Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. september 1975 ItMINN 5 niifi i dða Ráðstefna um mál- efni ungs Valdabaráttan í Sjálfstæðis- flokknum - PéturGuöjónsson hefur sent blöðunum greinargerð þar sem hann rekur það, að Ar- mannsfellsmálið eigi upptök sin innan Sjálfstæðisflokksins og sé sprottið af grimmri valdabaráttu, sem sé nú háð þar. Pétur segir, að einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins hafi reynt að stinga Albert rýtingsstungu f brjóst- ið. Sfðan segir Pétur: „Hér er einfaldlega á ferð- inni svivirðileg árás á Albert Guðmundsson, sem hefur reynzt svo sterkur og vinsæll persónuleiki með svo ákveðn- ar skoðanir og trúmennsku við sjálfstæðisstefnuna, að það er ákveðinn hópur innan Sjálf- stæðisflokksins, sem heimtar sér til handa alræðisvald innan flokksins, en ekki haft 1 tré við hann i heiðarlegri sam- keppni, sem nú bregður á ráð Marðar sem sina einu þrauta- iendingu. Og mennirnir eru ekki vandaðri að virðingu sinni en að þeir fara ofan I hið lægsta og svivirðilegasta. ís- iensk þjóð er iæs og skrifandi, og hún hefur fengið mjög sæmilegar gáfur i vöggugjöf. Ef hún gáir að, er það fyrir hana hægðarleikur að sjá hvernig hér er að málum stað- ið, verði minnug þess og veiti launmannorðsmorðingjunum verðuga refsingu. Eingöngu vaka þjóðarinnar og réttsýni getur komið i veg fyrir, að óvandaðir menn reyni aftur slik óþverraverk tii fram- dráttar i valdabrölti sinu. Arásin á Albert er undan sömu rótum runnin og hin andlega sjúku skrif um mig og séra Arelius i Morgunblaðinu á sunnud. sl. ásamt aðförinni að Jónasi Kristjánssyni ritstjóra. Þessi hópur manna hefur nú opinberlega notað öll meðul tiltæk til þess að reyna að drepa sjálfstæða einstaklinga, sjálfstæða skoðanamyndun og tjáningu. Þessir launmorð- ingjar lýðræðisins eru miklu hættulegri en Kommúnistar, sem sýna sitt rétta andlit.” Björgvin og tekin byggingarlóð án auglýs- ingar. i þessari ræðu sagði borgarfulltrúinn: ,,Þá vil ég benda á aðra lóð, sem unnt er að úthluta nú þeg- ar án mikils tilkostnaðar, en það er lóðin Krummahólar 8 i Breiðholti III. Stærsta bygg- ingarfyrirtæki borgarinnar, Breiðholt h.f., sem hefur 300 manns i þjónustu sinni, leitaði eftir þessari lóð á siðastliðnu ári. Þegar rætt var um lóð þessa I borgarráði var ekki talið unnt að úthluta henni nema gert væri nokkuð kostnaðar- samt bráðabirgðaræsi, en nú er hins vegar komið I ljós, að unnt er að gera lóðina bygg- ingarhæfa á mun ódýrari hátt. Það á þvi ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að úthluta lóðinni. Tel ég eðlilegt, að byggingar- aðili, er á sinum tima, fékk vilyrði fyrir lóðinni, fái henni þegar úthlutað. Verði það gert, getur hann hafið fram- kvæmdir þegar i stað.” Væntanlega heldur Björgvin Guðmundsson þvi ekki fram, að einhver eðlismunur sé á byggingarfyrirtækjunum Breiðholti hf. og Armannsfelli hf.? í fyrra tilvikinu hvatti hann til lóðaúthlutunar án auglýsingar, en i siðari tilvik- inu gagnrýndi hann slika lóða- úthlutun. Hvernig er hægt að taka mark á málflutningi svona manns?” Þ.Þ. gébé Rvík — 1 Stúdentaheimilinu við Hringbraut i Reykjavik hefst i dag ráðstefna á vegum Æskulýðs- sambands tslands, sem fjallar um „málefni ungs fólks”. Stendur ráðstefnan i tvo daga og taka þátt ihenni fjölmargir fultrúar verka- lýðsfélaga og landssambanda, auk fultrúa aðildarsambanda ÆSI. Efni það, sem tekið verður fyrir á ráðstefnunni, er mjög viða- mikið, og ekkitalinn neinn kostur á aö gera þvi itarleg skil, en áætlað er að þar verði rætt mjög almennt um þá þætti, sem snerta ungt verkafólk. Hugmyndin er sú, að einkum komi þar til umræðu vandamál þau, sem varða ungt verkafólk sérstaklega, og að bent verði á leiðir til úrbóta. Einnig verði reyntaðsvara þvi, hvernig megi ná þeim markmiðum og á hvem hátt Æskulýðssambandið gæti lagt þeirri baráttu lið. Fjögur framsöguerindi verða flutt um húsnæðismál, vinnu- umhverfi, ungt fólk i verkalýðs- hreyfingunni og um kjaramál. Þá verða starfshópar myndaðir um ofantalda málaflokka, og munu niðurstöður þeirra liggja fyrir siðdegis á sunnudag, en ráðstefnunni lýkur kl. 17 á sunnudag. I tengslum við ráðstefnuna, efnir ÆSÍ til fundar um húsnæðis- mál sem fram fer i Norræna húsinu kl. 20 i kvöld. Umræðu- efnið verður byggingar og búskaparhættir reykviskrar alþýðu á seinustu áratugum, og rætt verður um nýja sambýlis- hætti og möguleika á nýjum leiðum viðlausná húsnæðisvanda ungs fólks og annarra. Fundurinn er öllum opinn. Komdu og kíktu á VOLVO 76 BÍLASÝMNG VOLVO 76 27-28. sept. OPIÐ LAUGARDAG KL.14-19 OG SUNNUDAG KL.10-19 argus Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 Breiðholt h.f. Morgunblaðið segir, að Alþýðuflokknum farist ekki að deila á það, að lóðum sé út- hlutað án auglýsingar. Borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins hafi siðast gert tillögu um þetta 15. mai I vor. MBL. segir: „1 ræðu sem Björgvin Guð- mundsson flutti á fundi borg- arstjórnar 15. mai sl. hvatti hann mjög eindregið til þess, að byggingarfyrirtækinu Breiðholti hf. yrði úthlutuð til- HITAVEITU teng mgar i Kópavogi, Garðahreppi, Reykjavik, Seltjarnarnesi. Hilmar J. H. Lúthersson Simi 7-13-88.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.