Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. september 1975 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónssón. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Tillaga Brattelis Bratteli, forsætisráðherra Norðmanna, flutti fyrir nokkru ræðu á fundi stúdenta i Osló, þar sem hann varpaði fram þeirri hugmynd, að það gæti verið gagnlegt fyrir þá, sem legðu stund á langskólanám, að taka sér ársfri frá náminu og vinna við einhvern af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Hugmynd þessa rökstuddi Bratteli með þvi, að tengslin milli stúdenta og annarra þegna þjóðfélagsins virtust vera að rofna. Ef sú öfugþróun héldist áfram, gæti það leitt til óheppi- legrar einangrunar og aukið bilið milli stétta og kynslóða. Stúdentar vildu ef til vill ekki viður- kenna þetta og teldu sig ekki vera i einhverjum lokuðum filabeinsturni. Bratteli sagðist ekki heldur vera að fullyrða það. Eigi að siður teldi hann nauðsynlegt að koma á nánari tengslum milli hinna stóru menntasetra og annarra þátta þjóðfélagsins. Hættan væri sú, að háskólarnir yrðu einangraðar stofnanir, i ónógum tengslum við atvinnuvegina og þjóðlifið, og þetta gæti hæg- lega leitt til alvarlegs klofnings, sem hægt væri að afstýra með meiri snertingu uppvaxandi menntamanna við atvinnulifið og vinnandi al- menning. Áreiðanlega er það rétt hjá Bratteli, að aukið langskólanám miklu fleiri ungmenna en áður, ásamt lengri námstima, getur leitt til vissrar einangrunar og sambandsleysis milli mennta- manna og annarra starfshópa þjóðfélagsins. Þess vegna er það áreiðanlega mikilsvert, að ungt fólk, sem stundar langskólanám, viðhaldi vissum tengslum við atvinnuvegina og alþýðu manna. Kinverjar ganga nú þjóða lengst i þessum efnum og er vissulega ástæða til þess að kynnast reynslu þeirra. í vestrænum löndum mun þó langt i land, að fylgt verði fordæmi Kinverja i þessum efnum. Hins vegar má vel hugsa sér hér nokkurn meðalveg, t.d. eins og þann, sem Bratteli hefur vakið máls á. Misnotkun undanþága Bolvikingar eru ekki einir um, að benda á þá mismunun, sem felst i ýmsum undanþáguá- kvæðum skattalaganna, og leiða i mörgum tilfell- um til algers ranglætis og ýta jafnframt undir óeðlilegt brask, t.d. með húseignir. Viða erlendis er nú hafin hörð gagnrýni á slikar undanþágur. Einna hörðust hefur hún verið i Bandarikjunum, enda hefur fjárlaganefnd fulltrúadeildar Banda- rikjaþings nú tekið skattalögin til meðferðar i þvi skyni að breyta undanþágureglunum. Banda- riska stórblaðið ,,New York Times” benti nýlega á nokkur dæmi um, hvernig skattaundanþágur væru misnotaðar. T.d. greiddi læknir, sem hafði 105 þús. dollara tekjur, engan tekjuskatt og verðbréfakaupmaður sem hafði 180 þús. dollara i tekjur greiddi aðeins 1000 dollara. Mest áberandi dæmið var þó hjá forstjóra einum, sem hafði 448 þús. dollara i árstekjur, en greiddi ekki nema 1200 dollara i tekjuskatt. Allir þessir aðilar höfðu talið löglega fram, en þeim hafði tekizt að nota undanþágur sem eru leyfðar vegna skulda, sem verða til við fasteignabrask. Svipuð ákvæði eru i islenzkum skattalögum, og eru vafalaust stórlega misnotuð.Sama gildir um ýmsar aðrar undanþágur. Það er orðið timabært, að þessi mál verði ekki siður athuguð hér en annars staðar. Almenningur sættir sig ekki við vaxandi byrðar meðan ýmsir stórgróðamenn eru nær skattfrjálsir. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Nordli getur orðið traustur leiðtogi Hann vill vinsamlega sambúð við miðflokkana Oddvar Nordli. ÞAÐ hefur nú veriö endan- lega ákveðið, að Oddvar Nordli tekur við forsætisráð- herraembættinu I Noregi, þeg- ar Stórþingið kemur saman til fundar eftir áramótin. A þingi Verkamannaflokksins, sem háð var siðastl. vor, náðist samkomulag um, að Reiulf Steen tæki þá strax viö for- mennsku flokksins af Bratteli, sem skoraðist undan endur- kjöri, en að Oddvar Nordli, formaður þingflokksins, tæki við af Bratteli sem forsætis- ráðherra, þegar hann léti af þvi starfi. Hins vegar var ekk- ert ákveðið um það hvenær Bratteli léti af forsætisráö- herraembættinu. Þaö varð fljótt ljóst, að Bratteli ætlaði að gegna forsætisráðherraem- bættinu fram yfir sveitar- stjórnarkosningarnar, sem fóru fram 15. september siðastl. en eftir það myndi fyrst endanlega ákveðið hvenær hann léti af embætt- inu. Úrslit þessara kosninga urðu að þvi leyti hagstæö fyrir Verkamannaflokkinn, að hann vann aftur mest af þvi fylgi, sem hann haföi misst til Sósialiska kosningabanda- lagsins i þingkosningunum 1973. Hins vegar uröu úrslitin óhagstæð að þvi leyti, aö borgaralegu flokkarnir svo- nefndu juku fylgi sitt, einkum þó Hægri