Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 30. september 1975 Yfirlit þaö, sem hér fer á eftir, er byggt á úrtaksathugun, sem Félag islenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna hafa framkvæmt og nær til 21 iön- greinar. Byggist hún á öflun upp- lýsinga frá fyrirtækjum, þ.e. spurt er um breytingar f orðum en ekki tölum. Nákvæmar tölu- legar upplýsingar eru ekki i öllum tilvikum fyrir hendi um öll þau atriði, sem um er spurt og byggj- ast upplýsingarnar þá á mati þeirra sem svörin gefa. Þetta veldur þvi, aö ekki er hægt að mæla breytingarnar i tölum. Svörin eru siðan vegin saman meö vinnuvikufjölda viðkomandi fyrirtækja og umreiknuð i hundraðstölur, sem látnar eru gilda fyrir viðkomandi iðngrein. Enda þótt vinnuvikufjöldinn sé ekki nákvæmur mælikvarði á framleiðslumagn fyrirtækja, sér- staklega þegar um samanburð er aö ræða milli ólikra iðngreina, gefur hagsveifluvogin þó hald- góða mynd af þróuninni. Sem dæmi um það, hvernig lesa á töflur þær, sem hér fylgja á eft- ir, skal tekið yfirlit yfir töflu 1, sem nær yfir allar þær greinar, sem i úrtakinu eru. Ef borið er saman framleiðslumagnið á 2. ársfj. 1975 við framleiðslumagnið á 2. ársfj. 1974 þá segja fyrirtæki með 44% af heildarvinnuafli úr- taksins, að það hafi verið meira, en 29% að það hafi verið minna. Talan 15 er siöan mismunur á hlutfallstölu þeirra, sem segja framleiðsluna minni og þeirra sem segja framleiðsluna meiri. Þar sem hér á eftir er rætt um nettóniðurstöður könnunarinnar, er átt við mismun á heildarvinnu- vikufjölda þeirra fyrirtækja, sem gefa upp minnkun og getur það átt við framleiðslumagn, sölu- magn, birgðir, starfsmannafjölda o.s.frv. eftir þvi', sem nánar er til- tekið og heildarvinnuvikufjölda þeirra fyrirtækja, sem gefa upp aukningu. Hlutdeild úrtaks fyrir- tækjanna i vinnuvikufjölda i við- komandi iðngrein er mismun- andi,eða frá 6% i 86%. Meðaltalið er 33%. Athygli skal vakin á þvi, að úrtökin eru fremur litil i ein- stökum iðngreinum, eins og t.d. bifreiðaviðgerðum, og brauð- og kökugerð og ber þvi að taka niðurstöðurnar með varúð fyrir þessar greinar. Hér á eftir fer upptalning þeirra iðngreina, sem i úrtakinu eru, og einnig er gefin upp stærð úrtaksins i % miðað við heildar- fjölda vinnuvikna i viðkomandi iðngrein. Brauð-og kökugerð 13% Sælgætisgerð 61% Matvælaiðnaður 37% Drykkjarvöruiðnaður 49% Ullariðnaður 48% Prjdnaiðnaður 63% Veiðarfæraiðnaður 49% Fataiðnaður 37% Húsgagnagerð Innréttingasmiði 24% Pappirsvöruiðnaður 80% Sútun 74% Kemiskur undirstöðuiðnaður 71% Málningargerð 86% Onnur kemisk framleiðsla 34% Annar steinefnaiðnaður 45% Málmsmiði 16% Smfði rafmagnstækja 27% Skipasmiði og viðgerðir 64% Bifreiðaviðgerðir 6% Plastiðnaður 20% Allar greinar úrtaksins. Framleiösluaukning varð á 2. ársfjórðungi 1975 miðað við 2. ársfj. 1974. Varð nettóniðurstaða könnunarinnar sú, að fyrirtæki, sem höfðu 37% af heildarmann- afla fyrirtækjanna i þjónustu sinni.höfðu meiri framleiðslu á 2. ársfj. 