Tíminn - 26.09.1975, Síða 9

Tíminn - 26.09.1975, Síða 9
Föstudagur 26. september 1975 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.L Verðtryggt sparifé Hér i blaðinu hefur verið vikið að þvi nokkrum sinnum að undanförnu, hvort ekki væri rétt að lækka vextina, en gefa sparifjáreigendum kost á verðtryggingu i staðinn. Það er tvimælalaust, að hinir háu vextir eru at- vinnuvegunum þungbærir, en þó einkum þeim greinum þeirra, sem þurfa á miklu rekstrarfé að halda. Nokkurt dæmi þess, hve mikil vaxtabyrðin er hjá sumum fyrirtækjum, er það, að vaxta- greiðslur Áburðarverksmiðju rikisins námu hærri upphæð á siðast liðnu ári heldur en allar kaupgreiðslurnar. Mörg svipuð dæmi mætti nefna. Slikum dæmum mun þó enn fjölga vegna siðustu kjarasamninga, þar sem fyrirtækin þurfa að auka rekstrarféð, og vaxtagreiðslurnar munu hækka i samræmi við það. Þegar þessi mál eru ihuguð, dugir ekki að horfa á eitthvert meðaltal vaxtagreiðslna hjá fyrirtækjunum, eins og hag- fræðingum hættir til að gera, þvi að mörg fyrir- tæki greiða litla vexti, og lækka þannig meðal- talið. Það verður einkum að lita á fyrirtækin sem þurfa að greiða mikla vexti, enda eru það þau, sem standa höllustum fæti, og það er vegna þeirra, sem efnahagsráðstafanir eins og gengis- fellingar eru gerðar. Lækkun vaxta getur munað verulegum fjármunum fyrir slik fyrirtæki. Rökin fyrir háum vöxtum eru þau, að þeir séu nauðsynlegir vegna sparifjáreigenda. Vissulega má ekki gleyma sparifjáreigendum i þessu sam- bandi, þvi að enga hefur verðbólgan leikið grá- legar en þá. Hér kemur það til athugunar, hvort ekki megi tryggja hag sparifjáreigenda betur með þvi að gefa þeim kost á verðtryggingu. 1 grein, sem Jóhannes Nordal bankastjóri birti i Fjármálatiðindum á siðast liðnu sumri, vék hann að þessu eftir að hafa rætt um lög, sem sett voru á siðasta þingi þess efnis, að fjárfestingarsjóðir endurláni með sömu kjörum og þeir verða að sæta sjálfir. Jóhannes Nordal sagði, að i fram- haldi af þessari lagasetningu þyrfti að fara fram endurskoðun almennra lánskjara, og kæmi þá einkum tvennt til athugunar. Um það fórust hon- um orð á þessa leið: ,,I fyrsta lagi endurskoðun á lánskjörum lif- eyrissjóða, en verðtrygging á fé þeirra er brýn nauðsyn, ef þeir eiga að geta tryggt félögum sin- um viðunandi lifeyri i framtiðinni. Er ekki óeðli- legt að lánskjörum þessum verði breytt með hlið- sjón af hinum nýju lánskjörum f járfestingarlána- sjóða. I öðru lagi er timabært að athuga að nýju, hvort ekki sé rétt að koma á flokki verðtryggðs spari- fjár i innlánsstofnunum. Með þvi móti mætti bæði bæta hag sparifjáreigenda, sem svo mjög hefur hallað á að undanförnu, og um leið efla sparifjár- myndun og getu bankakerfisins til að mæta brýn- um rekstrarfjárþörfum atvinnulifsins.” Hér er vissulega hreyft mikilsverðu máli, og ef til vill þvi stærsta, sem gæti hamlað gegn verð- bólgunni og verstu afleiðingum hennar, en þar er átt við meðferðina á sparifjáreigendum. ERLENT YFIRLIT Karamanlis mætir aukinni andstöðu Náðun herforingjanna mælist illa fyrir RÉTTIR 14 múnuðir eru nú liðnir siðan Karamanlis sneri heim úr Utlegðinni og tók við völdum í Grikklandi. Það var rikisstjórn herforingjanna, sem ákvað að leggja völdin i hendur honum. Aldrei hefur verið upplýst, hvort hún hafi áður átt viðræður við hann eða fengið einhver fyrirheit frá honum. Um þetta var ekki spurt i Grikklandi þá, þvi að langflestum þótti mestu máli skipta að losna við herforing jastjórnina. Sú harða andstaða, sem myndazt hafði gegn Karamanlis i fyrri stjómartið hans, hafði- lika hjaðnað vegna langrar fjar- veru hans. Yfirleitt var þvi fagnað, að hann leysti her- foringjastjórnina af hólmi. Allir stjómmálaflokkar lands- ins lýstu sig fylgjandi þvi, að Karamanlis tæki við völdum undir þeim kringumstæðum, sem þá voru. Hann lýsti lika yfir þvl, að það yrði fyrsta verk hans að endurreisa lýð- ræði I landinu. Hann rýmkaði strax um málfrelsi og ritfrelsí og leyfði starfsemi allra flokka, m.a. kommúnista, en starfsemi þeirra hafði verið bönnuð um langt skeið. Kara- manlis naut þvi mikillar lýð- hylli um þetta leyti fyrir réttu ári, og þvi tókst honum án mikillar mótspymu, að setja kosningalög sem bersýnilegt var að myndu henta flokki hans vel. í þingkosningum, sem fóru fram f nóvember i fyrra, fékk flokkur hans 216 þingmenn kjörna af 300 alls, enda þótt hann fengi