Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.09.1975, Blaðsíða 16
 Fimmtudagur 25. september 1975 SÍMI 12234 ■HERRA GARÐURINH A-DALSTRFETI á --------, GHÐI fyrir góúan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - CIA OPNAÐI BRÉF NIXONS — og margra fleiri háttsettra embættismanna Reuter Washington. — Allur póstur til Nixon fyrrverandi forseta Bandarfkjanna og annarra háttsettra embættis- manna f Bandarfkjunum, var alltaf opnaður og lesinn af leyniþjónustumönnum CIA, sagði Frank Church, öldungadeildar- þingmaður i gær, Sagði Church að á meðal þeirra sem fengu „lesinn” póst, hafi verið Edward ■ Kenncdy og Hubert Humphrey öldungadeildar- þingmenn, auk hans sjáifs. Þá urðu þeir Martin Luther King heitinn og margir fleiri einnig fyrir hinu sama. Frank Church öldungadeildar- þingmaður er formaður þeirrar nefndar, sem öldungadeildin hef- ur kjörið til að rannsaka njósna- mál. Fyrrnefnda yfirlýsingu gaf hann i skýrslu, sem hann las nefndinni, sem nú rannsakar njósnamál i forsetatfð Nixons. Sagði Church, að nefndin myndi taka til rækilegrar athugunar þessar ólöglegu aðgerðir CIA viö að opna bréf háttsettra embættis- manna. • — CIA hefur i um tuttugu ár, opnað allan póst háttsettra embættismanna, ekki aðeins þóst, sem sendur var innan Bana- rfkjanna heldur einnig allan póst erlendis frá, sagði Church. Þá sagði Church, að nefndin væri nú að rannsaka hvers vegna CIA hefði ekki látið Nixon vita af þess- um aðgerðum, þegar Nixon bað um skýrslu yfir starfsemi leyniþjónustann, er hann var að vinna að skýrslu um hana i júni 1970. Fyrrverandi fulltrúi f Hvita húsinu.Tom Huston, varð við beiðni forsetans fyrrverandi að gera skýrslu um allar aðgerðir CIA og annarra leyniþjónustu- hópa i sambandi við mótmæla- aðgerðirnar gegn striðinu i Víetnam. Þessi skýrsla var kennd við Huston, og i henni var meðal annars taiað um ólöglegt innbrot, simahleranir og opnun bréfa embættismanna. Tom Huston sagði nefnd öldungadeildarinnar i gær, að Nixon hefði sennilega ekki vitað um að sumar aðgerðir CIA og FBI, sem hann, Huston, hefði samþykkt 1970, hefðu verið stundaðar I áraraðir. Eftir að Church hafði lesið skýrslu sfna, sagði James Angleton, fyrrverandi yfirmaður CIA, að þjónustan hefði ekki upplýst Nixon um þessar aðgerir við að opna póst, vegna þess að Nixon hefði aldrei beðið um að fá neina skýrslu sem segði frá aðgerðum leyniþjónustunnar. Þegar Church vildi fá betra svar og gekk á Angleton, svaraði hann: „öldungadeilarþing- maður, ég get ekki svarað skýrar.” Nixon samþykkti Huston- skýrsluna 23. júli 1970, en dró hana til baka fimm dögum slðar, eftiraðJ. EdgarHoover, fyrrver- andi yfirmaður FBI og John Mithcell, höfðu báðir krafizt þes. Nefnd sú, sem öldungadeildin skipaði til að rannsaka njósnamál og aðgerðir CIA ásamt fleiri leyniþjónustuhópum, hefur nú starfað i átta mánuði, og einbeitti sér fyrst að þyí að afla sönnunar- gagna um þátttöku CIA i áætluð- um morðum á eriendum iéiðtog- um og seinna á ólöglegri geymslu banvænna eiturefna. Var ekki heilaþvegin — segir dr. Johnson, sem rannsakaði Patty Hearst Iteuter-San Francisco — „Heila- þvottar”-sérfræðingurinn, sem fenginn var til að rannsaka Patty Hearst, sagði i gær, að álit hans væri að hún væri framtaksamur skæruliði en ekki fórnarlamb „heilaþvottar”. Dr. Chalmers Johnson, sem er höfundur bókar um heilaþvott Kinverja á nokkrum einstakling- um, var á þriðjudag beðinn um að vera til aðstoðar þrem læknum, sem rétturinn hafði beðið um að rannsaka sálarástand Patty Hearst, sem nú liggur undir á- kærum fyrir bankarán. Patty hefur haldið þvi fram, að hún hafi verið neydd af þeim, sem rændu Dauoadómarnir undirritaðir Reuter Madrid — Spænsk her- yfirvöld hafa nú staðfest og undirritað dauðadóma yfir sex skæruliðum, og er talið að fram- kvæmd dómanna geti jafnvel orðið þegar um. næstu heigi. Fimm skæruiiðar til