Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. september 1975 TÍMINN 15 ® Ármannsfell neinn hátt tengdur fjárframlagi Ármannsfells h.f. til húsbygging- arsjóðs Sjálfstæðisflokksins. Tengsl borgarstjóra við Ármannsfell h.f. í umræðum i blöðum hefur ver- ið látið að þvi liggja, að ég eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta, að þvi er snertir Byggingarfélag- ið Armannsfell h.f. og sé einn af eigendum þess eða eiginkona min. Hið rétta er, að hvorki ég, eiginkona min, né nokkur á min- um vegum á nokkurn hlut i félag- inu, og þvi hef ég engra fjárhags- legra hagsmuna að gæta, þegar um er að ræða afkomu þessa fé- lags. bað er mér með öllu óvið- komandi. Ég hef hins vegar engu að leyna að þvi er snertir fyrri samskipti min við Ármannsfell h.f. og vil láta það koma hér fram, að ég starfaði sem lögfræðingur félags- ins um nokkurt árabil. Ég rak lögmannsskrifstofu i Reykjavik á árunum 1963—1972, eða þar til ég tók við embætti borgarstjóra. Sem lögmaður vann ég lögfræði- störf fyrir ýmis fyrirtæki og ein- staklinga hér i borg, og einn af þeim aðilum, sem leitaði til min á sinum tima, var Ármann heitinn Guðmundsson, byggingameist- ari, sem þá rak allumfangsmikla byggingarstarfsemi i Reykjavik. Sem lögfræðingur annaðist ég stofnun hlutafélags fyrir Ár- mann, og voru stofnendur fyrst og fremst tengdir fjölskyldu hans. Mun þetta hafa verið á árinu 1965. Fljótlega eftir stofnun félagsins eignaðist ég litinn hlut i þvi, eða 50 þús. kr., sem nam 7 1/2% af hlutafé. Ég féllst á að taka þessi • hlutabréf i stað peninga þegar ég framvisaði reikningi minum fyrir lögfræðilega þóknun vegna fé- lagsstofnunarinnar. Hlut þennan átti ég um nokkurra ára skeið, seldi siðan hlutabréfin og hef frá þvi ég tók við embætti borgar- stjóra ekki átt neinn hlut i þessu félagi né neinn á minum vegum. Starfsemi þess er þvi mér alveg óviðkomandi, og ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta varðandi afkomu félagsins. Ég reikna með, að erfitt sé að finna mann til að gegna starfi borgarstjóra, sem ekki hafi áður haft einhver afskipti af atvinnulifi i borginni. Reyndar tel ég það kost fyrir hvern þann mann, sem sliku embætti gegnir. Aðalatriðið er hins vegar, að opinber starfsmaður taki ekki þátt i ákvörðunum, sem hugsan- lega eru tengdar hans eigin hags- munum. bessari reglu hef ég mjög eindregið fylgt sem borgar- stjóri. Ég á ekki eignarhlut i nein- um fyrirtækjum, sem þurfa á fyrirgreiðslu eða aðstoð borgar- innar að halda á nokkurn hátt. Ég get þvi óháður öllurn fjárhagsleg- um hagsmunum tekið afstöðu til manna og málefna i þessari borg. Um heiðarleika minn verða að sjálfsögðu aðrir að dæma.'en með þessari greinargerð hef ég gert fulla grein fyrir Armannsfells- málinu, eins og það horfir við frá minum bæjardyrum. Ég tek fulla ábyrgð a þeim ákvörðunum, sem iþvi máli hafa verið teknar, og er reiðubúinn að mæta allri heiðar- legri gagnrýni á þær eins og aðr-- ar, sem ég hef staðið að sem borgarstjóri. ‘Vönctéi? Þéttir gamla og nýja steinsteypu. 2 SIGMA H/F Upplýsingar i simum 3-47-70 & 7-40-91 tlminh er pemngar Breiðholt III Öska eftir að koma tveim drengjum, 5 ára og 7 ára í fóstur allan daginn, 5 daga vikunn- ar, helzt sém næst Torfufelli. Eru báðir í skóla. Ekki er nauð- synlegt að þeir séu báðir á sama stað. Upplýsingar í síma 7- 38-58 eftir kl. 19,00. I Byggingatæknifræðingur — Byggingaf ræðingur Öryggiseftirlit rikisins óskar að ráða byggingatæknifræðing eða bygginga- fræðing til starfa. Laun samkvæmt kjarasamningi rikis- starfsmanna. Umsóknir með uppliýsingum um menntun og fyrri störf sendist öryggismálastjóra fyrir 10. otkóber n.k. Öryggismálastjóri. GM F1 TRUCKS Seljumídag: ’74 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur með vökva- stýri. ’74 Vauxhall viva de luxe ’74 Peugeot 404 station 7 manna ’74 Rambler Hornet sjálf- skiptur með vökvastýri ’74 Ford Ecanoline sendi- ferða ’74 Fiat 128 '73 Chevrolet Malibu með vökvastýri '73 Chevrolet Vega ’73 Hilmann Hunter super ’73 Saab 99 ’73 Buick Century ’73 Fiat 125 station ’73 Chevrolet Nova sjálf- skiptur með vökvastýri ’72 Vauxhall Viva station ’72 Scout II V8 sjálfskiptur með vökvastýri ’72 Opel Rekord II ’72 Vauxhall viva de luxe ’72 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur með vökva- stýri ’72 Datsun 1200 ’72 Toyota Carina ’71 Opel Rekord 4ra dyra ’70 Opel Rekord 2ja dyra ’69 Peugeot 404 '69 Opel Commandore coupe Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 AUGLYSIÐ í TÍMANUM o VTálriingin frá Slippféíaginu Á járn og viöi utan húss og innan: Hempels Á steinveggi utan húss og innan-. ^Vitretex || VITRETEX plastmálning ^ I myndar óvenju sterka húö. I Hún hefur því framúr- I skarandi veörunarþol. Vitretex á veggina Atréverk í garöi og húsi: Cuprinol CUPRINOL viöarvörn þrengir sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. Cuprinol á viðinn Slippfé/agið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.