Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 24. september 1975 KVEÐJUORÐ AÐ LEIÐARLOKUM: Sigurjón Guðmundsson Sigurjón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju kl. 1 1/2 e.h. f dag. Sigurjón Guðmundsson var um langt skeið i fremstu for- ustusveit Framsóknarflokksins. Hann var stofnandi fyrsta félags ungra Framsóknar- manna og fyrsti erindrekinn, sem flokkurinn hafði i þjónustu sinni. Hann átti sæti i miðstjórn flokksins áratugum saman, var gjaldkeri flokksins i aldarfjórð- ung, framkvæmdastjóri Timans um nokkurt skeið og gegndi jafnframt þessu mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hiklaust má segja, að hann hafi á árunum 1930-1970 verið einn af helztu áhrifamönnum flokksins. Svo að segja öll hin marghátt- uðustörf.sem Sigurjón annaðist fyrir flokkinn, vann hann sem sjálfboðaliði. Hann átti það sammerkt með aldamótamönn- unum að vera ekki að krefjast persónulegra launa, þegar hann var aðvinna fyrir áhugamál sin. En þótt Sigurjón ynni mikið og óeigingjarnt starf fyrir Fra m sók narflo kkin n nutu margir aðrir, bæði samtök og einstaklingar, hjálpsemi hans og fyrirgreiðslu. Það var ótrú- legt hve miklu hann gat áorkað i þessum efnum. Þar naut hann frábærrar lægni sinnar og elju- semi. Þeir verða því margir, sem í dag minnast Sigurjóns Guðmundssonar með þakklæti og hrærðum huga. Það er ætlunin, að Sigurjóns Guðmundssonar verði siðar minnzt i íslendingaþáttum Tim- ans og verður þvi ekki rakinn hér æviferill hans. Þessum lin- um eraðeins ætlað að tjá honum að leiðarlokum innilegasta þakklæti flokksbræðra hans og gamalla samstarfsmanna við Timann og óska konu hans, Asu Jóhannsdóttur, börnum þeirra og öðrum vandamönnum guðs- blessunar á þessum erfiðu vegamótum. þ.þ. Nemendur i Vélskóla islands eru nú rösklega 400og hafa aldrei verið fleiri. Auk skólans I Reykjavik eru nú starfræktar vélskóladeildir á Akureyri, ísafirði og Siglufirði. RÖSKLEGA 400 NEMEND- ÚR i VÉLSKÓLA ÍSLANDS Vélskóli Islands var settur i 61. sinn mánudaginn 15. þm. Aðsókn að skólanum hefur vaxið ár frá ári og aldrei verið meiri en nú, eða rösklega 400 nemendur i öll- um deildum skólans, en auk skól- ans i Reykjavík starfa nú vél- skóladeildir á Akureyri með 20 nemendum, á Isafirði með 20 nemendum og á Siglufirði með 13 nemendum. Ætlunin var að hefja starfsemi Vestmannaeyjadeildarinnar aft- ur eftir gos en vegna ónógrar þátttöku hefur ekki orðið af þvi enn. Athuguð var stofnun deilda á Akranesi og i Keflavik, en þátt- taka reyndist ekki nægileg. Af þeim 160 nýju nemendum, sem sóttu um skólavist i Reykja- vfk, eru um 20 á biðlista, þannig að ekki er fullvíst að unnt verði að þessu sinni að taka við öllum umsækjendum. Þeir nemendur, sem hefja nám i öðru stigi, eru 24 iðnsveinar, 8 stúdentar og 10 menn, sem upp- fylla skilyrði um tveggja ára starfsreynslu. Hér er um nokkra fjölgun iðnsveina að ræða frá þvi er verið hefur undanfarin ár. Tveir stúdentar stunduðu nám við skólann i fyrra en nú verða þeir átta. Hér er um nokkurt nýmæli að ræða, sem hefur þegar gefið £óða raun. Stúdentarnir taka 1. og 2. stig saman. HUsnæði skólans er nú fullnýtt, en vonir standa til að unnt verði að halda áfram við nýbyggingu skólans áður en langt um liður. Alls starfa 38 kennarar við skólann i vetur, þar af 21 fastráð- inn. Skólastjóri Vélskólans er Andrés Guðjónsson. Utanríkisráðherra á Alsherjarþingið Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, hélt utan i gær til þátt- töku i 30. Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sem hófst i New York i s.l. viku. Mun ráðherrann flytja ræðu á þinginu mánudaginn 29. þ.m. I för með utanrikisráðherra eru Hans G. Andersen, sendiherra, og Hörður Helgason, skrifstofustjóri utanrikisráðuneytisins. Aðrir i sendinefnd Islands á þinginu nú við upphaf þess eru þeir Ingvi Ingvarsson, sendiherra, fasta- fulltrúi Islands hjá S. þj. sem er varaformaður sendinefndarinnar, Tómas Karls- son, varafastafulltrúi og tvar Guðmundsson, ræðismaður. Þingflokkarnir munu sam- kvæmt venju eiga fulltrúa á þinginu og fara þeir utan um miðjan október n.k. Avísanir á amfetamín takmarkaðar vegna ofnotkunar Gsal-Reykjavik. — Akveðið hefur verið að takmarka nokkuð notkun amfetamins hérlendis, og mun landlæknisembættið hér eftir fylgjast náið með ávísun lækna á það lyf. Astæðan fyrir þvi, að gripið er til þessara tak- markana er sú, að niðurstöður lyfjaathugana á Norðurlöndum hafa sýnt fram á að notkun ýmissa tegunda amfetamins er talsvert meiri hér en á ninum Norðurlöndunum. Hér eftir munu læknar þurfa að sækja um sérstakt leyfi til ávísunar amfetamins á hvern sjúkling. Rættum Spán og Portúgal á fundi í Háskólanum SVÖRT BYLTING HAFIN í SÚÐAVÍK H.G.-SUðavik— Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi og lagningu malbiks á kafla þjóð- vegarins um Súðavik. Þvi verki var lokið i síðustu viku, og þar með hófst merkur áfangi i sögu gatnagerðar hér. Framkvæmdir við veginn um SUðavik hafa staðið yfir af og til i nokkur ár, en veginum er ætlað að liggja um fjöruna framan við þorpið. Nauðsyn ber til að flytja að allt efni i bygginguna undir veginn, og vantar talsvert á að þeirri framkvæmd sé lokið. Ekk- ert hefur verið unnið að þeirri byggingu i ár vegna fjárskorts. Áætlaður kostnaður við að ljúka undirbyggingu vegarins um SUðavik eru tæpar 10 milljónir króna. Við opnun Djúpvegar hefir umferð aukizt mikið um Súðavik, enda fara allir hér um sem aka um DjUpið, til og frá ísafirði. Þvi er mjög brýnt að vegarlagningu i þorpinu verði lokið sem fyrst, svo létta megi umferðinni af Aðal- götu, en sú gata er ekki ætluð mikilli umferð. Má nefna, að um Aðalgötu fara allir skólakrakkar á leið sinni i skólann, sem stendur rétt innan við þorpið. Ibúar Súðavikur eru flestir á þeirri skoðun, að við lagningu Djúpvegar hefði átt að leggja áherzlu á að ljUka við gerð vegar- ins um SUðavik, áður en umferð var hleypt á veginn, — en ekki að kappkosta að opna Djúpveg fyrir umferð, án þess að með góðu móti megi komast hér um þorpið. Má þvi segja, að gleðin, sem Djúpvegurinn og malbikið veitir, sé blandin nokkrum trega, vegna þeirrar slysahættu sem skapast með aukinni Umferð um mjög ófullkomið gatnakerfi. Með hliðsjón af pólitisku mikilvægi þeirra atburða, sem nU eiga sér stað á Pýrenaskaga, hefur Verðandi ákveðið að taka boði þeirra Gests ólafssonar og Birnu Þórðardóttur um flutning erinda, er fjalla um gang mála á Spáni og i PortUgal, segir i tilkynningu frá Verðandi. Verður efnt til fundar með þeim I Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, fimmtudaginn 25. september kl. 20.30. Að loknum erindum sinum munu þau Gest- ur og Birna svarafyrirspurnum. öllum er heimill aðgangur. Annar úr lífs- hættu en hinn enn meðvitund- arlaus Gsal-Reykjavik. — I.íðan piltanna tveggja, sem liggja nú á Borgarspitala eftir hið hörmulega umferðarslys við Svinavatn nú um helgina, er að sögn læknis á sjúkra- húsinu óbreytt. Annar pilt- anna hefur enn ekki komizt til meðvitundar, en talið er að liinn sé úr lifshættu. Umferð um Súðavik hefur aukizt mjög eftir að Djúpvegurinn var opnaður og þvi brýnt, að gerð hins nýja vegar um staðinn ljúki sem fyrst. annKHaai,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.