Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKÁR ÍENGÍ j ±L-*~/---------i.i. Landvélarhf , H!8 ^k TARPAULIN RISSKEMMUR 220. tbl. —Laugardagur 27. september—59. árgangur J HF HÖRÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATUNI 6 -SI'MI (91)19460 r Einar Agústsson, utanríkisráðherra: Engin stefnubreyt- ing hjá Þjóðverjum Gsal-Reykjavik— Genscher haföi ekki fram að færa neinar ákveðn- ar tillögur i sambandi við fisk- veiðideilu þjóðánna eins og ég hafði átt von á. Hins vegar kom fram i okkar viðræðum, sem voru mjög vingjarnlegar, að Genscher taldi rikisstjórn sina hafa hug á þvi, að leysa þessa deilu — og segja má, að það sé nokkur breyt- ing frá þvf sem áður var, sagði Einar Ágiistsson, utanrikisráð- herra I gærkvöldi, eftir fund sinn við Hans Dietrich Genscher, ut- anrlkisráðherra V-Þýzkalands i New York. — Ljóst er, að stefnubreytingar eru engar af hálfu Þjóðverja i þessu máli, sagði Einar. — Aðeins vinsamlegri tónn. Einar kvað Genscher hafa ósk- aö eftir nýjum viðræðum, og kvaðst hann myndi leggja það fyrir ríkisstjórnina, er heim kæmi. Einar kvað viðræðurnar hins vegar tæpast geta orðið fyrr en eftir Utfærsluna i 200 milur þ. 15. næstamánaðar. Utanrlkisráð- herra kvað viðræðurnar verða ráðherraviðræður. — Ég sagði Genscher, að aðal- atriðið væri það, að við vildum minnka sókn utlendinga á miðun- um, en einnig kom ég inn á lönd- unarbann I nokkrum v-þýzkum höfnum og Efnahagsbandalags- tollana. Hins vegar gaf Genscher ekkert sérstakt Ut á það, en sagöi, að við skyldum mæta til viðræðn- anna I góðum anda. Ekki kvað Einar ágang v- þýzkra eftirlitsskipa né aðgerðir Islenzku landhelgisgæzlunnar hafa borið á góma I viðræðunum. Fjárhagur Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri kominn „á hættustig" BH-Reykjavlk. — Fjárhagur FjórðungssjúkrahUssins á Akur- eyri er kominn á það hættustig, að um þessi mánáðamót getur svo farið, að ekki verði unnt aðgreiða starfsfólki laun, eða leysa Ut jufn- vel nauðsynlegustu lyf, sem sjUkrahúsinu eru send i póst- kröfu, sagði Torfi Guðlaugsson, Skattstjóri á Isafirði: Skattamis- ræmið er stórmál fvrir ASÍ að qlíma við Gsal-Reykja Hreinn Sveinsson, skattstjóri á Isafirði, sagði i viðtali við Timann i gær, að hann myndi að sjálfsögðu verða við þeiri ósk Bolvíkinga, að koma mótmælalistum þeirra á fram- færi við sina yfirmenn, en eins og Tlminn greindi frá i gær, hafa 50. skattgreiðendur á Bolungarvik mótmælt skattaálögum, sem þeir telja að komi mjög misjafnlega niður á fólk. Um þetta mál sagði Hreinn, að auðvitað væri það sláandi fyrir launþega, að sjá i skattskrá jafn- vel efnamenn greiða minna i opinber gjöld en þeir sjálfir. Hins vegar snýr þetta mál beint að lög- gjafanum. Vill hann hafa skatta- lögin svona til frambúðar? Hreinn kvaðst telja, að launþegasamtök—ASÍ — hefðu I þessu sambandi stórmál að gllma við. framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjUkrahUssins á Akureyri I viðtali við Timann í gær. • — Ég kalla það hættustig hjá sjUkrahúsinu, ef það getur ekki sinnt nauösynlegustu verkefnum, sem ætlazt er til að það leysi af hendi, — og FjórðungssjUkra- hUsið á Akureyri er ekkert eins- dæmi I þessum efnum. Astandið er viða mjög svipað þvi, sem hér er, og það er furðulegt, hversu blind viðkomandi yfirvöld geta verið á fjárþörf sjúkrahUsanna úti á landi, sem ekki hafa sama' bakhjarl og við viturh, að sjUkrahúsin i Reykjavik hafa. — Hver er rekstrarhalli sjUkrahússins á þessu ári? — Relcstrarhallinn fyrstu átta mánuði þessa árs er kominn upp I rúmar 30 milljónir, og hefur mál- unum verið bjargað frá degi til dags með lánum i bönkum og samningum um greiðslufrest og loks skuldasöfnun. Rekstrar- kostnaður fyrstu 8 mánuði þessa árs er 53% hærri en fyrstu átta mánuði ársins 1974, en tekjuliö- irnir hafa aðeins hækkað smá- vægilega. Og svona getum við ekkihaldið áfram lengi fram yfir mánaðamót. Við þurfum nU sér- staka fyrirgreiðslu. — 1 hvaða mynd kæmi slik fyrirgreiðsla sér bezt? — Við vonumst til, að daggjöld veröi hækkuð og sú hækkun verði látin virka aftur fyrir sig til 1. september — en til viðbótar þessu þarf sérstaka fjárveitingu. Þetta er svo sem ekki fyrsta hallaárið okkar. I fyrra varð 45,5 milljón króna tap á rekstri sjUkrahUssins, en þá