Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 27, september 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö í lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprent jt.f: Saga borgarstjórans Það var fróðlegt að sjá og heyra borgarstjórann i Reykjavik i sjónvarpinu siðastl. miðvikudags- kvöld. Hann lýsti yfir þvi með miklum sakleysis- svip, að hann hefði ekki minnstu hugmynd um, hverjir hefðu lagt fram fjármuni i nýja Sjálfstæð- ishúsið. Hann hefði ekki viljað fylgjast neitt með þvi, eða hverjir legðu Sjálfstæðisflokknum til fé á annan hátt. Hann vildi ekkert um þetta vita, þvi að hann vildi vera borgarstjóri allra Reykvikinga. í framhaldi af þessu, og i samræmi við það, sagðist borgarstjóri ekki hafa haft minnstu hug- mynd um framlag Ármannsfells hf. i byggingar- sjóð Sjálfstæðisflokksins, þegar hann veitti fyrir- tækinu hið umdeilda lóðarleyfi. Hann hefði fyrst vitað um þetta löngu seinna. Hann hefði eingöngu haft i huga að veita fyrirtækinu viðurkenningu fyrir snjalla hugmynd um háhýsi. En átti ekki borgarstjóri allra Reykvikinga að gefa öðrum Reykvikingum en eigendum Ármannsfells einum kost á slikri hugmyndakeppni? Þvi svaraði borg- arstjórinn aldrei. En þótt borgarstjórinn vissi ekki neitt um það, hverjir veita Sjálfstæðisflokknum fjárhagslegan stuðning og hverjir ekki, gat hann bent á áhrifa- mann i borgarstjórnarkerfinu, sem var þessum hnútum vel kunnugur, Albert Guðmundsson. Borgarstjórinn upplýsti enn fremur, að það var einmitt þessi Albert, sem hafði hina leynilegu milligöngu milli borgarinnar og Ármannsfells. En að sjálfsögðu áttu ekki að felast i þessu neinar að- dróttanir i garð Alberts. Þetta er i stuttu máli saga borgarstjórans, sögð i sjónvarp með næstum eins miklum sakleysissvip og Nixon varð frægur fyrir á sinum tima. Nú er það Reykvikinga að dæma. Trúa þeir á sakleysi borgarstjórans? Er Albert hinn eini seki? Eða blasir hér við spillingarkerfi, sem orðið er tima- bært að losna við? Viðskiptin við Noreg Miklum áróðri er nú haldið uppi af vissum aðil- um til að sanna réttmæti þess, að við eigum að hefja oliukaup frá Noregi. Ein rökin eru þau, að siðan oliuverðið hækkaði, hefur verið halli á við- skiptum okkar við Sovétrikin. Það ætti ekki að hafa nein áhrif á fisksölu okkar til Sovétrikjanna, þótt við keyptum frá Noregi oliu, sem svaraði þeim halla, sem er á viðskiptum okkar við Sovét- rikin. Þeir, sem þessu halda fram, gæta þess ekki, að mikill halli hefur verið á viðskiptum íslands og Noregs, Islendingum i óhag. Árið 1971 nam út- flutningur okkar til Noregs 206 millj. króna, en innflutningur þaðan 842 millj. Arið 1972 nam út- flutningur okkar til Noregs 207 millj. króna, en innflutningur þaðan 1238 millj. Árið 1973 nam út- flutningur okkar til Noregs 401 millj. króna, en innflutningur þaðan 3272 millj. Það virðist þvi sið- ur en svo bætandi á þennan halla. En vitanlega verðum við ekki siður að greiða Norðmönnum en Rússum i beinhörðum gjaldeyri þann halla, sem verður á oliuviðskiptunum. Og ekkert bendir til þess, að við getum fengið hagstæðari greiðsluskil- mála hjá Norðmönnum en Rússum. Sá er hinsvegar munurinn, að talsverðar likur eru til þess, að við getum aukið fisksöluna til Sovétrikjanna og jafnað hallann á þann hátt. Hins- vegar virðist harla óliklegt, að Norðmenn fari að kaupa af okkur fisk. Þ.Þ. Igor Pavlov, APN: Hvers vegna kaupa Rússar kornvörur? Rætt um gagnrýni á rússneskan landbúnað Rússar virðast nú óvenju- lega viðkvæmir fyrir skrif- um erlendra blaða um land- búnaö þeirra i tilefni af hin- um miklu kornkaupum þeirra i Bandarikjunum og viðar. í erlendum blöðum hefur þvi veriö haldiö fram, aö ríkisbúskapurinn stæöi landbúnaði þeirra fyrir þrif- um, og þeir heföu náö til- tölulega minni árangri en Kinverjar (sbr. erlent yfir- lit, sem nýlega birtist hér I blaðinu). Rússar segja, aö kornkaup þeirra stafi ekki af því, aö kornframleiösla þeirra til manneldis sé ekki nægileg, heldur skorti þá fóöurkorn sökum stórauk- innar nautgriparæktar, þvi aö eftirspurn eftir kjöti og mjólk fari sivaxandi. Þá sé hagkvæmara að flytja korn frá Bandarikjunum til Austur-Síberíu heldur en frá Úkraínu. Eftirfarandi grein, sem er eftir einn af blaöamönnum APN, er sýn- ishorn þess, hvernig rúss- nesk stjórnvöld svara er- lendri gagnrýni á rússneska landbúnaðinn. Þýöinguna gerði fréttadeild APN i