flokkurinn, en bæði Miöflokkurinn og Kristilegi flokkurinn héldu vel fylgi sinu. Ef um þingkosningar heföi veriö aö ræða, hefðu borgara- legu flokkarnir fengið meiri- hluta á þingi. Þetta hefur aö sjálfsögðu valdið leiðtogum Verkamannaflokksins áhyggjum og hefur vafalaust átt verulegan þátt I þvi, að sú ákvörðun var tekin i skyndi, að Bratteli léti af forsætisráð- herraembættinu ekki siðar en um áramótin. Sögusagnir herma, aö Bratteli hafi gjarn- an viljað vera forsætisráö- herra lengur, en aðrir leiðtog- ar flokksins hafi verið þvi mótfallnir og hafi einkum tvennt valdið þvi. Annað var það, að drægist fráför Bratte- lis á langinn, gæti það valdið deilum I flokknum, þar sem stór hluti hans hefur frekar óskað eftir Steen en Nordli sem forsætisráðherra. Þessar deilur gætu magnazt, ef ekki væri höggvið strax á hnútinn. Jafnframt sýndu úrslitin, að það væri enn nauðsynlegra Þannig litur Nordli út I augum skopteiknara. fyrir flokkinn að vinna at- kvæði frá hægri en vinstri, ef koma ætti i veg fyrir borgara- legan þingmeirihluta eftir næstu kosningar. Til þess væri Nordli álitlegastur og þvi væri rétt að hann tæki sem fyrst við forsætisráðherraembættinu og fengi nægilegt tækifæri til að kynna sig fyrir þing- kosningarnar 1977. ODDVAR NORDLI, hinn væntanlegi forsætisráðherra Noregs er fæddur 3. nóvember 1927. Faðir hans var verka- maður, en annars er hann af bændaættum. Hann lauk stúdentsprófi 1951, og fékk viðurkenningu sem endur- skoðandi nokkru siðar. Hann hóf ungur þátttöku i æskulýðs- samtökum Verkamanna- flokksins og kynntust þeir Steen á þeim vettvangi og tókst með þeim góður kunningsskapur, sem hefur haldizt siðan, þótt svo færi, að þeir yrðu keppinautar við for- mannskjörið. Nordli gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan æskulýðssamtakanna, en fyrst vakti hann þó á sér verulega athygli með þátttöku sinni i sveitarstjórnar- og héraðsstjórnarmálum. Hann varð brátt helzti leiðtogi flokksins á sviöi sveitarstjórn- armála i heimabyggð sinni. Hann þótti sérstaklega glögg- ur á tölur og fjármál og eiga sérstaklega auðvelt meö að ræða slik mál á ljósan og einfaldan hátt. Arið 1954 náði hann kosningu sem varaþing- maður og 1961 var hann kosinn á þing og hefur átt þar sæti siöan. Fyrstu ár sin á þingi fjallaði hann aöallega um sveitarstjórnarmál og skatta- mál og vann sér sérstaka viðurkenningu fyrir rökfastan málflutning. Það þótti fljótt ljóst, að hann væri meðal frambærilegustu foringjaefna Verkamannaflokksins. Arið 1971 fékk hann sæti I rikis- stjórn Verkamannaflokksins sem ráöherra sveitar- stjórnarmálefna, en gegndi þvi ekki nema I hálft annað ár, en þá sagði stjórnin af sér sök- um ósigurs i þjóðaratkvæða- greiðslunni um aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu. Nordli hafði á þeim skamma tima sem hann var ráðherra unnið sér svo mikið traust, að hann var kjörinn formaður þingflokksins, en því starfi fylgdi að vera einn helzti tals- maður hans á þingi meðan flokkurinn var I stjórnarand- stöðu. Þegar Bratteli myndaði nýja stjórn eftir kosningarnar 1973, þótti rétt að Nordli tæki ekki þátt I henni, heldur héldi áfram sem formaður þing- flokksins og kæmi sem slíkur til greina sem eftirmaður Brattelis. Keppnin um formennskuna I flokknum var þá þegar hafin milli þeirra Nordlis og Steens. Nordli var studdur af neirihluta þing- manna og þeim mönnum, sem voru taldir meira til hægri I flokknum, en Steen af æskulýðssamtökunum og vinstri mönnum flokksins. EINS og áður segir, má draga þá ályktun af því, að Nordli tekur fljótlega við for- sætisráðherraembættinu, að Verkamannaflokkurinn muni i kosningunum 1977 leggja áherzlu á aö ná fylgi frá borgaralegu flokkunum. Þannig er ætlunin að tryggja áfram sósialiskan meirihluta á þingi. I fyrstu ræöunni, sen Nordli flutti, lagöi hani áherzlu á, að Verkamann flokkurinn mætti ekki hald þannig á málum að miðfloki arnir væru eins og hraktir i faðm Hægri flokksins. Hja miöflokkunum, þ.e. Mið- flokknum og Kristilega flokknum, væru margir kjósendur óánægðir með hugsanlega samvinnu við Hægri flokkinn, einkum þó hjá Miðflokknum. Nordli sagði, að eins og staðan væri á Stór- þinginu nú, væri ekki mögu- leiki fyrir aöra stjórn en minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins. Þétta breytt- ist, ef borgaralegu flokkarnir fengju meirihluta á þingi. Þess vegna yrði aö reyna að koma I veg fyrir sllkan meiri- hluta. Hann sagði óllklegt, að margir kjósendur Sósialíska kosningabandalagsins vildu stuðla að þvi, að Hægri flokk- urinn yrði helzti stjórnar- flokkur landsins. b b

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.