Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. september 1975 TÍMINN 11 ..Við verðum að ala upp okkar eigin þjálfam —sem geta tekið við þjálfun 1. og 2. deildarliðanna okkar", sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, þegar Tíminn heimsótti Þjálfaraskóla sambandsins í gær TÆKNINEFNDAR-mennirnir Sölvi óskarsson og Reynir Karlsson, sjást hér renna augunum yfir ýmsar upplýsingar, sem nemendur skólans fengu til afnota. Þeir Sölvi og Reynir, ásamt Karli Guft- mundssyni, skólastjóra, hafa annazt allan undirbúning Þjálfaraskóla K-S-í- (Timamyndir Róbert). — Þetta er merkilegasta tilraun, sem við höfum gert i knattspyrnunni um árabil, sagði Ellert B. Schram, formaður K.S.Í., þegar Tíminn heimsótti í gær Þjálfaraskóla sam- bandsins, sem hefur nú hafið göngu sína. — Á sama tíma og knattspyrnu- menn okkar hafa náð góð- um árangri í keppni við er- lendar þjóðir, er okkur Ijóst, að það þarf að hlúa aðgrunni knattspyrnunnar — þ.e.a.s. að ala upp þjálf- ara. Það er ekki aðalatrið- ið að sparka bolta, það verður einnig að hugsa og skipuleggja leikinn. — Með þvi að ala upp þjálfara úr okkar röðum, þá þurfum við ekki að sækja þjálfara til útlanda, sem er mjög kostnaðarsamt fyrir félögin okkar. Við verðum að geta sótt þjálfara i okkar raðir og alið upp menn, sem geta tekið við þjálfun 1. og 2. deildarliðanna okkar i framtiðinni, sagði Ellert. Þjálfaraskóli Knattspyrnusam- bandsins hóf göngu sina i septem- ber, og stunda tuttugu knatt- spyrnuþjálfarar skólann. Námið er erfitt, þar sem þjálfararnir þurfa að stunda nám fjórar stundir á dag — auk þess glima þeir við heimaverkefni. Ætlunin er að skólinn standi yfir fram i desember — eða alls um 200 stundir. Takmark skólans er fyrst Aðalfund ur Fram Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn i félags- heimili Fram við Álftamýri i kvöld kl. 8. Venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin. Þetta eru þeir menn, sem taka við af eriendu knattspyrnuþjálfurunum, sem hafa starfað hér á landi undanfarin ár. Karl Guðmundsson, skóla- stjóri, sést fremst á myndinni, tii hægri. og fremst að útskrifa knatt- spyrnuþjálfara, sem geta tekið að sér þjálfun 1. og 2. deildar-liðanna okkar, og geta einnig kennt á undirbúningsnámskeiðum KSI á næsta ári, en fyrirhugað er, að halda þá námskeið fyrir þjálfara yngri knattspyrnumanna okkar. Karl Guðmundsson er skóla- stjóri skólans, en hann hefur unn- ið ómetanlegt starf i sambandi við undirbúning skólans, ásamt þeim Sölva Óskarssyni og Reyni Karlssyni.— Það hefur lengi ver- ið draumur okkar, að koma þess- um skóla á laggirnar, sagði Karl Guðmundsson. — Við verðum að treysta á okkar menn i framtið- inni, eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. — Þetta er fyrsti liðurinn i uppbyggingu okk- 'ar á þjálfurum, sem geta tekið við þjálfun okkar beztu félagsliða á komandi timum, sagði Karl. Margir kunnir kennarar hafa og munu koma við sögu skólans. Þess má geta, að Englendingur- inn Harold Ilassall, sem er gam- all knattspyrnukappi og nú starf- JOE GILROV...sést hér, þar sem hann var að spyrja nemendur vift skóiann, um leik Kefivikinga og Dundee United. Nemendur höfðu ýmsar upplýsingar, sem þeir höfðu tekið niður varðandi Evrópuieik- inn — þeir ræddu kosti leiksins og galla. Þar kom t.d. fram, að knötturinn var i umferð i 27 min. (af 45) I fyrri háifleik, en i 29 min. i þeim siðari, sem þótti ágæt útkoma, þegar veðrið var tekið með i