Tíminn - 26.09.1975, Side 3

Tíminn - 26.09.1975, Side 3
Föstudagur 26. september 1975 TÍMINN 3 Frægasti látbragðsleikflokkur Evrópu sýnir í Þjóðleikhúsinu Fyrsta flugvélin lendir á Suðureyrarflugvelli: Fiðrildasafnarinn o. fl. Nokkrir þáttanna eru helgaðir Marcel Marceau, látbragðsleikaranum franska, sem flokkurinn hefur staðið i tengslum við. Hingað kemur Fialka-- flokkurinn frá Irlandi þar sem hann sýnir nú á listahátið i Dublin. Leikdómum erlendra dagblaða ber alls staðar saman um snilld leikflokksins enda mjög hátt skrifaður i heimi leikhúsfólks þykir nú einn fremsti leikflokkur heims á þessu sviði. Hann hefur hlotið mikinn f jölda verðlauna og viðurkenninga á ferðum sinum. Ladislav Fialka hefur um árabil veitt forstöðu árlegu, alþjóðlegu námskeiði i látbragðslist. Fyrsta sýning ílokksins verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudagskvöldið 7. október og verða sýningar alls fimm. Sem fyrr segir verða sýningar tvenns konar og verður skipting milli kvölda nánar auglýst slðar. Vetrareinangrun Súg firðinga loks rofin KRAPSTÍFLUR í MJÓLKÁRVIRKJUN I byrjun október kemur hingað til lands á vegum Þjóðleikhússins tékkneski lá t b ra gð sle ik - flokkurinn „Leikflokkurinn á grindverkinu”, sem jafnan er kenndur við stofnanda flokksins .Ladislav Fialka. Flokkurinn heldur fimm sýningar i Þjoð- leikhúsinu, dagana 7.-11. október og verða tvær mismunandi sýningar á boðstólum. Fialka-flokkurinn var stofnaður 1958 i Prag af Ladislav Fialka, sem ennþá starfar i flokknum, sem stjórnandi, aðal- höfundur og leikari. Flokkurinn öðlaðist mikla frægð á skömmum tima og þykir nú meðal fremstu ef ekki fremsti látbragðsleik- flokkur á Vesturlöndum. Hann hefur ferðazt viða um heim, farið I árlegar leikferðir um 15 ára skeið til flestra landa Evrópu, til Bandarikjanna, Suður-Ameriku ogviðar.Þá hefur flokkurinn gert fjölda sjonvarpsþátta og kvikmynda, bæði sjálfstætt og með öðrum leikhópum. Flokkurinn hefur lagt áherzlu á að hafa sem margbreytilegastar sýningar á verkefnaskránni, allt frástuttum látbragðsatriðum upp I löng frumsamin látbragðs- leikrit, þar 'sem fléttað er saman töluðum texta, tónlist og þó eink- um látbragðsleik. 1 hópnum, sem hingað kemur, eru 12 manns og sýnir flokkurinn annars vegar LEIKI AN ORÐA og hins vegar ÆFINGAR EÐA UPPATÆKI. LEIKUR AN ORÐA er safn látbragðsþátta, þar sem lengstu þættirnir byggja á verk- um frægra nútima leikrita- höfunda: nefnist annar þeirra Leigjandinn, og stuðst við hug- mynd leikritahöfundarin s Ionescos, hinn Leikir án orða er byggður á samnefndu leikverki Samuels Beckett. Nöfn á nokkr- um öðrum þáttum i þessari sýningu eru: Hið ljúfa lif, Hljóm- leikarnir. Lif mannsins o. fl. Hin sýningi, sem Tékkarnir sýna hér, er einnig safn margra leikþátta: Upphaf lifsins, Maður og vél, Myndbreytingar, BH—Reykjavik — 1 hádeginu á miðvikudag lenti lítil flugvél frá fiugfélaginu Ernir á Isafirði hérna á flugveliinum við Suður- eyri. Er það i fyrsta skipti, sem flugvél lendir hér, og enda þótt flugvöllurinn sé ekki fullgerður, gerum við Súgfirðingar okkar góðar vonir um, að vetrar- einangrun staðarins verði rofin á vetri komanda, auk þess sem samgöngur innan fjarðar verða bættar. Þannig komst Sigurjón Valdimarsson, sveitarstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, að orði við Timann i gær, þegar við höfðum samband við hann og leit- uöum fregna af samgöngumálum Súgfirðinga á vetri komanda, en einangrun þessa athafnasama