Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. október 1975 TÍMINN 5 Sjúkrahús í Keflavík Tilboð óskast i að reisa og gera fokhelda viðbyggingu við Sjúkrahúsið i Keflavik. Auk þess skal fullgera húsið að utan og ganga frá lóð. Húsið skal vera fokhelt fyrir árslok 1976, en verkinu ljúki að fullu fyrir 1. júli 1977. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 21. okt. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍKI 26844 Dagblaðið hóð útgefendum sínum Deilan milli fjármálamann- anna, sem standa að baki VIsi og Dagblaðinu, fer nú óðum harðnandi. Þannig notar Vlsir nú Armannsfellsmálið til að deila á aðstandendur Dag- blaðsins. t forustugrein Visis I fyrradag, sagði á þessa leið: „Enn kynlegri er þó afstaða hins nýja dagblaðs, sem sjálft hreykir sér af þvi að vera frjálst og óháð. A.m.k. tveir af aðstandendum þess eru jafn- framt hluthafar i hinu um- rædda byggingarfélagi. t samræmi við það tók ritstjórn þessa frjálsa og óháða blaðs þegar upp þá stefnu, að með engu móti mætti áfellast það fyrirtæki, sem hér ætti hlut að máli né heldur þá stjórnmálamenn, er annazt hefðu fésýslu fyrir viðkom- andi stjórnmálaflokk. Þetta óháða og frjálsa blað taldi, að I þessu máli ætti ein- vörðungu að ásaka æðstu for- ystumenn þessa stjórnmála- flokks. Þessi afstaða varpaði hulunni af augiýsingaskrum- inu um frelsið. En hún minnti einnig á þá rlku tilhneigingu að skjóta sllkum málum á bak við lás og slá hinnar flokks- pólitisku samtryggingar. Ef sjónarmið af þessu tagi réðu rlkjum, gæti pólitisk spilling læst sig um þjóðarlikamann án þess að menn gætu rönd við reist. Með þessu er ekki verið að segja, að ritstjórn þessa umrædda blaðs hafi sérstakan áhuga á pólitiskri spillingu: hún er aðeins háð sinum út- gefendum”. Með þessum orðum er Visir ótvirætt að gefa I skyn, að að- standendur Dagblaðsins séu ekki neitt sérstaklega heiðar- legir. Dagblaðið svarar í forustugrein Dagblaðsins á mánudaginn er aðstandendum Reykjaprents h.f., sem gefur út Visi, sendur tónninn og seg- ir þar á þessa leið: ,,Sú rangfærsla, sem oftast hefur verið endurtekin i reiði- lestri aðstandenda VIsis, eru fullyrðingar leiðara blaðsins um, að minnihlutinn I Reykja- prenti útgáfufélagi blaðsins, hafi reynt að ná fjármálaleg- um tökum á fyrirtækinu. Engin slik tilraun hefur nokkru sinni verið gerð af hálfu minnihlutans. Einu hlutabréfin, sem ólöglega hafa gengið milli manna I félaginu, eru nokkur hlutabréf, sem nú- verandi formaður Reykja- prents aflaði sér fyrir mörg- um árum. Minnihluti Reykjaprents- manna var einfaldlega hrak- inn á brott með offorsi og knú- inn til að stofna nýtt dagblað, sem hefur nú þegar meiri sölu en Visir hafði fyrir hrunið. Vinsældir Dagblaðsins byggj- ast meðal annars á þvl, að all- ir helztu starfsmenn VIsis og minnihluti Reykjaprents- manna tóku höndum saman um stofnun blaðs, er gæti fengið að vera I friði fyrir flokka- og hagsmunapólitlk. Með ofurkappi sinu hefur aðstandendum VIsis tekizt á aðeins einu slðsumri aö stór- skaða blað, sem aðrir menn höfðu byggt upp á mörgum ár- um. Hafi meirhlutamenn Reykjaprents áttað sig á þess- ari staðreynd núna, eiga þeir ekki að láta málið koma sér úr jafnvægi. Persónunlð getur aidrei komið I stað heiðarlegr- ar samkeppni.” Vafalitið stendur ekki á VIsi að svara. Þ.Þ. STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS — ný bók eftir dr. Gunnar G. Schram AUGLYSIÐ í TÍMANUM ÚT ER KOMIN bók um Stjórnar- skrá Islands, eftir dr. Gunnar G. Schram, þar sem meginatriði is- lenzkrar stjórnskipunar er skýrður á þann hátt, að almenningur á greiðan aðgang að efninu. Jafnframt er bókinni ætlað það hlutverk að vera hentug bók við kennslu I félagsfræðum og á skyldum sviðum. í bók sinni gefur höfundur I stuttu en mjög ljósu máli yfirlit yfir megindrætti islenzkrar stjórnskipunar. Fjallað er um öll helztu ákvæði stjórnarskrár landsins, sem verið hefur i gildi siðan 1944. Sú stjórnarskrá er kjölfesta hins islenzka réttarþjóð- félags. Hér er þvi ritað um mál- efni, sem allir íslendingar þurfa að kunna skil á, ekki sizt hinir yngri, sem eru að vaxa úr grasi. í bókinni er rætt um embætti og valdsvið forseta Islands og um ráðherra, helztu störf þeirra og ábyrgð þeirra á embættisverkum. Þá er rætt um Alþingi og réttindi og skyldur alþingismanna. Einnig er vikið aö þvi hvenær heimilt er að beita þingrofi. Þá er fjallað um verk- efni dómstólanna og loks um það hvaða mannréttindi Islendingum eru tryggð. Þetta er ómissandi bók öllum þeim, sem áhuga hafa á stjórnmálum, þjóðfélagsmálum og islenzkri lögvisi. Höfundur bókarinnar, dr. Gunnar G. Schram, er einn kunn- asti lögfræðingur landsins. Hann var varafulltrúi Islands hjá Sam- einuðu þjóðunum þar til á siðasta ári. Hann er nú prófessor i lögum við Háskóla Islands. Útgefandi bókarinnar er örn og örlygur. Bókin er sett i prentstofu G Benediktssonar, prentuð hjá Prenttækni hf. en bundin I Arnar- felli. Kápu gerði Hilmar Helga- son. Yfir vetrarmónuðina er Bílapartasalan opin fró kl. 1-6 eftir hódegi. Upplýsingar í síma 11397 frá kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frú kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga „ ................^ Bílavara- hlutir Notaðir varahlutir í fiestar gerðir eldri bíla Frá vistheimilinu Sólborg Akureyri Starf aðstoðarforstöðukonu við vist- heimilið Sólborg, Akureyri er laust til umsóknar. Umsækjandi skal hafa próf frá Þroska- þjálfaskóla íslands eða hliðstæða mennt- un. Hjúkrunarkona eða fóstra kæmi einnig til greina. Upplýsingar um starfið gefa framkvæmdastjóri eða forstöðukona i sima 96-21755.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.