1975 heldur en á 2. ársfj. 1974. Reynt hefur verið að gefa heildarframleiðsluaukningunni tölulegt gildi, þar sem töluverðar upplýsingar bárust um hlutfalls- lega breytingu framleiðslu- magnsins á 2. ársfj. 1975 miðað við 2. ársfj. 1974 og gefa þær upp- lýsingar til kynna, að heildar- aukning framleiðslumagnsins hafi numið allt að 5-7%. Aukning varð á framleiðslu- magni á 2. ársfj. 1975 miðað við 1. ársfj. 1975. Búizt er við fram- leiðsluaukningu á 3. ársfj. 1975 miðað við 2. ársfj. og er það ann- að viðhorf en vart varð við á tveim siðustu árum, en þá var gert ráð fyrir minnkun fram- leiðslumagns á 3. ársfjóðungi. Sölumagn á 2. ársfj. 1975 hefur haldizt nokkurn veginn i hendur við framleiðslumagnið bæði þeg- ar miðað er við 2. ársfj. 1974 og 1. ársfj. 1975. Birgðir fullunninna vara og birgðir hráefna breyttust lftið á 2. ársfj. 1975, þó gætti að- eins minnkunar ár birgðum hrá- efna. Nýting afkastagetu var talin vera nokkru betri f lok 2. ársfj. 1975 en 31.3. 1975. Fjöldi starfsmanna jókst aðeins á 2. ársfj. 1975, enekki er búizt við verulegri breytingu á 3. ársfj. 1975. Var nettóniðurstaða könn- unarinnar sú, að starfsmanna- fjöldi jókst hjá fyrirtækjum með 17% mannaflans. Yfir sama tímabil i fyrra jókst starfs- mannafjöldi ekki. Venjulegur vinnutimi fyrirtækj- anna var nokkurn veginn sá sami I lok 2. ársfj. og i lok 1. ársfjórð- ungs. Fjárfestingarfyrirætlanir fyrirtækjanna eru, sé miðað við ástandið fyrir einu ári, eitthvað minni. Nú hyggja fyrirtæki með 39% mannaflans á fjárfestingu á árinu 1975 en fyrirtæki með 45% mannaflans hugðu á fjárfestingar á sama tima i fyrra. Eilitil aukn- ing hefur orðið á fjárfestingar- fyrirætlununum frá þvi i lok 1. ársfj., en þá hugðu fyrirtæki með 30% vinnuaflans á fjárfestingu. Fyrirliggjandi pantanir og verk- efni hjá fyrirtækjunum hafa batn- að talsvert á 2. ársfj. 1975. Nettó- niðurstaðan er 15%, sem segja að þær séu meiri á móti 17%, sem sögðu að þær væru minni I lok 1. ársfj. Samsvarandi tala á sama tima i fyrra var 17%, sem sögðu aukn- ingu. Innheimta söluandvirðis hefur versnað enn frekar á 2. ársfj. miðað við 1. ársfj. 1975 og er nettóniðurstaðan sú, að fyrirtæki með 13% mannaflans telja inn- heimtuna ganga verr en um mánaðarmótin marz/april, en þá töldu fyrirtæki með 43% mannafl- ans innheimtuna ganga verr en um áramótin. Innheimta sölu- andvirðis hefur farið versnandi i iðnaðinum undanfarin 3 ár, en þó mest undanfarna 12 mánuði. Áður var þetta að mestu bundið við ein- stakar greinar, en nú virðist þetta orðið vandamál flest allra greina iðnaðarins. Brauð- og kökugerð. Litils háttar minnkun varð á framleiðslumagni i brauð- og kökugerð á 2. ársfj. 1975 miðað við sama timabil i fyrra, eða um 6%. Aukning varð hins vegar á framleiðslumagni ef 2. ársfj. 1975 er borin saman við 1. ársfj. 1975. Búizt er við sams konar þróun á 3. ársfj. 1975miðað við 2. ársfj. 1975. Sölumagnið helzt i hendur við framleiðslumagnið i þessari greinog urðu þvi engar breyting- ar á birgðum fullunninna vara á 2. ársfj. 