Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. september 1975 TÍMINN 7 ii—1 J/IMÍV Þar sem frásagnar gleðin ríkti w I minningu Guðrúnar frá Lundi UNG STOLKA i norðlenzkri sveit finnur hjá sér löngun til skrifta og skáldskapariðkana. Hún lætur undan hneigð sinni og drýgir á þeim vettvangi sinar æsku,,syndir” eins og ungu fólki er tamt, og vera ber, en það er ekki fyrr en hún er komin undir sextugt, sem fyrsta bók hennar kemur út. En það munaði lika um þaö, þegar það loksins varð: Bókin komst þegar i stað á hvers manns varir og var lesin af ungum og gömlum. Þegar Dalalif var komið út, var eins og tjald hefði skyndi- lega verið dregið frá sviði: Guð- rún frá Lundi var i einni svipan orðin einn þekktasti og mest lesni skáldsagnahöfundur á Is- landi, bækur hennar voru sifellt i útláni hjá bókasöfnum, i stað þess aðrykfalla þar i hillum, og útgefendur áttu öruggri sölu- vöru að fagna þar sem þær voru. An efa hafa margir spurt sjálfa sig,hvernig standi á þeim miklu vinsældum, sem skáld- sögur Guðrúnar frá Lundi hafa jafnan notið, þvi' að það er sann- ast mála, að ókostir þeirra eru næsta bersýnilegir hverjum les- anda, og þarf ekki djúpt að grafa til þess að finna þá. Það er skoðun undirritaðs, að vinsældir Guðrúnar stafi fyrst og fremst af þvi, að hún talar til lesenda sinna á máli sem þeir skilja.Ifún er fulltrúi hinnar alþýðlegu frá- sagnarlistar og hún þekkir það mannlif, sem hún er að lýsa. Sögusvið Guðrúnar eru is- lenzkar sveitir, eins og þær voru, áður en jeppar og dráttar- vélar tóku við hlutverki hests- ins. Bændur og vinnumenn þeirra teygðu gæðingana eftir grænum grundum á sumrin og á isum að vetrinum, og einn bónd- inn var kannski dálitið meiri gleðimaður en hinir, þótti gott i staupinu og var kvenhollur nokkuð. Hver kannast ekki við þetta? Oghér erum við komin að enn einu, sem skapað hefur sögum Guðrúnar frá Lundi vinsældir: Hún skrifaði mikið um ástina, þetta ævaforna og þó siunga vandamál mannkindarinnar. Slfkt lesefni hefur jafnan verið vinsælt, þvi að mannlegt eðli og mannlegar tilfinningar breytast furðulitið, þótt kynslóðir komi og fari. Guðrún frá Lundi mátti þola það eins og allir aðrir rithöfund- ar, að dómar um bækur hennar væru ekki alltaf tómt lof. Hins- vegar gat það komið fyrir, að nokkuð skorti á samkvæmnina hjá þeim ágætu mönnum, sem gerðust dómarar verka hennar. Þannig skrifaði þjóðkunnur maður grein fyrir tæpum tutt- ugu árum, þar sem hann sagði, að i frásögn og mannlýsingum Guðrúnar frá Lundi væri litil dýpt og viðast gutlað á grunn- miðum, og enn fremur, að aug- ljós væri kunnáttuskortur henn- ar I öllum listbrögðum. Þó sagði þessi sami maður i þessari sömu grein, að Guðrún frá Lundi væri vitur kona og lífs- reynd, og að hún væri mikið skáld. Ekki þekkti undirritaður Guð- rúnu frá Lundi persónulega, og aldrei sá ég hana, en mikið þyk- ir mér, ef hún hefur ekki brosað vorkunnsamlega að þessu og ýmsu öðru, sem sagt var og skrifað um hana og bækur henn- ar. Persónur i sögum Guðrúnar frá Lundi eru misjafnlega skýr- um dráttum dregnar. Þó mun Jón bóndi á Nautaflötum verða lesendum einna minnisstæðast- ur. Þetta er svo einstaklega mannlegur maður með ófull- komleika sinum og ókostum, sem þó eru naumast sjálfs hans sök, nema þá að takmörkuðu leyti. Honum er spillt, strax i bamæsku, með hóflausu dekri og eftirlæti, og auk þess segja erfðirnar til sin, heldur en ekki. Lisibet, móðir Jóns, er ekki eins sannfærandi persóna. Hún dýrkar föður sinn, séra Helga i Felli af slikri blindni, að henni finnst ekkert athugavert við það, þótt Jón sonur hnnar likist hon- um I öllUflika drykkjuskapnum, og verður af þessu nokkur orða- senna á milli Lisibetar og bónda hennar, þegar Jón litli er