Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.09.1975, Blaðsíða 16
SÍMI 12234 HERRft GftRÐURINN ■A'QALSTRÆTl 8 _ SÍS-FÓMJR ■ SUNDAHÖFN | 1 rrm—( i, |nmmpp G-ÐI fyrir yóóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS >>------- Spánn: Breytti dauðadóm um sex skæruliða — en hinir fimm verða líflátnir í dag Reuter—Madrid — Francisco Franco breytti I gær dauðadóm- um sex skæruliða, þar á meðal kvennanna tveggja I fangelsis- dóma, en þau voru öll ákærð og fundin sek um morð á lögreglu- mönnum. Stjórnin samþykkti aft- ur á móti dauðadóma fimm skæruliða, sem einnig eru dæmd- ir fyrir morð á lögreglumönnum. Þessirfimm munu verða liflátnir innan 12 klukkustunda, ef Franco gripur ekki i taumana. Þeir munu annað hvort láta lifiö fyrir framan skotsveit, eða I hinu iilræmda tæki „garrotte”, sem er kyrkingartæki, nokkurs konar háisói úr stáli sem kyrkir fórnar- lambið smám saman. Sögusagnir hermdu f Madrid I gær, að mjög óliklegt væri aö Franco myndi náða skæruliðana. Nöfn skæruliðanna fimm sem nUblða dauða sfns, eru Baskarnir Juan Parades Manot, 21 árs og Angel Oteagui 33ja ára og Frap- félagamir Jose Baena Alonso 23ja ára, Ramon Garcia Sanz, 27 ára og Jose Luis Sanches Bravo, 21 árs. l>au, sem dæmd höfðu verið til dauða og Franco hefur nú náðað, og breytt dómum þeirra í fang- elsisdóma, — sem ekki var enn vitað um hve yrðu langir — eru Tristan og Maria Jesus Dasca, Manuel Blanco Chivite, Vladi- miro Fernandez Tovar, Manuel Canveras og Jose Antonio Garmendia. Talsmaður stjórnarinnar neitaði i gær öllum sögusögnum um það, að dauðadómar fimm- menninganna hefðu valdið mikl- um deilum innan stjórnarinnar i gær, þegar þeir voru til umræðu — og að siðustu samþykktir. Sögusagnir gengu um, að átta meölimir stjórnarinnar hefðu hótað að segja af sér, ef dauða- dómunum yrði fullnægt. Það eru spænskir herforingjar sem ákveða hvor aðferðin verður notuð við aftöku fimmmenning- anna. Talsmaður stjórnarinnar harmaði þær „árásir og mót- mæli” sem spönsk sendiráð erlendis hefðu orðið fyrir vegna dauöadómanna og lýsti þeim sem „....móögun við samvizku menntaðs þjóðfélags”. Formleg mótmæli hafa borizt Franco og stjóm hans að unda- fömu úr öllum heimshlutum. Háttsettir embættismenn, þjóðarleiðtogar, Páll páfi, margs konar samtök og félög auk ótelj- andi einstaklinga hafa sent mót- mæli sín til Spánar eða komið þeim I spönsk sendiráð erlendis en það virðist ekki hafa haft önn- ur áhrif en þau, að Franco mildaði dauðadómana yfir sex skæruliðunum en hinir fimm verða teknir af llfi. Þá hafa mótmælin á Spáni ekki verið minni en erlendis, t.d. sett- ust um 75 lögfræðingar að i rétt- arsal I Barcelona snemma i gær- dag, til aö mótmæla hinum hörkulegu lögum Francos gegn skæruliðum og dauðadómum þeim, sem nú hafa verið staðfes't- ir. Segjast lögfræðingarnir ætla aö dveljast I réttarsalnum fram á laugardagsmorgun, er dauða- dómunum, að öllu óbreyttu verð- ur fullnægt. Líbanon: Ástandið butnar en enn heyrast sprengjudrunur og skothríð í Beirul HEIMSHORNA Á MILLI Drykkjuskapur algengur hjá brezkum framkvæmda- mönnum Reuter—London — Margir af aðalframkvæmdamönnum I Bretlandi eru fullir mestan hluta dagsins, sagði dr. Terence Sprat- ley, sérfræðingur um ofdrykkju. Hann sagðist þekkja einn, sem þyrfti alltaf að taka allt upp á segulband á þeim fundum, sem . hann tæki þátt I vegna þess að þegarþeim lyki, myndi hann ekk- ert hvað gerzt hefði. Þetta kom fram I ræðu, sem dr. Spratley hélt á fundi nefndar, sem fjallar um alkahólisma i Bretlandi. Sagði hann ejnnig, að samstarfsmenn þeirra manna, sem væru dagdrykkjumenn, hylmuðu yfir með þeim, svo að ekki vekti eftirtekt að viðkomandi væri dauðadrukkinn. Þetta væri óhugnanlega algengt . meðal margra meiriháttar fram- kvæmdamanna í Bretlandi. Þá sagðist dr. Spratley þekkja dæmi þess að mikil