Tíminn - 26.09.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 26.09.1975, Qupperneq 20
>—............. 1 Föstudagur 26. september 1975 - SÍMI 12234 tiERRA EARÐURINN A'ÐALSTRfETI 9 SÍS-FÓIHJH SUNDAHÖFN fyrir góéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS BRATTELI SEG/R AF SÉR — ákveðið er að Odvar Nordli verði eftirmaður hans Reuter/NTB Hamar — Trygve Bratteli, f ors æti srá öh err a Noregs, tilkynnti opinberlega i gær, að hann myndi segja af sér i janúar n.k. Við tekur Odvar Nordli, formaður verkamanna- fiokksins I norska þinginu, að sögn talsmanns Verkamanna- flokksins i gær. Þetta er i fyrsta skipti scm norskur forsætis- ráðherra segir af sér með þriggja mánaða fyrirvara, en Bratteli vildi ekki gefa upp neina ástæðu fyrir afsögninni. Búizt er við ein- hverjum breytingum á stjórninni eftir að Nordli tekur við, nema i utanrikis- og tryggingarmála- ráðunevtunum. Trygve Bratteli varð forsætis- ráðherra i marz 1971, en sagði af sér i október 1972, eftir að þjóðar- atkvæðagreiðsla hafði farið fram vegna aðildar Noregs að efna- hagsbandalagi Evrópu. Hann varðsvo aftur forsætisráðherra i september 1973. Verkamannaflokkurinn, sem er forustuflokkur minnihluta- stjórnarinnar, hefur tapað i þrem kosningum i röð á þvi timabili sem Bratteli hefur verið forsætis- ráðherra. Mest afhroð hlaut flokkurinn i kosningunum 1973, þegar hann missti 12 sæti, og var þvi aðeins með 62 sæti á þingi af 155. Stjórnmálasérfræðingar i Osló segja, að kröfur meðlima Verka- mannaflokksins um yngri for- sætisráðherra til myndunar stjórnarstefnu fyrir þing- kosningarnar 1977 gæti verið ástæðan fyrir afsögn Brattelis. Bratteii er nú 65 ára, en Nordli 47 ára. Kappræður miklar hafa verið undanfarið, bæði innan og utan Verkamannaflokksins, um hver eftirmaður Brattelis ætti að vera, og í gær varð niðurstaðan sú, að Odvar Nordli var útnefndur eftir- maður hans. Tryggve Bratteli sagði i gær, eftir yfirlýsingu sina: ,,Ég verð forsætisráðherra þangað til ég verð leystur af. Það verður enginn hvildartími, en hvorki ég né núverandi stjórn, eigum von á neinum sérstökum erfiðleikum.” 4 ítalskar nerþotur fórust — óskiljanlegt hvernig slysið bar að höndum Reuter Bitburg V-Þýzkaland — Fjórar italskar herþotur af gerð- inni F104S fórust i gærdag, þegar þær flugu, aliar i röð, og ientu I fjallshlið nálægt bænum Bitburg I Vestur-Þýzkalandi. Orsakir slyssins eru ókunnar, að sögn talsmanns vestur-þýzka varnar- málaráðuneytisins. Talsmaður- Rólegt í Reuter Beirut. — Á meðan leiðtogar stjórnmálaflokkanna i Libanon sátusaman á fundi i' gær og reyndu að leysa ágreinings- efni sin með þvi að ræða ástandið, voru vopnaðir félagar þeirra að skjóta á hvern annan. Vopnahlé var ákveðið á miðvikudagskvöld, það fjórða á einni viku, og virtist það haldið að mestu, en þó heyrðust af og til sprengjudrunur og skothrið i borginni. Tala látinna er nú komin upp i þrjú hundruð og mörg hundruð manns hafa særzt. Auk leiðtoga stjórnmála- flokkanna, voru nokkrir viðstaddir úr tuttugu manna viðræðunefndinni, sem hefur það inn sagði, að það þætti furðulegt og óskiljanlegt, að flugmennirnir hefðu ekki séð fjallshliðina, sem er um 375 m há þar sem þoturnar fórust. Skyggni hefði verið mjög gott þegar slysið varð, sagði hann. Brak úr herþotunum fjór- um dreifðist yfir eins kilómetra svæði, og fjórar djúpar holur voru Beirut verkefni að reyna að koma á sátt- um milli deiluaðilanna. Ef það tekst, mun endir bundinn á fjórðu blóðugu átökin, sem hafa orðið I Libanon á þessu ári, en i þeim þrem fyrstu, létu að minnsta kosti eitt þúsund manns lifið. Jafnvel þótt nefndinni mistakist að koma á fullum sáttum milli deiluaðilanna er samt búizt við að það takist að lægja öldurnar og stöðva bardagana. Andrúmsloftið var mun léttara I Beirut i gær en það hefur verið i heila viku. Jafnvel þótt skothrið og sprengjudrunur heyrðust öðru hverju. Fáar bifreiðir sáust þó á götunum, en fólk var að byrja að hætta sér ut úr husum sínum. eftir þoturnar, hlið við hlið i beinni línu. Herþoturnar fóru á loft frá bandarisku herstöðinni i Bitburg við sólarupprás i gærmorgun i æfingarflug. Aðeins nokkrum minútum siðar hurfu þær af rad- ar-skerminum. Um átta hundruð herþotur voru byggðar af þessari gerð i Vestur- Þýzkalandi eftir bandariskum teikningum. 