Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriðjudagur 30. september 1975 Þriðjudagur 30. september 1975 TIMINN 11 Ingólfur Davíðsson: V 1 Rekiö til réttar I Stærra-Arskógi (1975) W ■ LITIÐ A GARÐA OG FE NYRÐRA Reyniberjaklasi á Akureyri (1975) Viö réttina I Stærra-Arskógi (1975) Norðurland heilsaði með kælu og hvítum fjöllum 11. septem- ber. Ekki sá þó mikið á kar- töflugrösunum i 170 ára göml- um görðunum i brekku Búðagils á Akureyri. Garðarnir á Sval- barðsströnd og i Grýtubakka- hreppi verjast næturfrostum furðanlegá og mun betur en garðar innan Akureyrar. En þar fremra ættu gulrófur að vera árvissar á frjóu og hæfilega röku landi. Flestum þykja röfur sælgæti, og þær mega heita „sitrónur Norðurlanda”, auð- Réttað f Stærra-Arskógi (1975) ugar af C-fjörefni, sem varð- veitist vel i þeim. Uppskeru- horfur voru góðar nyrðra, miklu betri en á Suðurlandi að þessu sinni, enda var ágúst sérlega hlýr og sólrikur á Norður- og Austurlandi. Bændur voru lang- flestir búnir að hirða. Sprettan var góð og grasið þornaði af ljánum að kalla. Tún i Hrisey voru ekki slegin né beitt i fyrra, en nú eiga holdakynskvigur að njóta þeirra. Stöngulsýki er ein- hver versti kartöflusjúkdómur- inn hér eins og annars staðar á landinu og þarf ekki að lýsa henni. Það hefur oft verið gert. En ýmsir spyrja hvernig á þvi standi aö kartöflur springa og litlar kartöflur — oft rauðar eða bláleitar — vaxa stundum upp um stöngul og neðstu greinar kartöflugrasa. Hvorugt er eig- inlegur sjúkdómur, heldur eiga óhentug lifskjör sök á hvoru tveggja. Sprungur koma aðal- lega fram i gullauga og stafa af mishrööum vexti, einkum ef grunnt hefur verið sett niður. Það myndast spenna i kartöfl- unum og þeim hættir viö að springa í garðinum, eða við hreyfinguna, þegar þær eru teknar upp. Þegar kartöflur vaxa upp um stöngulinn er or- sökin venjulega óhentugur jarð- vegur — kögglóttur eða grýttur. Ef stöngull verður fyrir hnjaski, t.d. af verkfærum, getur það leitt til hins sama. Einna mest ber á þessum „upphlaupum” kartaflnanna i rauðu islenzku kartöflunum. Bændur út með firðinum töl- uðu talsvert um „tankvæðingu” mjólkur, sem fyrir höndum er — og líst vel á, en töldu hana þó æði dýra. Geymarnir bæði á vagn og heima kosta allmikið og útbúnaður til að rafkæla m jólk- ina. Krafizt mun og vera haug- húsa og viða þarf að lagfæra vegi heim að bæjum, svo þeir þoli tankvagninn, sem sækja skal mjólkina heim á bæina, t.d. tvisvar—þrisvar i viku. Menn losna við mjólkurdunka- amstrið og mjólkin á að geym- ast betur en við vatnskælingu. Tankvæðingin leiðir liklega til þess að draga úr blönduðum bú- skap og greina hann sundur i fjárbú og kúabú eftir staðhátt- um. 13. september var réttar- dagur sums staðar út með Eyja- firði,svoslátrun gætihafizt fyrr en venjulegt hefur verið. Mönn- um hefur þótt hún standa of langt fram á haust, þegar gerist allra veðra von og fé tekur jafn- vel að leggja af. Verið var að reka fé i Reistar- árrétt, allstóran hóp, en miklu fleira fé reyndist þó i Stærra-Ar- skógi á Arskógsströnd, enda reka menn bæði af Ströndinni og Möðruvallasókn utanveröri fé á Þorvaldsdal, sem er aðalafrétt- arsvæðiö. Bæirnir i dalnum Grund, Kúgil og Hrafnagil, komnir i eyði fyrir alllöngu. Nú streymdi féð niður Stærra-Ar- skógsborgirnar að réttinni við Þorvaldsdalsá. Það var fögur sjón. Fjölmenni var eins og jafnan við réttina — og margir berjabláir vel, enda mikið berjasumar nú á þessum slóð- um. Sérstaklega var óvenju- mikið um bláber, en viðast litið af krækiberjum. Krækiberja- lyngið blómgast mjög snemma og hefur e.t.v. lent i frosti um blómgunartimann. Kaupstaðarbúar hafa sótt mjög i sveitina til berjatinslu, gegn vægu gjaldi. Borga flestir meö ánægju nú orðið. Minna ber á þvi en áður að menn laumist til berja þangað, sem ekki sést frá bæjunum, enda æði litil- mannlegt. A Akureyri voru reyniviðirnir viðast alveg rauð- ir af berjum, upp i topp og langt niður eftir. Þrestirnir sitja sannarlega að krásum nyrðra i haust. Einn daginn gerðist bylj- ótt. „Kári blés i strokum striö- um, stórar freyða öldurnar — reyniberjum roðafriðum rignir yfir göturnar”. Vikjum aftur að réttardegin- um og réttinni i Stærra-Arskógi. Ein myndin sýnir réttina, fénað, fólk og fjárflutningabila. Snjóug Látraströndin i baksýn. Þarna var fólk á öllum aldri, flest þó ungt eða miöaldra, en einnig nokkrir öldungar hressilegir vel. Af rúmlega 300 ibúum á Ár- skógsströnd eru tveir á tiræðis- aldri og 5—6 um og yfir áttrætt. Ekki var mulið undir þessa öld- unga á uppvaxtarárunum. Þeir urðu aö vinna hörðum höndum allt frá barnæsku og fengu nóg enheldur fábrotiðfæði, aðallega fisk, einnig nokkurt kjöt, oft saltað. Mjólk var viðast nægileg á sveitabæjunum, en til voru þurrabúðir við sjóinn. Yfir fjárbreiðuna, sem streymir yfir lyngmóana að réttinni, gnæfa hin fornu Sólar- fjöll. Fjöllin þarna við Þor- valdsdal eiga það til að „hrista sig” og eru vegsummerkin mik- il framhrun, kölluð hraun, frá fyrri öldum. Þegar jarðskjálft- inn mikli, kenndur við Dalvik, reið yfir 1934 var Haraldur Daviðsson bóndi á Stóru-Há- mundarstöðum að vinna i flagi skammt frá sjó neðan við gamla túnið. Skyndilega sá hann mökk framan i Krossafjalli (Sólar- fjöllum) og rétt á eftir öldu- hreyfingar i flaginu, en þær komu úr suðvestri og gengu til norðausturs. Svo reis moldar- mökkur úr sjávarbökkunum við stekkinn gamla nokkru utar og loks við Skitabrik framan i Há- mundarstaðahálsi, enn utar (noröar). Jarðskjálftahreyfing- in kom þannig úr suövestri og gekk til norðausturs, en það stangast á við kenninguna um að upptök jarðskjálftans hafi verið norður i hafi. Jarðfræð- ingar hafa e.t.v. einhverja hald- góða skýringuá þessu fyrirbæri oggeta komið öllu heim og sam- an? Hey við fjóshlöðuna á Stóru-Hámundarstöðum (1975)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.