Reykjavik. NÝVERIÐ las ég nokkrar 'greinar, sem birzt hafa á ýms- um timum i blöðum i V- Evrópu, s.s. Uusi Suomi I Finnlandi, Aftenposten i Noregi, Die Welt i V-Þýzka- landi, Daily Telegraph i Bret- landi o.fl. Allar fjölluðu grein- arnar um sovézkan landbún- að. Aö lestri þeirra loknum varð mér hugsað til gamla mannsins i smásögu Mark Twain: „Þegar ég ritstýrði búnaðarbíaðinu”, sem sagði i forustugrein iblaðisinu: „Það á aldrei að toga I rófur. Betra er að senda strák upp i tréð til að hrista það”. Þótt höfundar greinanna i fyrrnefndum blöðum kalli grasker ekki ber og viti að haninn hrygnir ekki og kýr fella ekki fjaðrir, er þekking þeirra á landbúnaði, einkan- lega sovézkúm landbúnaði, ekki meiri en ritstjórans hans Mark Twain, a.m.k. er það skoðun sérfræðinga, sem ég bað umsagnar um nokkrar þessara greina. Anatoli Goltsov, aðstoðar- landbúnaðarráðherra Sovét- rikjanna, benti i fyrsta lagi á blekkingareðli þeirra fullyrð- inga sumra vestrænna greina- höfunda, að kornskortur sé nú meiri i Sovétrikjunum heldur en fyrir byltinguna 1917. Fyrir byltinguna var framleiðslan á mann i Rúss- landi 500 kg af korni, 30 kg af kjöti, 180litrar af mjólk og 75 egg, en 1974 voru samvarandi tölur 780 kg af komi, 58 kg af kjöti, 364 litrar af mjólk og 220 egg- SOVÉZK kornkaup erlendis eru túlkuð af fyrrnefndum blöðum sem sönnun þess, að Sovétrikin geti ekki brauðfætt ibúa sina. Litum á staðreynd- ir: Eðlileg kornneyzla þjóðar- innar er 80—90 kg á mann. Sovétrikin geta þvi fyllilega brauðfætt þjóðina. Ferða- menn geta farið inn i nýlendu- vöruverzlun i hvaða borg sem er i Sovétrikjunum og séð það meö eigin augum. Kaup á korni, aðallega fóðurkorni, eru venjuleg verzlunarvið- skipti, er byggjast á hag- kvæmniástæðum. I reynd er hagkvæmara að kaupa korn i Bandarikjunum og flytja það með skipum til Vladivostok, heldur en flytja það með lest- um þúsundir kilómetra frá Mið-Rússlandi og Kazakstan. 1 þessu sambandi má benda á, aö V-Þýzkaland flytur árlega inn 5 milljón tonna af korni (landbúnaðarskýrslur EBE 1973), og sama gera mörg önn- ur Evrópulönd. Hafa ber i huga, að Sovét- rikin sjálf flytja út kom, en þvi gefa höfundar greinanna um sovézkan landbúnað engan gaum. Milljónir hektara i mörgum Evrópulöndum em sánir sovézkum hveititegund- um. 1973 voru t.d. i Rúmeniu einni 1936 þúsund hektarar sánir sovézkum hveititegund- um. Ekki er unnt að fallast á fullyrðingar eins og þær, að skipulögð stjórnun hafi nei- kvæð áhrif á framleiðni sov- ézkra búa. 1973 var heildar kornframieiðslan i heiminum 350 millj. tonn, þar af fram leiddu Sovétrikin 110 milljón tonn, eða nálega þriðjung (landbúnaðarskýrslur EBE 1973). Það eru einmitt skipulögð stjórnun og samyrkja, sem gera það kleyft að ná slikum árangri. Ég vil benda á aðra staðreynd: Tæknigrundvöllur landbúnaðarins, sem byggður hefur verið upp á sovéttiman- um, tryggði það, að Sovétrikin urðu á fáum árum sjálfum sér næg með hrisgrjónafram- leiðslu. Sovétrikin flytja ekki lengur inn hrisgrjón. Arleg hrisgrjónaframleiðsla Sovét- rikjanna, 2 millj. tonn, full- nægir þörfum landsins. SKIPULÖGÐ stjórnun land- búnaðar þýðir ekki að allt frumkvæði einstakra héraða sé bælt niður, eins og Uusi Suomi og Daily Telegraph fullyrða. Stjórnendur hinna ýmsu búa geta valið um hvaða jarðargróður þeir vilja rækta, ráðið starfstilhögun og gert á- ætlanir. Auðvitað ræður áætl- unarbú.skapur ekki við duttlunga veðráttunnar, en hann dregur eins og hægt er úr neikvæðum áhrifum veðurfars og annarra ytri skilyrða á ár- angur af störfum bóndans, svo er fyrir að þakka skipulagðri notkun háþróaðra fram- leiðsluhátta um allt landið, sem meirihluti vestrænna bænda á ekkikost á af ýmsum ástæðum, m.a. vegna kostnað- ar. Að lokum vil ég drepa á spámar um uppskeruna í ár. Höfundar fyrrnefndra greina birta svartsýnispár. Samt er of snemmt að spá, sökum þess hve landið er viðlent og lofts- lagsbeltin fjölbreytileg. Upp- skeran fer fram á löngum tima, ólikt hinni stuttu haust- uppskeru i Evrópu. Þegar má fullyrða, að kart- öflu- og grænmetisuppskera verður góð, en uppskera hris- grjóna, mais og fleiri belg- ávaxta er rétt að hefjast. Lagði ráðherrann áherzlu á, að allar þessar upplýsingar hefði mátt fá i sovézkum blöð- um, m.a. blöðum, sem gefin eru út á erlendum tungumál- um. Frá nýrekt f Kazakstan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.