reikninginn. andi hjá FIFA — alþjóða knatt- spyrnusambandinu, hefur komið og kennt við skólann. Þá hefur Joe Gilroy, þjálfari Vals-liðsins, verið virkur kennari við skólann ásamt Reyni Karlssyni og Karli Guðmundssyni, skólastjóra. Nú fljótlega koma hingað til landsins kunnir kennarar frá Noregi og Ungverjalandi. Það er Hans B. Skaset, starfandi kennari við norska iþróttaháskólann og Ung- verjinn L. Baroti, sem er einn af landsliðsþjálfurum Ungverja- lands. Hann á einnig sæti i tækni- nefnd UEFA. Á þessu sést, að skólinn hefur úpp á ýmislegt að bjóða, enda er námsdagskrá hans, viðurkennd um allan heim, sem fullkominn undirbúningur fyrir 1. deildar- þjálfara. Það er ekki að efa, að þessi fyrsta tilraun Knattspyrnu- sambandsins, til að koma upp þjálfurum úr okkar hópi á eftir að bera rikulegan ávöxt á komandi árum. Það sýnir hinn mikli áhugi allra, sem vinna að málum Þjálfaraskólans. Hannes Alfonsson: „Stjórn Getrauna hefur vaknað upp af Þyrnirósarsvefni" tþróttasiðunni hefur borizt at- hugasemd frá Hannesi Alfons- syni, umboðsmanni Getrauna hjá UBK, vegna ummæla Gunnlaugs Briem, stjórnar- formanns islenzkra getrauna, sem hann lét hafa eftir sér i einu dagblaðanna fyrir stuttu. Athugasemd Hannesar er þannig: ,,Það er kunnara en frá þurfi að segja, að iþrótta- hreyfingin i landinu hefur bar- izt í bökkum, sökum fjár- skorts. Starfsemi hinna ein- stöku iþróttafélaga hefur að mestu leyti verið haldið uppi með frjálsum framlögum fá- menns hóps stuðningsmanna þeirra. Með tilkomu tslenzkra Getrauna eygðu forystumenn félaganna möguleika á auk- inni tekjuöflun með þátttöku almennings. Iþróttafélögun- um var falin sala og dreifing getraunaseðlanna, gegn 25% umboðslauna. Vonir forysfumanna um þátttöku almennings hafa brugðizt, og enn sem fyrr eru það stuðningsmenn félaganna, sem af skyldurækni kaupa getraunaseðla, til að styrkja félag sitt. I samtali við stjórnarfor- mann tslenzkra Getrauna, Gunnlaug Briem, i Vísi, föstu- daginn 12. sept., hefur hann þetta að segja: ,,Ég tel hækkunina ekki orsök fyrir þvi, hve illa gengur með söl- una, heldur hitt, að þeir aðilar, sem sjá um dreifinguna og söluna á seðlunum, hafi misst áhugann”. Formaðurinn á erfitt með að átta sig á þessari deyfð eða áhugaleysi, þar sem svo miklir fjármunir eru i húfi. Er það hugsanlegt, að iþróttafélögin séu að bregð- ast? Er það hugsanlegt, að stjórn tslenzkra Getráuna hafi brugðizt? tslenzkar Getraunir eru fyrirtæki og sem önnur fyrir- tæki, þarf styrka og góða stjóm, til þess að árangur ná- ist. Ef dæma skal orð for- mannsins, virðist stjórn Qet- rauna hafa vaknað af þeim Þymirósusvefni, sem frá upp- hafi sýnist hafa umvafið þessa ágætu menn. Ekki var seinna vænna. Stjórninni bar að hafa nánari samvinnu við hin einstöku félög, sem önnuðust dreifingu getraunaseðlanna og óska eft- ir tillögum þeirra og áliti um það, hvernig bezt mætti vinna að framgangi þessara mála. Félögin hefðu m.a. getað bent þeim á gildi auglýsinga og annars áróðurs. Um þá hugmynd, að mið- stjórn Getrauna taki alla sölu og dreifingu i sinar hendur, má m.a. benda á, að hið mikla sjálfboðaliðastarf innan hinna einstöku félaga mundi falla niður. Við það mundi rekstrarkostnaður Getrauna eðlilega stóraukast. Það væri æskilegt, að stjórn Getrauna sæi sóma sinn i þvi, að kalla saman alla dreifingaraðila til umræðna um þessi mál til hagsbóta fyrir iþrótta- hreyfinguna i landinu.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.