Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI % f 0* *h\\ f & ^_________y.i. Landvélarhf Utanríkisráðherra á Allsherjarþinginu: VÍSINDALEG VERNDAR- SJÓNARMIÐ LÁTIN RÁÐA HHJ-Rvík — Um þessar mundir er unniö að áætlun um visinda- lega stjórnun á veiðum Islenzkra fiskiskipa, og hún mun fela i sér miklar veiðitakmarkanir, jafnvel eftir að lokið er veiðum erlendra skipa á islenzkum fiskimiðum. Tilgangur þessarar áætlunar er að tryggja hámarksafla til lang- frama undir visindalegri stjórn, og hún grundvalhst á vlsindaleg- um verndarsjónarmiðum. Þetta var meðal þess, sem Ein- ar Agústsson utanrikisráðherra skýrði frá i ræðu sinni á 30. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna i gær. Þá sagði utanrikisráðherra einnig, að riki sem senda stóra togaraflota á fiskimið annarra þjóða án samþykkis þeirra, ættu að réttu lagi að greiða skaðabæt- ur fyrir þau auðævi, sem þau hafa mokað upp. Lágmarkskrafan væri sú, að þau létu af sliku hátt- erni og horfðust I augu viö þá staðreynd, að yfirgnæfandi meirihluti rikja heims er hlynnt- ur 200 milna efnahagslögsögu. Einar skýrði ennfremur frá þvi, að rikisstjórn Islands væri þrátt fyrir þetta ekki andvig þvl að veita þessum þjóðum nokkurn að- lögunartima til bráðabirgöa, og þá i þeim tilgangi að koma I veg fyrir efnahagslega örðugleika er- lendra fiskimanna. Við munum hins vegar ekki láta undan efnahagslegum þrýstingi eins og þeim, sem við höfum orðið fyrir af hálfu V-Þýzkalands. Ræða utanrikisráðherra er birt i heild á siðu 8. Frumvarpið um vísinda- lega stjórn fiskveiðanna lagt fram á næstunni grennslaðist fyrir um störf fisk- veiðilaganefndar. Kvað Jón nefndina, sem upphaflega var skipuð fimm mönnum með fiskimálastjóra i formannssæti, hafa ferðazt um allt land og kynnt sér verkefnið sem itar- legast. Nú hefði verið fjölgað i nefndinni um 7 menn með til- komu fulltrúa stjórnmálaflokk- anna, og undirbúningur frum- varpsins þegar vel á veg kom- inn. Farnirað salta viðbryggjur » > 0 BH—Reykjavík — Snemma á komandi Alþingi verður lagt fram frumvarp um áætlun að vfsindalegri stjórnun á veiðum Islenzkra fiskiskipa. Er þetta gert með tilliti til þess, að unnt verði að afgreiða frumvarpið fyrir áramót. Þessar upplýsingar fékk Tim- inn i gær hjá Jóni L. Arnalds, ráðuneytisstjóra i sjávarút- vegsráðuneytinu, er Timinn Þaft var ekki allt sama eftlis, sem kom I fyrirdráttarnetift I Elliftaánum á laugardaginn, þegar félagar I Stangveiftifélagi Reykjavikur drógu fyrir vegna klaks. i netift komu laxarog spunar og sitthvaft fleira. — Timamynd: GE Séð yfir ráðstefnusaiinn aft Hdtel Loftleiftum. Ólafur Jóhannesson I forsæti. Tfmamynd: Gunnar Efta-fundur í Reykjavík: Lítil von um að efnahags- ástandið í heiminum batni á þessu árí eða hinu næsta HHJ-Rvik — Efnahagskreppan i heiminum hefur enn versnað, og ástandið er nú verra en það hefur verið i fjörutiu ár, sagði Ólafur Jóhannesson I upphafi ræðu sinn- ar, þegar hann setti formlegan fund ráðgjafanefndar Efta, sem þingar að þessu sinni i Reykjavik. Fyrr á þessu ári töldu menn nokkra von um að ástandiö myndi batna nokkuð þegar á þessu ári, en nú er sýnt að varla er einu sinni von um að úr rætist að marki 1976, sagði Ólafur Stóru rikin, og þá einkum Bandarikin, Japan og V-Þýzka- land, eiga mikla sök á þvi, hvern- ig komið er I efnahagsmálum heimsins. Margir höfðu vonað, að þau myndu beita sér fyrir efna- hagsaðgerðum, sem leiða myndu til þess að ástandið skánaði, en sú von hefur ekki rætzt, sagöi Ólafur