Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 30. september 1975 TÍMINN 19 Saltað við bryggjur BH—Reykjavik — Þrír sildveiði- bátar hafa leitað til hafna með afla sinn, og hefur verið unnið að söltun I skipunum og við skips- hlið. Að sögn talsmanns sjávar- útvegsmálaráðuneytisins miða reglur þær, sem settar voru um sildarsöltun um borð, fyrst og fremst að því að takmarka sild- veiðarnar. Það sé ekki litiö svo á, að söltun um borð sé brot á regl- unum, þött skipið sé við bryggju. Útgeröarmenn hafa iátið i ljós furðu sina á reglugerðinni og 0 Málmiðnaður félags var kosin á fundinum, og er formaður Sigurður Björnsson, Neskauptað. í stjórninni eru menn frá Seyðisfiröi, Egilsstöö- um, Reyöarfiröi og Fáskrúös- firöi. í trúnaðarmannaráð voru kosnir menn frá Eskifiröi og Vopnafiröi. — Aðalvandamáliö viö svo stórt félagssvæði eruað sjálfsögðu samgöngur, sérstak- lega á vetrum, en með batnandi samgöngum búumst við ekki við að þetta verði slæmt, sagði Guð- jón Jónsson. Þá sagði Guðjón, að á fundinum hefðu komið fram hugmyndir um að bæta Horna- firði og Austur-Skaftafellssýslu við sem aðilum að félaginu. Félag málmiðnaðarmanna á Austurlandi hefur mjög stórt félagssvæði, eða Norður og Suður-Múlasýslu, Eskifjarðar- kaupstað, Neskaupstað og Seyöisfjarðarkaupstað. Eins og áður segir, störfuðu aðeins þrjár félagsdeildir á þessu svæöi, en hefðu þurft að vera niu. segjast ekki skilja tilgang henn- ar. Skipin, sem hér er um að ræða, eru Hrafn Sveinbjarnarson, sem kom til Grindavikur með 70 tonn, Rauðsey, sem kom til Akraness með 100 tonn, og Bjarni Ölaf sson, sem einnig kom til Akraness. Virðist augljóst, að útgerðir við- komandi skipa hafi litið svo á, að reglugerðin setti engin skilyrði um það, hvar skipin væru stödd, er sfldin væri söltuð, og þvi ekki haft um borð nema mjög tak- markaðan tunnufarm, ef nokk- urn. Þá er og ljóst, að öll sildin, sem nú er verið að salta um borð i 0 Einar Ágústsson vegna þess að sum atriði þess eru ekki enn fullunnin. Við ákváðum að setja ekki reglur varðandi landhelgi, mengun, visindalegar ráðstafanir eða afmörkun land- grunnsins af sömu ástæðu. Ekki var ætlunin heldur, að hefta á nokkurn hátt alþjóðlegar sigling- ar. En að þvi er varðar hið eina stóra lifshagsmunamál — fisk- veiðar erlendra manna — var ekki hægt að fresta nauðsynleg- um aðgerðum lengur. Af þessum sökum var ný reglu- gerð gefin út hinn 15. júli 1975 um útfærslu islenzku fiskveiðimark- anna i 200 sjómilur. Þarsem fjar- lægðin milli Islands og annarra rikja er minni en 400 sjómilur, er miðað við miðlinu eða jafnfjar- lægð. Hinar nýju reglur munu ganga i gildi hinn 15. október 1975. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í októbermdnuði 1975 Miðvikudagur 1. okt. R-31801 til R-32100 Fimmtudagur 2. okt. R-32101 til R-32400 Föstudagur 3. okt. R-32401 til R-32700 Mánudagur 6. okt. R-32701 til R-33000 Þriðjudagur 7. okt. R-33001 til R-33300 Miðvikudagur 8. okt. R-33301 til R-33600 Fimmtudagur 9. okt. R-33601 til R-33900 Föstudagur 10. okt. R-33901 til R-34200 Mánudagur 13. okt. R-34201 til R-34500 Þriðjudagur 14. okt. R-34501 til R-34800 Miövikudagur 15. okt. R-34801 til R-35100 Fimmtudagur 16. okt. R-35101 til R-35400 Föstudagur 17. okt. R-35401 til R-35700 Mánudagur 20. okt. R-35701 til R-36000 Þriðjudagur 21. okt. R-36001 til R-36300 Miðvikudagur 22. okt. R-36301 til R-36600 Fimmtudagur 23. okt. R-36601 til R-36900 Föstudagur 