Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. september 1975 TÍMINN 5 Viðsjár talnanna . Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli birtir i siðasta blaði tsfirðings athyglis- verða grein, sem hann nefnir við- sjár talnanna. Halldór segir i upphafi: „Hagfræði og töluvisi eru mikils metnar, svo sem vert er. Tölfræði er traust og örugg og tölulegur samanburður er nauðsynlegur til skilnings og þekkingar. Samt er engu siður nauðsynlegt að hlusta á tölur með varúð og athygli. Oft eru birtar tölur, sem ekki segja nema sumt af þvi sem máli skiptir. Stundum draga menn hvatvislega ályktanir af hálfreiknuðu dæmi. Og vera má að stundum þyki einstökum áróðursmönn- um hentugt að bregða upp hálfreiknuðu dæmi. Það á stundum við meðferð taln- anna, sem Stephan G. orðaði svo meistaralega: Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Tölurnar eru réttar, óhrekj- andi, en þær taka ekki nema til nokkurs hluta þess sem máli skiptir. Þvi er þetta að- eins hálfur sannleikurinn og ályktun, sem af verður dregin, er röng. Hér gildir sú fræga umsögn, að enda þótt tölurnar ljúgi ekki, er hægt að ljúga með tölum. Tölfræðin blekkir menn. Hér skal nú svo sem til skýr- ingar þessum almennu og al- gildu hugleiðingum nefna ein- stök og nýleg dæmi úr opin- berum umræðum.” Þjóðartekjur og launakjör Þá segir Halidór Kristjáns- son enn fremur: „Það er talað um þjóðar- tekjur og almenn launakjör. Auðvitað þarf að vera sam- band þar á milli. Stundum er talað um rýrnun þjóðartekna og jafnframt rýrnun launa- kjara eins og þarna gæti verið fast hlutfall og menn eigi að álykta, að launakjör þurfi engan veginn að verða fyrir meiri afföllum hlutfallslega en þjóðartekjurnar. Séu launa- kjör skert meira en nemur þvi hundraðshlutfalli sem þjóðar- tekjur hafa rýrnað, er það að kenna vondri stjórn og ill- gjarnri i garð launamanna. Nú fara ekki allar þjóðar- tekjur til launagreiðslna. Nokkur hluti þeirra fer til ann- ars kostnaðar. Og auðvitað er það hreyfing á þeim liðum sem ræður þvíhvað eftir er til launa. Segjum til einföldunar að helmingur þjóðartekna gangi til launagreiðslna, en hinn helmingurinn til annars. Nú rýrna þjóðartekjur um 10 af hundraði, en þær greiðslur allar standa i stað. Þá þyrfti að skerða launakjör um 20% — 10 af 50— ef sama niðurstaða ætti að nást i þjóðarbúskapn- um. Launagreiðslur eru þáttur i ráðstöfun þjóðartekna og við þurfum að vita fleira en heild- artölu þjóðarteknanna til að sjá á hverju viö höfum efni i launagreiðslum." Þjóðartek jurnar og ríkissjóður Þá segir Halldór Kristjáns- son: „Það er talað um að rikis- sjóður taki til sin svo og svo mikið af þjóðartekjum og þannig gerður samanburður milli ára og áratuga. Stundum virðast menn álita, að til séu einhver eðlileg takmörk þess hvað langt sé rétt að ganga i þeim efnum og þau takmörk séu óháð öllu öðru. Skyldi það þó ekki skipta nokkru máli i þvi sambandi hversu mikinn hluta þjóðarinnar rikissjóður hefur á framfæri sinu? Skyldi það sama eiga við, eftir að tveir fimmtu af tekjum rikis- sjóðs ganga til tryggingar- stofnunar rikisins til almennr- ar framfærslu, og áður var? Og skyldi það engu breyta hvort 10% eða 20% þjóðarinn- ar eruopinberir starfsmenn?” — Þ.Þ. Prósenta en ekki ókveðin krónutala Gsal-Reykjavik — Dómur er háskólamanna höfðaði i júni s.l. genginn i máli þvi, er Bandalag gegn fjármálaráðherra fyrir Miðstöðvarketill til sölu, ásamt hitakút, dælum og öðru til- heyrandi, i góðu standi. Upplýsingar i sima 40-425. CREDA-tauþurrkarinn er nauösynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn i sinum gæðaflokki. Fjórar geröir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. - -V hönd rikissjóðs. Meginniðurstöð- ur Kjaradóms i máli þessu voru á þann veg, að við kauphækkanir ættu prósentutölur að gilda en ekki ákveðin krónutala, og er þessi dómur i samræmi við sjónarmið Bandalags háskóla- manna. Nú mun það þvi hafa gerzt, að nokkur munur ér á launatöflu Bandalags háskólamanna og BSRB. Launatafla BHM er hærri en tilboð rikisins, sem byggt var á samningi við BSRB, og munu launaflokkar BHM hækka um 2% l.októbern.k.,istað2.100kr. sem hækkunin er hjá BSRB. Fyrir þá, sem hafa hærri laun en 105 þús. kr., kemur þessi dóm- ur Kjaradóms til góða, þvi prósentuákvæðið færir þeim meiri kauphækkun en ákveðin krónutala hefði gert. Tíminner peningar Sólaóir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR A FÓLKSBÍLA. BARÐINNf ARMULA7 W30501 &84844 Tréklossar Teg. 146. Litur Ryðbrúnt. No 34—42. Verð kr. 3490. Teg. 135 Litur: Ryðbrúnt, gulbrúnt No. 34—42. Verð 3090 Teg. 134. Litur Rautt. No. 34—42. Verð kr. 3390 Teg. 124. Litur Rautt No. 25—33. Verð kr. 2540 Teg. 138. Litur Beige/Brúnt No 25—33 Verð 2980 AU STiU RSTiRTEiíil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.