Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 25. september 1975 Fimmtudagur 25. september 1975 Tryggvi á Hrappstöðum foringi á Viöidalstunguheiöi. TÍMINN TÍMINN Þaö er gott aö fá kaffisopa i Sanddal. Friiin á Haukagili Sóley Jónsdótt- ir þiggur kaffisopa hjá Eggert I Hjaröartungu. Jón I Haga fylgist meö. Hjördis á Hofi litur yfir safniö I nátthaganum viö Afangatjörn. Tæknin gefur möguleika á aö ræöa viö foringja á næstu heiöum eöa konuna sina heima. Undanreiöarmcnn úr Þingi og Vatnsdal 1975. Taliö f.v. Bjarni Ingvarsson Eyjólfsstööum, Lárus Konráðsson Brúsastöðum, Jón Bjarnason Haga, bilstjóri, Jón B. Bjarnason Asi, Leifur Sveinbjörnsson Hnausum foringi, Siguröur Magnússon Hnjúki, Hjördis Gisladóttir Hofi, Eggert Lárusson Hjarðartungu, Guömundur Svavarsson Miöhúsum, Reynir Steingrimsson Hvammi, Eiður Steingrimsson Marðanúpi og Magnús Pétursson Miöhúsum. Eftir sumarlangl \ frelsi í óravídd öræf anna Þaö eru ófá sporin hans Þrastargamla frá Brúsastööum á heiöinni, en hann er nú oröinn 27 vetra gamall ÞAÐ hefur löngum verið mikill ævintýraljómi yfir gangnaferö- um. Um það vitna margar visur kvæöi og ljóð og margar sögur og sagnir eru til um ævintýralegar göngur. Oft hafa menn lent i miklum svaðilförum í göngum, en þar hafa menn líka átt eftirminni- legar unaðsstundir. Hvað er dá- samlegra en vera á ferð ásamt hesti og hundi lengst inni i óbyggðum, þar sem ekkert rýfur kyrrðina og friðinn, eða þegar nær dregur byggðinni og gangna- röö þéttist að sjá fjárbreiöurnar renna á undan gangnaröðinni, likt oglæki sem liöast niöur fjallshlið. Htí, köll og hundsgá blandast jarmi og menn eiga auðvelt meö að virða fyrir sér lagðprúða dilk- ana og ærnar frjálslegar i fasi eftir sumarlangt frelsi i óravidd öræfanna. í göngum eru menn ekki að eltast við klukkuna. Þar er ekki farið f mat kl. 12 og kaffi á ákveönum tima. Aðeins er hugsaö um að smala sem bezt og ná settum áfanga fyrir myrkur. Bændur I Þingi og Vatnsdal eiga afréttarland á Grimstungu — og Haukagilsheiðum suður yfir Stórasand og Fljótsdrög allt fram að Langjökli. Sauöfjárveikivarn- argirðing skilur afréttarlandið frá heiðum Borgfirðinga. Áður fyrr hittust Borgfiröingar og Hvlnvetningar i Fljótsdrögum. Var þar jafnan fagnaðarfundur og mikil gleöi i tjaldstað. Eftir að girt var hættu Vatnsdælir, Viöi- dælingarogBorgfiröingarað eiga sameiginlegan náttstað við Rétt- arvatn, en samt sem áður fýsir mig aftur að fara i göngur. i haust héldu undanreiðarmenn Ur Þingi og Vatnsdal Ur byggð upp Ur hádegi sunnudaginn 14. september. Vorum við tólf saman riðandi, en sá þrettándi kom ak- andi með nesti okkar og viðlegu- bUnað. Ein stúlka var með i för- inni og þótti oss hinum fengur að. Var þaö Hjördis Gislad. á Hofi. Þetta var i fyrsta sinn sem hUn fór i undanreið en áður hafði hUn fariö i Sandgöngur. Ekki er þetta þó I fyrsta sinn sem stúlka fer f undanreiðina, heldur hefur a.m.k. ein stúlka jafnan verið i þeirri för hin siðari ár. Allir höfðu tvo hesta til reiðar nema einn, sem ekkj lét sér það nægja og hafði þrjá. Voru menn léttir i lund þegar lagt var upp frá Grims- tungu og hugðu gott til góðra daga á heiðum uppi. Veður var fagurt, sólskin og kyrrt. Oft var áö og riðiðrtílega. Sumir hestanna voru sumarstaðnir og aðrir höfðu verið litið notaðir. Var þvi nauösynlegt að fara vel með þá þennan fyrsta dag, svo þeir yrðu sem bezt undir erfiöa ferð búnir. 