24. okt. R-36901 til R-37200 Mánudagur 27. okt. R-37201 til R-37500 Þriðjudagur 28. okt. R-37501 til R-37800 Miövikudagur 29. okt. R-37801 til R-38100 Fimmtudagur 30. okt. R-38101 til R-38400 Föstudagur 31. okt. R-38401 til R-38700 Bifreiöaeigendum ber aö koma með bifreiðar sinar til bif- reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og veröur skoðun fram- kvæmd alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilrfki fyrir þvf, aö bifreiöa- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé I gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki'einhver áð koma hifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta s'ektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1975, skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn I Reykjavik, 29. september 1975. Sigurjón Sigurðsson. skipunum hefur verið heilsöltuð, og er það fyrir þann Rússlands- markað, sem um var samið sl. föstudag, eða 20.000 tunnur. Var ætiunin með þeim samningum að losna við smásild fyrir tiltölulega lágt verð, en sildin sem veiðzt hefur, hefur aðeins að litlu leyti verið smásild, og ætti þvi að kom- ast i hærri verðflokk, ef hún væri hausskorin og slógdregin. Hefur frétzt, að smásildin I aflanum sé ekki nema um 10% aflans. Leyfin voru bundin við 180 tonna afla, og virðast skipin, sum hver, vera langt komin að ná þeim afla, en 11 skip munu hafa fengið leyfi til veiðanna til þessa. Jafnframt er unnið að áætlun um visindalega stjórnun og mun hún fela i sér miklar takmarkanir fyrir islenzka fiskveiðiflotann jafnvel eftir að veiðum erlendra fiskimanna er lokið. Tilgangur áætlunarinnar er að tryggja há- marksafla til langframa undir vfsindalegri stjórn. Er þar um að ræða algera endurskoðun á fyrri stjórnunaráætlunum, sem hingað til hafa alltaf orðið fyrir barðinu á þvi, að erlendar veiðar trufluðu stjórnunina. Stjórnunaráætlun þessi verður byggð á visinda- legum verndarsjónarmiðum. Þær ráðstafanir, sem rikis- stjórn íslands hefur gert eru i samræmi við þá samstöðu, sem fram hefur komið á Hafréttarráð- stefnunni þess efnis að strandrikið geti ákveðið leyfilegan hámarks- afla innan 200 milna fjarlægðar og einnig ákveðið möguleika sina til að hagnýta hann. Þar sem strandrikið hefur ekki möguleika á að hagnýta leyfilegan hámarks- afla að öllu leyti á það að gefa öðrum rikjum aðgang að þvi sem umfram er. Þessar meginreglur, sem fram koma i 50. og 51. grein annars kafla heildarfrumvarps- ins frá ráðstefnunni, njóta örugg- lega stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þeirra rikja, sem þátt taka i störfum Hafréttarráðstefn- unnar. Það er auðvitað einnig ljóst, að sum riki berjast enn gegn þeirri lausn sem nú var lýst, þar sem þeim mundi henta aðhalda áfram fyrri stefnu sinni og senda stóra togaraflota til þess að hagnýta sér fiskimið annarra þjóða án þeirra samþykkis. En nú er timi til þess kominn að horfast i augu við þá staðreynd, að yfirgnæfandi meirihluti rikjanna i hinu alþjóð- lega samfélagi er andvfgur slfku háttemi og að það kerfi, sem það er byggt á er úrelt og algjörlega óaðgengilegt fyrir þær þjóðir, sem riki þau er fiskveiðar stunda á fjarlægum miðum vilja svifta auðlindum með þessum hætti. 