Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Miðvikudagur 1. október 1975 2 , gébé Rvlk — A fimmtudagskvöld kl. 21:00 verður haust- og vetrar- tizkan Í975 sýnd á Hótel Sögu. Það eru Modelsamtökin, sem nú halda sina árlegu tizkusýningu um leið og samtökin kynna fyrir framleiðendum og fyrirtækjum sýningarfólk sitt, um tuttugu manns. Modelsamtökin, sem nií hafa starfað i rúm tólf ár, hafa i nokk- ur undanfarin ár sýnt islenzkan ullarfatnað vikulega fyrir erlenda ferðamenn og ráöstefnugesti auk fjölmargra sýninga fyrir kaup- menn, framleiðendur og félög. Stjórnandi Modelsamtakanna er Unnur Amgrimsdóttir. A tlzkusýningunni á Hótel Sögu áfimmtudag, verðursýndur fatn- aður frá Parinu og Dömunni i Hafnarstræti, Herragarðinum, Aðalstræti, en Snyrtistofan Krista, Rauðarárstig 18 sér um förðun. Dansað verður til kl. 1 eftir miðnætti. 0 Myndin var tekin á æfingu hjá Modelsa m tökunum. Haust- og vetrar- tízkan sýnd á Sögu Ræðir við sjónvarpið um samstarf um gerð landbúnaðarkvikmynda Fulltrúar Imperial Chemical Industries Ltd., þeir dr. John Wain, llfefnafræðingur og dr. R. Brosnan, læknir afhentu Hjartavernd I gær fullkomið tæki til þess aö mæla fitu I blóöi. Gjöfinni veittu viðtöku Nikulás Sigfússon, yfirlæknir og Sigurður Samúelsson, prófessor, og sjást þeir hér á myndinni. Timamynd: GE BH-Reykjavik. — Ég hef verið að leita eftir samstarfi við sjón- varpsmenn, myndatökumenn og aðra aðila, um stofnun islands- deildar i sambandi við efnisgerð, myndatöku og úrvinnslu á vegum Samnorrænu landbúnaðar- mynda- og kvikmyndastofnunar- innar. island hefur verið aðili að þessari stofnun siöustu tuttugu árin, og fengið fjölmargar kvik- myndir úr safni ráðsins, en hins vegar hefur stofnuninni borizt fremur litið efni frá islandi til þessa. bannig komst Lars Grimelund Kjelsen, forstöðumaður og for- göngumaöur stofnunarinnar, að oröi, þegar Timinn ræddi við hann og Gisla Kristjánsson, sem hefur verið fulltrúi Islands hjá stofnuninni. Lars Grimelund Kjelsen er Norömaður. Hann dvaldist I Eng landi á stríðsárunum, og fékk þar áhuga á myndagerð fyrir land- búnaðinn. Eftir heimkomuna til Noregs að striöi loknu hófst hann handa við að koma stofnuninni á laggirnar, og árið 1948 var haldin fíögurra landa ráðstefna i Osló, sem lauk meö þvi aö samstarf- iö hófst. Upp úr 1950 gerðist Is- land aðili að stofnuninni, og er Gisli Kristjánsson, ritstjóri, full- trúi tslands hjá henni. — Samstarf landanna fimm hefur veriö hin ánægjulegasta i stofnun þessari, og myndir stofn- unarinnar hafa farið viöa og hlot- ið hinar beztu viötökur, sagði Kjelsen við okkur i gær, og tók Gisli Kristjánsson undir þau orð hans. Hérlendis hafa kvikmyndir stofnunarinnar ekki aðeins verið sýndar við kennslu I búnaðarskól- unum, heldur og i húsmæðraskól- unum, og á námskeiöum fyrir ráðunauta. — Þá hafa ráðstefnur á vegum stofnunarinnar verið hinar mikil- vægustu, segir Kjelsen, en þær voru haldnar árlega til aö byrja með, nú annað hvert ár. Þar hitt- ust ekki aðeins framleiðendur myndanna og skoðendur þeirra, heldur og fjölmargir, sem áhuga hafa á þessum efnum, og margt gott er lagt til málanna. Siðasta ráðstefnan var haldin i Sviþjóð, og fór Gfsli Kristjánsáon þangað með tvær islenzkar myndir, sem vöktu mikla athygli, en önnur þeirra var mynd Magn- úsar Magnússonar, Þrjú andlit Islands. —-. Við höfum einnig efnt til kvikmyndahátiða, þar