Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 217. tbl. —Miðvikudagur 24. september—59. árgangur 3 HF HORÐUR GUNNÁRSSON SKÚLATÚNI 6 .- SÍMI (91)19460 Má spara milljónir í innanlands fluginu? -------->Q SMIÐI OLIUPALLA HÉR ÚR SÖGUNNI? Sláturstríðinu á Sauðárkróki lokið ----------> © HHJ-Rvlk — Ég tel öll tormerki á þvi, að nokkur von sé til þess að Norðmenn hefji smiði oliubor- palla á Islandi, sagði einn for- stjóra Aker-samsteypunnar norsku, sem smlðar borpalla til olluvinnslu I Norðursjónum, og flytur slfk tæki raunar Ut viða um heim.Orsökinersu, að þegar hef- ur verið samið um smiði svo margra borpalla, að fyrirsjáan- legt er, að ekki er von ýkja margra pantana á næstunni, sagði forstjórinn I viðtali við blaðamann Timans I Osló. Aker-samsteypan hefur samið um smiði borpalla fram á siðari hluta næsta árs. Sem kunnugt er hefur komið til tals, að mögulegt væri að smiða sllka palla á Reyðarfirði og sigla þeim siðan til Noregs, en nií eru sem sagt litlar likur til þess, að af þvi verði. Fremst á myndinni er perlu- steinsmoli. Við vinnslu er perlu- ísteininn sigtaður, þurrkaður og malaður. Við mölunina mynd- ast 20-30% af finu dufti, minna en 0.2 mm ogmánotaþað meðal annars til framleiðslu á kúlum, sem sjást framarlega á mynd- iiini. Kúlur þessar má nota til ýmiss konar framleiðslu, t.d. i íéttsteypu og milliveggjafram- leiðslu. Söluverð er hátt. Hvitu plöturnar eru frauðgler, sem framleiddar eru á hliðstæðan hátt og lýst hefur verið fyrir frauðkiilurnar. Rörahelmingur- inn og sívalningurinn á mynd- inni er þaninn perlusteinn bund- inn með glervatni. Sllka fram- leiðslu má nota til ýmiss konar varmaeinangrunar. Múr- steinarnir á myndinni eru fram- leiddir þannig, aðileir er bland- að þöndum perlusteini fyrir brennslu og fæst þannig varma- einangrandi múrsteinn. Sllkur miirsteinn er notaður til einangrunar á rafbræðslukerj- um eins og t.d. þeim, sem notuð eru við álframleiðsluna i Straumsvik. Svarti renningur- inn er steyptur I basalti. Þensla perlusteins hefst í næsta mánuði SVR lofar bragarbót: Sérstakur vagn verði í ferðum milli efra og neðra Breiðholts FJ—Reykjavik. Breiðholtsbúar geta horft fram á bjartari daga, hvað strætisvagnaferðir milli efra og neðra Breiðholts snertir, en eins og Timinn skýrði frá I gær er megn óánægja fólks yfir þvi að SVR skyldi leggja niður ferðir milli hverfanna. Forstjóri SVR' mætti á fundi borgarráðs i gær til að gera grein fyrir þvi, hvernig mætti verða við kröfum Breiðholtsbúa um aðra þjónustu en niðurfellingu ferð- anna. Nu er ætlunin, að innan skamms verði sérstakur vagn látinn ganga á hálftima fresti frá klukkan 9 til 17milli efra og neðra Breiðholts, og fyrir klukkan 9 og eftir klukkan 17 verði fjölgað ferðum hjá hraðferðinni, sem ek- ur milli efra Breiðholts og bæjar- ins I gegn um neðra hverfið. SJ—Reykjavik. í októbermánuði verða væntanlega hafnar tilraun- ir með þenslu á perlusteini i Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi. Búið er að flytja nokkur hundruð lestir af perlusteini úr Prestahnjúki við Kaldadal til Akraness,sem eru um ársbirgðir til fyrirhugaðrar framleiðslu verksmiðjunnar. Ætlunin er að til að byrja með verði um að ræða tilraunaframleiðslu fyrir erlend- an markað og einnig verði hægt að anna þeirri eftirspurn, sem hér kann að verða fyrir framleiðsl- una. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar hjá Sementsverk- smiðju rikisins hefur að undan- förnu verið aflað tækjabúnaðar til framleiðslu þessarar. Þensluofn- inn er kominn upp og tilbúinn til notkunar. Tæki til að vinna perlusteininn undir þensluna, — þurrka hann, sigta og harpa i æskilegar kornastærðir, eru að koma til landsins og verða sett upp inæsta eða þarnæsta mánuði. Um sama leyti verður hægt að fara að prófa þenslutækin, en þenslan er mikilvægasti þáttur fyrirhugaðrar framleiðslu. Óunninn perlusteinn litur út eins og venjulegt grjót en hefur þann eiginleika að þenjast Ut eins og poppkorn við 800-900 gr. hita. Þaninn perlusteinn er notaður til einangrunar, i léttsteypur alls konar með sements, plast- eða gipsfyllingu. Einnig er perlu- steinn notaður til að sigta með eða sia efni eins og kísilgúr, t.d. i bjórframleiðslu og framleiðslu á bðrum drykkjarvörum. Framkvæmd perlusteinsfram- leiðslunnar hefur gengið hægar en áformað var og olli þvi vand- kvæði i fjármögnun. Lét Guð- mundur Guðmundsson þess þó getið, að framkvæmdin nyti skilnings og velvilja hjá stjórn- völdum. Sementsframleiðsla verk- smiðjunnar á Akranesi er i há- marki, og virðist gróska i byggingariðnaðinum I landinu. Kvað Guðmundur Guðmundsson annað ástand hér en i nágranna- löndunum, þarsem þessi iðngrein hefur dregizt mjög saman. Lengi undanfarið hafa ýmsir spáð sam- drætti hér en sú hefur ekki orðið raunin á. i ARMANNSFELLSMALIÐ: ÁGREININGUR UM SKIPUN RANNSÓKN ARNEFNDARINNAR — SJÁLFSTÆÐISMENN VILJA SKIPA MEIRIHLUTA NEFNDARINNAR FJ—Reykjavik. Ekki náðist samkomulag á fundi borgarráðs I gær um skipan rannsóknar- nefndarinnar i Ármannsfells- málinu og var málinu frestað til föstudags, en eins og Timinn hefur skyrt frá samþykkti borgarráð fyrir helgi að skipa sérstaka nefnd til að rannsaka allar hliðar þessa máls. Agreiningurinn i gær mun hafa verið sá, að sjálfstæðis- menn vildu skipa meirihluta nefndarinnar, en að öðrum kosti eiga formann hennar, ef fallizt yrði á skiptinguna, þrir sjálf- stæðismenn og einn frá hverjum þriggja minnihlutaflokkanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.