Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. september 1975 TÍMINN 17 :::::: Stórsigur i höfn. Karl ^ Þóðarson. lengst til vinstri á myndinni, hefur gulltryggt sigur Skagamanna með góðu marki. Timamynd: Róbert. SKAGAMENN KOMNIR í AÐRA UMFERÐ Stórsigur yfir Omonia í Evrópu keppni meistaraliðs (4:0) ÍSLANDSMEISTARAR Akraness tryggðu sér áframhaidandi rétt til þátttöku i Evrópukeppni meistaraliða með stórsigri yfir Kýpur-meisturunum Omonfa, á Laugardalsvellinum í Reykjavfk — og er þetta f fyrsta sinn sem is- lenzkt félagslið vinnur leik á heimavelli i Evrópukeppni. Akur- nesingar sendu knöttinn fjórum sinnum i net Omonia, og var sigur þeirra fyllilega verðskuldaður. t heild var leikurinn samt ekki eins ójafn og úrslitin gefa tii kynna, en munurinn á iiðunum var einkum fólginn f þvi, að sóknarleikur Akurnesinga var mun fceittari en Kýpurbúanna, og hvað eftir annað sýndu framherjar Akra- nesliðsins stórgóðan leik og fallegar sóknarlotur. Fyrsta mark leiksins kom á 16. min fyrri hálfleiks. Heiðurinn af því marki átti Haraldur Stur- iaugsson, sem lék skemmtilega á tvo varnarmenn Omonia og gaf fallegan stungubolta á Matthias Hallgrimsson, sem komst einn inn fyrir og fékk nægan tima til að athafna sig innan vitateigs. Nokkru síðar hirti D. Elefther- iades, markvörður Kýpurbúanna, boltann úr netinu. Akurnesingar byrjuðu leikinn fremur illa, og fyrsta stundar- fjórðunginn voru Kýpurbúarnir meira með boltann og sköpuðu sér nokkrum sinnum færi — en þó ekki umtalsverð. A 6. min fékk Omonla tvö horn, og úr þvi siðara myndaðist mikið þóf i vitateig Skagamanna, en þeim gekk illa að hreinsa frá. Hættunni var þó bægt frá á siðustu stundu. Aðeins þremur min. siðar urðu Akurnes- ingum á ljót varnarmístök, sem höfðu nærri þvi kostað þá mark. Boltinnbarsttil vinstri útherjans, sem skaut föstu skoti að markinu, — en boltinn fór i hliðarnetið. Þegar leið á leikinn, fóru Akur- nesingar að láta meira að sér kveða, og á 16. min. skoruðu þeir sitt fyrsta mark, eins og áður er greint frá, — og eftir markið réðu Skagamenn meira um gang leiks- ins. A 22. min. skall hurð nærri hælum við Kýpurmarkið, þegar Árni Sveinsson fékk skallabolta frá Jóni Gunnlaugssyni eftir homspyrnu, — en markmaðurinn varði skot Arna snilldarlega. Omonia átti nokkrar ágæta sóknartilraunir, en yfirleitt voru þær hættulitlar. A 29. min. urðu Benedikt Valtýssyniá ljót mistök, er hann missti knöttinn fyrir fæt- ur Homerousem skaut föstu skoti frá vitateigshorni, en framhjá. Minútu siðar kom eitt bezta marktækifæri Skagamanna. Matthiasog Teitursplundruöu þá vörn Omonia meö frábærum samleik, en þar sem Matthias stóð með boltann á markteigs- linu, brást honum bogalistin — markmaðurinn átti i engum erfiðleikum með að verja mátt- laust skot hans. A 38. min. var mark dæmt af Skagamönnum, þar eö Teitur var rangstæður. Karl Þórðarson sendi þá háan bolta inn i vftateig- inn, þar sem Arni Sveinsson var fyrir og skallaði knöttinn i falleg- um boga I hornið fjær. — Fallegt mark — en ógilt. Akurnesingar byrjuðu siðari hálfleikinn af miklum krafti, og strax á 3. min sköpuðu þeir sér dauðafæri. Matthíaslék þá á tvo vamarmenn og gaf góðan bolta til Karls.sem hljóp i átt að marki og virtist eiga alla möguleika á þvi að skora. — En — hann hætti við og sendi boltann aftur út til Matthiasar á vítateigslinu, en þá voru varnarmenn Omonia komn- ir og gátu bægt hættunni frá. A 5. min. siðari hálfleiksins kom svo annað mark Skaga- manna. Karl Þórðarson gaf þá boltann til Arna Sveinssonar, sem áttihnitmiðaða sendingu til Teits, sem skaut föstu skoti upp i blá- hornið. TIu minútum siöar kom svo failegasta mark leiksins. Þá lék Jón