viðbótar biða nú úrskurðar frá yfir- völdunum, en þeir áfrýjuðu dauðadómum, sem þeir hlutu i herréttinum. Þessir dómar, eru m.a. yfir þeim tvcim konum, sem dæmdar voru til dauða, en þær eru báðar um tvitugt, og að sögn lögfræðinga þeirra eru þær báðar barnshafandi. Búizt er við að stjórnin taki málið fyrir á föstudag, og gætu þvi aftökurn- ar farið fram tólf klukkustund- um seinna, nema þvi aðeins að Franco náði þá dauðadæmdu. Konurnar tvær og þrir karl- mannanna, voru ákærð fyrir að drepa lögreglumann i siðasta mánuði. Sá sjötti, sem hiaut dauðadóm, var ákærður og fundinn sekur um að hafa drepið lögreglumann i júni s.l. Sam- kvæmt spænskum lögum má ekki taka barnshafandi konu af lifi, fyrr en i fyrsta lagi fjörutiu dögum eftir að barnið er fætt. önnur konan er komin þrjá mánuði á leið, en ekki hefur enn fengizt staðfesting á hvort hin sé barnshafandi. Lögreglan i Saragossa sagðist hafa handtekið 35 kommúnista, og er þá tala þeirra, sem hand- teknir hafa verið siðan Franco setti hin nýju hörðu lög gegn skæruliðúm, fyrir mánuði nú orðin 250. Kommúnistarnir sem handteknir voru eru ákærðir fyrir ólæti á almannafæri og mótmæli gegn dauðadómum herréttarins á skæruliðunum ellefu. I spænska landamærabænum Port Bou, kom spænsk lest tóm frá Paris, en franskir mótmæl- endur réðust á lestina i Paris, þeyttu eggjum i stjórnendur lestarinnar, smurðu hana alla út I málningu og neyddu farþeg- ana til að fara úr henni. Ahöfn lestarinnar var sagt að sprengja hefði verið falin I lestinni. Talsmaður spænsku stjórnar- innar I gær sagði, að stjðrnar- fundur myndi verða haldinn á föstudag, til að ræða hin heiftar- legu mótmæli sem hvarvetna hafa risið upp, ekki aðeins á Spáni, heldur út um allan heim yegna dauðadómanna. Stjórn- inni hefur borizt» fjölmargar beiðnir og kröfur um að skæru- liðarnir ellefu verði náðaðir, þar á meðal frá Páli páfa og mörg- um háttsettum embættismönn- um viða um heim. Þrátt fyrir að ágreiningur hefur verið innan stjórnarinnar, um hvort allir skæruliðarnir ellefu ættu skilið dauðadóm, hefur það ekki leitt til neinna átaka innan stjórnarinnar. Virðist sem ágreiningurinn sé ekki það alvarlegur, að nokkur hætta sé á að einhver spænsku ráðherranna segi af sér. henni, til að taka þátt I bankarán- inu og öðrum aðgerðum symbó- iska frelsishersins þá nitján mán- uði, sem hún var i haldi. Gaf hún hjartnæma skýringu á þvi, hvern- ig farið hefði verið með hana, og sagði m.a. að meðlimir frelsis- hersins hefðu hótað henni lifláti ef hún færi ekki að orðum þeirra, og eins taíið henni trú um að foreldr- ar hennar hefðu snuið við henni baki. Sagði hún, að hún hefði lifað i eins konar imyndaðri veröld og varla vitað I þennan heim né ann- an, þann tima sem hún var I haldi. Dr. Johnson sagði I gær, að vinna hans lægi aðallega i þvi að rannsaka skæruliða, og að skoðun hans væri sú, að Patty Hearst væri athafnasöm sem slik, og að saga hennar og lögfræðinga henn- ar um að hún hefði verið neydd til félags við meðlimi frelsishersins væri aðeins bragð verjanda henn- ar til að koma henni undan þung- um fangelsisdómum. Johnson kvaðst þó efast um að nokkurt til- lit yrði tekið til skoðana hans, þar sem hvorki rétturinn né fjöl- skylda Pattys hefði beðið hann um að rannsaka hana, og svo væri hann ekki sálfræðingur. Hann sagði að lokum, að hann tryði sögu Patty Hearst ekki frek- ar en að hún hefði sagt, að hún hefði verið neydd til að taka eitur- lyf og hefði verið i þannig vimu mestan timann sem hún var i haldi. Titó forseti Júgóslaviu Nakta prinsessan — er heitið á kvikmynd um fyrrv. utanríkisráðherra Uganda NTB Milano — Elizabeth Bagaya, prinsessa og fyrrver- andi utanrikisráðherra i Uganda, hefur mótmælt harð- lega við kvikmyndafélag eitt i Milano, sem nú vinnur við gerð kvikmyndar sem nefnist „Nakta prinsessan.” Efni myndarinnar fjallar um kven- legan utanrikisráðherra