Tíminn - 26.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.09.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 26. september 1975 Atkvæöin talin á skrifstofu biskups i gær. Tímamynd. G.E.. Prestskjörio i Nesprestakalli: 1570 atkvæði á móti 1107 BH-Reykjavik. — Prests- kosningin, sem fram fór i Nes- sókn sl. sunnudag, varð álögmæt vegna ónógrar þátttöku.Hins- vegar tók talning atkvæðanna, sem fram fór á skrifstofu biskups sl. fimmtudag, óvenjulangan tima, eða á þriðju klukkustund, því að vafaatkvæði reyndust mörg og margvisleg, svo að kveðja varð til yfirkjörstjórn til úrskurðar. Umsækjendur voru tveir, séra Guðmundur ólason, frikirkju- frestur I Hafnarfirði og séra örn Friðriksson, sóknarprestur á Skútustöðum i Þingeyjarsýslu. Á kjörskrá -voru 6024, en at- kvæði greiddu 2732. Atkvæði féllu þannig, að séra Guðmundur Óskar Ólason hlaut 1570 atkvæði og séra örn Friðriksson hlaut 1107 atkvæði. Auðir seðlar voru 46 og ógildir 9. Báfasjómenn ræða kjaramá! BH-Reykjavik. — Það er á laugardaginn, þann 27. september, sem ráðstefna fulltrúa sjómannafélagsins, þeirra sem hlut eiga að kjaramál- um bátasjómanna, hefst hérna I skrifstofuhúsnæði Sjómannasam- bandsins að Lindargötu. Ráðstefnan hefst klukkan 2, og ég býst við að þarna verði mættir rúmlega 20 fulltrúar. A þessari ráðstefnu verða teknar ákvarðanir um, hvað gert verður i samband við kjaramál báta- sjómanna, en samningar við þá renna út um næstu áramót, og verður að segja þeim upp með tveggja mánaða fyrirvara. Þannig komst Jón Sigurðsson, forseti Sjdmannasambansins, að orði, þegar Tíminn hitti hann að máli i gær og innti hann eftir gangi mála i s'ambandi við sjómarinaráðstefnuna. Jón sagði að ráðstefnan, sem hefst á laugardaginn, myndi taka allar ákvarðanir i sambandi við þessi 'mál, og ekkert yrði látið uppi um það, fyrr en i fyrsta lagi að þeirri ráðstefnu lokinni, hverjar yrðu helztu kröfurnar i væntanlegri kjarabaráttu, eða önnur atriði, sem rædd yrðu á ráðstefnunni. r /r 450 FELAGAR ERU NU I HJÁLPARSVEITUM SKÁTA Fimmta landsþingi Landssam- bands hjálparsveita skáta (L.H.S.) sem haldið var á Blönduósi er nýlokið. Hófst þingið með þvi að formaður sambands- ins flutti skýrslu stjórnar. 1 skýrslunni kemur fram, að störf hjalparsveitanna og sambandsins hafa verið þróttmikil á sl. starfs- ári. Ein ný aðildarsveit bættist i L.H.S. á árinu, þ.e. björgunar- sveitin í Hveragerði. Lathugun er að koma á fót fleiri sveitum. Að- ildarsveitirnar eru nú 10 talsins og eru i þeim um 450 manns, þar af um 320 i fullu starfi. Meðalald- ur félaganna er um 30 ár. Alls eiga sveitirnar nú 15 bifreiðar, sem flestar eru útbúnar sem sjúkrabifreiðar. Margar þeirra eiga snjósleða, og éin á snjóbil. Fjórar eiga gúmmfbát og þrjár hafa sérstaka flokka froskmanna. Ein sveitanna á nokkuð fullkomið neyöarsjúkrahus og (leiri geta komið upp sjúkraskýlum með litl- um íyrirvara. Þá eiga þær einu sporhundana sem til eru á land- inu. Það hefur komið I ljós, að þegar öll björgunarsamtök lands- ins hafa beitt sér saman að lausn einhvers verkefnis s.s. I leitum að týndum flugvélum, aö hjálpar- sveitir skáta