1 stað þess að berjast gegnhugtak inu um efnahagslögsögu, ættu þessi riki að láta sér nægja, ef þau þurfa ekki að greiða skaða- bæturfyrir þau geysilegu auðævi, sem þau hafa lekið úr þessum auðlindum hingað til. Að þvi er mitt land varðar, hafa þessar úreltu aðfarir oft áður stofnað efnhagslegri afkomu okkar i hættu og við getum ekki þolað slikar aðgerðir lengur. Hins vegar er rikisstjórn Is- lands ekki andvig þvi, að veita sanhgjarnaaðiögun til bráða- birgða til þess að koma i veg fyrir efnahagslega öröugleikaerlendra fiskimanna, en þá verður að hafa i huga tvær mikilsverðar forsend- ur. Annars vegar er það, að stefna okkar i þessum málum hefur verið alkunna I nærri þvi 30 ár og getur ekki komið neinum að óvörum — allra sist þeim þjóðum, sem erlendir fiskimenn á okkar miðum eru frá. Og hins vegar, munum við ekki láta undan efna- hagslegum þrýstingi svo sem þeim, sem okkur hefur verið sýndur af Sambandslýðveldinu Þýzkalandi og hefur lýst sér i löndunarbanni fyrir islenzka tog- ara i þýzkum höfnum og I þvi að koma I veg fyrir að tollalækkanir I Efnahagsbandalaginu kæmu til framkvæmda. Við væntum þess, að hinar nýju reglur okkar verði virtar af öllum þeim sem hlut eiga að máli og að okkur muni auðnast að nota auðlindir okkar i samræmi við þær meginreglur, sem hafa Almennur stjórnmála- fundur á Hótel Esju Framsóknarfélag Reykjavikur efnir til almenns stjórnmála- fundar að Hótel Esju miðvikudaginn 1. október kl. 20:30. For- maður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra ræðir efnahagsmálin og stjórnmálaastandiö. Kjósarsýsla — Reykjanes- kjördæmi. Héraðsmót framsóknarmanna i Kjósarsýslu verður haldið laugardaginn 4. október. Hefst það kl. 21:00. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og Jón Skaftason, al- þingismaður flytja ávörp. Sigurveig Hjaltested og Kristinn Bergþórsson syngja lög Sigfús- ar Halldórssonar við undirleik höfundar. Kátir félagar leika fyr ir dansi. A miðnætti verður dregið um Kanarieyjaferð fyrir einn. Að- göngumiðinn gildir sem happdrættismiði. Allir eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin. ísaf jörður Kappræðufundur verður haldinn fimmtudaginn 2. október kl. 8.30 I Gúttó. Ræðumenn: Kjartan Ólafsson og Steingrimur Hermannsson. Að framsöguræðum loknum verður fyrirspurnum svarað. Framsóknarfélag ísfirðinga Aöalfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 7, föstudaginn 3. október kl. 8,30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Önnur mál. Stjórnin. stuðning yfirgnæfandi meirihluta á Hafréttarráðstefnunni. Þetta er það sem við ætlum að gera og þetta er það sem við mun- um gera. Þvi hefur verið haldið fram af sumum aðilum, að rfkisstjórn Is- lands hefði átt að biða eftir þvi að störfum Hafréttarráðstefnunnar yrði lokið og að störf ráðstefnunn- ar verði torveldari viðfangs vegna þess að ráðstöfunum þessum var ekki frestað. Rikis- stjórn Islands er ekki sammála þessu sjónarmiði. Þvert á móti hefur rikisstjórn Islands með þvi að halda í heiðri þær megin- reglur, sem njóta yfirgnæfandi stuðnings á ráðstefnunni lagt áherzlu á virðingu sina fyrir ráð- stefnunni og við erum sannfærðir um, að ráðstafanir okkar og sam- bærilegar ráðstafanir af hálfu annarra rikja munuei hefta störf ráðstefnunnar heldur stuðla að árangri I störfum hennar I náinni framtið. Ármúli 18. Sími 81760. Pósth. 5035. Reykjavík Ung stúlka með eitt barn óskar eftir lítilli íbúð, á sann- gjörnu verði, til leigu. Upplýsingar í si ma 3- 21-18, eftir ki. 7 á kvöldin. HITAVEITU teng ingar i Kópavogi, Garðahreppi, Reykjavik, Seltjarnarnesi. Hilmar J. H. Lúthersson Simi 7-13-88.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.