Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 25. september 1975 Flytjum inn mold fró Finnlandi, þótt gjaldeyris- forðinn sé smór BH—Reykjavik. — Þessi inn- flutningur á gróðurmold er ekkert nema ein af þessum deilum, sem grfpur stundum um sig. Hér er alls ekki uin betri mold að ræða en fsienzku gróðurmoldina, nema siður sé. Þessi mold er þurrkuð og pressuð og sett eru einhver bæti- efni i hana, og svo er þetta sett i umbúðir, sem ganga i augun á fólki. Það er nú allt og surnt. bannig fórust Hafliða Jónssyni, garðyrkjustjóra Reykjavikur- borgar, orð i gær þegar Tfminn hafði samband við hann og innti hann eftir innfluttri gróðurmold, finnskri, hollenzkri, danskri og jafnvel þýzkri, sem væri töluvert áberandi i verzlunum hér. — Það er bara verið að eyða gjaldeyri með þessu, sagði Hafliði, en fólk vill hafa þetta svona. Það er ýmislegt fleira svona dót, sem er sópað inn i landið i algerri vitleysu. Að mað- ur nú ekki tali um grænmetið, sem er á góðri leið með að drepa islenzka garðyrkju niður. En það er nú önnur saga en engu ómerk ari. En það kæmi mér ekki á óvart, þótt þeir færu að flytja inn sóskin i túbum frá Mallorca! Það væri i fullu samræmi við annað! Birkið hefur ekki náð að mynda fræ vegna óhagstæðs veðurfars BH-Reykjavik. — i sambandi við trjáræktina á þessu sumri er það bagalegast, að það litur út fyrir, að við fáum eiginlega ekkert af fræj- um. Þetta verður a.m.k. ákaflega litið fræár hér syðra. Þó gæti þetta breytzt eitthvað ennþá, þvi aðberin standa enn á trjánum, og gætu bætt við sig, en blessaðir fuglarnir eru iðnir við þau, og ég efast um að það verði nokkuð að ráði, sem við fáum af fræjum. Þannig komst Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar, að orði, þegar Timinn hringdi til hans i gær til þess að inna hann fregna af gróðrinum á liðnu sumri. Við inntum Hafliða eftir vaxtarbroddi trjánna. — Ég held, að hann sé bara i meðallagi, kannski heldur rýrari en venjulega. Þetta var ekkert sumar hjá okkur, og það verður erfitt með plönturnar á næsta sumri, ef við fáum engin fræ af þeim i haust. Sér- staklega verður þaö slæmt með birkið, það nær ekki að mynda fræ i ár- feröi eins og þessu, og birkifær fáum við engin. Það verður kannski eitthvaðskárra meðaðrar tegundir, — ekki alveg útséð með þær, en út- litið er ekki gott. Innbrot í Búðardal SJ-Reykjavik Aðfararnótt þriðjudags var brotizt inn i Kaupfélagið i Búðardal. Þjófarnir komust i tvo peningakassa i verzlun Kaupfélagsins og brutu þá upp, en höfðu ekki annað upp úr krafsinu en skiptimynt, sem i þeim var. Mál þetta var upplýst strax á þriðjudag og voru þessir piltar úr Reykjavik. Skiluðu þeir öllu, sem þeir höfðu hirt — um 1000 kr i peningum, sælgæti, tóbaki, nokkrum úrum og myndavél. Piltarnir komust inn um glugga á kaffistofu. Nú geta menn fengið keypt fryst slátur — nýjung í slátursölu hjá Afurðarsölunni gébé Rvik — Siátursula afurðasölu Sambands islenzkra samvinnu- félaga tekur nú upp þá nýjung i Kcykjavik, að selja viðskiptavinum sinum fryst óunnið slátur frá Borgarnesi. í stað þess að áöur var siátrið orðið rúmlega tveggja sólahringa gamalt áöur en neytendur gátu unnið úr þvi, fá neytendur það nú i hendur alvcg nýtt. Jóhann Steinsson hjá afurðasölunni kvaðst þess fullviss, að þessi nýja þjónusta við viðskipta- vini ætti eftir að mælast vel fyrir. Slátursala hefst n.k. föstudag i húsi afurðasölunnar á Kirkjusandi. 