enn á barnsaldri. Og erfðafræðin lét ekki að sér hæða, fremur en fyrri daginn: Jón á Nautaflötum varð gefinn fyrir hesta, vin og konur, þegar hann hafði aldur til, eins og afi hans, séra Helgi I Felli. Aftur á móti er Þóra, æsku- vinstúlka Jóns, fullkomlega eðlileg sveitastúlka, tápmikil, einörð og fylgin sér, alin upp við fátækt og að þurfa að treysta á sjálfa sig, en hvorki ætt né auð. Hér verður ekki leitazt við að gera neinn bókmenntalegan samanburð á sögum Guðrúnar frá Lundi, ef til vill verður ein- hver til þess að vinna það verk siöar. En það hyggur sá, sem hér pikkar á ritvél, að Dalalif verði langlifast verka hennar. Vafalaust hefðu bækur Guð- rúnar grætt á þvi, ef hún hefði gert sérmeira far um að þjappa söguefnum sinum saman og stytta stilinn. Og kafibollatalið (,,ég ætlaði einmitt að fara að hella upp á könnuna”), hefði hún að skaðlausu mátt skera niður um ein 99%. Hún var alla tiö mjög orðmargur höfundur. Dalalif eitt er fimm bindi i all- stóru broti, tæpar tvö þúsund og tvö hundruð blaðsiður. Til skamms tima var hið is- lenzka samfélag næstum hreint bændaþjóðfélag. Mestur hluti þjóðarinnar bjó i dreifðum bændabýlum, og viða var langt á milli bæja. En þótt hver bær mætti heita riki út af fyrir sig, bárust tiðindi einatt á milli manna. Forðum riðu hetjur um héruð, og fóru reyndar ekki á- vallt með friði. Alþýða manna lifði sinu lífi. Smalar hittust i heimalöndum og á heiðum uppi og skiptust á fréttum. Sögur urðu til og voru sagðar, breytt- ust og mótuðust i meðförum. öldum saman var það ein aðal- skemmtun Islendinga að segja hver öðrum sögur, — oftast al- þýðlegar sögur um hversdags- leg efni — þótt hins gerðust lika dæmi, og þau ófá, að sögurnar næðu þeim þroska, hæð og dýpt, að vera sambærilegar við það sem bezt gerist i bókmenntum heimsins. Guðrún frá Lundi er fulltrúi hinnar alþýðlegu sagnalistar. Bækur hennar eru alþýðlegar sögur, sagðar á alþýðlegan hátt, og hún stendur algerlega á hin- um þjóðlega frásagnargrund- velli. Guðrún Arnadóttir fæddist á Lundi i Stiflu i Fljótum i Skag- afjarðarsýslu 3. júni 1887. (Kirkjubókin segir nú reyndar 7. júni). ForelÓrar hennar voru Arni Magnússon og kona hans Baldvina Asgrimsdóttir, og bjuggu þau á Lundi og viðar i Skagafirði. Hinn 9. sept. 1910 giftist Guð; rún Jóni Jóhanni Þorfinnssyni (f. 1884, d. 1960), bónda i Geita- gerði i Staðarhreppi I Skagafirði Þorfinnssonar. Þau Jón Þorfinnsson og Guð- rún Amadóttir bjuggu svo á nokkrum stöðum i Austur- Húnavatnssýslu og Skagafirði, þangað til þau fluttust til Sauð- árkróks árið 1939, þar sem þau áttu heima eftir það. Þar sat Guðrún siðan og skrif- aði, og má segja að henni félli ekki penni úr hendi, unz þann gest bar að garði, sem setur punkt aftan við allar okkar sög- ur. —VS. Breiðholtsbúar Kennsla mun fara fram i Breiðholtsskóla i eftirfarandi greinum: Barnafatasaumi, ensku 1-4. fl., þýzku 1. og 2. fl. 1 FELLAHELLI er fyrirhuguð kennsla i leikfimi mánud. og miðvikud. klukkan 9.30 og 11.30 að morgni en siðdegis mun kennt: enska, spænska, stærðfræði (mengi fyrir foreldra), myndvefnaður og postulins- málning (i henni hefst kennsla ekki strax, en þeir, sem áhuga hafa eru beðnir að gefa sig fram við innritun). Innritun i Breiðholtsskóla fer fram 24. sept. kl. 8-10 siðdegis. Innritun i Fellahelli fer fram i byrjun okt. samkv. auglýsingu. Barnagæzla verður i Fellahelli fyrir börn innan skólaaldurs, meðan foreldrar eru við nám þar. Prófið sætið — en forið varlega að benzingjöfinni. Sleðinn gæti verið kraftmeirl en þig grunar. Nýr, þýður og glæsilegur sleði, 40 hestafla mótor. /C SÝNINGARSLEDI Á STADNUM SKIMMER 440 Takið eftir útlitinu! SÍMI B15QO-ÁR1VIÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.