Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 24. september 1975 i í ffiÉÉg' ' 'M ■ . - ' V* 1 • 1 , j | yÉ4| Bal8| Hús Þórhalls er auðþekkt af loftnetsstöngunum sem teygja sig til himins. Spjallað við Þórhall Pólsson, eina starfandi radíóamatörinn utan Stór-Reykjavikursvæðisins k C, C V. ATHOCiNATO OAt. OOMITATO CAIiNfVAl.£ t » *'W'» Kalimerki Þórhalls. ASK—Akureyri. — Ég er hissa á þvi að ekki skuli vera til fleiri áhugasamir radió-amatörar á ts- landi, sagði Þórhaliur Páisson, einn elzti amatörinn hériendis, en hann hefur verið viðriðinn þetta sérstæða áhugamál ailt frá árinu 1927. — Eina ástæðan sem ég get fundið er sú, að unglingarnir nenni þessu hreinlega ekki. Tæp- lega háir peningaleysi þeim, a.m.k. ef tekið er mið af hljómtækjakaupum þeirra. TÍMINN heimsótti Þórhall ekki alls fyrir löngu og ræddi við hann um þessi fræði, en þar kom m.a. fram, að radíó-amatörar eiga sifellt meira gengi að fagna erlendis, þótt heldur virðist sax- ast á hópinn hér heima fyrir. Þannig er Þórhallur eini starf- andi amatörinn utan Stór- Rey kjavikursvæðisins. Tækin fyrir byrjendur eru þó langt frá þvi að vera dýr, tvö til þrjú hundruð þúsund, eða jafnvcl mun minna, nægir til að koma sér upp vel frambærilegum tækjum. Hvað um það, við spurðum Þór- hall i upphafi hvenær og hvers vegna hann hefði dregizt inn i furðuveröld amatörsins, þar sem allt morar i óskiljanlegum mæl- um og snúrum af ýmsum tegund- um. — Það mun hafa verið árið 1927, sem ég byrja að hugsa um þetta, þá fyrir atbeina Theodórs Lillien- dahís, þáverandi simritara á Akureyri. Hann var með stöð sem ég fékk að sjá og skoðan, en siðar setti hann saman fyrir mig stutt- bygljumóttakara, sem heyrðist bara vel i, þrátt fyrir að um tveggja lampa tæki væri að ræða. Theodór gerði méira en að setja saman móttakarann fyrir mig, hann kenndi mér morse, og lánaði mér siðan sendinn sinn, og skömmu siðar fékk ég fyrsta sambandið, en það var við Frakk- land.Þetta varnóg —ég varsem sagt biíinn að fá bakteriuna. Á þessum árum voru menn ekkertað hafa fyrir þvi að fá leyfi til starfrækslu stöðvanna, það kom ekki til fyrr en eftir strið. Ég man til dæmis eftir þvi, er ég var starfsmaður rikisútvarpsins árið 1933, að Gunnlaugur Briem bað mig að taka á móti veðurskeytum frá veðurathugunarstöðinni á Snæfellsjökli, þvi að loftskeyta- stöðin I Reykjavik átti ekki til stuttbylgjutæki. Þá þótti mér öruggast að hafa leyfisbréf, og skrifa.ði þvi viðkomandi yfirvaldi þar að lútandi, en aldrei fékk ég svar. Friðbjörn Aðalsteinsson, þáverandi stöðvarstjóri á loft- skeytastöðinni, sagði mér, að ég skyldi bara byrja af fullum krafti, á sina ábyrgð — sem ég oggerði. — Hvemig var að vera amatör á striösárunum? — Þá lögðust eðlilega niður allar sendingar, og gott betur, þvi að Sigurður Finnbogason, Reyk- vikingur sem hafði sömu bakteri- una og ég, vár handtekinn af Bretum ásamt mér, og vorum við fluttir til Bretlands og hafðir þar i haldi i eina átta mánuði. Það var vist álitið, að við værum stórhættulegir njósnarar, eða eitthvað i þá áttina, sem var auð- vitað helber vitleysa. Hins vegar fannst mér alltaf þeir ensku vera hálfgerðböm i þessum málum og ákæran á hendur okkur æði asna- lega á svið sett. — Hvað hefur þú haft samband við mörg lönd? —Biddu fyrir þér maður, þau eru orðin óteljandi löndin og hólmarnir, sem ég hef talað við i gegnum árin. Og Þórhallur sýnir okkur bunka af kortum, sem hann hefur fengið frá radló-amatörum um viða ver- öld, en þegar eftir fyrsta sam- bandið senda amatörarnir kort sin á milli, þar sem kvittað er fyrir sambandið og tiltekið, hversu mikill styrkleiki stöðvar- innar er, ásamt ýmsum fleiri tæknilegum atriðum, sem undir- ritaður kann engin skil á. — Ég hef náð sambandi við Suður- og Norðurpólinn, við Astraliu og Kóreu, svo að eitthvað sé nefnt. Þá hef ég geysimikið samband við Japan, en áhugi á þessum fræðum er mjög mikill þar i landi. Til dæmis var fyrir örfáum dögum svo mikið af japönskum stöðvum i loftinu, að það voru hreinustu vandræði að lesa nokkurn skapaðan hlut úr þvi. Hins vegar gengur mér illa að ná sambandi við Bandarikin, en það gerir brekkan hér fyrir ofan húsið, hún er eins og skerm- ur, sem lokar fyrir allt samband i vesturátt. Það er nokkuð slæmt, þvi að Bandarikjamenn eru mjög framarlega i þessum efnum, en það eru Rússar einnig, og ég hef mikið samband við þá. Þeir mega tala eins og þá lystir, eftir að Stalin gamli andaðist, en þá máttu þeir eingöngu ræða saman innbyrðis. Það er lika eftirtektar- vert við Rússana, að þeir eru ákaflega leiknir morse-menn og senda geysilega hratt út. — Nú notið þið ákveðið tákn- mál i sendingum. — Já, til eru ýmsar skammstafanir, sem við notum okkar á milli. Til þess að gefa þér örlitla hugmynd um þær, má geta þess, að 73 þýðir beztu kveðjur, en 88 ástarkveðja. Það fyrra notar maður, þegar karl- maður á i hlut, en 88 er auðvitað notað, þegar kvenpersóna er kvödd. TF þýðir svo náttúrlega Island. — Hvað er það sem fer á milli, þegar tveir áhugamenn ræða saman i fyrsta skipti? — Þúsegir hvar þú ert staddur, hvemig hlustunarskilyrðin eru og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.