Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 25. september 1975 Borgarstjóri afhendir blaftamönnum greinargerð sina á blaöamannafundinum i gær. Timamynd: G.E. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri: Greinagerð vegna úthlutunar bygginga- lóðar til Ármannsfells Ég hef um skeið dvalið er- lendis, fyrst i opinberum erindum og siðan í sumarleyfi með fjöl- skyldu minni. Ég fékk þvi ekki heildarmynd af blaðaskrifum, fyrr en við heimkomu mina s.l. sunnudag. Miklu moldviðri hefur veriðþyrlað upp vegna ákvörðun- ar meirihluta borgarráðs um að úthluta byggingarlóð á horni Hæðargarðs og Gresávegar til Byggingarfélagsins Ármanns- fells h.f. Þar sem ýmis skrif og full- yrðingar i þessu máli hafa verið mjög villandi og staðreyndir málsins hafa ekki allar komið fram, þykir mér rétt að gera itar- lega grein fyrir málinu i heild. Aðdrangandi skipulags. Þann 15. okt. 1973 var gerð eftirfarandi bókun i skipulags- nefnd: „Rættum frágang á opnu svæði við Garðsenda. Samþykkt að taka til athugunar frágang á afgangssvæðum vestan Elliða- ár, sunnan Miklubrautar, aust- an Kringlumýrarbrautar, norðan Bústaðavegar.” A s.l. voru fór ég ásamt nokkr- um embættismönnum borgarinn- ar i skoðunarferð til að athuga ónotuð svæði á þessum slóðum. Taldi ég mikilvægt, ef unnt væri að þétta nokkuð byggð á þessu svæði til að nýta sem bezt þá að- stöðu, sem þar er þegar fyrir hendi af hálfu borgarinnar. Auk min voru i þessari ferð borgar- verkfræðingur, skipulagsstjóri og skrifstofustjóri borgarverkfræð- ings. Skoðunarferð þessi var ein af mörgum, sem við borgarverk- fræðingur förum með öðrum embættismönnum um borgina. Eitt þessara svæða er spildan noröan Hæðargarðs og austan Grensásvegar. Var þá ákveðið, að skipulagsstjóri ynni að tillögu- gerð að skipulagi á svæðinu, auk fleiri staða, sem við skoðuðum. Var um það rætt sérstaklega, að þarna mætti reisa einbýlishúsa- eða raðhúsabyggð, en við vorum sammála um, að ekki væri æski- legt að setja stærri fjölbýlishús á þetta svæði með tilliti til ná- grannabyggðar. Um likt leyti komu til min i al- mennan viðtalstima forsvars- menn Byggingarfélagsins Ar- mannsfells h.f., og spurðust þeir sérstaklega fyrir um möguleika á úthlutun þessarar lóðar til að byggja á henni fjölbýlishús. Tjáði ég forráðamönnum félagsins, að bygging fjölbýlishúss á þessu svæði kæmi ekki til greina, og þvi ekki likur á, að félagið gæti fengið úthlutað lóð á þessum stað. Hinn 7. mai höfðu forráðamenn Armannsfells h.f. samband við borgarverkfræðing og itrekuðu fyrirspurn um möguleika á bygg- ingu háhýsis á umræddu svæði. Borgarverkfræðingur tjáði þeim, að hann teldi slika byggingu úti- lokaða á staðnum. Byggingarfélagið Armarinsfell h.f. mun siðan hafa óskað eftir þvi við arkitekt sinn, Vifil Magnús- son, að hann kynnti sér þetta svæði og gerði tillögur að ibúðar- húsabyggð á svæðinu. Þegar Vifill hafði gert sinn tillöguupp- drátt, snéru forráðamenn Ar- mannsfells h.f. sér til Alberts Guðmundssonar, borgarfulltrúa, og kynntu honum málið. Albert hafði samband við skipulags- stjóra, og i framhaldi af þvi fór fram fundur milli skipulags- stjóra, framkvæmdastjóra Ar- mannsfells h.f. og Vifils Magnús- sonar. Albert Guðmundsson skýrði mér frá þessu, og ræddi ég þá við skipulagsstjóra, sem tjáði mér, að hann hefði fengið i hend- ur skipulagshugmynd Vifils Magnússonar og litist sér vel á hana i aðalatriðum, en hins vegar þyrfti tillagan nokkurrar breytingar við. Kvaðst hann myndu vinna að tillögugerð á þessum grundvelli og jafnframt leita aðstoöar Vifils Magnússonar um fullnaðarfrágang tillögunnar. Skipulagstillaga var siðan lögð fram i skipulagsnefnd þann 9. júni 1975. Var hún undirrituð af skipulagsstjóra, svo og Vifli Magnússyni. Skipulagsnefnd mun strax hafa litist vel á þá skipu- lagshugmynd, sem þarna kom