Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 25. september 1975 TÍMINN 13 O Ármannsfell svipuðum grundvelli. Bæði hafa félögin byggt ibúðir til sölu á frjálsum markaði og bæði hafa félögin stundað allumfangsmikla verktakastarfsemi. Það er þvi á engan hátt óvenjulegt, að um- rædd lóð var ekki auglýst sér- staklega. Borgaryfirvöld hafa á grundvelli auglýsingar, sem birt- ist um áramótin, upplýsingar um þá byggingaraðila, sem áhuga hafa á lóðum i Reykjavikurborg, auk þess sem margir þeirra hafa fylgt eftir sinum umsóknum með viðtölum við borgarstjóra, emb- æltismenn borgarinnar, svo og einstaka borgarfulltrúa. Afskipti borgar- stjóra af málinu. Ég hef hér að framan rakið að- draganda þess, að lóðin var skipulögð, svo og aðdraganda út- hlutunar sjálfrar, og svarað gagnrýnisatriðum, sem fram hafa komið á opinberum vett- vangi um það efni. Mér þykir rétt, að það komi fram, að ég hafði sem borgarstjóri engin áhrif á gerð skipulagsins sjálfs og i við- tölum við forráðamenn Armanns- fells h.f. komu ekki fram nein vil- yrði af minni hálfu um lóðina, heldur tók ég það skýrt fram, að skipulagið yrði skoðað, án tillits til þess hverjir fengju endanlega úthlutun. Skipulagsnefnd af- greiddi skipulagið á faglegum grundvelli og fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru sammála um ágæti þess, bæði i skipulags- nefnd og i borgarráði. Skipulagið hafði hins vegar verið samþykkt og að þvi kom að úthluta lóðinni. Var það skoðun min, að Byggingarfélagið Ar- mannsfell h.f. ætti að fá að njóta þess frumkvæðis, sem það hafði sýnt með þvi að koma fram með tillögu, sem fæli i sér nýjung i byggingarstarfi i borginni. tithlutun lóða fer i stórum at- riðum á þann veg fram, að tveir embættismenn, sem skipa svo- kallaða lóðanefnd, fara yfir allar umsóknir um lóðir og undirbúa tillögur og upplýsingar fyrir borgarráð. Borgarstjóri er æðsti embættis- maður borgarinnar og þvi hafa aðrir borgarstarfsmenn náið samráð við hann um allar meiri háttar tillögur eða ákvarðanir, ekki sizt þær, sem liklegt er að geti orðið að pólitisku ágreinings- efni i borgarstjórn. Með sama hætti er það jafn eðlilegt, að borg- arstjóri komi hugmyndum sinum eða tillögum um afgreiðslu mála til viðkomandi embættismanna. Er raunar erfitt að hugsa sér stjórnsýslu, án þess að slikt sam- band myndist milli yfirmanna og annarra, sem vinna i þjónustu sömu stofnunar. Þegar meirihluti borgarráðs hafði fallizt a þá skoðun, að eðli- legt væri, að Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. fengi þessa út- hlutun, óskaði ég eftir þvi við skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings, að hann gengi frá tillögu til borgarráðs um það efni. Ég var ekki viðstaddur borgarráðsfund,. þegar tillagan var upphaflega lögð fram. Henni var frestað i viku og afgreidd siðan á næsta. fundi. Þá var ég heldur ekki við- staddur vegna dvalar erlendis. Engu að siður ber ég fulla ábyrgð á þessari úthlutun. Ákvörðunin er tekin á fullkomlega málefnaleg- um grundvelli og engin annarleg sjónarmið lágu að baki. Ég gerði mér að sjálfsögðu grein fyrir, að hér var um umdeilanlega ákvörð- un að ræða. Þannig er það ávallt um lóðaúthlutanir, þegar margir eru um boðið, að sitt sýnist hverj- um, en ég tel, að i þessu efni hafi sú ákvörðun verið tekin, sem var sanngjörnust og réttlátust eins og á stóð. Um verktakaviðskipti Ármannsfells h.f. við borgarsjóð Á árunum 1966 til 1972 tók Ár- mannsfell h.f. að sér að reisa 5 byggingar fyrir borgarsjóð, þ.e. Langholtsskóla, 3. byggingarstig, Gagnfræðaskóla verknáms, 3. áfanga, Breiðholtsskóla, Hjúkr- unarheimilið við Grensásveg og Fellaskóla. Samningar