Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.09.1975, Blaðsíða 20
SÍMI 12234 HERRft EftRHURINN MflLSTRffiTl 9 fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Gífurleg mótmælaalda gegn Spóni umallanheim — 12 lönd hafa kallað sendiherra sína heim — verkfall þúsunda manna í Baskahéruðunum — fleiri réttarhöld yfir skæruliðum á næstunni Reuter — Mótmælaaðgeröir gegn Spánarstjórn vegna aftöku Spán- verjanna fimm á laugardag eru mjög viötækar um alian heim. Sendiherrar margra landa hafa verið kvaddir heim, scndiráð Spánar erlendis hafa hvarvetna orðiö fyrir miklu aðkasti mót- mælenda og samskipti Portúgals og Spánar eru komin að því að rofna. Páll páfi hefur lýst yfir andúð sinni á aftökunum, forseti Mexikó heimtar að Spánn verði svipturöllum réttindum og landið rekið úr Sameinuðu þjóðunum. Franco og stjórn hans hefur verið lýst sem morðingjum og ofstækis- mönnum. Á Spáni hafa mótmæla- aðgerðirnar ekki verið minni en annars staðar og í Baskahéruðun- um fóru þúsundir manna í verk- fall f mótmælaskyni og á sunnu- dag særðust að a.m.k. sex manns i átökum viðlögrcglu i Baskahér- uðunum ogfjölmargir voru hand- teknir. I Hollandi var kveikt i spánska sendiráöinu, i Tyrklandi sprakk sprengja fyrir framan spánska sendiráðið og i Frakk- landi, i Pari's, leit eitt aðalverzl- unarhverfið út eins og orustuvöll- ur eftir að mótmælendur höfðu ætt þar um og i Sviþjóð lýsti Olof Palme forsætisráðherra spönsku stjórninni sem miskunnarlausum morðingjum. Páll páfi hefur mót- mælt harðlega og lýst yfir andúð sinni á aftökunum og svaraði Spánarstjórn honum með þvi að kalla heim sendiherra sinn i Vatikaninu. Að minnsta kosti tólf lönd hafa nú kallað heim sendiherra sina frá Spáni. Þau eru: Bretland, Austur- og Vestur-Þýzkaland, Sviþjóð, Holland, Danmörk, Noregur, Belgia, Italia, Frakk- land, Sviss og Austurriki. Spánn hefur svarað þessum mótmæla- aðgerðum með þvi að kalla heim sendiherra sina i þessum löndum. 1 Paris voru rúmlega fimmtiu manns handteknir i óeirðunum um helgina og um þrjátiu manns slösuðust. Verzlunargluggar voru brotnir, og voru glerbrot út um allar götur, götuvigi voru sett upp, götusteinar rifnir upp af strætunum, kveikt var i mörgum bifreiðum og lögreglan reði ekki við neitt þrátt fyrir að hún notaði táragas til að dreifa» mannfjöld- anum. 011 aðalverkalýðsfélög i Frakklandi skoruðu á félaga sina að leggja niður vinnu i fimm minútur á mánudag til að sýna andúð si'na á aftökunum. Um þrjú þúsund manns vildu fá að vera við jarðarför Baskans og skæruliðans Juan Paredes Manot, en hann var skotinn án þess að bundið væri fyrir augu hans og söng hann þjóösöng Baska, þegar hann stóð fyrir framan aftökusveitina. Fólkinu, sem vildi vera við jarðarförina, var haldið i burtu af miklum fjölda lögreglumanna. Sovézka dagblaðið Izevestia sem varð fyrst til þess i Sovétrikj- unum að skýra frá aftökunum, sagði að þessar aðgerðir Spánar- stjómar hef ðu ,, — verið geysilegt áfall fyrir allan hinn menntaða heim —Sagði blaðið, að Sovét- menn lýstu yfir samúð sinni með Spænskri alþýðu og heimtuðu að endir væri bundinn á hinar heift- arlegu aðgeröir gegn ættjarðar- vinum. Jaime de Pinies sendiherra Spánar hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti þvi yfir við yfirmann öryggisráðsins, að ummæli Luis Echeverria Alvarez forseta Mexicó um að reka ætti Spán frá Sþ, væri algjörlega út I hött og óhugsanleg. I bréfi sem Eche- verria forseti sendi Kurt Wald- heim, aðalritara sameinuðu