byggðarlags hefur verið að heita má algjör, nema á sjó, frá þvi snjóa festir á haustin, þar til snjóa leysir á vorin. — Við bindum miklar vonir við flugvöllinn, sem núna hefur verið unnið að i tvö ár, en hann var á fjárlögum 1974 með fjórar mill- jónir og i ár með fimm milljönir. Hann er staðsettur á hjöllunum ofan við bæinn, og þrátt fýrir snjóþyngsli undir Spillinum erum við að gera okkur vonir um, að halda megi honum auðum i vetur. Vissulega væri æskilegt að fá snjóblásara hingað, þvi að jarðýt- an, sem við höfum, nægir að sjálf- sögðu ekki. Það er von okkar, að vegagerð og flugmálastjórn taki höndum saman við okkur um að staðsetja snjóblásara hér, sem myndi ekki aðeins þjóna flugvell- inum, heldur að halda við sam- göngukerfi innan fjarðar, sem er okkur þýðingarmikið. Ýtan er svo sem góð til sins brúks, en snjó- blásarinn er nýjasta tækni, og þess vegna mikilvægur vegna samgangna bæði I lofti og á landi, — að þeim leiðum verði haldið opnum. — Og nú hefur fyrsta flugvélin lent hjá ykkur? — Já, Hörður Guðmundsson, flugmaður frá tsafirði, lenti fyrstur manna vél sinni á flug- vellinum okkar igær. Hann hefur nokkrum sinnum farið fram á að fá að lenda, en það hefur ekki ver- ið talið óhætt fyrr. En i gær var hann staddur á Þingeyri og á leið norður, og óskaði eftir lending- arleyfi og verkstjórinn við flug- vallargerðina veitti honum það. Hörður hafði enga viðstöðu, en lét vel af vellinum. — Svo að nú má fara að búast við flugsamgöngum við ykkur Súgfirðinga? — Já, við erum að vonast til, að fyrir veturinn verði lokið við nægilega mikið af vellinum til að hefja áætlunarflug hingað. Það verður flugfélagið Vængir i Reykjavik, sem kemur til með að annast það áætlunarflug, og býst ég við, að það verði tengt fluginu til Holts i önundarfirði, og má þá búast við, að hingað verði flogið tvisvar i viku. Eins og fyrr segir er flugvöllur- inn i Súgandafirði á hjöllunum fyrir ofan bæinn. Er staðurinn talinn heppilegur vegna vindátt- ar, og liggur mikið verk að baki gerðar vallarins. Hefur miklu verið ýtt upp i brautina, auk upp- fyllingarefnis, sem ekið hefur verið að, og gefur það mönnum góðar vonir um, að" auðveldara BH—Reykjavik — Rafmagns- laust varð á veitusvæöi Mjólkár- virkjunar i nótt, og stóð raf- magnsleysið í ailan gærdag, að þvi undanskildu, sem rafmagn var að fá frá disiistöðum á við- komandi stöðum. Fregnir af þessu eru mjög óljósar, þar eð ekki var unnt að ná simasam- bandi frá Reykjavik við Mjólkár- virkjun í allan gærdag, og var sömu sögu um simasamband milli isafjarðar og Mjólkárvirkj-. unar að segja. Að þvi er lausafregnir hermdu mun hér vera um að ræða stiflu i aðrennsli, sem að likindum mun vera af völdum isa, en frost hefur verið vestra undanfarna sólar- hringa. Þá mun og vera um að ræða bilun i lokum stöðvarinnar. Viðgerð stendur yfir, en ekki er búizt við að rafmagnsmál Vest- firðinga komist I samt lag i dag a.m.k., og engar likur til annars en skammta verði ráfmagn vestra sérstaklega um háanna- tima dagsins. Haukur Halldórsson á sæti Istjórn NC af hálfu SUF og Siguröur Haraldsson hefur annazt framkvæmda- stjorn ráðstefnunnar fyrir hönd SUF. Tímamynd Gunnar. verði að halda vellinum snjólaus- um, enda þótt þörfin fyrir snjó- blásara sé augljós i hinu vest- firzka vetrarriki, — og flugvöllur á þessum stað er tvimælalaust feiknarleg lyftistöng atvinnulífi og athafnasemi i þessu mikil- væga sjávarplássi. Frá einni sýningu leikflokksins. NCF-ráðstefna um orkumál, náttúruauðlindir og haf- réttarmál í Reykjavík HHJ-Rvik. — t dag koma til landsins 22 erlendir fulltrúar til þátttöku i ráðstefnu, sem NCF — æsku1ýðssa m t ök norrænu miðflokkanna — gangast fyrirhér á landi. Urmæðuefni ráðstefn- unnar verða annars vegar orku- mál og náttúruauðiindir og hins vegar hafréttarmál. tslenzkir þátttakendur verða tólf. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum, en hinir erlendu gestir munu dveija á Hótel Hofi. I dag verður haldinn stjómar- fundur NCF — hinn fyrsti hér á landi, en á morgun hefst ráöstefnan sjálf. Framsögu- maður af íslands hálfu um orku- mál og náttúruauðlindir verður Steingrimur Hermannsson, alþingismaður og ritari Fram- sóknarflokksins. Að umræðum og hádegisverði loknum verður hin- um erlendu gestum boðið i skoðunarferð um Reykjavik, en að henni lokinni taka umræðuhópar til starfa. Að þvi loknu verður fyrri liður dag- skrárinnartekinn til afgreiðslu og hinni eiginlegu ráðstefnu slitiö. Siðan býður Framsóknarflokkur- inn ráðstefnugestum til kvöld- verðar. A sunnudag kl. tiu hefst fundur um hafréttarmál að Hótel Loft- leiðum. Framsögumaður verður Hjálmar W. Hannesson mennta- skólakennari. Siðan verður sýnd kvikmyndin Living Sea, og að þvi loknu verða umræður sem gert er ráð fyrir að standi til hádegis. Eftir hádegi fara ráðstefnu- gestir i ferð til Gullfoss og Geysis og um kvöldið heldur SUF ráðstefnugestum hóf i skiða- skálanum i Hveradölum. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að sitja fundinn um hafréttarmál á sunnudagsmorgun eru beðnir aö hafa samband við skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðar- árstig. UNDIRSKRIFTIR BOLVÍKINGA Gsal-Reykjavik — Þegar skatt- skrá Bolungarvikurkaupstaðar sá dagsins ljós á siðastiiðnu sumri var ekki fritt við að mörgum skattgreiðandanum hitnaði heldur betur i hamsi við lestur þeirra talna, sem sú bók hafði að geyma, sagði Benjamin Eiriksson, fréttaritari Timans i Bolungarvik. Sagði hann, að eft- ir ailitarlega yfirvegun hefði bréf verið samið til skattstjór- ans í Vestfjarðaumdæmi, en eins og segir i fréttinni á forsiðu, rituðu 50 Boivikingar nöfn sin undir bréfið, sem hljóðar svo: Við undirrituð mótmælum eindregið þvi misræmi, sem fram kemur i skattskrá Bolungarvikurkaupstaðs 1975, þar sem fram kemur að nær all- ir þeir sem vélbátaútgerð stunda eru skattlausir, en ekki fer milli mála, að tekjur þeirra aðila, eru miklar, segir i bréfinu og bent er á bilakaup, siglingar og fleira i þessu sambandi. Sið- an segir, að þessir aðilar stundi þessa atvinnu ár eftir ár, en virðist ekki samkvæmt skatt- skrá hafa tekjur á við land- verkafólk ásjötugsaldri. — Kon- ur sumra þessara aðila afla einnig tekna, t.d. við fiskverkun — svo hlutur húsbóndans er þá ærið litill. Þar sem dæmi er um að einhleypar verkakonur, og einstæðar mæður, sem stunda vinnu við hlið áðurgreindra kvenna hafa 1-200 þús. kr. I tekjuskatt. Ofangreint á þó ekki einungis við um þá, sem vél- bátaútgerð stunda, heldur er hér aðeins tekið dæmi um, þar sem skattleysi þeirra er mjög áberandi við lauslega athugun á skattskrá. Þess eru einnig dæmi i iðnaði og verzlun, að þeir aðil- ar bera ekki tekjuskatt á við hálf-sjötugan mann, er vinnur i fiskverkun. — Getur verið að skattlöggjöf- in sé svona tillitssöm við þessar atvinnugreinar? Spyrja þeir sem ekki vita. Og undir bréfið rita 50 skatt- greiðendur I Bolungarvik.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.