1 öldumóöuskála, sem er fyrsti náttstaður okkar, komum'við kl. um sjö. Hestum var sleppt i girð- ingu en siðan gengið i skála og matast. Hver hafði sitt nesti og kenndi þar ýmissa grasa. Nokkur gleðskapurhélzt fram eftir kvöldi en gengiö var til náða kl. að ganga tiu. Eigi höfðum við lengi sofið,þeg- ar tók að hvessa og harðar rign- ingahryðjur buldu á skálanum, Margir vöknuðu og hugsuöu til klárannai sem stóðu kaldir úti i girðingunni og höfðu takmarkað skjól. En um það var ekki að fást. Húspláss var ekki fyrir hendi. Snemma var risið úr rekkju og matast. Enn hélzt veðurhamur- inn úti og dimmt var að sjá fram á Sand. Fóru þvi allir i vatnsföt og dúöuðu sig sem mest þeir máttu. Var siðan haldið af stað fram með öldumóðukvisl. Nú var langur áfangi fyrir höndum og þvf riöið greitt. Menn sátu álútir á hestun- um og hölluðu sér i veörið en svo Texti og myndir: Magnús Ólafsson var hvasst að stundum hröktust hestarnir til. Hundarnir skokkuðu með. Það harðnaði undir fæti þegar komið var fram á Stóra- sand og ennþá dimmdi og harðn- aði veðrið. öðru hvoru var áð i vari við börð eða brekkur. Hest- amir stóðu i höm og menn skýldu sér bak við steina. Allir voru þó hressir. Enginn uppgjafarhugur var I mönnum, þótt veðrið væri svona„en hitt var öllum ljóst,að litil leít yrði á Sandi, i svo lélegu skyggni, ekki sizt þar sem öruggt var að flest fé lá i vari. Foringinn, Leifur i Hnausum reið i broddi fylkingar og visaöi veginn. Fátt var til að átta sig á en ratvisin brást foringja ekki. Venja er að riða fram I Kráks- hala! og skipta göngum þar. Fara þá tveir menn suður fyrir austan Krák og siðan vestur með Lang- jökli. Hinir leita svæðið norður um Sanddal og vestur yfir Bláfell. En vegna veðurs var vonlaust tal- ið að senda menn austur fyrir Krák. Var þvi riðið suður hjá Systrastrýtum. Þar var veöur heldur farið að skána og þvi ákveöið að skipta á göngur. Sagði foringi hverjum hvar hann skyldi leita en siöan dreifðist hópurinn. Veöur fór batnandi, en skyggni var afleitt. Hægt og sigandi héldum við I áttina niður i Fljótsdrög fleira og fleira fé rann á undan gangnaröð- inni. Sumar ærnar kunnu þvi illa að halda þangað og leituðu ákaft upp á Sandinn. Urðu þvi nokkrar sviptingar að snúa þeim á rétta leið, en engin slapp eftir þvi sem bezt er vitað. A sjöunda timanum var komið i náttstað við Afanga- tjörn. Var þar komið hið bezta veður og safnið oröið á fimmta hundrað fjár og þvi með flesta móti. Dilkar sýndust vænir enda Fljtítsdrög mjög grösugt og gott afíéttarland. Safnið var rekið i nátthaga og gangnahestum gefið. Gengu menn siðan i skála. Eigi er þar um glæsfar hallir að ræða heldur er notaztvið gamlan strætisvagn sem skála. Snemma var gengið til náða eftir erfiðan dag. A morgun átti að reka féö norður yfir Stóra- sand og þá átti sá, sem þetta rit- ar, aö fara vestur á jaðar til móts við Viöidælinga. Frá þvi og mörgu fleira segir i næstu grein. Soffia og Páll I Hjarðartungu koma alltaf á móti safninu upp að heiðar- girðingu og aðstoða við að reka það niður. Færir I flestan sjó, foringjarnir þrir. Leifur Sveinbjörnsson stjórnar undanreiðinni, Eggert Lárusson á Grimstunguheiði og Lárus Konráðs- son á Haukagilsheiði. Ab á Stórasandi ,Hjá görpunum glóö er lundin geisast þeir um á fák.” Bjarni, Reynir og Sigurður flugriöandi. Iiún var niöur i Alkugili ærin sú og fékkst ekki til að ganga upp. En þeír Bjarnar tvcir á Eyjólfsstöðum og Bakka létu sig ekki muna um að lialda á henni upp á gilbarminn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.