þjóð- anna, voru harðorð mótmæli og kraföist hann mótmælaaðgerða gegn Spánarstjórn þegar i stað, meðal annars með þvi að svipta hana öllum réttindum innan Sþ og hætt skyldi öðrum stjórnmála- samskiptum við Spán. Pinies sendiherra sagði, að orðalag bréfs þess sem Mexikó- forseti sendi Waldheim, hefði aldrei áður verið notað i öryggis- ráöinu. Sagði hann einnig, að ekki hefði Spánn hreyft neinum mót- mælum gegn JScheverria þegar stúdentaóeirðirnar miklu voru i Mexikó 1968, en þá létu margir stúdentar lifið. Ekki er búist við, að Bandaríkin kalli heim sendiherra sinn i Mad- rid I mótmælaskyni við aftökurn- ar, var haft eftir talsmanni for- setans i gær. Ron Nessen, sagði aö Ford forseti hefði harmað þessar aðgerðir Spánarstjórnar og er þetta fyrsta yfirlýsingin sem kemur frá Hvita húsinu ummálið. I Baskahéruðunum á Spáni i gær, voru verksmiðjur, skólar, verzlanir og veitingahús öll lokuð er rúmlega hundrað og uttugu þúsund manns fóru I verkfall. Spánarstjórn hélt skyndifund i gærdag til að ræða hin viðtæku mótmæli sem hún hefur orðið fyrir siðan aftökurnar fóru fram Portúgal: inn nær útvarps- og sjón- varpsstöðvum á sitt vald Reuter-Lissabon— Jose Pinheiro de Azevedo, forsætisráðherra Portúgals, skipaði I gærmorgun hernum að taka útvarps- og sjón- varpsstöðvar i sinar hendur til að endurheimta vald sitt yfir bylt- ingarsinnuðum vinstri mönnum, en margir af hermönnunum neit- uðu aö verða við skipuninni. Voru stöðvarnar sakaðar um að vera með áróður gegn stjórninni. 1 gærdag neituðu þó fréttamenn stöðvanna að lesa upp yfirlýsingu forsætisráöherrans,. 1 gærkvöldi voru allar deildir portúgalska herSins beönar að vera viöbúnar, vegna þeirra miklu mótmæla, sem risiö hafa vegna töku út- varps- og sjónvarpsstöðvanna. Það þýðir, að öll leyfi hermann- anna voru afturkölluð og þeir skyldugir til að vera i herstöðvum Sjóræningjar gefast upp Reuter-Manila — Sjóræningj- arnir, sem rændu japönsku timburflutningaskipi i Zambo- anga á Filipseyjum, gáfust upp i gær. Ahöfn skipsins, 26 manns var þá öll heil á húfi, en hún haföi veriö I haldi I niutiu klukkustundir. Það voru um þrjátiu vopn- aðir menn, sem réðust á skipið I höfninni I Zamboanga og skipuðu skipstjóranum að sigla á brott. Siðan kröfðust sjóræningjarnir lausnargjalds fyrir skipið og áhöfn þess. Fallbyssubátar umkringdu þegar skipið eftir að sjóræn- ingjarnir náðu þvi á sitt vald, og fylgdust þeir með þvi, meö- an samningar við ræningjana stóðu yfir. I gærdag gáfust svo ræn- ingjarnir upp, og var skipinu siglt áleiðis til Zamboanga i fylgd fallbyssubátanna. Ekki er vitað, hver örlög sjóræn- ingjanna verða. s.l. laugardag. Um tuttugu Bask- ar sitja nú i fangelsum á Spáni. Hefjast réttarhöld yfir þeim i vik- unni og er búist við, að nokkir þeirra eigi dauðadóm yfir höfði sér. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að réttarhöldinmyndu ekki hefjast næstu daga, en svo virðist sem stjórnin sé fastákveðin i að halda áfram hinum miskunnar- lausu aðgerðum gegn skærulið- um. Þá sagði talsmaður spönsku stjómarinnar, að „aðeins” þrjá- tiu þúsund manns i Madrid hefðu hlýtt kalli spönsku Baskanna um að leggja niður vinnu i gær. 1 Kaupmannahöfn lögðu hafnarverkamenn niður vinnu við spánskt flutningaskip i mótmæla- skyni, en það var i höfninni. 