ekki nema um 55% greiddra at- kvæða. EFTIR þessi úrslit I þing- kosningunum fór andstaðan gegn Karamanlis smám saman að harðna, enda þurfti hann nú að gripa til ýmissa óvinsælla aðgerða. Fyrst skarst þó verulega i odda, þegar ný stjórnarskrá var af- greidd frá þinginu á siðast liðnu vori. Mestum deilum olli það ákvæði, að félli forseti rikisins frá, áður en kjörtfma- bili hans lyki, skyldi sá maður, sem þingíð kysi eftirmann hans, gegna embættinu i heilt kjörtimabil, eða i fimm ár. Stjórnarandstæðingar vildu, að hinn nýi forseti gegndi embættinu aðeins þann tfma, sem eftir væri af kjörtimabili fráfarandi forseta. Það sem hér lá á bak við, var það, að stjórnarandstæðingar þóttust sjá, að Karamanlis ætlaði að láta kjósa nýjan forseta, áður en kjörtimabili þingsins lyki 1979, og gæti sá forseti setið næstu fimm ár, hver sem yrðu úrslit þingkosninganna 1979. Það var útreikningur stjórnarandstæðinga, að Karamanlis ætlaði að láta kjósa sig forseta fyrir þing- kosningamar 1979, og tryggja sér þannig yöld i nær tiu ár. Þessi grunur styrktist, þegar Papandreou Karamanlis. Karamanlis lét þingið kjósa Konstantin Tsatsos I forseta- embættið, en hann er 76 ára gamall. Siðan þetta gerðist, hefur andstaðan gegn Karamanlis mjög harðnað, enda hefur hann þótt sýna meira ráðrfki en áður og koma á ýmsan hátt fram sem hálfgerður einræðisherra. Ekkert verk hans hefur þó mælzt verr fyrir en náðun herforingjanna þriggja, sem dómstóll hafði dæmt til dauða fyrir valdarán- ið 21. april 1967. Karamanlis notaði vald sitt til að breyta refsingunni i lifstiðarfangelsi. Mjög hefur verið rætt um það siðan, hvort hann hafi gefið fyrirheitum þetta, þegarhann þá völdin úr höndum herforingjanna i fyrra, eða hvort hann hafi óttazt itök hinna dæmdu innan hersins. Þaðýtirundirsíðari tilgátuna, að einn hinna dæmdu herfor- ingja, Papadopoulos, lét ný- lega svo ummælt, að hann yrði kominn úr fangelsi innan árs. Andstæðingar Karamanlis halda þvi fram, að enn hafi engin raunveruleg hreinsun átt sér stað innan hersins. Aðalandstaðan gegn Karamanlis er frá tveimur flokkum, Miðflokknum, sem er annar stærsti flokkur lands- ins og er undir forustu Mavros, fyrrverandi utan- rikisráðherra, og Sósialista- flokknum, sem er undir for- ustu Andreas Papandreous. Mavros átti sæti i stjórn þeirri, sem Karamanlis myndaði eftir eftir heimkom- una i fyrra, og nýtur mikils álits I Grikklandi. Andstaða kommúnista er meira I mol- um, enda skiptast þeir I tvo Mavros flokka. Að dómi þeirra Mavros og Papandreous stefnir Karamanlis að þvi að taka sér raunverulegt einræðisvald, og jafnvel þótt hann ætli sér það ekki beinlfn- is, stefni þróunin i þá átt. KARAMANLIS afsakar sig með þvi, að hann sæti ekki sið- I ur gagnrýni frá hægri en vinstri. Hægri menn gagnrýni hann t.d. fyrir að leyfa starf- semi kommúnista. Fylgis- menn hans segja að það hefði vel getað leitt til nýrrar byltingartilraunar af hálfu hersins, ef Papadopoulos og félagar hans hefðu verið tekn- ir af lifi. Þannig verði Kara- manlis að fara bil beggja. Ef Karamanlis yrði að láta af völdum i Grikklandi nú, væri ekki um nema tvennt að velja, hernaðarlegt einræði eða stjórnleysi. Karamanlis sé líka eini griski stjórnmála- maðurinn, sem njóti tiltrúar bæði i austri og vestri. Um þessar mundir eru að hefjast viðræður milli Grikk- lands og Efnahagsbandalags- ins um fulla aðild Grikklands að bandalaginu. Þannig hyggst Karamanlis tryggja sambandið við Vestur- Evrópu, þótt svo kynni að fara, að Grikkland yrði að fara úr Nato vegna Kýpur- deilunnar. Eins og er tekur Grikkland ekki þátt i hernaðarsamstarfi innan Nato vegna Kýpurmálsins. En jafnhliða viðræðunum við Efnahagsbandlagið reynir Karamanlis að bæta sambúð- ina við Austur-Evrópu. Hann hefur i sumar farið i opinbera heimsókn til Rúmeniu, Búlga- riu og Júgóslaviu. Þá hefur hann boðið til ráðstefnu Balkanrikja i næsta mánuði, og er áðurnefndum þremur kommúnistarikjum boðin þátttaka. Þannig reynir Kara- manlis að treysta sambönd Grikklands, bæði i vestur- og austurátt. Eins og er virðist Kara- manlis hafa trausta aðstöðu. En óvist er, hve lengi það helzt. Meðal almennings eykst fylgi stjórnarandstöðunnar eins og fram kom i borgar- stjórnarkosningum i vor. Inn- an hersins eru lika vafalaust enn öfl, sem geta hugsað sér að fara i slóð Papadapoulos. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.