Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 27. september 1975 Það sem þeim dettur í hug f Ameríkunni! StUlkan á þessari mynd heitir Cloris Leachman og er 33 ára gömul bandarisk leikkona. Hún vakti gifurlega athygli, þegar hún kom i viröulegt Hollywood- samkvæmi, með þennan undar- lega „hatt” á höfðinu. Efnið i honum var aðallega þeyttur rjómi, og hugmyndina kvaðst hUnhafa fengið,þegarhUn frétti af fyrirtæki, sem veitir við- skiptavinum sinum einkar sér- stæða þjónustu. Fyrir dálaglega summu taka starfsmenn fyrir- tækis þessa að sér að fleygja rjómatertum i andlitið á þeim, sem viðskiptaVinurinn vill klekkja á. Viðskiptin eru sögð ganga mjög vel, og rjómatert- urnar renna Ut. Enginn getur neitað þvi, að þetta er ólikt sárs- aukaminna fyrir fórnardýrið heldur en að fá kúlu Ur byssu launmorðingja i hausinn og hver veit nema einhver geti hlegið að vitleysunni. Hláturinn lengir lifið, satt er það, en getur maður varizt þeirri hugsun, þegar þvilikt fiflari er annars vegar,aðallarþessar bannsettu rjómatertur hefðu getað lengt lif fjölmargra sveltandi barna? 30 kg. piparkaka N. V. Maltséf i Leningrad gæti hæglega sett titilinn: pipar- kökufræðingur á nafnspjald sitt. Hann hefur varið afar miklum tima til þess að rannsaka hvemig RUssar hafa i timans rás bakað sinar frægu mjUku piparkökur, „Trjaniki”, NU hef- ur Maltséf dregið saman efni i bók um piparkökur, sem rUss- neska safnið i Leningraö gefur Ut. Hvorki hirð keisarans né brUðkaup bændanna gátu komizt af án piparkaka, segir Maltséf. Piparkökurnar voru fagurlega Utskomar. Uppskrift af brUðkaupspiparköku frá Rséfhéraði sýnir, að griðarlega stórar piparkökur voru bakaðar. Þessi var rUmur metri á lengd, nær tuttugu sentimetra há og vóg 30 kiló. Sleggjukastari setti heimsmet sex sinnum sama daginn! Karl-Hans Riehm, 24 ára gamall, frá Trier i Vestur- Þýzkalandi, hefur sett met i fjöldametum i iþróttagrein. sinni. 19. mai sl. sló hann sex sinnum i' röð met i sleggjukasti, sem sett hafði verið aðeins átta mánuðum áður af Alexei Spiri- ★ doniv frá Leningrad. Fyrsta kast Riehms var 76.70 m, en sovézka iþróttamannsins 76.66, og hann hélt áfram að kasta: 77.56, 77.10, 78.50, 77.16 og 77.28. Aldrei áður á þvi sex áratuga tímabili, sem met hafa verið skráð I greininni, hefur bað ★ komið fyrir, að áhugaiþrótta- maður hafi bætt metið þrisvar sinnum i röð. Riehm, sem er innanhUssarkitekt, er rólegur og yfirvegaður, og langar mikið til að koma heim með einhver verðlaun frá ólympiuleikjunum i Montreal næsta ár. ★ .Var J. Edgar Hoover 'einvaldur? JOSEPH L SCHOTT J. EDGAR HOOVER Út er komin I Ameriku bók eftir Joseph L. Schott, og fjallar hUn um alrikislögregluna (FBI) þar I landi, en höfundurinn starfaöi með henni i 23 ár. Bókin heitir „Aldrei til vinstri” (No Left Turns). Höfundurinn, sem er 54 ára gamall, segir að Hoover hafi fylgzt með öllu, litið ef'tir öllu og ráðið öllu. öruggasta leiðin til frama innan FBI var hollusta við Hoover, og algjör hlýðni. Hann var vanur að segja: — Heimskingi getur stjórnað einhverjum UtibUs- skrifstofum hjá mér, ef hann er hlýðinn heimskingi. Rithöfund- urinn Schott hefur breytt nöfn- um i bókinni, en hann segir að efnislega sé bókin Ur raunveru- leikanum. Hann stundar nU kennslu við menntaskóla i Texas. DENNI ' DÆMALÁUSI Margrét er bara að segja mér frá nýju hárgreiðslunni sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.