sem veitt „hafa verið verölaún þeim, sem unnið hafa að beztu myndunum, segir Kjelsen okkur. Þá höfum við einnig sent myndir á alþjóð- legar landbúnaðarkvikmyndahá- tiðir og hlotiö mikil verðlaun þar, svo sem eins og i Berlin, þar sem slikar hátiðir eru árlegur við- burður. Við spyrjum að hugsanlegu ráðstefnuhaldi á Islandi. — Já, svarar Kjelsen, koma min hingað að þessu sinni er ein- mitt i sambandi við hugsanlegt ráðstefnuhald hér á tslandi næsta ár. Ég hef talað við fjölmarga aðila, sem tekið hafa vel i sam- starf við stofnunina, og alls ekki óliklegt, aö islenzkt efni komi fram á ráðstefnunni næsta ár, ekki sizt ef hún yrði haldin hér. Viö ræðum um norræna styrki til starfseminnar, og fræðslustarf innan stofnunarinnar. — Viö höldum námskeið á hverju ári meö styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Siöasta námskeiðið var haldiö i Noregi á þessu ári, og gaf mjög .góöa raun. Það er áhugamál okkar aö geta komiö upp deildum stofnunarinn- ar sem öflugustum og sem viöast á Norðurlöndum. Lars Grimelund var ánægður með komu sina til íslands og dvöl sina hér. Hann heldur heimleiöis i dag, en i gær kvaðst hann myndi ljúka viðræðum sinum við ráða- menn sjónvarps um væntanlegt samstarf. Vatnasvæði Breiðdals Siguröur Lárusson á Gilsá hefur skrifað okkur og segir i bréfi sinu veiðifregnir af Vatna- svæði Breiðdals, en þar lauk veiði þann 20. september. Veiði- hornið þakkar Sigurði fyrir bréfiö og væntir þess, að fleiri fylgi fordæmi hans og skrifi okkur fregnir og veiðisögur og sendi okkur myndir. Sigurður Lárusson segir svo i bréfi sinu: „Alls hafa verið skráðir I veiðibækur Veiðifélags Breið- dæla 123 laxar og 215 silungar af laxveiðisvæðunum, en 1693 silungar úr silungsveiöisvæðun- um. Auk þess er eftir að færa inn i veiðibækurnar veiðina á fimmtudögum, en þá daga hafa veiðiréttareigendur, og jafnar stjórn télagsins peim stongum niður á félagsmenn með hlið- sjón af arðskrá. Þó að þeir dagar séu ekki nærri allir notaðir af ýmsum á- stæðum, má gera ráö fyrir, að allmargir silungar hafi veiözt þá daga, og nokkrir laxar að auki. Þá eru á hverju sumri nokkrir menn, sem kaupa leyfi á vatna- svæðið, en skila ekki veiði- skýrslu við brottför, þó að það sé skylt. Þessir menn, sem ekki skiluðu veiðiskýrslu, eða gerðu á annan hátt grein fyrir veiðiár- angri slnum, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Sigurð Magnússon kennara, Staðarborg, fyrir 20. október, svo að hægt sé að færa inn I veiðibækur það, sem þeir kunna að hafa veitt. Verði þeir ekki við þessum tilmælum, mega þeir búast við þvi að fá ekki keypt veiðileyfi i Breiðdal á næsta sumri. Að þessu athuguðu má gera ráð fyrir, að alls hafi veiðzt um 130 laxar I sumar, eða riflega það, og yfir 2000 silungar. Er þetta svipuð laxveiöi og i fyrra, en langmesta silungs- veiöislöan Veiðifélag Breiðdæla var stofnaö. Einu sinni hafa veiðzt fleiri laxar, eða áriö 1973, en þá veiddust 190 laxar. Þyngsti laxinn I sumar var 16 pund. Margir telja það mikla nauð- syn að gera fiskveg um fossinn Beljanda i Suðurdalsá og lag- færa smáhindranir I Norður- dalsá. Er taliö, að við það opnist beztu hrygningarsvæðin, og stórum auöveldara veröi ao auka laxagengd á vatnasvæð- inú. í Breiðdalnum er ekki aðeins náttúru fegurð mikil, þar er og mikil og góö veiði. Lars Grimelund Kjelsen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.