Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 24. september 1975 TÍMINN 19 Skíðaskálinn 40 ára Á 40 ára afmæli Skiðaskálans i Hveradölum 14. sept. s.l. var hóf haldið i Skiðaskálanum að kveldi þess dags. Þar voru mættir margir af brautryðjendum skíðai"þróttar- innar hér sunnanlands. Mátti þar sjá Herluf Clausen, sem er einn lifandi úr fyrstu stjórn Skiða- félags Reykjavikur. Ennfremur voru mættir Jón Ólafsson lög- fræðingur, Tryggvi Einarsson frá Miðdal, Einar Guðmundsson, Benedikt Gröndal, Othar Elling- sen, Þórarinn Björnsson, Ármann og Andrés Bergmann, Val. Bændur Ur ölfusinu, sem eiga Hjallatorfuna, sem Skiðaskálinn stendur á, sátu einnig veizluna, og einnig fulltrúar ski'ðadeilda Reykjavikurfélaganna. Þar á meðal var Georg Lúðviksson K.R. Veizlustjóri var Sveinn Björns- son, varaforseti Í.S.l. og form. Iþróttaráðs Reykjavikur. Tryggvi Einarsson frá Miðdal flytur ræðu. Hugmyndir og hugmyndakerfi í norrænum bókmenntum Kjósarsýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Kjósarsýslu verður haldið laug- ardaginn 4. október i Hlégarði, Mosfellssveit. Hefst það kl. 21. ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Jón Skaftason al- þingismaður flytja ávörp. Sungin verða og leikin lög eftir Sigfús Halldórsson. Kátir félagar leika fyrir dansi. Sauðórkrókur Framsóknarmenn efna til flokksfundar i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 24. september kl. 21. Á fundinum mæta Ólafur Jóhannesson ráðherra og Páll Pétursson alþingis- maður. Hjá Rannsóknastofnun i bók- menntafræði við Háskóla islands er komin út bókin Ideas and Ideo- logies in Scandinavian Literature since the First World War. Efni bókarinnar eru 17 fyrir- lestrar, sem fluttir voru um hug- myndir og hugmyndakerfi i nor- rænum bókmenntum frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar á 10. ráðstefnu International Associ- ationforScandinavian Studies.er haidin var i Háskóla íslands sum- arið 1974. Auk þess eru þar grein- Menntamálaráðuneytið, 21. september 1975. Styrkir til háskólanóms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms I Sviss háskólaárið 1976-1977. Ætlast er til þess að umsækjendur hafi lokið kandídatsprófi eða séu komnir langt áleiðis i háskólanámi. Þeir sem þegar hafa verið mörg ár I starfi, eða eru eldri en 35 ára, koma aö öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrkfjár- hæðin nemur 800 svissneskum frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 900 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæb til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla I sviss- neskum háskólum fer annaðhvort fram á frönsku eða þýsku, er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir að á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. nóvem- ber n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. september 1975. Styrkir til hóskólanóms í Sambands- lýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið I Reykjavik hcfur tilkvnnt islenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram þrír styrkir handa Is- lenskum námsmönnum til háskólanáms i Sambands- lýðveldinu Þýskalandi háskólaárið 1976-77. Styrkirnir nema 650 þýskum mörkum á mánuöi hið lægsta, auk 400 marka greiðslu við upphaf styrktimabils og 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá ferðakostnað greiddan að nokkru. Styrktimabjlið er 10 mánuðir frá 1. október 1976 að telja en frainlenging kcmur til greina að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskilduin fylgigögnum, skulu hafa borist mennlamalaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vlk, fyrir 1. nóvember n.k. — Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráðuneytinu. argeröir frá 6 umræðuhópum, sem störfuðu á ráðstefnunni um einstakar hugmyndir og hug- myndakerfi. Sveinn Skorri Hösk- uldsson prófessor hefur annast útgáfu bókarinnar. Eftirtaldir fyrirlestrar eru birt- irí bókinni: Sven Möller Kristen- sen: Livsopfattelser og ideologier i dansk litteratur efter 1920. Jó- han Wrede: Om relationer mell- am idéer, ideologier och littera- tur i republiken Finland. Sveinn Skorri Höskuldsson: Ideer och ideologier i islandsk litteratur sedan första várldskriget. As- mund Lien: Om ideer og ideologi- er i mellomkrigstidens norske litteratur. Lars Gustafsson: Den vasterlándska kulturens stymp- ade lemmar — Idéer om kultur- ens undergang och kulturens för- nyelse i svensk litteratur eftir första várldskriget. Thure Sten- ström: Existentialism and Swed- ish Literature in the 1940s. Régis Boyer: Visages de l’absurde dans la littérature danoise de l’aprés- guerre. Horst Bien: Positionen und Traditionen der sozialistisch- en Literatur Skandinaviens. Janet Mawby: The Collective Novel and the Rise of Fascism in the 1930’s. Maurice Gravier: Le mouvement d’Oxford et les littératures scandinaves. Mette Winge: Ideologier og börnelitt- eratur. Mogens Bröndsted: Træk af konsrolledebatten i Danmark eftir 1920. Helga Kress: Kvinne og samfunn i noen av dagens is- landske prosaverker. Elias Bredsdorff: Marx og Freud i Hans Kirks roman Fiskerne Au- dun Tvinnereim: Sigurd Hoel og Wilhelm Reich — Et kapittel av den norske mellomkrigstidens litteraturhistorie. Helen Svens- son: Hagar Olsson och 30-talets idévarld. Hermann Pálsson: Beyond The Atom Station. Bókin er 360 bls. að stærð og prentuð i Prentsmiðjunni Odda. Þjófar í Kópavogs- apóteki Gsal-Reykjavik — i fyrrinótt kom lögreglan i Kópavogi að tveimur innbrotsþjófum, sem voru að byrja að athafna sig I apóteki bæjarins. Mennirnir voru hand- teknir og fluttir i fangageymslur. Þeir voru undir áhrifum áfengis er lögreglan gómaði þá. /---------------------------------\ Sendlastarf Búvörudeild Sambandsins vill ráða pilt á vélhjóli. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Véltæknifræðingur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða véltæknifræðing til starfa i tæknideild stofnunarinnar sem fyrst. Starfssvið er fjölbreytt og tekur til allra greina fiskiðnaðar. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir Trausti Eiriks- son i sima 20240. /----------------------------------\ Skrifstofustúlka Vinnumálasamband samvinnu- félaganna óskar eftir að ráða skrif- stofustúlku með góða vélritunar- kunnáttu. Aðalstörf: bréfaskriftir simavarsla og upplýsingaþjónusta til aðila sambandsins. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannastjóra. starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.