ennfremur. Efta-löndin, þ.e. Island, Noreg- ur, Sviþjóð, Austurrtki, Sviss, Portúgal og Finnland, sem á aukaáðild að samtökunum, hafa ekki farið varhluta af efnahags- vandanum, þótt ástandið i Efta-löndunum sé þó ekki eins slæmt og viða annars staðar. Eftir ræðu ólafs gerðu fulltrúar Svia og Norðmanna grein fyrir þeim efnahagsvanda, sem lönd þeirra eiga við að striða. Utan- rikisverzlun Svia fer minnkandi, og menn óttast aukna verðbólgu þar i landi og minnkandi fjárfest- ingu i atvinnulifinu. Norðmenn búast hins vegar við þvi að þjóð- arframleiðslan aukist um 6% á næsta ári. Viðskiptajöfnuður þeirra er nú óhagstæður, en vegna þeirra miklu tekna, sem olian mun færa þeim, telja þeir ekki ástæðu til að óttast það. Al- varlegri er sú minnkun, sem orðið hefur á útflutningi frá Noregi, en hún nemur 20% fyrri hluta þessa árs, borið saman við útflutning I fyrra. Þá gerði Hjörtur Hjartarson grein fyrir hinum alvarlegu horf- um I Islenzku efnahagslifi og gat þess m.a., að viðskiptajöfnuður- inn hefði verið okkur óhagstæður sem svaraði 113 milljónum Bandarikjadala i ágústlok, og fyrirsjáanlegt væri, að hann yrði enn meiri I árslok, ef svo færi sem horfði. Þá gat Hjörtur þess, að viðhorf okkar til Efta-aðildarinn- ar væri nú allt annað en við inn- gönguna i samtökin árið 1970. þvi að siðán hefðu bæði Danmörk og Bretland sagt sig úr samtökunum og friverzlunarsamningur okkar við EEC væri ekki i fullu gildi, vegna andstöðu V-Þjóðverja, en það hefur valdið okkur miklu efnahagstjóni, sem kunnugt er. Fyrri hluta dags i gær fóru fram óformlegar viðræður við fulltrúa Dana og Breta. Fundinum verður fram haldið I dag. Hani. sitja fulltrúar iðnaðar verzlunar og verkalýðssamtaka. Ólafur Jóhannesson mun siðar flytja ráðherranefnd Efta skýrslu um þennan fund, þegar ráðherra- nefndin kemur saman i Genf sið- ar á árinu. Samningar við Svía um síldarsölu út um þúfur Gsal—Reykjavik — Svo virðist sem samningaumleitanir sild- arútvegsnefndar við Svia um sölu á saltsild liafi farið út um þúfur. — í fáum orðum sagt ber mjög mikið á milli hvað verð snertir, og þvi sáum við ekki ástæðu til að halda þessum við- ræðum áfram, sagði Jón Skafta- son, formaður sildarútvegs- nefndar, þegar Timinn hafði tal af honum i Gautaborg um miðj- an dag i gær. Jón sagði, að verð það sem Sviarnir hefðu boðið, hefði verið allmiklu lægra en þeir hefðu getað fallizt á, og þvi' hefði nefndarmönnum þótt tilgangs- laust að halda viðræðunum áfram. — Hinsvegar létum við þá vita af þvi, að við yrðum hér á hótelinu fram á morgundag- inn, hvort sem þeir nú hafa samband við okkur eða ekki, en mér þykir ósennilegt að þeir geri það, sagði Jón. Sviarnir standa fast á þvi að grejða ekki hærra verð fyrir sildina frá Islandi-i sömu gæða- og stærðarflokkum), heldur en sildina, sem fæst úr Norður-jón- um, frá Noregi og Kanada, — og sagði Jón, að sú sild væri jafnvel oft stærri og feitari en sú sild, sem hægt væri að veiða við Suð- urströnd Islands enn sem komið væri. Sextán manns sátu á fundin- um i gær af hálfu Svia. Jón kvað liklegt að þeir héldu til Danmerkur i dag, nema svo óliklega vildi til að Sviarnir endurskoðuðu sina afstöðu til samninganna, og i ráði væri að óska eftir viðræðum við V-Þjóö- verja, einnig i' Kaupmannahöfn. — Við gerum okkur vonir um samninga við Finna, en um- boðsmaður okkar þar hefur ver- ið að kanna markað fyrir Is- landssild. Við væntum þess að fá einhverjar fregnir frá honum i dag eða á morgun, sagði Jón Skaftason að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.