Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 24. september 1975 Falsaði Nixon vitnisburo gegn Hiss? Man nokkur eftir Alger Hiss? Hann var ungur og bráðvel- gefinn lögfræðingur, sem starfaði eitt sinn við utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna. Hann var m.a. ráðgjafi Roosevelts á Jaltaráðstefnunni árið 1945, þegar forsetinn ræddi við Churchill og Stalin, og þar reyndi Hiss að leggja sig allan fram um að finna sem bezta lausn á þeim vandamálum, sem fjallað var um. Stuttu siðar, þegar herferðin gegn kommúnistum stöð sem hæst, i Bandarikjunum var Hiss sakaður um að vera kommúnisti og njósnari. Sá, sem bar fram mestar ásakanir á hann var ungur öldunga- deildarþingmaður, Richard Nixon, sem flestir þekkja nú sem fyrrverandi forseta Banda- rikjanna. Málið hófst með þvi að WhittakerChambers gáfaður og merkilegur maður, sem eitt sinn hafði verið kommúnistiog var einnig ritstjóri Time Magazine, bar vitni fyrir Óamerfsku nefndinni og sakaði þar Hiss um að hafa verið kommúnista. Hann hafði hvað eftinannað borið það i yfir- heyrslum hjá FBÍ, en ekki hafði þó tekizt að sanna á Hiss, að hann hefði gert neitt af þvi, sem Chambers bar á hann, eða að hann hefði nokkru sinni tekið þátt i njósnum. En þetta nægði ekki Nixon. Hann lagði sig allan fram um að sanna á Hiss það sem Chambers bar á hann. Allt i einu snerist málið þannig, að Chambers mundi éftir þvi að Hiss hafði látið hann fá örfilmur af skjölum, sem hann hafði ætlað að afhenda Rússum, og Chambers minntist þess einnig, að hann hafði falið eitthvað af þessu dóti á búgarði sinum. Einnig fannst nú ritvél, sem sögðvarhafa verið i eigu Hiss, og var talin mikið sönnunar- gagn i þessu ákærumáli. Atti Hiss að hafa skrifað upp leyni- skjöl á þessa ritvél. Allan þann tima, sem yfirheyrslur stóðu hélt Hiss þvi fram, að hann væri saklaus.en Nixon og Chambers héldu hinú gagnstæða fram. Hiss sór eið að sakleysi sinu, en þrátt fyrir það var hann dæmd- ur i fimm ára fangelsi árið 1950. Hinn glæsti ferill hans sem starfsmanns i utanrikis- ráðuneytinu var á enda runninn, en Nixon hafði náð sér i skrautfjöður, sem hann gat sett i hatt sinn. Siðar skrifaði Hiss bók, þar sem hann segir frá þessum málaferlum gegn sér, og segir að þar hafi hann orðið fyrir barðinu á pólitiskum of- sóknum og samsæri, sem Richard Nixon hafi staðið fyrir. —-Nixon notaði mig sjálfum sér til framdráttar, segir hann i bókinni. — Ekki veit ég hvort einhver ástæða var fyrir Chambers að draga mig inn i málið, segir Hiss ennfremur, en hann er nú 71 árs gamall. — Hitt er vist, að Nixon fyrirgaf mér aldrei, að ég skyldi hafa ráðlagt Roosevelt að beitaRússa ekki hörðu iJalta.... Fjölmargir hafa I dag reynt að fá Hiss til þess að fá mannorð sitt hreinsað þótt seint sé, með þvi að láta taka málið fyrir aftur. Og hvers vegna skyldi það vera? Jú, vegna þess að þegar segul- bandsupptökurnar af viðræðum Nixons og manna hans i Hvita húsinu komu fyrir augu og eyru almennings kom i ljós, að hann hafði mikla tilhneigingu til af- brota og nú halda margir þvi íram, að hann hafi látið bera falsvitni gegn Hiss til þess eins að hljóta sjálfur frægð fyrir. Myndin af Nixon, sem hér birtist með, er frá þeim tima, þegar málin gegn Hiss stóðu sem hæst. Hin myndin er af Alger Hiss sjálfum. Hdvaxinn og þeldökkur fulltrúi Bandaríkjanna Chari Jordan hefur verið ráðin i bandariska sendiráðið i Madrid. Hún er án efa eftir- tektarverðasti starfsmaður sendiráðsins, enda er hún hvorki meira né minna en 180 cm á hæð, á sokkaleistunum, svörtáhúð oghár og óvenjulega lagleg. Chari Jordan er upprunnin á Jómfrúeyjum og hefur starfað sem ein af „kaninunum” i Playboy- klúbbunum i Baltimore og New York siðan hún tók lögfræðipróf frá George Washingtonhá- skólanum. Fljótlega varð Chari þreytt á þessari vinnu, og sótti þvi um að komast i utan- rfkisþjónustuna. Umsókn hennar var vel tekið, og hún fékk þegar vinnu. — Ég varð að fá eitthvað verðugra verkefni, en ganga um meðal gesta Playboy-klúbbanna, sagði hún — og það tókst. Nú leggur hún sig alla fram um að standa sig sem bezt i vinnunni i Madrid, þvi hún veit sem er, að standi hún sig ekki i þessu fyrsta starfi 1 utanrikisþjónustunni á hún ekki mikla framtið fyrir sér þar. — Perlufestin hennar slitnaði. DENNI DÆMALÁUSI Mér sýnist litirnir minir hafi heldurekkihatneittgottaf þessu. Hvað finnst þér um það?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.