i ónefndu afrisku einræðisriki, og er eitt af atriðunum i myndinni áhrifamikil ástarsena i stórri flughöfn. Lögfræðingar prin- sessunnar, hafa skrifað bæði leikstjóranum og kvikmynda- framleiðandanum bréf, þar sem efni myndarinnar er harðlega mótmælt á þeim forsendum, að það gæti skaðað mannorð prin- sessunnar. Eins og komið hefur fram i fréttum, var Elizabeth Bagaya prinsessa utanrikisráðherra Idi Amins, forseta Uganda, en hann rak hana eftir að hafa ásakað hana um að hafa lent I ástar- leikjum við Evrópumann I snyrtiherbergjum á alþjóða- flugvellinum Orly i Frakklandi. Þá voru einnig birtar af henni nektarmyndir I Uganda, en seinna var hægt að sanna að myndirnar voru falsaðar. Sveltir sig áfram Reuter Vin — Austurriska kennslukonan, sem hóf hungur- verkfall I fyrradag, vegna þess að hún fær ekki leyfi sovézkra yfirvalda til að fara til Moskvu til að giftast unnusta sinum, blaðamaríninum Alexander Sokolov, sagðist i gær, aðeins ætla að nærast á vatni þangað til einhver breyting yrði á. Hún sit- Sprengja ætluð Tito? Reuter-Belgrad — Þegar Titó Júgóslaviuforseti var I heimsókn i Zagreb I Karóatiu I siöustu viku, sprakk sprengja örstutt þaðan sem Titó hafði verið. Fyrst áleit lögreglan að sprengingin hefði orðið i rafmagnsstöö, en i gær var tilkynnt, að á sprengjustaðnum heföu fundizt leiðslur og aðrir sprengjuhiutir „framieiddir er- iendis”, og er þvi jafnvel talið að sprengjan hafi verið ætluð Titó. Sprengjan varð á miðvikudag- ínn i sl. viku, skammt frá stað þar sem Titó forseti hafði dvalið, en enginn slasaðist og skemmdir urðu óverulegar. Sögusagnir höfðu gengið i Belgrad um, að hermdarverkamenn hefðu verið með .einhverjar aðgerðir gegn Titó meðan hann dvaldi i Króatiu og staðfesti lögreglan það i gær. A siðasta áratug hafa sprungið nokkrar sprengjur, bæði i Júgó- slaviu og i öðrum iöndum, þar sem Titó hefur verið, og er álitið að þær hafi aliar beinzt gegn for- setanum i mótmælaskyni frá skæruliðum og stjórnmálalegum andstæðingum. ur i St. Stephens dómkirkjunni i Vln og segist varla búast við að yfirmenn kirkjunnar visi sér út. Johanna Steindl, kennslu- kona, sagðist ákveðin I þeirri ætlun sinni að þvinga sovézk yfirvöld til að gera eitthvað I máli sinu. Hún kenndi áður þýzku við skóla I Moskvu, erí þegar hún vildi halda þangað aftur, til að gifta sig, fékk hún að vita i sovézka sendiráðinu i Vin, að litið væri á komu hennar til Sovétríkjanna sem „óæski- lega”. Fröken Steindl sagði, að austurriski kanslarinn, Bruno Kreisky, hefði talað máli henn- ar við Andrei Gromyko utan- rikisráðherra Sovétrikjanna á Helsinkifundinum, en það hefði engan árangur borið. Jarðskjálfti 6 stig á Richter Retuer Washington — Mjög sterkur jarðskjálftakippur gekk yfir Kaliforniuflóa i gærdag. Mældist hann vera sex stig á Richter mælikvarða. Jarð- skjálftinn mældist rétt vestur af Los Mochis i Mexikó, og sagði bandariska jarðskjálftastöðin, að einhverjar skemmdir hefðu orðið i Mexikó, þó að enn hefðu ekki borizt fréttir af miklu tjóni. Yoko og Lennon ganga bæði með Reuter— Eins og kunnugt er , hefur fyrrverandi Bitillinn John Lennon lengi barizt fyrir þvi að fá leyfi til að dveljast i Banda- rikjunum, en gengið erfiðlega vegna þess að upp komst að hann hefði haft I fórum sinum eiturlyf, en samkvæmt banda- riskum lögum, er útiiokað að fá innflytjendaleyfi fyrir útlend- inga, sem hlotið hafa dóm vegna eiturlyfja. Nú virðist aftur á móti eins og sé farið að birta yfir þessum málum hjá Lennon, þvi frestað hefur verið brottvisun hans úr landi, svo hann geti verið hjá henni Yoko Ono sinni meðan hún gengur með barn þeirra. Virðist sem læknar áliti, að Yoko geti ekki gengið með barn- ið án hjálpar og stuðnings frá Lennon, og ef hann verði ekki hjá henni gæti það haft skaðleg áhrif á heilsu hennar. frá Brasiliu 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.