1975. Birgðir hráefna juk- ust hins vegar litilsháttar. Fjöldi starfsmanna jókst talsvert á 2. ársfj. 1975 en ekki er búizt við breytingu þar á á 3: ársfj. Nýting afkastagetu jókst töluvert á árs- fjórðungnum, en venjulegur vinnutimi var óbreyttur. Eitthvað er um fyrirhugaðar fjárfestingar I þessari grein á þessu ári og svöruðu fyrirtæki með 32% mannaflans þeirri spurningu ját- andi, og er það sama hlutfall og var á sama tima i fyrra, en tals- vert minna og kom fram i lok 1. ársfj., en þá hugðu öll fyrirtæki á fjárfestingu. Sælgætisgerð. Einhver minnkun varð á fram- leiðslumagni i þessari grein á 2. ársfj. 1975 miðað við sama árs- fjórðung 1974. Hins vegar varð aukning á framleiðslumagni ef boriö er saman við 1. ársfjóröung 1975. Gert er ráð fyrir áframhald- andi aukningu á 3. ársfj. 1975 mið- aö við 2. ársfj. Sölumagn hélzt i hendur við framleiðslumagn yfir þetta timabil, þó hefur orðið litils háttar aukning á birgðum full- unninna vara og einnig i birgðum hráefna i 2. ársfjórðungi 1975. Nýting afkastagetu versnaði á 2. ársfjórðungi og starfsfólki fækk- aði á 2. ársfj. Gert er ráð fyrir að mannaflinn aukist aftur á 3. ársfj. þessa árs. Töluverð fjárfesting er fyrirhuguð i þessari grein á árinu og svöruðu öll fyrirtæki þeirri spumingu játandi. Matvælaiðnaður. Hér er um mjög takmarkaðan hluta af matvælaiðnaði að ræða, þ.e.a.s. kaffibrennslu, smjörlikis- gerðog efnagerð, en undir þenn- an lið falla ekki fiskiðnaður og mjólkuriðnaður. Talsverð aukn- ing varð á framleiðslumagni á 2. ársfj. 1975ef miðað er við 2. ársfj. 1974 eða um 13% skv. þeim tölu- legu upplýsingum, sem bárust. Einnig jókst framleiðslumagnið ef miðað er við 1. ársfj. 1975. Gert er ráð fyrir minnkun á 3. ársfj. 1975. Sölumagn kemur heim og saman við framleiðslumagn, þó hefur sölumagnið aukizt enn frek- ar en framleiðslumagnið, þar sem birgðir fullunninna vara voru minni i lok 2. ársf j. en i byrj- un hans. Birgðir hráefna minnk- uðu einnig á ársfjórðungnum. Fyrirliggjandi pantanir voru meiri i lok 2. ársfj. en i' byrjun hans. Fjöldi starfsmanna breytt- istekki á ársfjórðungnum, ef gert er ráð fyrir fækkun á 3. ársfj. 1975. Nýting afkastagetu versnaði en venjulegur vinnutimi hélzt óbreyttur. Fyrirtæki með 34% mannaflans hyggja á fjárfestingu á árinu og er það sama hlutfall og ilok 1. ársfj. Á sama tima i fyrra hugöu fyrirtæki með 12% mann- aflans á fjárfestingu. Drykkjarvöruiðnaður. Framleiðslumagnið var óbreytt i þessari grein á 2. ársf j. 19.75 mið- að við 2. ársfj. ’74. Hins vegar varðaukning á framleiðslumagni miðað við 1. ársfj. 1975 eða um 9% skv. þeim tölulegu upplýsingum, sem bárust. Ekki var gert ráð fyrir breytingu á framleiðslu- magni á 3. ársfj. Sölumagnið helzt i hendur við framleiðslu- magnið, þó minnkuðu birgðir full- unninna vara en birgðir hráefna breyttust ekki. Fjöldi starfs- manna jókst á 2. ársfj. en ekki gert ráð fyrir breytingu þar á á 3. ársfjórðungi 1975. Venjulegur vinnutimi var óbreyttur og sömu sögu er að segja um nýtingu af- kastagetu.Ekki var gert ráð fyrir neinni fjárfestingu i þessari grein á árinu. Á sama tima i fyrra svör- uðu fyrirtæki með 62% mannafl- ans þeirri spurningu játandi. Ullariönaður. Talsverð framleiðslumagns- aukning varð i ullariðnaði á 2. ársfj. 