fram, og var skipulagsstjóra á þessum fundi falið að kynna ibú- um aðliggjandi húsa framkomna tillögu. Engar athugasemdir eða mótmæli frá þeim bárust vegna skipulagshugmyndarinnar. Þann 11. júni komu forráða- menn Armannsfells h.f. i viðtals- tima til min og skýrðu mér frá sinum aðgerðum i málinu og itrekuðu ósk um að fá þessa lóð, ef sú skipulagshugmynd, sem þeir hefðu komið fram með, yrði samþykkt. Tjáði ég þeim, að mál þetta yrði að fá efnislega meðferð i skipulagsnefnd, og endanleg samþykkt skipulags væri óháð þvi, hver fengi lóðarúthlutun. Yrði að taka það fyrir sem sér- stakt mál á eftir. Skipulagstillagan var siðan rædd á nokkrum fundum i skipu- lagsnefnd og að lokum samþykkt einróma þann 9. júli, en nokkuð breytt frá þvi, sem hún hafði upp- haflega verið. Tillagan var siðan lögð fyrir borgarráð, sem sam- þykkti hana einróma þann 15. júli s.l. Jafnframt var leitað eftir og fengin staðfesting skipulags- stjórnar rikisins á deiliskipulagi þessa svæðis. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir 23 ibúðum i formi blandaðrar byggðar raðhúsa og fjölbýlishúsa, sem eru sérstaks eðlis og teljast til nýjunga i bygg- ingum hérlendis, þótt þau séu all- þekkt viða erlendis. Ljóst er, að hér er um að ræða mun betri nýt- ingu svæðisins, en upphaflega hafði komið til orða i viðræðum okkar, sem fórum i skoðunarferð- ina um svæðið á s.l. vori. Meðan á þessari afgreiðslu stóð hjá skipulagsyfirvöldum, sendi Byggingarfélagið Armannsfell h.f. bréf til borgarráðs, sem var móttekið 10. júni 1975. Þar sækir félagið formlega um lóðina og segir i bréfi sinu: ,,A lóð þessari hyggst félagið byggja nýstárlegt sambýlis- hús, sem sameinar helstu kosti einbýlis og fjölbýlis. Stefnt er að fullri nýtingu lóðarinnar, þó án þess að um ofnýtingu hennar sé að ræða, meðþéttri vinalegri byggð á einni og tveim hæðum, sem fellur vel inn i umhverfi sitt. Með þessari byggingu er ætlunin að skapa staðlað, hag- kvæmt og ódýrt húsnæði, sem þó um leið skapar þeim, sem þar koma til með að búa, manneskjulegt og fallegt um- hverfi. Vifill Magnússon, arkitekt, hef- ur að undanförnu unnið að hönnun ýmissa gerða sam- býlishúsa, sem uppfylla þessa kröfu, fyrir Byggingarfélagið Armannsfell h.f., og hefur að okkar áliti nýtt á mjög sérstæö- an og skemmtilegan hátt þá möguleika, sem þessi lóð býð- ur. Frumdrög að þessari lausn fylgja hér með, en tillaga um svipaða byggð hefur þegar ver- ið til meðferðar hjá skipulags- stjóra, og að þvi er við bezt vit- um, hlotið mjög jákvæðar undirtektir, bæði þar og eins á skipulagsnefndarfundi s.l. mánudag.” Grænt svæöi? Það hefur verið gagnrýnt sér- staklega i þessu máli, að skipu- lögð hafi verið ibúðarhúsabyggð á svæði, sem ætlað hafi verið sem útivistarsvæði. Það er rétt, að samkvæmt aðalskipulagi frá 1965 er svæði þetta merkt grænt svæði. Upphaflega mun lóð þessi hafa verið ætluð fyrir kirkjubyggingu, en siðar hafði kirkju verið valinn annar staður, og þvi var þetta svæði óráðstafað og merkt sem útivistarsvæði á aðalskipulagi. í áætlun um umhverfi og úti- vist, sem samþykkt var i borgar- stjórn vorið 1974 var hins vegar horfið frá notkun svæðisins til úti- vistar. Borgarstjórn hafði þvi þegar á árinu 1974 samþykkt að hverfa frá þvi, að þarna yrði grænt svæði, þannig að það getur ekki verið gagnrýnisefni nú, þó að eftir þeirri samþykkt hafi verið farið. Breytingar á notkun ákveðinna reita eða svæða hafa verið gerðar allmargar á aðalskipulaginu frá upphafi, og er þvi hér ekki um einsdæmi að ræða. Úthlutun lóðar. Þegar hér var komið sögu og skipulagið var samþykkt, kom út- hlutun lóðarinnar til ákvörðunar. Allmargir byggingaraðilar komu til greina við úthlutun lóðarinnar, en það var mat tækni- manna borgarinnar, að hér væri um eina lóð að ræða, sem erfitt væri að skipta á milli byggingar- aðila. Við mat á