hafa þar venjulega átt langflesta leitarmenn. Leikur varla nokkur vafi á að hjálpar- sveitirnar eru lang sterkasta björgunarafliö, a.m.k. á SV-landi. A árinu náðist sá áfangi að ráð- inn varerindreki fyrir sambandið og starfaði hann i þrjá mánuði við kennslustörf o.fl. fyrir hinar ýmsu aðildarsveitir. L.H.S. gefur út sérstak.t frétta- og fræðslurit sem dreift er ókeyp- is til félaga hjálparsveitanna. Landssambandið hafði með hendi sérstaka kynningu á hjálp- arsveitastarfi á alþjóðlegaskáta- mótinu, Jamboree, i Noregi sl. sumar. Vakti kynning þessi mikla athygli skáta frá fjölmörgum þjóðum, sem á mótið komu. í undirbúningi er að koma á fót sérstökum björgunarskóla fyrir félaga hjálparsveitanna. Er unn- ið að þvi máli i samvinnu við Al- mannavarnir rikisins og Rauða kross Islands. Þá er einnig unnið að þvi að senda hjálparsveita- menn á þá staði erlendis, sem oröið hafa fyrir barðinu á stór- felldum náttúruhamförum, aðal- lega jarðskjálftum. I skýrslunni kemur fram, að fjárhagur sveitanna er yfirleitt bágborinn. Aöalfjáröflunarleið sveitanna felst i sölu flugelda um áramótin, en ýmis önnur félaga- samtök hafa þó fariö inn á þá braut i samkeppni við hjálpar- sveitirnar, og telur stjórn L,.H.S. það óviðfelldið, þar sem flugelda- salan er eina tekjulind flestra sveitanna. í skýrslunni er harmað, að nefnd sú er dómsmálaráðherra skipaði árið 1972, eftir að Alþingi hafði ályktað þar um, og fjalla átti um öryggis- og björgunarmál virðist nti endanlega hafa lognazt út af eftir að hafa haldið 2—3 fundi, þann siðasta 1973. Þá segir i skýrslunni: „Að lok- um vill stjórn L.H.S. taka fram, að hún vill sem bezt samstarf við alla aðila. Hins vegar viljum við ekki greiða það samstarf of dýru verði. Ýmsir aðilar virðast álita, að óbreytt ófremdarástand I björgunarmálum komi þeim ein- um til góða. Það vopn gæti snúizt i höndum þeirra. Að svo komnu máli virðist einsýnt, að bezt sé fyrir hjálparsveitir skáta að búa sig sem bezt á öllum vettvangi, s.s. með þvi að koma sér upp sjó björgunartækjum, froskköfunar- sveitum og öðru, sem þarf til að sveitirnar verði sem allra fjöl- hæfastar, og geti starfað að hverju sem er, hvenær sem er og - hvar sem er. Ef félagar sveitanna hafa áhuga á sllku, þvi þá ekki það? Alla vega sér stjórn L.H.S. ekki ástæðu til að standa lengur gegn þvl". Fyrir þinginu lágu veigamiklar tillögur um lagabreytingar og voru þær samþykktar. Þingfull- trúum, sem voru 40, var slðan skipt I fjóra umræðuhópa sem fjölluðu um fjármál, samskipti sveita, útbúnaðar- og bifreiðamál og þjálfunarmál. A sunnudags- morgni hélt þingið áfram störfum og lágu þá fyrir ályktanir um- ræðuhópanna. Samþykkti þingiö m.a. þrjár ályktanir þar sem m.a. segir, að nil sé svo komið, að hvers kyns skattar og gjöld, sem sveitirnar greiða til hins opinbera séu orðin mörgum sinnum hærri en sá styrkur sem sveitirnar fái frá rikinu og ráðamenn mættu leiða hugann að þvi, hvaða kostn- aður hlytist af, ef rikisvaldið þyrfti að greiða þá vinnu er hjálp- arsveitirnar inna nú af hendi endurgjaldslaust. Bent er á, að óeðlilegt sé, að innheimtir séu tollar og sölu- skattur af