Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 30. september 1975 LÖGREGLUHA TARINN 28 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal mínúturnar þínar eru liðnar. Þarna hefur þú þetta hel- vítis eitur þitt. Snautaðu nú út. Svo henti hann i mig skammtinum. — Hvað var klukkan um þetta leyti? — Sennilega hef ur hún veriðtíu mínútur yf ir ellef u. Ég á ekki neina klukku. Ég veðsetti hana fyrir löngu. En stóra rafmagnsklukkan sést af þaki Mutual-byggingar- innar úr herberginu mínu. Þegar ég fékk mér skammt- inn, var klukkan kortér yfir ellefu. Þetta hefur þess vegna verið um það bil tíu mínútur yfir. — Og allan tímann var hann stöðugt að líta á úrið sitt? — Já. Einsog hannætti stefnumóteða því um likt. — Hann átti sannarlega stefnumót, sagði Haws. — Ha? — Stefnumótið hans var að skjóta mann út um gluga- ann sinn. Hann var bara að hafa ofan af sér þar fil tónleikunum lyki. Þetta virðist öðlingsmaður, þessi Orecchio. — Eitt er honum þótil hróss, sagði Polly. — Hvað er það? — Ef nið var f rábært. Vonarsvipur kom í andlit hennar og augu. — Það var eittalbezta efnið, sem ég hef fengið í mörg ár. Ég hefði ekki heyrt, þótt skotið hefði verið af FALLBYSSU i næsta herbergi. XXX Haws kannaði samvizkusamlega allar símaskrár borgarinnar, en fann hvergi skráðan neinn Orecchio — Mort, Mortimer eða Morton. Klukkan fjögur síðdegis, þennan sama dag, hringdi hann á Upplýsingadeild um auðkenni glæpamanna. Innan tiu mínútna fékk hann þær upplýsingar, að stof nun hefði engar upplýsingar um við- komandi. Þá hafði Haws samband við FBI í Washington. Hann bað þá að kanna hinar feiknamiklu skýrslur sínar, ef ske kynni, að þar væri skráður einhver glæpamaður að naf ni Orecchio, Mort, Mortimer eða Morton. Haws sat við skrifborð sitt í málningarangan í vinnusal stöðvar- innar, þegar Richard Genero lögreglumaður kom til hans og spurði, hvort hann þyrfti að mæta f yrir rétti með Kling vegna máls, sem þeir höfðu unnið að saman — viku f yrr. Genero var búinn að vera á vakt allan daginn. Honum var hrollkalt. Þess vegna slóraði hann öllu lengur en vanalega, eftir að Haws hafði svarað spurningum hans. Hann vonaðist til aðsér yrði boðinn kaffibolli. Svo vildi til að hann rak augun í nafnið, sem Haws hafði hrip að á blað hjá sér á skrifborðinu, þegar hann hringdi í Upplýsingadeildina. Genero ákvað að hefja máls á þessu, frekar en að sitja í þögn. — Enn einn Italinn undir grun, sé ég, sagði hann. — Hvernig veiztu það, spurði Haws. — Alltsem endar á Oer ítalska, sagði Genero. — Mvað um Munro, spurði Haws. — Þykist þú vera sniðugur, sagði Genero og glotti. Hann leit aftur á nafnið, sem Haws hafði kraf lað niður. Svo sagði hann. — Ég verð að játa, að af ítala að vera, þá heitir ÞESSI náungi svo sannarlega furðulegu nafni. — Hvað áttu við með því? spurði Haws. — Eyra, svaraði Genero. — Hvað þá? — Eyra. Á ítölsku þýðir Orecchio sama og eyra. Og jiegar þetta var lagt við Mort, var útkoman að meira eða minna leyti dauða eða lélega eyrað. Haws reif blaðið úr stílakompunni og henti því í átt að ruslakörfunni. En hann missti marks. — Sagði ég eitthvað? spurði Genero. Hann vissi um leið og hann sleppti orðinu, að hann myndi ekki fá kaff iboll- ann sinn héðan af. FIMMTI KAFLI Drengurinn, sem afhenti bréfið var átta ára gamall. Hann hafði fyrirmæli um að afhenda það varðstjóran- um. Hann stóð í miðri varðstofunni, umkringdur risa- vöxnum lögregluþjónum. Þeir stóðu umhverfis hann í hring, en drengurirm leit upptil þeirra vatnsbláum aug- um, sem stóðu á stilkum af skelf ingu. Hann óskaði sér að hann væri dauður. — Hver lét þig fá þetta bréf, spurði einn lögregluþjón- anna. — Maður í skrúðgarðinum. — Borgaði hann þér f yrir að af henda bréf ið hér? — Já. Já. Já, hann borgaði mér. — Hve mikið? — Fimm dollara. — Hvernig leit hann út? — Hann var með gult hár. — Var hann hávaxinn? III iiHÍ i: Þriðjudagur 30. september 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Baldur Pálmason lýk- ur lestri sögunnar „Siggi fer i sveit” eftir Guörúnu Sveinsdóttur (8). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómpiötusafnið kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: ,,Dag- bók Þeódórakis” 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lensk tónlist. a. fyrir óbó klarinettu eft.ir Magnús Blöndal Jóhannsson, Kristján Stephensen og Sig- urður I. Snorrason leika. b. ,Or söngbók Garðars Hólm’ nokkur lög úr lagaflokki fyrir tvo einsöngvara og pianó eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Asta Thorsten- sén og Halldór Vilhelmsson syngja, Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. c. „Duttlungar” fyrir oianó og hljomsveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Höfundur og Sinfóniuhljómsveit Is- lands leika, Sverre Bruland stj. d. Konsert fyrir fagott og hljómsveit eftir Pál Pampichler Pálsson. Hans Ploder Franzson og Sinfóniuhljómsveit Islands leika, höfundur stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Siðdegispopp 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pickwicks” eftir Charles Dickens. Bogi ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson les (14) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hin nýja stétt. Finnur Torfi Stefánsson lög- fræðingur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. 21.00 Úr erlendum blöðum. 21.25 Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit eftir Johannes Brahms. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Rúbrúk” eftir Paul Vad. Þýðandinn, Úlfur Hjörvar, les (21) 22.35 Harmonikulög. Horst Wende og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Úr danska pokahorninu: Rifbjerg, Panduro, Ebbe Rode, Dirch Passer og fleiri skemmta. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. III iiiil Þriðjudagur 30. september 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Lifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. 9. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Mehinacu-indiánar. Bresk fræðslumynd um þjóðflokk, sem býr á land- svæði þvi i Brasiliu, þar sem Xingu-fljót á upptök sin. Fyrirhugað er að leggja veg um landið, og indiánunum er ljóst, hve gifurlegar af- leiðingarnar kunna að verða. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.