Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMTNN Fimmtudagur 25. september 1975 LÖGREGLUHA TARINN 24 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal ^ ------ --- nýlega leigt íbúðeða herbergi manni nokkrum, Ijóshærð- um, hávöxnum og með heyrnartæki. — Já, svaraði konan. Þetta var góð byrjun. Haws var þrautreyndur leyni- lögreglumaður. Honum skildist strax, að hið jákvæða svar frúarinnar var gífurlega góð byrjun. — Hverjum? Veiztu hvað hann heitir? spurði Haws að bragði. — Já. — Hvað heitir hann? — Orecchio. AAort Orecchio. Haws tók f ram dulitla skrif kompu og fór að skrifa nið- ur athugasemdir. — Orecchio, sagði hann. — AAort. Veiztu hvort hann hét AAorton, AAortimer eða hvað? — Bara AAort, savaraði konan. AAort Orecchio. Hann var hálfítalskur. — Hvernig veiztu það? — Oll nöfn sem enda á Oeru hátfítölsk. — Heldur þú það? Hvað með nafns eins og Shapiro? spurði Haws. — Ertu að reyna að gera þig merkiiegan, sagði konan. — Hvað með þennan Orecchio, hvaða íbúð leigðir þú honum? — Ég leigði honum herbergi, ekki íbúð. Það er á þriðju hæð, sagði konan. — Snýr það að Philharmonic-byggingunni? — Já. — AAá ég líta á herbergið? — Auðvitað. Því ekki það? Ég hef ekkert betra að gera en að sýna lögreglumönnum herbergi. Þau gengu upp stigann. Kalt var í ganginum og loftið saggasamt. Gluggarnir voru frosnir. I stigaganginum blandaðist saman fnykur af rusli og þvagi. Þetta var sannarlega hreinlegur húseigandi. Konan kvartaði há- stöfum undan gigtinni alla leið upp stigann. Hún sagði Haws, að coryisone kæmi ekki að neinu gagni. Allir þessir hábölvuðu skottulæknar gæfu sér loforð um bata, en sársaukinn og kvalirnar væru við það sama. Hún nam staðar utan við dyr, sem merktar voru með bronsstöf um 31. Konan veiddi lykil upp úr svuntuvasa sínum. Innar í ganginum opnuðust dyr í ofurlitla rifu, og lokuðust svo strax aftur. — Hver var þetta? spurði Haws. — Hver er hver? spurði konan. — Þarna í dyrunum innar í ganginum. Þær opnuðust sem snöggvast, en var lokað strax aftur. — Það hlýtur að hafa verið Polly, sagði konan, og opnaði um leið dyrnar að herbergi númer 31. Herbergið var bæði lítið og heldur vesældarlegt. Við vegginn andspænis dyrunum var svolítið rúm. Yfir það var breitt lélegt rúmteppi. Innrömmuð eftirprentun hékk yf ir rúminu. Á myndinni sást sögunarmylla, vatns- mikil á og fjárhundur, sem góndi á eitthvað uppi í skýjunum. Gólflampi á háum stöpli var hægra megin við rúmið. Gluggatjöldin voru gul og blettótt. Viskíblettur eða gubbublettur var í horninu á rúm- ábreiðunni, þar sem hún var dregin yfir koddana. And- spænis rúminu var kommóða og yfir henni spegill. 011 var kommóðan alsett brunablettum eftir sígarettur. Spegillinn var kámugur og tekið að flagna af honum. Vaskurinn við kommóðuna var tekinn að ryðga mjög kringum niðurfallið. — Hversu lengi bjó hann hér? spurði Hawa. — Hann leigði herbergið fyrir þemur dögum. — Borgaði hann með ávísun eða í reiðufé? — Hann borgaði fyrirfram og í reiðufé. Borgaði heila viku. Ég leigi ekki skemur en eina viku í senn. AAér er illa við einnarnætur fólk. — Auðvitað, sagði Haws. — Ég veit hvað þú ert að hugsa. Þú ert að hugsa með þér, að þetta sé ekki svo sérstakur staður, að ég hafi efni á því að vera vandlát. Það getur svo sem vel verið, að hér séekki neittsérstakt, en hér er þó HREINT. — Jjá, ég sé það. — Ég á við, að hér eru ENGAR PÖDDUR, karl minn. Haws kinkaði kolli og gekk út að glugganum. Glugga- tjöldin voru slitin og dráttarsnúruna vantaði. Haws lyfti i því gluggatjöldunum og leit yfir götuna. — Heyrðir þú nokkur skothljóð í gærkvöld? — Nei. Haws leit á gólfiið. Hvergi fann hann kassa undan skothylkjum. — Hverjir búa hér fleiri á hæðinni? — Polly býr innar á ganginum. Aðrir ekki. — Hvaða Polly? — AAalloy. — Er þér sama þótt ég kíki aðeins í kommóðuna og skápinn? — Gerðu svo vel. Ég hef alla eilífðina framundan. Ég FIMMTUDAGUR 25. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir ki. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Baldur Pálmason les söguna „Siggi fer i sveit” eftir Guðrúnu Sveinsdóttur (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Ingvar Pálmason skipstjóra um sjávarútveg fyrr og siðar, siðari þáttur. Morguntón- leikarkl. 11.00: AdrianRuiz leikur á pianó Svitu i d-moll op. 91 eftir Joachim Raff/Félagar i Vinaroktett- inum leika Kvintett i c-moll fyrir pianó og strengja- hljóðfæri eftir Alexander Borodin. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét > Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan : „Dagbók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (17). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð eftir Þeódórakis og flutt er tón- list eftir hann. 15.00 M iðdc gis tónleikar. Lamoureux hljómsveitin leikur „Stúlkuna frá Arles”, hljómsveitarsvitu nr. 1 eftir Bizet, Antal Dorati stjórnar. Beaux Arts trióið leikur Pianótrió i e-moll op. 90 „Dumky ”-trióið eftir Dvorák.Montserrat Caballé syngur ariur Ur óperum eft- ir Puccini. Sinfóniuhljóm- sveit LundUna leikur með, Charles Mckerras stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli barnatfminn Soffia Jakobsdóttir sér um tím- ann. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun. Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri rekur endurminn- ingar sinar frá uppvaxtar- árum i Miðfirði (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „tslendingar eru allir af konungakyni” Inga Huld Hákonardóttir ræðir við Birgitte Ólafsson, danska hUsmóður á Islandi. 20.05 Gestur í útvarpssal. Michael Ponti leikur á píanó verk eftir Franz Liszt. 20.30 Leikrit: „Ef ekki I vöku þá I draumi” eftir Ásu Sól- veigu. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur og leikendur: Ella: GuðrUn Ásmundsdó.ttir, Asta: Sigriður Þorvaldsdóttir, SU nýflutta: Kristbjörg Kjeld, Krakki: Þóra Eldon Jóns- son. 21.20 Þættir úr ballettinum „Spartacus” eftir Aram Katsjatúrian Stanley Black stjórnar hljómsveitinni, sem leikur. 21.45 Ljóðalestur. Helgi J. Halldórsson les nokkrar þýðingar sinar á ljóðum eft- ir Tove Ditlevsen. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Paul Vad Úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (20). 22.35 Létt músik á siðkvöldi. Edith Butler og Pat Hervey syngja. Lou Hooper leikur á pianó. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AUGLÝSIÐ í TÍAAANUAA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.