Tíminn - 26.09.1975, Side 13

Tíminn - 26.09.1975, Side 13
Föstudagur 26. september 1975 TÍMINN 13 Mýrarhúsaskóli 100 óra: Hver nemandi gefur eina trjd- plöntu í tilefni af- mælisins Þann 1. okt. nk. verður Mýrar- htisaskóli á Seltjarnarnesi 100 ára. Skólinn var settur i fyrsta sinn 1. okt. 1875 og var þá til húsa i verbúð i Mýrarhúsalandi. Skömmu seinna var byggt yfir skólann eigið hús nórðanvert i Valhúsahæð. Þar starfaði skólinn til ársins 1906 er hann fluttist i það hús er nú er nefnt Gamli-Mýrar- húsaskóli. Þar eru nú skrifstofur bæjarfélagsins. Bygging núver- andi hUsnæðis hófst árið 1958 og hófst kennsla þar árið 1960. Bygg- ingunni var að fullu lokið árið 1965. Skólinn nefur alla tið haft rúmgott húsnæði og i dag er hann einsetinn. 1 100 ára sögu skólans hafa 6 menn verið skipaðir skólastjórar við Mýrarhúsaskóla. SigurðurSigurðsson 1875—1904 Einar G. Þórðarson 1904—1914 Sigurður Heiðdal 1914—1919 Þorsteinn G. Sigurðsson 1919—1922 Sigurður Jónsson 1922—1959 Páll Guðmundsson frá 1959 Frá MýrarhUsaskóla voru rekin þrjU „útibU”. 1 Viðey árin 1912—1941. 1 Skildinganesi árin 1930—1932 og Kópavogsdeild árin 1945—1947. Fyrirhugað er að minnast aldarafmælisins á marg- vfslegan hátt i skólanum i vetur. Þann 1. okt. nk. fer fram hátið- leg skólasetning og hefst athöfnin kl. 17.15 i Félagsheimili Seltjarn- — arness. Þar munu nemendur skólans kynna sögu hans i stórum dráttum, nokkrir eldri nemenda skólans sem lagt hafa út á lista- brautina munu skemmta og á- vörp verða flutt. Þá er fyrirhugað að nemendur og kennarar farj i skrúðgöngu um bæinn þennan dag. Siðar i vetur er fyrirhugað að bjóða foreldrum og öðrum að koma og fylgjast með starfinu i skólanum i einn til tvo daga. Und- ir skólalok næsta vor munu svo nemendur fá eina viku til að vinna verkefni úr sögu skólans i máli og myndum, og mun saga Seltjarnarness að sjálfsögðu verða nátengd þessu verkefni. 1 skólalok mun svo verða haldin sýning á þessari vinnu nemenda. Þá er einnig hugmyndin að reyna að efla náttúrugripásafn skólans á afmælisárinu. Að lokum er svo áformað að biðja hvern nemenda skólans um að gefa eina trjáplöntu og gróður- setja hana sjálfur nk. vor i gróð- urreit, sem bæjarstjórn mun Ut- hluta skólanum í þessu tilefni. Það er eindregin ósk skólans að allir velunnarar hans taki sem virkastan þátt i afmælishaldinu með þvi að sækja þær samkomur sem skólinn gengst fyrir. Kaupiö bílmerki Landverndar Hreint É £á©land I fagurt I land B LANDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustig 25 Langi þig til Kanaríeyja, þá lestu þetta Okkur er ekkert að vanbúnaði lengur. Við höfum nú gengið endanlega frá gistingu á Kanaríeyjum fyrir allar okkar ferðir í vetur, og þetta er það sem við bjóðum: VERÐ Á DVÖL í 1 VIKU FRÁ KR. 37.400 VERÐ Á DVÖL í 2 VIKUR FRÁ KR. 42.800 VERÐ Á DVÖL í 3 VIKUR FRÁ KR. 48.200 Auk þess bjóðum við barna- unglinga- og hópafslátt frá þessu verði. Dvöl á hótelum, íbúðum og smáhýsum, ýmist með eða án fæðis. Nú er um að gera að hafa samband við sölu- skrifstofur okkar og umboðsmenn eða ferða- skrifstofur, til þess að fá ýtarlegri upplýsingar og panta síðan. FLUCFÉLAG [OFTLEIDIR LSLANDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir í skammdeginu i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.