðum þeirra. Við gerum okkur grein fyrir þvi, og mætum til leiks meö þvi hugarfari, sagöi Andy Gray. Þá sagði Gray, að leikmenn Dundee United væru mjög ánægðir með aö fá tækifæri til að heimsækja Island og leika hér knattspyrnu. Síðast fór Dundee United héðan ósiqrað — hvað gerist þegar þetta fræga lið leikur gegn Keflvíkingum? DUNDEE United-liðið, sem mætir Keflvikingum i UEFA-bik- arkeppni Evrópu, fór ósigrað frá tslandi síöast þegar liðið lér hér. United-liðið lék hér þrjá leiki 1966 á Laugardalsvellinum — gegn Fram (7:2), KR (4:0) og iands- liöinu (6:0). Keflvikingar eru ákveönir að láta söguna frá 1966 ekki endurtaka sig. — Þeir ætla sér aö leggja Dundee United að velli I Keflavik á þriðjudaginn. Barið á dyr hjá Suður- nesja- mönnum KEFLAVIKUR-liöiö verður i sviösljósinu i kvöld i Keflavik, en þá heimsækja leikmenn liðsins Suöurnesjamenn og bjóða þeim miða á leik Kefla víkurliðsins gegn Dundee United. Það er ekki að efa, að Suðurnesjamenn taka vei á móti þessum áhugasömu leikmönnum, sem tryggðu þeim bikarinn um sl. helgi. Keflviking- ar stefna að þvi, að selja 3 þús. iniða á leikinn i forsölu, en þeir þurfa aö fá 4-5 þús. áhorfendur á leikinn gegn Dundee United, til þess aö slappa taplausir frá þátt- töku sinni f Evrópukeppninni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.