1 Bretlandi skoruðu verkalýðsfélög á félagsmenn sina að neita að af- greiða ogvinna viðspönsk skip og flugvélarog einnig skoruðu þeir á póstafgreiðslumen n að gera slíkt hið sama. slnum og biða þar frekari fyrir- skipana. Margir af hermönnunum, sem sendir voru til útvarps- og sjón- varpsstöðvanna, neituðu að hlýða skipunum yfirmanna sinna og gengu I liö með fréttamönnunum. Mikill fjöldi vinstrisinna mót- mælti fyrir utan stöðvarnar þrjár i Lissabon i gærdag. Azevedo tók þessa ákvörðun i fjarveru Costa Gomes forseta, sem nú er i Pól- landi. Azevedo fer með forseta- vald, meðan Gomes er fjarver- andi. London: 3 menn halda 6 gíslum í kjallaraholu Reuter London — Þrir vopnaöir menn halda sjö gislum i kjall- arakompu á itölskum veitinga- stað i Knightsbridge i London, Mennirnir þrir, tveir vestur indiar og einn afrikubúi, réöust inn á veitingastaðinn á sunnu- dag og áleit lögreglan aö fyrst heföi veriö um aö ræöa venju- legt rán, en aö þegar komiö var ræningjunum á óvart, tóku þeir gislana meö sér inn i kjallara- kompuna og sagöi talsmaöur lögreglunnar I gær, aö hann áliti ekki að mennirnir þrir geröu þetta I pólitlskum tilgangi. Mennirnir kröföust þess I gær aö fá til umráöa flugvél sem flytti þá úr landi, en lögreglan vildi ekkert samkomulag eiga viö þá. Geysilegur mannfjöldi hefur safnazt saman fyrir utan italska veitingastaðinn, og sjónvarpið hefur komið upp vélum sinum þar fyrir framan. Fjöldi lög- reglumanna er á verði við húsiö. Gislar ræningjanna þriggja eru sjö italskir starfsmenn Italska veitingahússins og eru þeir og ræningjarnir inni i litlu loftlausu kjallaraherbergi, sem er aöeins 3,5x3 m á stærð. Þar er ekkert vatn, engin snyrtiað- staða en nokkuð af dósa- mat, en enginn dósaopnari. Mario Manca, italski aðal- ræðismaðurinn, fékk að tala við gislana á þeirra eigin tungu I gær, og sagði hann að ástandið I kjallaraherberginu væri betra en búast mætti við, en að gisl- arnir væru hræddir um að ræn- ingjarnir myndu skjóta þá á hverri stundu. Eigandi veit- ingahússins var einnig tekinn I gislingu á sunnudag, en ræn- ingjarnir slepptu honum fljót- lega. Lýsti hann ástandinu I kjallaranum svo að loftleysið væri mikið og ólyktin ólýsanleg. I gærkvöldi slepptu ræningj- arnir einum gislanna, sem var orðinn veikur i loftleysinu I kjallaranum. Maðurinn var fluttur á brott I hjólastól til nær- liggjandi sjúkrahúss og var liðan hans ekki sem verst, eftir þvi sem lögreglan sagði. Ræn- ingjarnir neituðu að sleppa gisl- inum, nema Italski sendiherr- ann i Bretlandi, Roberto Ducci, talaði við Roy Jenkins innan- rikisráðherra og flytti honum kröfur þeirra. Eftir að Ducci hafði gert eins og ræningjarnir báðu um, var veika manninum sleppt. Fjallgöngumaður lætur lífið Reuter London — Hörmulegt slys skyggir nú á gleði brezka fjallgönguleiðangursins, sem tókst að klifa fyrstum breta á tind Mount Everest frá suð- vestur hliðinni i síöustu viku. Einn af leiðangursmönnum, lét lifiö, er hann ásamt fleirum, gerðú aðra tilraun til að komast á tiindinn, s.l. föstudag. Hann hét Michael Burke, 32 ára gamall. Það voru Dougal Haston og Doug Scott, sem urðu fyrstu bretarnir til aö komast á tind Mount Everest frá Suðvestur- hliðinni, sl. miðvikudag. Eftir þessa velheppnuðu fjallgöngu, ákvað foringi leiðangursins, Chris Bonington, að réyna aðra tilraun, með nokkrum af meðlimum leiðangursins. Burke hrapaði til dauða þegar hann var i þessari annarri til- raun leiðangursmanna til að komast á tindinn. Jose Pinheiro Azevedo forsætisráöherra. Kópavogur Blaðburðarfólk óskast til útburðar við Digranesveg Umboðsmaður Tlmans sími 42073.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.