Alfreðsson upp að endamörk- um og gaf siðan fallegan bolta fyrir markið, þar sem Matthias kom aðvifandi og spyrnti knettin- um viðstöðulaust i mark Omonia. Stórglæsilegt. Eftir þetta mark dofnaði heldur yfir leiknum og hann jafnaðist. Ekki tókst þó Kýpurbúunum að skapa sér umtalsverð tækifæri. A 32. min, seinni háifieiks innsigiaði svo Karl Þórðarson stórsigur Skagamanna með ágætu marki, eftir faiiega sókn. Matthias gaf bolta inn i teiginn og hann barst til Karls, sem skaut föstu skoti að marki — boltinn lenti I varnarmanni — og siðan i netinu, 4:0. A siðustu minútu leiksins fengu Skagamenn svo óbeina auka- spyrnu inn i vitateig Omonia, eft- ir að markvörður þeirra hafði Þrumufleygur Matthiasar stefnir I markið. Sekúndubroti siðar mátti markvörðurinn hirða knöttinn úr netinu. Falleg- asta mark leiksins. Tímamynd: Róbert. brotið af sér, — en Skagamenn fóru illa með það færi. Það hefur sennilega engum vallargesti dulizt, að Skagamenn voru vel að sigrinum komnir. Þeir léku oftast betur en Kýpur- búarnir, og skemmtilega upp- byggðar sóknarlotur þeirra glöddu augu áhorfenda. Hins veg- ar féll leikur liðsins niður I „ekki neitt” á köflum, og vörnin var sem fyrr veikasti hlekkur liðsins. Ekki er hægt að segja, að Kýpur- búarnir hafi komið á óvart — þeir léku stutt á milli sin, oft brá fyrir skemmtilegri knattmeðferð hjá þeim — en þegar komið var upp * aö markinu, rann allt út i sand- inn. Dómari leiksins, — Tom Raynolds.sá hinn sami og dæmdi landsleik Islendinga og Belga i fyrrasumar — átti góðan dag. Sá sorglegi atburður gerðist um helgina, að R. Jonesfrá Wales, sá er dæma átti þennan leik fórst i bilslysi, og enn fremur veiktist annar íinuvarðanna svo hastar- lega, að hann gat ekki komið til leiks. Einar Hjartarson tók hans stöðu. Tveir leikmenn fengu að sjá gula spjaldið, báðir I fyrri hálf- leik. Ch. Kontogiorgis og Haraldur Sturlaugsson. Gsal Leikmönnum Omonia var fyrirskipað að hlaupa allan leikinn ÞETTA er stærsti sigur Akra- nessliðsins til þessa, sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnuráðs Akraness, er við hittum hann aö máli 1 leikslok. — Aðstæðurnar hér á þessum tima árs gátu ekki verið betri, og mér fannst Akranesliðið sýna mjög góðan leik I siðari hálfieiknum. Gunnar upplýsti okkur um það, að þjálfari Omonia liðsins hefði fyrirskipaö sinum mönn- um að hlaupa allan leikinn, þvi annars myndu þeir fá sinadrátt. — Og það bjargaði þeim. Þeir hlupu og hlupu og gátu alltaf haldið á sér hita, sagði Gunnar. A föstudag verður dregið um það I Sviss, hvaða lið mæt- ast I annarri umferð Evrópu- keppninnar, og kvaðst Gunnar Sigurðsson hafa fullan hug á þvi, að fara til Sviss og verða viðstaddur þegar dregið væri. ' ..................... "" ' Það tekur því ekki að hætta að æfa þetta árið — sagði Teitur Þórðarsors MEÐ SIGRI slnum yfir Omonia hefur Akranesliðið tryggt sér rétt til þátttöku I annarri umferð Evrópubikarkeppni meistaraliða, — og það hefur I för með sér að keppnistimabil þeirra lengist all- mikið, þvi siðari leikurinn I annarri umferð verður ekki leikinn fyrr en Ibyrjun nóvember. — Æfingatimabiiið er búið að standa yfir frá þvi I janúar, sagöi Teitur Þórðarson, þegar viö hitt- um hann eftir leikinn. — Það tekur þvi ekki að hætta að æfa þetta árið, sagöi hann. — Nei, maður set- ur það ekki fyrir sig, þegar svona mikið er um að vera, þótt áriö sé allt undirlagt. — Það var erfiöast fyrst, meðan við vorum að koma okkur I gang, sagöi Teitur um leikinn, — en yfir'höfuð var leikurinn ekkert sérstaklega erfiður. Hins vegar held ég, aö sigurinn hafi orðiö stærri en nokkur þorði að vona, sagði hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.