Tíminn - 26.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI Síldarsölunefnd í AAoskvu: SAMIÐÍDAG? BH—Reykjavik — „Engir samn- ingar hafa enn tekizt við Rússa um sildarsölu, og hnútur hijóp á samningaumræðurnar ( dag, en við byrjum aftur fund I fyrramál- ið, og á morgun, föstudag, verður áreiðanlega kveðið á um á hvorn veginn samningaumleitanirnar fara, hvort þeir kaupa af okkur eða ekki. Við leggjum áherzlu á, að okkar sild sé betri en keppi- nauta okkar, sem bjóða lægra verð en við, en hér er um að ræða 20.000 tunnur af heilsaltaðri sild, sem er smæsta sildin, sem við veiðum, og mikilvægt fyrir okkur, ef af samningum getur orðið um sölu hennar." Þannig komst Jón Skaftason, alþingismaður, að orði i gær- kvöldi, ef Timinn hafði samband við hann, en Jón dvelur nU i Moskvu ásamt nefndarmönnum • þeim, sem þar eru að semja um sildarsölu til Sovétrikjanna. Kvað Jón helztu keppinauta okkar um sildarsölu vera Kanadamenn, Norðmenn, Finna og Skota, sem bjóða sild á lægra verði en við getum boðið hana á, og þvf yrðu gæðin þung á metunum, ef af sölu yrði. Ráðgert er, að nefndarmenn haldi frá Moskvu til Sviþjóðar i dag, þar sem einnig verður at- hugað um sildarsölu. Bolvíkingar kæra skattálagninguna segja kerfið hjóða upp á auðuga ,,ríkisómaga" Gsal—Reykjavik — Bolvikingar hafa nú skorið upp herör gegn skattakerfinu og ritað Hreini Sveinssyni, skattstjóra á tsafirði, bréf, sem undirritað er af fimm- tiu Ibúum kaupstaðarins. t bréf- inu er óskað eftir þvi, að skatt- stjórinn komi mótmælalistanum til yfirmanna sinna, en tilefnið er, að I skattskrá Bolungarvikur er að finna mjög mikið misræmi i skattlagningu ibúanna, að sögn „mótmælenda". Þá er þeirri spurningu varpað fram I stuttu bréfi til skattstjórans, hvort áður- nefnt': misræmi sé ekki verðugt rannsóknarefni fyrir „hina svo- nefndu skattlögreglu". Hinir óánægju skattgreiðendur rituðu einnig bréf, þar sem þeir lýstu þvi nákvæmlega á hverju mdtmæli þeirra byggjast, og er það bréf birt á bls. 3. Af þessu tilefhi hafði Timinn tal af Elíasi H. Guðmundssyni, stöðvarstjóra Pósts og Slma I Bolungarvik, en hann er annar tveggja forsvarsmanna mótmæl- enda. — Það virðist vera velgengni hjá öllum hér i Bolungarvik, en hins vegar er ekki nema hluti IbU- anna sem greiðir gjöld til hins opinbera! Það sem við erum óánægðust með, er það, að við þessa nýju breytingu á skattlög- gjöfinni er ekki nóg að ýmsir fái að sitja á sinu nulli, heldur greiðir rlkið með þeim. Þeir eru þvi orðnir hreinir rikisómagar. Kvað hann þetta fólk hafa þann Þessa Timamynd af Lagarfljdts- virkjun tdk Róbert I gær, er hún var formlega tekin i notkun. lifsmáta, að ekki færi milli mála að það hefði nóg fé handa á milli. Elias sagði, að sjálfsagt væri þetta samkvæmt skattalögum, þvi þau væru þannig UtbUin. Hins vegar sagði hann að sér virtist sem allar breytingar á skattalög- um undanfarinna ára, væru gerð- ar I því augnamiði, að gera mönn- um kleift að komast hjá skatt- greiðslum, stundi þeir sjálfstæð- an atvinnurekstur. — Þegar svona er komið, hlýtur þetta að koma til kasta Alþingis, þvl að breyta þarf skattlögunum, sagði hann svo hægt verði að ná gjöldum af mönnum, svo að þeir geti ekki á löglegan hátt komizt undan þvi, að greiða' skatta til hins opinbera. Við erum ekki að væna menn um það, að þeir svikji undan