drykkja ætti sér stað innan brezku lækna- stéttarinnar, og að hann vissi um að minnsta kosti einn sjúkling sem lézt vegna þess aö læknirinn, sem stundaði hann var dauða- drukkinn. Borðaði án þess að borga og dó Rcuter Marburg, V-Þýzkaland — Lögreglan i Marburg hefur um tima leitað af 37 ára göml- um manni, sem hafði þann leiða vana að borða á veitingahúsum og stinga svo af án þess að borga reikninginn. í gærdag hafði maður þessi að venju fariö inn á veitingahús og fengið sér stóra máltið, en þvl miður þá festist einn bitinn af svlnasteik- inni I hálsinum á honum, svo hann féll fram á borðið, rann slðan undir það og kafnaði. Læknir nokkur sem var ná- lægur, reyndi að hjálpa aum- ingja manninum, en árangurs- laust. Um hádegið I gær, haföi maöurinn,sem var atvinnulaus, farið á veitingahús og pantað og borðað geysistóra máltlð, sem samanstóð af súpu, slld, svlna- steik, Is og köku, sem hann skol- aði niður með sjöbjórum. Þegar reikningurinn kom,- forðaði maðurinn sér út um neyðarút- gang. Hann var svo orðinn svangur aftur um miðjan dag i gær, og fór inn á annað veitinga- hús og snæddi þar slna siðustu máltíð, sem ekki reyndist minni að stærö en sú fyrri, sem hann hafði snætt aðeins nokkrum klukkustundum áður. Sjóræningjar ræna japönsku skipi Reuter Beirtu — Kúlur frá leyni- skyttum og stuttir skotbardagar héldu flestum ibúum Beirut innan dyra I gærdag. Beirút-útvarpið sagði ! gær, að ástandið hefði að visu batnað að mun, en varaði fólk eindregið viö að vera á ferli á götum úti eða að fara til vinnu, þar til leyniskyttur hættu skot- hrlð, og að allir vopnaðir menn hyrfu af götum borgarinnar. i fyrrinótt var tiltölulega rólegt I höfuðborginni, en af og til brutust út smábardagar milli mú- hameöstrúarmanna og kristinna manna. öryggisverðir hófu herferð gegn leyniskyttum I gær, og að sögn lögreglunnar tókst þeim að minnsta kosti aö gera eina þeirra óskaðlega. Sýrlenzkur slökkvi- liðsmaöur varð fyrir skoti, þegar hann vann við að slökkva eld I húsi I suðurhverfum borgarinnar. Þá fundust tvö lik á einni aðal- götu borgarinnar, og var búizt við aö það hefðu verið leyniskyttur, en nú er tala látinna slðastliðnar Amnesty International: Mótmæla dauða- dómunum á Spáni Samtökin Amnesty Inter- national hafa aö undanförnu, ásamt fjölmörgum samtökum öörum, gert sér far um að beina athygli manna um heim allan að atburðunum á Sþáni. Franco-stjórnin hefur I æ rík- ari mæli beitt aðferðum.sem brjóta algjörlega I bága viö mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna og fjölmargar al- þjóðasamþykktir aörar, til þess að berja niður andstöðu gegn þvl stjórnarfari, sem hún heldur uppi. Samtökin AMNESTY Inter- national hafa staðfest aö hundruð manna og kvenna sitja nú I dýflissum á Spáni vegna þess eins, að skoðanir þeirra eru I andstööu við ríkjandi stjórnar- far. Staðfestar skýrslur hafa einnig borizt til Amnesty um umfangsmikla notkun pyntinga I spænskum fangelsum. Þessar pyntingar eru I vissum tilfellum taldar hafa leitt til þess að sak- borningar hafa verið neyddir til þess aö játa á sig sakir, sem ekki eru fyrir hendi. Ellefu andófsmenn blða nú af- töku, sem samkvæmt ákvörðun herdómstóls eiga að fara fram I dag. Hinum grimmúðlegu aðferð- um Francó-stjórnarinnar viö að halda uppi lögum og reglu, sem ofan á allt annað eru I andstöðu við spænsku stjórnarskrána, hefur verið mótmælt um alla Evrópu að undanförnu. tslandsdeild Amnesty Inter- national hvetur einstaklinga og samtök á Islandi til þess að sýna hug sinn til dauðadómanna og pyntinga fanga á Spáni með kröftugum mótmælum. tslands- deild Amnesty krefst þess, að öllum pólitlskum föngum á Spáni og annars staðar verði sleppt úr haldi, og minnir á að almenningsálitið I heiminum hefur áhrif á allar rikisstjórnir. þrjár vikur komin upp I tæplega þrjú hundruð. í