Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 27. september 1975 Laugardagur 27. september 1975 TÍMINN 9 t réttunum ->x Safninu beitt viö Vatnsdalsrétt Hér birtist síðari grein AAagnúsar Óiafssonar á Sveinsstöðum um göngur og réttir í Vatnsdal Rekið i réttina tbyggnir höldar huga að fé sinu. Hallgrimur I Hvammi á miðri mynd- inni. Eftir sumarlangt frelsi í óravídd öræfanna VIÐ LUKUM frásögninni I fimmtudagsblaðinu að við undan- reiðarmenn i Fliótsdrögum höfð- um lokið að smala Drögin og vor- um komnir með á fimmta hundr- að fjár i náttstað við Afangatjörn. Hinn næsta dag, þriðjudaginn 16. sept. vöknuðu menn snemma og fjórir vaskir kappar héldu með féð norður yfir Stórasand. Er það langur rekstur og strangur og langan tima á þeirri leið sem ekki er stingandi strá að hafa. Magnús Pétursson var fyrirliði þessara kappa, en með honum fóru þeir Bjarni Ingvarsson, Eiður Stein- grimsson og Guðmundur Svavarsson. Við hinir leituðum Fljótsdrög öðru sinni, ef þar hefðu einhverjar skepnur orðið eftir hinn fyrri dag. Fljótsdrög eru tvileituð i fyrri göngum til að ekki þurfi að senda menn þangað [ öðrum göngum. Veður var þennan dag hið bezta. Glampandi sólskin og kyrrt og jöklasýn eins og hún get- ur fegurst orðið. í vestri blasti Eiríksjökull við, en i suðri glamp- aðiá Langjökul. Bættu veðurguð- irnir þannig vel fyrir veðurham- inn daginn áður. Við Hjördis vorum send vestur á Jörfa. Þar mættum við Tryggva á Hrapp- stööum flugriðandi með hóp vaskra manna. Lét hann vel yfir hve góða menn hann heföi nú I göngunum, enda kvaöst hann ekki taka það I mál að fullfriskir bændur lægju heima.en sendu lið- léttinga i göngur. Þá hafði sú flugufregn einnig borizt oss I Fljótsdrög, að litt væri Tryggvi hrifinn af.að konur færu I göngur og tæki þær varla fullgildar sem gangnamenn. Eigi er mér grun- laust um, að sú fregn hafi orðið Leifi foringja vorum hvatning til að senda Hjördisi vestur á jaðar svo Viðidælingar gætu séð hversu vaskir gangnamenn vatnsdælsk- ar meyjar væru. Eigi urðum við Hjördis lengi samferða Viöidælingum, en héld- um sem leið lá norður um Bláfell og þaðan austur i Sanddal, sem er á miðjum Stórasandi. Þar hittum við fyrir rekstrarmenn. Tókum við hesta þeirra og rákum til baka niður I Fljótsdrög, en kapparnir héldu áfram gangandi með reksturinn. Jón I Haga fylgdi þeim eftir á bilnum norður fyrir sand og tók þá siðan til baka suð- ur I Fljótsdrög. Komu þeir ekki I skála fyrr en klukkan að ganga ellefu um kvöldið, syngjandi sælir og glaðir, en þreyttir eftir langa og stranga göngu. Þá höfðum við hinir haft það rólegt langa hrið I skála. Þegar við vöknuðum næsta morgun var enn skipt um veður. Var nú dimmviðri og ekki laust við snjókomu. Riðum við þvi i hóp norður i Sanddal. Þar var alhvitt. I Sanddal mættum við Sand- gangnamönnum en þeir höfðu lagt úr byggð daginn áður. Attu þeir að smala með okkur norður heiðarnar. Nú fór að styttast I valdatima Leifs foringja okkar, þvi I Sanddal lét hann af völdum, en þeir Lárus á Brúsastöðum og Eggert i Hjarðartungu tóku við stjórninni. Var Lárus foringi á Haukagilsheiði og hafði hans hóp- ur náttstað i Alkuskála, en Eggert stjórnaði liðinu, sem smalaði norður Grimstunguheiði og hafði hans hópur náttstað I öldumóðu- skála. Með þeim flokki smalaði ég og segir þvi ekki meira af Haukagilsheiðarmönnum. Þó er rétt að geta þess, að kvenmanns- lausir fórum við norður Grims- tunguheiði þvi Hjördis okkar smalaði norður Haukagilsheiði svo og sú eina kona, sem með Sandgangnamönnum kom,en það var frúin á Haukagili Sóley Jóns- dóttir. Dimmviðrið hélzt fram eftir degi og þvi ekkert leitarveöur á Sandi. Var þvi ekki skipt á göngur fyrr en komið var norðarlega á Sand og veður fór að birta. Er þvi mikil hætta á. að þar kunni fé að hafa orðið eftir. Var þvi siðar á- kveðið að lengja seinni göngur um einn dag, svo betri timi gæfist til að leita Sandinn upp aftur. Ekki komum við I öldumóðu- skála fyrr en i myrkri þetta kvöld og sumir mjög seint. Var þá aftur farið að snjóa. Að morgni næsta dags var vakn- að mjög snemma. 