skatti, heldur er þetta lög- legur „þjófnaður", sem löggjaf- inn hefur innleitt. Sagði Elias, að Bolungarvlk hefði löngum verið rómuð fyrir einstaklingsframtak, en hins veg- ar mætti nU segja, að einstakling- arnir væru orðnir fullmargir, þvi að það væri nærri lagi, að annar hver IbUi stundaði sjálfstæðan at- vinnurekstur i einhverri mynd. — Hér má glöggt sjá hvernig ein- staklingsframtakið er I reynd, þvi að þegar það er orðið jafn almennt og hér er, kemur i ljós að það er ekki nema hluti ibUanna sem greiðir skatta, sagði Elias. KRISTJAN BENEDIKTSSON, BORGARRÁÐSMAÐUR: Reykvíkingar eiga siðferðilega kröfu á að vita hvort ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa notað lóðir sem verzlunarvöru til að fá peninga í flokkssjóðinn BH-Reykjavlk. Tlminn sneri sér I gær til Kristjáns Bene- diktssonar borgarráðsmanns, og spurði hann álits á greinargerð borgarstjdra um Armannsfellsmálið og hvað hann vildi segja um ágreining þann, sem I borgarráði er um skipan rannsóknarnefndar I málinu. Kristján svaraði: — Ég lit þetta Armannsfellsmál mjög alvarlegum augum. Eins og fram hefur komið, bar lóðaUthlutunina til Ármanns- fells ákaflega einkennilega að, og frásagnir embættismanna og annarra, sem við þessa lóðaUt- hlutun voru riðnir, stangast 'gjörsamlega á veigamiklum at- riðum. Greinargerð borgarstjóra var að minum dóm ein samfelld staðfesting á þvl, sem haldið hefur verið fram i þessu máli af þeim sem gagnrýnt hafa, og styður enn frekar þá kröfu, að malið verði rannsakað og Sjálf- stæðisflokkurinn leggi spilin á borðið og hætti feluleiknum. Borgarstjóri viðurkenndi loks að Armannsfell hefði rétt hUs- byggingarsjóðnum eiria milljón, skömmu áður en fyrirtækið hóf skipulagningu lóðarinnar og skömmu áður en Albert Guðmundsson af sinni alkunnu röggsemi gerðist milligöngu- maður Ármannsfells og borgar- yfirvalda um skipulag svæðisins og I framhaldi af þvi beitti sér, ásamt borgarstjóra, fyrir Uthlutun lóðarinnar. Sé ekkert samband milli lóðaUthlutunarinnar og peninganna, er þarna um mjög óheppilega tilviljun að ræða fyrir Sjálfstæðisflokkirin. Persónulega þekki ég ekki eigendur byggingafélagsins Ár- mannsfells hf. En mikið hljóta þeir að vera brennandi I andan- um, ef þeir hafa látið milljónina I byggingarsjóðinn eingöngu vegna trUar á málstaðinn og eldlegs áhuga á þessari annars Utlitsfallegu byggingu Sjálf- stæðisflokksins. Um rannsóknarnefndina, sem borgarráð hefur samþykkt að stofna til að rannsaka þetta mál, vil ég aðeins segja það, að haldi borgarstjdri og borgar- ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins fast við þá kröfu að þeir hafi meirihluta f nefndinni, mun Framsóknarflokkurinn ekki treysta sér til að eiga aðild að henni. Eðlilegast væri, að minum dómi, að rannsóknin færi fram fyrir opnum tjóldum og allir flokkar borgarstjórnarinnar ættu jafna aðild að skipan nefndarinnar. AUir Reykvikingar eiga siðferðislega kröfu á þvi, að upplýst verði til l'ulls, hvort ráðamenn Sjálfstæðisflokksins I borginni hafa notað lóðirnar — eigu Reykvlkinga allra — sem verzlunarvöru til þess að fá peninga I flokkssjóðinn. Engum er meiri nauðsyn að sannleikurinn komi fram I þessu máli, eins og nU er komið, en einmitt Sjálfstæðisflokknum sjálfum, sagði Kristján Bene- diktsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.