1975 miðað við 2. árs- fjórðung 1974 eða 11%. Hins vegar var óbreytt framleiðslumagn miðaðvið l.ársfj. 1975 en gert ráð fyrir aukningu á 3. ársfj. 1975. Fyrirliggjandi pantanir voru meiri i lok 2. ársfj. en i byrjun hans. Birgðir fullunninna vara minnkuðu en birgðir hráefna breyttust ekki. Fjöldi starfs- manna breyttist ekki á 2. ársfj. 1975, en gert er ráð fyrir að hann aukist á 3. ársfj. 1975. Fyrirtæki með 23% mannaflans hyggja á fjárfestingu á þessu ári. Sam- bærileg tala árið áður var 74%. Prjónaiðnaður. Gifurleg aukning varð á fram- leiðslumagni á prjónavöruiðnaði á 2. ársfj. 1975 miðað við 2. ársfj. 1974 eða um 33%, skv. þeim tölu- legu upplýsingum sem bárust. Einnig varð aukning miðað við 1. ársf j. 1975. Hins vegar er gert ráð fyrir einhverjum samdrætti á 3. ársfj. 1975. Sölumagnið helzt i hendur við framleiðslumagnið i þessari grein, þannig að birgðir fullunninna vara jukust ekki. Sömu sögu er að segja um birgðir hráefna. Talsverð aukning varð á starfsmönnum á ársfjórðungnum og eins batnaði nýting afkasta- getu. Ekki er gert ráð fyrir neinni breytingu á fjölda starfsmanna á 3. ársfj. 1975. Talsvert er um fyrirhugaðar í járfestingar i prjónaiðnaði á þessu ári og svör- uðu öll fyrirtækin þeirri spurn- ingu játandi. 1 lok 1. ársfj. svör- uðu fyrirtæki með 19% mannafl- ans sömu spurningu játandi. Sambærileg tala i lok 2. árs- fjórðungs 1974 var 0%. Veiðarfæraiðnaður. Töluverð aukning varð á fram- leiðslumagni i þessari grein á 2. ársfj. 1975 miðað við sama árs- fjórðung árið áður eða um 16%. Einnig varð aukning á fram- leiðslumagni ef miðað er við 1. ársf jórðung 1975. Gert er ráð fyrir að framleiðslumagnið minnki aft- ur á 3. ársfj. 1975. Sölumagnijl) helzt nokkurn veginn i hendur við framleiðslumagnið, en hins vegar jukust birgðir fullunninna vara. Birgðir hráefna minnkuðu á 2. ársfj. 1975. Fjöldi starfsmanna minnkaði á 2. ársfjórðungi en gert er ráð fyrir að hann haldist óbreyttur á 3. ársfj. 1975. Fyrir- tæki með 83% mannaflans svör- uðu spurningunum um fyrir- hugaðar fjárfestingar játandi. A sama tima i fyrra var samsvar- andi tala 86%. Fyrirtæki með 93% mannaflans gerðu ráð fyrir fjár- festingum i lok 1. ársfj. þessa árs. Fataiðnaður Li'tils háttar framleiðslu- magnsminnkun varð i fataiðnaði á 2. ársfj. 1975 miðað við 2. ársfj. 1974. Hins vegar varð litil breyt- ing miðað við 1. ársfjórðung 1975, en gert ráð fyrir minnkun á 3. ársfj. 1975. Sölumagnsbreytingar urðu svipaðar en þó jukust birgðir fullunninna vara og hráefna á 2. ársfjórðungi 1975. Fyrirliggjandi pantanir voru minni 30.6. 1975 en 31.3. 