um allar þessar byggingar voru byggðir á útboðum, og var Ármannsfell h.f. lægstbjóðandi i öllum tilvikum, og i heild voru tiiboð Armanns- fells h.f. verulega undir kostnað- aráætlunum, eða samtals um kr. 29.6 millj. miðað við verðlag á hverjum tima. Fært til núgildandi verðlags væri þessi mismunur verulega meiri, en tilboð félags- ins voru i heild tæplega 90% af á- ætluðu kostnaðarverði bygging- anna. Sérstök gagnrýni hefur komið fram i dagblöðum að undanförnu á framkvæmd verksamnings við Armannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla, og þykir þvi rétt að gera nánari grein fyrir henni. Samningur við Ármannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla var gerður 17.2. 1972. Tilboðsverð var kr. 123.059 þús., en kostnaðarverð var áætlað kr. 136.880 þús. Annað tilboð barst i verkið, og var það að upphæð kr. 202.224 þús. í þessum fyrsta verksamningi var lögð megináherzla á að fá til notkunar 8 kennslustofur fyrir 1. okt. 1972. Við þetta var staðið og bættust 4 kennslustofur við þennan áfanga þ. 10. okt. Áætlun þessi var byggð á þvi, sem þá var sannast vitað um þörf fyrir skólahúsnæði i hverfinu. Siðan átti að skila iþróttahúsi fullbúnu fyrir áramót 1973—’74 og þvi sem eftir var af barnaálmu fyrir 1. sept. 1973. Byggingu barnaálmunnar lauk samkv. á- ætlun. í októbermánuði 1972 var ljóst, að fólk flyttist mun hraðar i hverfið, en ráð hafði verið gert fyrir, og myndi þvi verða skortur á kennslurými skólaárið ’73—’74 væri verksamningurinn fram- kvæmdur óbreyttur. Þ. 16. nóv. 1972 var gerður viðbótarverk- samningur við Ármannsfell, en i honum er lögð áherzla á að fá I notkun 2. hæð unglingaálmu 1. okt. 1973, eða ári fyrr en upphaf- legur samningur gerði ráð fyrir. Jafnframt var þá umsamið, að iþróttahúsið yrði tilbúið 1. sept. 1974, sem var frestun um 8 mán- uði. Á miðju ári 1973 var orðið ljóst, að verktakinn væri orðinn á eftir áætlun og myndi ekki geta staðið við það að skila 2. hæð unglinga- álmu á áður tilgreindum tima. Verktakinn gaf þær skýringar, að veðrátta veturinn 1972—1973 svo og vinnuaflsskortur hefði valdið verktöfum. Skv. ákvæðum verk- samnings verður ekki véfengt, að verktaki átti rétt á framlengingu skilafrests vegna veðráttunnar, en ekki vegna vinnuaflsskorts. Eina úrræðið til að koma i veg fyrir verulega röskun á skóla- haldi í Fellahverfi haustið 1973 var að ráðast i innréttingu á kjall- ara unglingaálmu. Skv. verk- samningi átti verktakinn að skila þessu húsnæði óinnréttuðu. Á grundvelli einingarverða til- boðs hans var samið sérstaklega um þetta verk og nam sú upphæð kr. 9.998 þús., miðað við verðlag 16.8. 1973. Verki þessu skilaði verktakinn um 1. okt. 1973. Þá var jafnframt ákveðið, að 2. hæð unglingaálmu skyldi skila fullbúinni 1. sept. 1974, svo sem upphaflega hafði verið um samið. Jafnframt skilaði verktaki 1. hæð álmunnar 1. sept. 1974 i stað.l. sept. 1975 svo sem staðið hafði i upphaflegum verksamningi. Hins vegar tafðist afhending iþróttahúss fram til ágústmánað- ar 1975. Eins og nú hefur verið rakið hefur borgarráð fjallar um tvær breytingar á verksamningi við Armannsfell h.f. um byggingu Fellaskóla. Fyrri breytingin var gerð vegna brýnna þarfa borgarinnar, og var hún ásamt greiðslu til verktakans, sem af henni leiddi, samþykkt samhljóða og án at- hugasemda i borgarráði 31. okt. 1972. Siðari breytingin verður vegna verktafa, sem að hluta verða að skrifast á reikning verk- taka, en rétt er að undirstrika, að verkið, sem þá var um samiö (innrétting kjallara), var ekki i upphaflegum verksamningi, og greiðslur fyrir það voru ákveðnar á grundvelli tilboðsverðs verk- takans, sem var lægra en