1 Borgarnesi verður slátrað um fimm hundruð slátrum á dag og er slátrið þegar hraðfryst, fimm slátur i kassa og sent siðan til Reykjavik- ur. Ekki mun lengur vera hægt fyrir viðskiptavini að fá slátrið sent beint frá Borgarnesi, þvi að sláturhúsið þar annar ekki meiru en þvi sém afurðasalan fær. Nú eru viðskiptavinirnir ekki bundnir við að vinna úr slátrinu strax og þeim berzt það i hendur, heldur er hægt að geyma það i frystikistum þangað til timi gefst til sláturgerðar. Jóhann Steinsson sagði, að hægt væri, að geyma fryst hráefnið i allt að 12 mánuði i frystihúsi, við um 25-30 stiga frost, en ekki eins lengi i frystikistum, þar sem kuldastigið þar væri mun minna, eða um -rl8 stig. Slátursalan verður opin i 2-3 vikur, sem hér segir: Miðvikudaga, fimmtudaga ogföstudaga frá kl. 13:00 til 17:00 og laugardaga frá 10-12. Á siðastliðnu hausti seldi afurðarsalan um fimmtán þúsund slátur, og er búizt við að ekki verði það minna nú, ekki sizt vegna hinnar nýju hagræðingar, að geta keypt það fryst, pakkað snyrtilega inn i kassa. Otför Sigurjóns Guð- mundssonar framkvæmda- stjóra var gerð frá Foss- vogskirkju í gær að við- stöddu miklu fjölmenni. Prestur við athöfnina var séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Fóstbræður sungu undir stjórn Jónasar Ingi- mundarsonar. Garðar Cortes söng einsöng. Organ- leikari var Martin Hunger. Myndin er frá athöfninni i Fossvogskirkju. Timamynd: G.E. Einangrunarplastverk- smiðja ó Blönduósi Mó-Blönduósi —Þessa dagana er að taka til starfa á Blönduósi verk- smiðja, sem framleiða skal einangrunarplast, en slik verksmiðja hefur ekki áður starfað við Húnaflóa. Sigurður H. Þorsteinsson, forstjóri verksmiðjunnar, sagði i viðtali við Timann, að hann vonaðist tií þess að verksmiðjan gæti fullnægt þörfinni fyrir einangrunarplast i öllum byggðum við Húnaflóa. Vélar allar og tæki i verksmiðjuna á Blönduósi eru keypt frá Sauðárkróki. TVÖ BARNALEIKRIT í UNDIRBÚNINGI í ÞJÓÐLEIKHÚSINU HHJ-Rvik — Um þessar mundir er veriö að undirbúa sýningar á tveimur barnaleikritum i Þjóð- leikhúsinu. Hið fyrra er byggt á verki eftir leikritahöfundinn fræga, Ionesco, og ncfnist „Milli himins og jarðar”. Sýningar á þvi hefjast um miðjan næsta mánuð, og það er einkum ætlað yngri börnum. Ilitt barnaleikritið er eftir barnabókahöfundinn góðkunna Astrid Lindgren, sem m.a. er höfundur að Linu Lang- sokk, sem öll börn kannast við. „Milli himins og jarðar” var fært i leikritsbúning af sænska brúðuleikhúsmanninum Staffan Westerberg. Það er um 40 min- útna langt. Leikarar eru þrir — Briet Héðinsdóttir, Sigmundur Orn Arngrimsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir — auk hljómlistarmanns. Briet leikstyr- ir verkinu. Þýðandi er Karl Guð- mundsson og Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði leikmynd, búninga og leikbrúður. Leikritið verður sýnt á kjall- arasviðinu, en siðan verður farið með það á flakk og það sýnt á dagheimilum og :i ieikskólum. Leikrit Astridar Lindgren verð- ur frumsýnt um eða upp úr ára- mótum. Það nefnist i islenzkri þýðingu Sigrúnar Björnsdóttur „Karlinn á þakinu”. Sýningar- timi er um tveir timar og það verður sýnt á stóra sviðinu. Leik- stjóri er Sigmundur örn Arn- grimsson, en leikmyndir gerir Birgir Engilberts, „Karlinn á þakinu” hefur verið sýnt við mikla aðsókn viða um Norðurlönd. Ákveðið hefur verið að hafa nokkrar sýningar á Karde- mommubænum i Þjóðleikhúsinu á næstu vikum vegna hinnar gifurlegu aðsóknar, sem var að leikritinu á siðasta leikári, en þá urðu syningar 58. Ekki verður unnt að hafa nema fáar sýningar, þar eð önnur barnaleikrit eru i undirbúningi i leikhúsinu eins og áður segir. Nokkrar breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan: Ævar R. Kvaran leikur nú elzta ræningjann, Kasper i stað Bessa Bjamasonar, en Ævar lék þetta hlutverk, þegar Kardemommu- bærinn var fyrst sýndur i Þjóðleikhúsinu. Guðjón Ingi Sig- urðsson hefur tekið við hlutverki Jónatans en Randver Þorláksson er áframí hlutverki Jespers. Leik stjóri Kardemommubæjarins er Klemens Jónsson, hljómsveitar- stjóri Carl Billich. Fyrsta sýning- in verður á sunnudaginn. Hljómsveit Kardemommubæjar undir stjórn Sörensens rakara (Sigmundar Arnar Arngrimssonar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.