1975. Einhver minnkun varð á starfsmannafjölda i þessari grein á 2. ársfjórðungi 1975 og sömu sögu er að segja um nýtingu afkastagetu. Venjulegur vinnu- timi var óbreyttur. Ekki er gert ráð fyrir verulegum fjárfesting- um I þessari grein það sem eftir er af árinu, og svöruðu fyrirtæki með 13% mannaflans þeirri spumingu játandi. 1 lok 1. árs- fjórðungs 1975 var sambærileg tála 10%. Húsgagnagerð. Litils háttar aukning varð á framleiðslumagni i þessari grein á 2. ársfj. 1975 borið saman við 2. ársfj. 1974eða 3% skv. þeim, sem gáfu upp hlutfallslega aukningu. Einnig varð’ aukning á fram- leiðslumagni miðað við 1. ársfj. 1975. Sölumagnið jókst einnig á 2. ársfj. miðað við 1. ársfjórðung 1975. Engin breyting varð á birgð- um hráefna á ársfjórðungnum. Starfsmannafjöldi i þessari grein var sá sami 30.6. 1975 og 31.3. 1975 og ekki gert ráð fyrir breytingu þar á á 3. ársfj. Engin breyting varð á vinnutfma né á nýtingu af- kastagetu. Fyrirligg jandi pantanir voru örlitið minni 30.6. miöað við 31.3. 1975. Fyrirtæki með 19% mannaflans svöruðu spurningunni um fyrirhugaðar fjárfestingar játandi. Samsvar- andi tala á sama tima i fyrra var 73%. Fyrirtæki með 12% mann- aflans töldu innheimtu söluand- virðis ganga verr í lok 2. ársfj. miðað við lok 1. ársfj. 1975. Innréttingasmiði. Aukning framleiðslumagns i þessari grein varð 10% skv. þeim tölulegu upplýsingum, sem bár- ustfyrir 2. ársfj. 1975 miðað við 2. ársfj. 1974. Einnig varð aukning á framleiöslumagni.ef miðað er við 1. ársfj. 1975 og gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu á 3. ársfj. Sölumagnið helzt i hendur við framleiðslumagnið. Birgðir fullunninna vara breyttust litið, hins vegar minnkuðu birgðir hrá- efna talsvert. Fyrirliggjandi pantanir voru meiri 30.6. 1975 i samanburði við 31.3. 1975. 1 lok 2. ársfj. gerðu fyrirtæki með 61% mannaflans ráð fyrir að fjárfesta á árinu. 1 lok 1. ársfj. 1975 gerði hins vegar ekkert fyrirtæki ráð fyrir að fjárfesta á árinu. Fyrir- tæki með 45% mannaflans upp- lýstu að innheimta söluandvirðis gengi verr 30.6. 1975 samanborið við 31.3. 1975. Pappirsvörugerð. Minnkun varð á framleiðslu- magni á 2. ársfj. miðað við 2. ársfj. 1974 eða um 9%. Hins vegar varð aukning ef borið er saman við 1. ársfj. 1975 um 12% og gert ráð fyrir áframhaldandi aukn- ingu á 3. ársfj. 1975. Sölumagnið breyttist á sama hátt og fram- leiðslumagnið yfir þetta timabil, en þó minnkuðu birgðir fullunn- inna vara eitthvað. Birgðir hrá- efna jukust hins vegar talsvert. Fyrirliggjandi pantanir voru talsvert meiri í lok 2. ársfj. miðað við lok 1. ársfj. 1975. Fjöldi starfs- manna jókstá ársfjórðungnum og ekki gert ráð fyrir breytingu þar á á 3. ársfj. og nýting afkastagetu batnaði til mikilla muna. Fyrir- tæki með 89% mannaflans hyggja á fjárfestingu á árinu. Sambæri- leg tala fyrir ári var 100%. Fyrir- tæki með 28% mannaflans töldu innheimtu andvirðis ganga verr 30.6. 1975 en 31.3. 1975. KÖNNUNÁ STÖÐU IÐNAÐ- ARINS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐ UNGI 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.