áætlaö kostnaðarverð. Ljóst er, að kjallara unglinga- álmunnar verður að nýta um ó- fyrirsjáanlega framtið fyrir al- menna kennslu. Stafar það af barnafjölda i Fellahverfi, sem er eins og I öðrum nýjum hverfum borgarinnar langt umfram þá staðla, sem skólahúsnæði er byggt eftir. Innréttingin hefði þvi reynzt nauðsynleg siðar, þótt ekki hefði komið til tafa við verkfram- kvæmdir. Lokauppgjör við verktakann stendur nú yfir og er skv. venju i höndum byggingardeildar borg- arverkfræðings og borgarendur- skoðunar. Framlag í húsbyggingar- sjóö Sjálfstæðisflokksins. Þvi hefur verið haldið fram og það gagnrýnt harkalega, að náið samband sé á milli þessarar lóða- úthlutunar og meints framlags Byggingarfélagsins Ármanns- fells h.f. til húsbyggingarsjóðs Sjálfstæðisflokksins. Að þvi er sjálfan mig snertir vil ég taka það fram, að i störfum minum sem borgarstjóri hef ég aldrei tekið tillit til þess, hvaða stjórnmála- flokki þeir tilheyra, sem til min leita. Borgarstjóri er starfsmað- ur allra borgarbúa, og allir borg- arbúar eiga að geta treyst þvi, að borgarstjóri taki á málum þeirra, án tillits til stjórnmálaskoðana. Ég vil og taka fram, að ég á ekki sæti i neinum þeim stofnunum innan Sjálfstæðisflokksins, sem annast um fjármál hans, þ.e. hvorki i fjármálaráði né I hús- byggingarnefnd Sjálfstæðis- flokksins. Ég fylgist því ekki með þvi og læt mig ekki varða, hverjir greiða framlög til flokksins eða til húsbyggingar hans. Allar á- kvarðanir mínar og afstaða til mála, þ.á m. úthlutunin til Ar- mannsfells h.f. á umræddri bygg- ingarlóð, eru þvi teknar án vit- undar um nokkur fjárframlög og óháð þvi, hvort um slik framlög er að ræða eða ekki. Eftir að mál þetta komst á það stig, að þvi var haldið fram, að samband væri milli þessarar út- hlutunar og framlags fyrirtækis- ins í húsbyggingarsjóðinn, hef ég spurzt fyrir um það hjá húsbygg- ingarnefnd, hvort Ármannsfell h.f. hefði stutt að byggingu húss- ins með fjárframlögum. Mér var þá tjáð og vil, að það komi hér fram, að Byggingarfélagið Ar- mannsfell h.f. gaf 1 millj. kr. i húsbyggingarsjóð Sjálfstæðis- hússins I byrjun ársins 1975. Þeirri gagnrýni hefur sérstak- lega verið beint að Albert Guðmundssyni, sem er formaður húsbyggingarnefndar, að i af- stöðu hans sé fólgið samband á milli umrædds framlags og stuðnings við nefnda lóðaúthlut- un. Albert Guðmundsson svarar sjálfsagt fyrir sig, en ég vil lika, að það komi hér fram, að ég hef aldrei orðið þess var i störfum hans sem borgarfulltrúa eða borgarráðsmanns, að hann geri nokkurn mun á þvi, hvaða stjórn- málaflokki menn tilheyra, og borgarfulltrúar allir vita, að Albert Guðmundsson rekur erindi þeirra borgarbúa, sem til hans leita, hvar i flokki, sem þeir standa. Ég er þvi sjálfur sann- færðurum, að stuðningur Alberts við þessa lóðaúthlutun er ekki á Frh. á bls. 15 Nýtt og smekklegt útlit auk þekktra gæða 13LOSSF Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Handavinnukennara pilta og aðstoðar- ráðskonu vantar að Héraðsskólanum að Reykjum. Upplýsingar i sima 95-1140. Skrifstofustúlka Öryggiseftirlit rikisins óskar eftir að ráða skrifstofustúlku til almennra skrifstofu- starfa hálfan daginn i 3 mánuði. Laun samkvæmt kjarasamningi rikis- starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist öryggis- málastjóra fyrir l. október n.k. Öryggismálastjóri. EVINRUDE Prófið sætið — en forið varlega að benzingjöfinni Sleðinn gæti verið kraftmeiri en þig grunar. Nýr, þýður og glæsilegur sleði, 40 hestafla mótor. SÝNINGARStEOI Á STAÐNUM SKIAAMER 440 Takið eftir útlitinu! H F= SÍMI B15DO-ÁRMÚLA'J1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.