sveitaþorpinu Zahle, sem er nærri aðalveginum til Damaskus og um 40 km austur af Beirut, varð haröur bardagi I þrjár klukkustundir I fyrrinótt. Ekki var tilkynnt um mannfall, en sjúkrahús þorpsins, ásamt fleiri byggingum urðu fyrir eldflaug- um. t siöasta mánuði létu fjörutiu manns lifið á svæðinu umhverfis Zahle I bardaga, sem hófst með þvl aö tveir menn upphófu rifrildi um sjálfsala. Herinn hélt til Beirut i fyrra- dag, til að leysaaf öryggisverði, sem höfðu verið i höfuðborginni. Stjómin hefur sent herlið til margra staða I Libanon undan- farið til að reyna að koma á friði, en hefur hingað til ekki verið með herlið til þeirra starfa i höfuð- borginni. af ótta við að almenn borgarstyrjöld myndi brjótast út, og múhameðstrúarmenn myndu þá hefja stórsókn, þvi að flestir yfirmenn I hernum eru kristnir. Um það bil tvö þúsund hermenn voru á verði á götum úti i Beirut i gærdag. Bardagi brauzt út milli trúarflokkanna við höfnina i gær, og leyniskyttur neyddu þá fáu vegfarendur, sem voru á ferli i miöborginni, til að hlaupa i skjól er þeir hófu skothrið. Hermenn- irnir svöruðu skothrlðinni, en skytturnar sluppu. ■ Beirut-útvarpið sendi út til- kynningu frá heilbrigðismálaráð- herranum Majid Arslan i gær, þar sem allir læknar, hjúkrunar- konur og sjúkraliðar voru beðnir aö koma til starfa. Fundum yfirvalda og tuttugu manna nefndarinnar, sem stofn- uðvar af öllum stjórnmálaflokk- unum til að reyna að leysa vana- málin og koma á friði, hefur verið frestað fram á mánudag en þessir fundir hafa verið fremur árang- urslitlir til þessa. Stjórnin hefur einnig verið á fundum, með for- seta Llbanon, Suleiman Franjieh, en lítið orðið ágengt. Reuter Tokyo — Þrjátiu vopnaðir menn rændu timburflutninga- skipi I nöfn nokkurri á Filippseyj- um I gær. Þeir hafa farið fram á hátt lausnargjald fyrir skipið og áhöfn þess, en þeir skipuðu skip- stjóranum að sigla þegar skipinu úr höfn, en ekki var vitað hvert. Skipið, sem er japanskt timbur- flutningaskip og heitir Suehireo Maru, hefur 26 manna áhöfn. Ekki hefur áhöfn skipsins verið gert neitt mein, en sjóræn- ingjarnir hafa rænt þá öllum per- sónulegum verðmætum. Skipið var I höfninni I Zamboanga, þeg- ar sjóræningjarnir réðust um borö. Ahöfn skipsins var leyft aö senda skeyti til Japan, og gefa upp staðarákvörðun slna, sem Ali orðlaus! Reuter Manila — Það telst svo sannarlega til frétta þegar Mu- hammed Ali, hnefaleikarinn mál- glaði, verður orðlaus. Það er áreiðanlega I fyrsta skipti I llfi hans sem það kemur fyrir, en þetta varð I gærdag I Manila, þar sem Ali býr sig nú undir að mæta Frazer til að verja titil sinn 1. október. Kona Ali, Belinda, yfir- gaf hann vegna sambands Ali við aðra konu, Veronicu Porche. Be- linda æddi út á flugvöll og tók fyrstu flugvél til Bandarikjanna, en Ali læsti sig inni I hótelibúð sinni og neitaði að tala. Astarlff heimsmeistarans hefur mjög verið til umræðu I Manila undanfarið, en hann tók ástmey slna með sér til Manila fyrir 11 dögum. Ali sendi fréttamönnum orðsendingu um að hann harð- neitaði að minnast á ferðalag konu sinnar. var þá nokkrar mllur norður af Zamboanga, en þar er álitinn vera felustaður sjóræningjanna. Sjóræningjarnir krefjast sextlu og fjögur þúsund punda I lausnar- gjald, en ekki var vitaö hvort þeir krefjast lausnargjaldsins af eig- endum skipsins, af japönsku stjórninni eða yfirvöldum á Fillippseyjum. í tilkynningu sjó- ræningjanna var sagt, að þeir myndu sleppa áhöfninni heilli á húfi og skipinu, ef lausnargjaldið yrði borgað. Slðla I ágúst á þessu ári var japanskri flugfreyju rænt i Zamboanga, og eftir að lausnar- gjaldið var greitt og stúlkan hafði veriö látin laus, hafði lögreglan hendur I hári ræningjanna, sem reyndust vera sex ferðaskrif- stofustarfsmenn. ffrá Brasiliu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.