1 dag átti að komast með safnið af Grims- tunguheiði til byggða. Veður var sæmilegt, en gekk þó á með snörpum rigningarhryðjum fyrri hluta dagsins. Gangnaröðin mjakaðist norður heiðina, en gekk hægt. Fé var latrækt, en yfir þvi glöddust bændur, þvi slikt þykir öruggt merki um að dilkar séu feitir og vænir. Komumst viö þvi ekki niður i Vatnsdal fyrr en i myrkri. En safnið, sem ofan var rekiö var fleira en nokkru sinni fyrr og töldu margir að vart væri það mikið undir tiu þúsund fjár. Var það sett i girðingu á Hauka- gili.en næsta morgun átti að reka það til Undirfellsréttar. Margir voru samán komnir til að taka á móti gangnamönnum þegar niður I Vatnsdal kom. Voru þar bæði vænar meyjar, eigin- konur, aldnir menn og unglingar. Var þar gleöskapur nokkur, en þó minni en oft áður liklega vegna þess hve seint komiö var ofan. Dreifðist brátt hópurinn og fóru flestir til sins heima. Skyldustörf- in kölluðu að morgni. Að morgni næsta dags föstu- dags, var safniö rekið til Undir- fellsréttar. Gekk það greiðlega og var komið þangað nokkru fyrir hádegi. Eftir hádegið var safnið rekið I safngirðinguna við réttina og þar með var gangnastörfum loks lokiö. Voru þá sex dagar sið- an við undanreiðarmenn héldum úr byggð, en Sandgangnamenn voru að störfum I fjóra daga. Það skiptust á skin og skúrir i þessum göngum. Oft var afleitt leitarveður, en á stundum var það þó afburða gott. En ég held að fullyrða megi, að allir hafi verið ánægðir. Ströngu verki var lokið. Allir reyndu að gera eins og þeir gátu. Og hver veit nema margir hafi strax verið farnir aö hlakka til gangnanna næsta haust. Réttarstörf hófust upp úr há- degi. Ungir sem aldnir reyndu að verða að liði. Stöðugt fjölgaði fólkinu og greiðlega gekk að draga féð. Vörubilar voru stööugt I förum með fé frá réttinni. Þeir sem styttra áttu ráku þó sitt fé að kvöldi. Flestir leggja kapp á að koma fé sinu sem fyrst á haga. Að afliðandi degi sést stórt safn koma niður sunnan við Undirfell- ið. Þar er aö koma safnið úr Haukagilsheiðinni og úr Viöidals- fjalli. Það á að rétta á morgun. Til kvölds er þvi beitt. Siðan rekið I nátthagann áður en dimmir. A laugardagsmorgun hefjast réttarstörf um klukkan átta. Enn fleira fólk kemur i réttina &o i gær. Ekki ganga réttarstörf þó neitt hraðar en þá. í réttum hitt- ast gamlir og góðir vinir. Gömlu dagarnir eru rifjaðir upp. Sumir fara i kaffiskúrinn og fá sér hressingu. Aðrir setjast niöur ut- an við réttarvegginn, eða inn i bil. Dagurinn liöur. Réttarstjórar stjórna af röggsemi. Töfludráttur hefst. Mörkum er lýst og litið I töflu hver réttur eigandi er. Siðan er hrópað upp hvaðan kindin er. Einhver kemur og hirðir hana. Smátt og smátt fækkar i almenn- ingnum. Fólkið fer að tinast heim á leið. Réttardeginum er að verða lokið. 1 kvöld ætla margir á rétt- arball. En um það sem þar gerist i húmi haustsins verður ekkert skráð. En haustið liður og ekki er öll- um réttum lokið. Sunnudaginn 28. sept. verður aftur réttað i Undir- fellsrétt. Þá verða þar meiri sviptingar. Þá er stóðið rekið i rétt og dregið i dilka. Og þar verður aftur góðra vina fundur. Búnaðarmálastjóri Halldór Pálsson skoðar lambhrút. Pálmi alþingis maður á Akri aðstoðar hann. Ungu sveinarnir léöu ungu meyjunum reiðskjóta slna. Glöö að loknum göngum. Sigurður á Hnjúki og Sóley á Haukagili. Réttarstjórarnir Jón i Asi og Jón á Hjallalandi Þeir ungu reyndu lfka aö hjálpa til. Jónas á Helgavatni. Lárus á Brúsastöðum á Mána. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.