þvi, hver fá skyldi þessa lóð, réð það mjög miklu i minum huga, að Byggingarfélag- ið Armannsfell h.f. hafði komið fram með hugmynd að skipulagi, sem að mati þeirra, er gerst þekkja, felur i sér verulega nýj- ung i ibúðabyggingum liér i borg- inni. Meirihluti borgarráðs féllst á þessa niðurstöðu, að eins og málinu var háttað væri eölilegast og sanngjarnast, að Byggingar- félagið Armannsfell h.f. fengi þessa úthlutun. Hvers vegna ekki auglýsing? Það hefur verið gagnrýnt sér- staklega við meðferð þessa máls, að þessi eina lóð skyldi ekki aug- lýst sérstaklega til úthlutunar, þannig að þeim, sem áhuga hefðu, gæfist kostur á að sækja um hana. Þvi er til að svara, að i desem- ber s.l. var auglýst lóðaúthlutun i Reykjavik, og var auglýsingin svohljóðandi: „Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1975, úthluta lóðum fyrir ibúðarhús, einbýlishús, parhús og fjölbýlishús. Meginhluti væntanlegrar úthlutunar verð- ur i Seljahverfi. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar, svo og skipulags- úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 27. desember n.k. Eldri umsóknir þarf að endur- nýja.” Auglýsing þessi var um al- menna lóðaúthlutun i Reykjavik á þessu ári. A þessum tima var ekki séð fyrir um allar þær lóðir, sem kæmu til úthlutunar á árinu, og þvi var orðalagi auglýsingarinn- ar hagað á þennan veg. 1 kjölfar þessarar auglýsingar fór fram umfangsmikil lóðaút- hlutun fyrir einbýlis- og raðhús. Þeim fjölbýlishúsalóðum, sem út- hlutað hefur verið á árinu, hefur einnig verið úthlutað á grundvelli umsókna, sem fyrir lágu. Þannig hefur m.a. verið úthlutað lóðum i Vesturbæ, þ.e. við Kaplaskjóls- veg og Hagamel, svo og endurút- hlutun i Seljahverfi. Nefna má einnig sérstaka úthlutun til Breið- holts h.f. i lok mai s.l„ þar sem Breiðholti h.f. var gefinn kostur á fjölbýlishúsalóð, sem i byrjun ársins var ekki talið að yrði bygg- ingarhæf á árinu. Engin tillaga kom fram um að auglýsa þá lóð sérstaklega, en borgarráðsmönn- um öllum þótti þó eðlilegt, að Breiðholt h.f., sem átti inni löðar- umsókn, fengi úthlutað ofan- greindri lóð, m.a. vegna þess, að félagið hafði byggt á næstu lóð og var vitað, að það hyggðist nota sömu uppdrætti aftur. Rétt er að taka fram, að Breiðholt h.f. og Armannsfell h.f. starfa á mjög Frh. á bls. 13 1 x 2 — 1 x 2 5. leikvika — leikir 20. sept. 1975. Vinningsröð: xl2 — lxl — lxl — 112 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 37.000,00: 7004 8424 10698 35382 36181 36542 37517 8023 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 2.100,00: 176 3956 6960 10622 35358+ 36478 37517 178 4619 7038 10834 35383 36516 + 37517 345 4998 7511 11660 35420 36708 37674 + 1658 + 5279 8345 35061 36000 36813 37700 2541 5309+ 9343 35127 36365 36867 37721 + 2637 5826 9424 35189 + 36365 36873 37798 + 2747 6040 9824 35228 36365 37299 37967 + 3929 6517 10075 35312+ 36365 37300 53661F 3949 6654 10143 35326 + nafnlaus F : 10 vikna Kærufrestur er til 13. okt. ki. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 5. leikviku verða póstlagðir eftir 14. okt. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK Tæki til sölu Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i eftirtalið: 1. Veghefill, Austin-Western, með drifi á öllum hjólum. 2. Veghefill Allis-Chalmers (lítill, bensin). 3. Sorpbifreið Commer með sorpkassa frá Bjargi h.f. 4. Loftþjappa Hydor-Volvo, 250 c.f.m. 5. Valtari Huber c.a. 3ja tonna. 6. Skoda fólksbíll 110 L, árgerð 1970. Tækin eru til sýnis i áhaldahúsi bæjarins. Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, eigi siðar en fimmtudaginn 2. október kl. 10 og verða þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Ath. tilboðsfrestur hefur verið framlengd- ur um 1 viku. Bæ jarverkfræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.