174þessara véla hafa farizt I Þýzkalandi á siðustu fimmtán árum. Italski flugherinn lét gera 250 þotur af sömu gerð, þó með smábreytingum. Þetta slys á margt sameigin- legt með álika slysi, sem skeði fyrir þrettán árum, þegar fjórar vestur-þýzkar herþotur af fyrr- greindri gerð fórust i Frakklandi, en þá brást tækjaútbúnaður for- ustuvélarinnar algjörlega. Þessarfjórar itölsku herþotur, sem fórust i gær, lögðu upp i æfingarflug frá Bitburg eins og áður er sagt, en annars var heimastöð þeirra i Ghedi, sem er nálægt Itölsku borginni Breschia. Nöfn itölsku flugmannanna, sem allir voru i italska flughemum, voru: Piero Franzoni, Leonardo Lanzo,PaoloSola og Gioacchineo Aragona. Trygve Bratteli segir af sér.... ...Odvar Nordli tekur við. Illræmd ing eyði Reuter Aþena — Griska stjórnin hefur ákveðið að rifa hina ill- ræmdu byggingu herlögregl- unnar I Aþenu, sem varð al- ræmd i stjórnartið herforingja- stjórnarinnar, en I byggingunni var sérstök deild þar sem and- stæðingar herforingjastjórnar- innar voru pyndaðir. Eins og kunnugt er var her- foringjastjórnin við völd i sjö ár, og á þeim tima voru allir and- stæðingar hennar, sem hand- teknir voru — og þeir voru ófáir bygg- lögð — færðir i þessa illræmdu bygg- ingu herlögreglunnar og pyndaðir. Nú vill griska stjórnin afmá þetta minnismerki ógnar- stjórnar með þvi að rifa húsið. Byggingin er stór og auk hennar ogbyggingarlóðarinnar er þetta um niu ekrur. Averoff-Tossitsas varnar- málaráðherra, sem undirritaði skjalið þess efnis að rifa ætti bygginguna, sagði á fimmtu- dag, að ákveðið hefði verið að gera almenningsgarð á staðn- um. 3 Skotar handteknir — dsakaðir um aðild að sprengjutilræðum Reuter-Glasgow — Þrir skozkir unglingar voru handteknir og úr- skurðaðir i gæzluvarðhald i gær, grunaðir um að hafa átt aðild að sprengjutilræðum nýlega. Tveir þeirra eru sakaðir um að hafa verið valdir að sprengingunni, þegar sprengja sprakk á járn- brautarlinu nálægt Dumbarton, og sá þriðji er ákærður fyrir að hafa komið fyrir sprengju, sem sprakk i útibúi Englandabanka i Glasgow. Tartan-herinn, sem er öfga- sinnuð lýðræðissamtök, sem berjast fyrir sjálfstæði Skotlands, hefur lýst yfir, að þeir eigi sök á mörgum sprengingum, sem orðið hafa I Skotlandi undanfarið, þar á meðal þessum umræddu sprengingum i Glasgow og Dumbarton. Lögregla og sprengjufræðingar skutu I gærdag á meinlausan mjólkurbrúsa, sem hlekkjaður hafði verið við brú nokkra nálægt Carlisle, sem er rétt fyrir sunnan landamæri Skotlands og Eng- lands. Maður hafði hringt til lög- reglunnar i Carlisle og varað við að sprengju hefði verið komið fyrir við brúna. Lögreglan sagði, að brúsinn hefði ekki sprungið þegar hann varð fyrir skotinu, og þvi hættulaus og að simtalið hefði greinilega verið gabb. REKNIR ÚT — vegna tilkynningar um sprengju í safninu Reuter-Paris.—Þúsundum ferða- manna var bókstaflega fieygt út úr hinu fræga listasafni Louvre i hjarta Parisarborgar um há- degisbilið I gær. Ástæðan fyrir þvi var upphringing frá manni, sem sagðist vera spænskur byltingah- sinni, og sagði hann að sprengju hefði verið komið fyrir i safninu, en hann vildi ekki segja hvar. Eftir nákvæma leit sprengjusér- fræðinga Parfsarlögreglunnar, reyndist þó ekki vera nein sprenging I hinu fræga safni. Þúsundir erlendra ferðamanna og Frakka voru i hinu geysistóra listasafni, sem er til húsa i heimsins stærstu höll, þegar verðir safnsins og lögreglan, truflaði þá I djúpum hugleiðing- um um Monu Lisu og önnur fræg listaverk, smalaði þeim saman og rak allan hópinn út. Eftir að sérfræðingar lög- reglunnar höfðu leitað af sér allan grun um að sprengja leyndist i safninu, var ákveðið að hafa það lokað i gærdag, eftir sem áður. Lögreglan i Paris hefur sett strangan vörð um allar spænskar byggingar iborginni, þvi óttazt er aðgerðir mótmælenda gegn stjórn Francos, vegna dauða- dóma skæruliðanna ellfu á Spáni. KDFFIÐ ffrá Brasiliu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.