fékkst fyrirgreiðsla, bæði hjá Tryggingastofnun rikisins og rlkinu, sem gerði sjUkrahUsinu kleift að standá i skilum. En það hafa enn ekki fengizt nein loforð fyrir sliku á þessu ári, sagði Torf i Guðlaugsson, framkvæmdastjóri FjórðungssjúkrahUssins á Akur- eyri, að lokum. Einar tók það fram, að fundur hans og Genscher hefði ekki verið neinn samningafundur, enda hefði hann ekki haft neitt umboð til þess að semja. Einar kvaðst hafa hitt fulltrUa ýmissa landa á allsherjarþinginu. og hef ði hann rætt landhelgismál- ið óformlega við hina ýmsu full- trUa. Einar Agústsson mun ávarpa allsherjarþingið á mánudag og aöspurður kvað hann landhelgis- málið vera aðalmál ræðu sinnar. RANYRKJAN FYRIR AUGUM ÍSFIRÐINGA GS—Isafirði — Rányrkjan, sem viðgengst á heimshöfunum, birt- ist fsfirðingum I glöggri og átak- anlegri mynd þessa dagana. Hérna hefur undanfarið verið rUssneskt skip, sem landað hefur smokkfiski, sem RUssarnir hafa veitt á Nýfundnalandsmiðum. Þykir mönnum veiðarfæri þau hljóti að vera all-smáriðin, sem slikur smáfiskur veiðist I. Smokkfiskurinn, sem veiðist hér við land, og notaður er I beitu, mun yfirleitt vera um kiló að þyngd. Smokkfiskurinn, sem RUssarnir hafa verið að landa hér.er svo lítill og vesældarlegur, að einn nægir I beituna, og er ekki fjarri lagi að 20-30 stykki þurfi til að fylla kíldið. Auk þessa smokkfisks er svo I afla þessum alls konar smáfisk- ur, sem festst hefur I veiðarfær- unum, og verður að sjálfsögðu ekki veiddur I stærri mynd siðar. Skallagrímur vi kaupa aðra ferju — um leið og aðstaðan kom varð Akraborgin ónóg BH-Reykjavik. — Stjórn Skalla- grims hf., eigendur Akraborgar, eru að ihuga kaup á öðru skipi, þar eð sýnt er, að Akraborgin aiinar hvergi nærri verkefni sinu, eftir að aðstaða fékkst með bryggjuútibúnaði fyrir bflaferju Akraborgin — annar lengur verkefni slnu! ekki bæði á Akranesi og I Reykjavlk. — Ef ég mætti ráða, myndum við ráðast nU þegar I kaup á öðru skipi til að ganga á móti Akra- borginni, sagði Björn H. Björns- son, stjórnarformaður Skalla- grims hf. i viðtali við Timann i gær. — Þetta er hreinasta mar- tröö, þvi við önnum ekki öllu þvl, sem býðst, og við vitum að vöru- flutningabilstjórar sækja fast að komast aðhjá okkur. Við fjölguð- um upp i fjórar ferðir á milli á dag fyrir mánuði, og það sýndi sig að auka bara aðsóknina, bæði manna og bifreiða. Akraborgin er þegar orðin of litil. Þörfin fyrir hana hefur þegar komið áþreifan- lega I ljós. I viðtalinu við Björn kom fram, að f ærri komast nU orðið að með bila sina, en gjarnan vildu og enn gæti aðsóknin færzt verulega i aukana. — Þaö fara um 200.000 bDar fyrir Hvalfjörð á ári, sagði Björn', en það er útilokað, að við getum flutt meira en 40.000 árlega með þessu skipi. Annað skip af svipaðri stærð gæti aukið fjöldann upp 180.000, og er þá enn veruleg- ur hluti eftir. En skip, sem gengi á móti Akraborginni, myndi fljdt- lega sanna tilverurétt sinn, miðað við þá reynslu, sem þegar er fengin. Rannsóknardómari í Ármannsfells- málinu skipaður eftir helgina Ungir og aldnir gleðjast nU I réttum og þáð er ekkl annað að sjá en þarna sé upprennandi f járspekingur á ferð með kindina sina. Sjá grein I OPNU. Timamynd: M.ó. BH-Reykjavík — 1 gærkvöldi hafði ekki verið ákveðið, hvaða sakaddmari hefði með höndum rannsóknina I Armannsfellsmál- inu svonefnda, að því er Halldór Þorbj wnsson yfirsakadómari, tjáði blaðinu, en i gær bárust sakadómaraembættinu fyrirmæli frá saksóknara rikisins, Þórði Björnssyni, um rannsdkn á meintu misferli I lóðaUthlutun á vegum borgarinnar til bygginga- félagsins Armannsfells. í fyrradag rituðu borgarfulltrU- ar Sjálfstæðisflokksins saksókn- ara rlkisins bréf, þar sem þeir óska eftir rannsókri á máli þessu. Forsendur þess að þeir snUa sér nU til saksóknara, segja þeir þær, að ekki hafi náðst samstaða i borgarráði um skipun rannsókn- arnefndar innan borgarstjtírnar i máli þessu. I gær samþykktu borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins svo að hætta við að skipa rannsóknarnefnd þá, sem borgarráð hafði áður samþykkt að skyldi rannsaka alla þætti Ar- mannsfellsmálsihs. Þessu mót- mæltu fulltrúar minnihlutaflokk- anna I borgarstjórn. ---------* o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.