innfluttum búnaði björgunarsveitanna, s.s. sjúkra- bifreiöum, fjarskiptatækjum, sjúkrabúnaði o. fl. og að Póst- og slmamálastjórn innheimti skrán- ingar og þjónustugjöld af fjar- skiptabtlnaði sveitanna. Þá segir I annarri ályktun, að nauðsynlegt sé, að koma á mun nánara samstarfi milli hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana, sem hafa björgunarstarfsemi á stefnuskrá sinni, en verið hefur til þessa. TVO NY FRIAAERKI — í tilefni kvennaárs og 50 ára afmælis Rauða Kross íslands gébé Rvik — i tilefni kvennaárs, var þeim tilmælum beint til aðild- arlanda Sameinuðu þjóðanna, að gefið yrði út sérstakt frlmerki á árinu, og kemur nýtt hundrað krónu merki tit þann 15. október n.k. Þá á Rauði Kross islands fimmtiu ára afmæli I ár, og er I þvi tilefni einnig gefið út fri- merki, að verðgildi tuttugu og þrjár krónur og kemur það út á sama tima og hið fyrra, sem minnzt var á. A þingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 1972, var ákveðið að lýsa árið 1975 sem alþjóðlegt kvennaár, i þeim tilgangi að bæta kjörkvenna um allan heim. Eink- unnarorð ársins eru: „Þróun, jafnrétti, friður. Hins vegar eru skiptar skoðanir fólks um það hve mikil áhrif þetta hefur haft. En það er önnur saga, og i tilefni þessa margumrædda kvennaárs, var þeim tilmælum beint tií aöildarlanda Sþ að gefa út sér- stakt frimerki á árinu. Póst- og simamálastjórnin hefur nú látið gera frimerki með mynd af mál- verki i eigu Listasafns islands, eftir Ninu Tryggvadóttur. Nina fæddist á Seyðisfirði 1913, og stundaði hiin nám við konung- lega lislaskólann i Kaupmanna- höfn, en árið 1943 hélt hún til New York, þar sem hún starfaði næstu árin. Bjó hún i New York og Paris og vann þar að list sinni, en hún lézt árið 1968. Þá hefur Póst- og simamála- stjórnin gefið út annaö frimerki og er það i tilefni þessa að um þessar mundir á Rauði Kross is- lands fimmtiu ára afmæli. Fyrsti formaður félagsins var Sveinn Björnsson, siðar forseti Islands. Þegar eftir stofnun félagsins, hófst stofnun deilda um land allt. Starfsemi Rauða Kross Islands, er óþarfi að kynna nánar, hvert mannsbarn veit hve mikilvæg hún er. Frimerkið sem gefið er út i til- efni þessara merku timamóta I starfi Rauöa Krossins, verður gefið 'ut 15. október og er 23.- að verðgildi. Hilmar Sigurðsson teiknaði merkið, en það, eins og fyrrnefnda merkið, er prentað I Svisslandi. Menn ur hjálparsveit skáta að æfingu. Þingið lýsti yfir fullum. stuðn- nefnda. ingi við starfsemi almannavarna, en harmaði hversu þröngur stakkur almannavörnum er skor- inn fjárhagslega. Þingið teldi að endurskoða þyrfti lög um al- mannavarnir og að veita ætti björgunaraðilum aðild að dag- legri stjórn almannavarna með þátttöku björgunaraðilanna I störfum almannavarnaráðs og hinna ýmsu almannavarna- Að lokum var gengið til stjórn- arkjörs. Tryggvi P. Friðriksson var endurkjörinn formaður, Har- aldur Friðriksson endurkjörinn ritari, gjaldkeri var kosinn Sighvatur Blöndal i stað Einars Guðmundssonar, sem baðst und- an endurkjöri, og varamaður i stjórn var endurkosinn Sveinn Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.