Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 1. október 1975 Páll Guðmundsson: Skapa þarf sjávarútvegi þá aðstöðu, að hann geti greitt þau laun sem þarf til þess að fá gott fólk til starfa Oft hefur verið umræðuefni sjómanna og annarra, er til þekkja, sá mikli verðmunur, sem er á fiski hér og i nágranna- löndum okkar. bessum undir- stöbuatvinnuvegi hefur verið haldið gangandi til þessa með miklu aflamagni á mann og skip, sihækkandi sölu afurðanna og marg endurteknum gengis- fellingum, þar sem gengið hefur verið á skiptakjör sjómanna og ráöstöfunarfé útgerðar á greiðslu i hið alræmda sjóða- kerfi, sem allt er að sliga. Það grefur undan heilbrigðum rekstri með færslu frá sjómönn- um og Utgerð skipa, sem betur afla, til.hinna. A siðast liðnu ári verður sú breyting, að verð afurða á er- lendum mörkuðum lækkar. Mest á fiskimjöli úr 10 dollurum próteineiningin i 3.5 dollara. betta gerist samfara stór- hækkuðum rekstrarkostnaði út- gerðar og fiskiðnaðar, þar sem olia og veiðarfæri hafa þrefald- azt i verði. Hækkun oliuverðs var sjávarútvegurinn einn lát- inn bera með nýjum álögum á óskipt aflaverðmæti, sem siðan er notað til niðurgreiðslu á oliu og verkar þannig, að skipin, sem beturafla, greiða fyrir oliu meira en tvöfalt hærra verð en hún kostar án niðurgreiðslu. Var þó nög um slikar millifærsl- ur fyrir. Hækkun rekstrarkostnaðar fiskvinnslu verkar öll til lækkunar fiskverðs. Er nú svo komið, að lengra verður ekki haldið, eigi útgerðin að ganga. Ahafnir fjölda skipa hafa að- eins fengið kauptryggingu það sem af er þessu ári. Laun sem Sfóru i júni mánuði siðast liðnum (mánaðarlaun) upp i 74.271 kr. til háseta og 102,159 kr. til skip- stjóra. Af þessum launum greiða þeir fæði. Við sjáum bezt hvers störf sjómanna eru metin, þegar mánaðarlaun þeirra ná ekki 30% af launum starfsfólks við rikisframkvæmdir eins og hjá Sigöldu og Kröflu. Svo að engan þarf að undra, þótt erfið- lega gangi að manna fiskiskip- in, og ekki verður það til að bæta hag útgerðar, sem átti i miklum erfiðleikum fyrir. Með lágu fiskverði er unnið markvisst að þvi að koma útgerð fiskiskipa undir þá, sem fiskverkun reka. Nú er svo komið varðandi marga þætti hráefnisöflunar á bræðslufiski, að vinnslu- kostnaður, útflutningur og sjóðakerfiö taka svo til allt, og i sumum tilfellum allt það verð, sem fæst fyrir afurðir þeirra á erlendum markaði. Hér á ég við hráefni eins og loðnu, spærling og kolmunna, sem ekki virðist hægt að verðleggja hér við nú- verandi aðstæður, en er góður atvinnuvegur hjá nágranna- þjóðum okkar, svo sem Færeyingum, Norðmönnum og Dönum. Þótt tekið sé tillit til alls sem greitt er i sjóðakerfið, fáum við ekki fram nema hluta þess verðs, sem greitt er fyrir sams- konar hráefni, t.d. i Færeyjum. Varðandi þann fisk, sem fer til vinnslu í hraðfrystihúsum, er hluti verðsins fenginn með greiðslu úr verðjöfnunarsjóði, sem nú er að tæmast, en verð- meiri fiskur skilur lengur eitt- hvað eftir i hráefnisverð, þótt mikið sé af honum tekið. Er nema von að sjómenn spyrji, hvernig á þessum verð- mun standi, þegar þeim er full- kunnugt um að laun þeirra og hinna, sem við fiskiðnað vinna i landi, eru langtum lægri hér en i þeim löndum, sem við er miðað. Væri ekki full ástæða til að leita hér orsaka? Ég hef áður minnzt á þá miklu þenslu, sem verið hefur i menntaskólum og háskóla, og að námið skuli beina fólkinu að mestu til þjónustustarfa. Þar sem undantekning er að fólk komi frá langskólanámi til starfa við atvinnuvegi þjóðar- innar. Biða þarþómörg verkefni úrlausnar og skipulags, en kannski fyrst og fremst skiln- ings. Áður en ég leitast við að finna orsakir hluta þess verðmunar, sem er á fiski hér og viða er- lendis, eins og það kemur mér fyrir sjónir, vil ég taka fram, að ég reikna ekki með þeim rekstrarstyrkjum, sem sjávar- útvegur nýtur viða erlendis. Fis kim jöls verksmið jur Erlendis þykir það frumskil- yrði að verksmiöja fái aðstöðu á hafnarsvæði, svo að löndun og útskipun geti farið fram á færi- böndum. Hér er þessu öðruvisi farið, sérstaklega á Suðvesturlandi. Þar er undantekning, ef verk- smiðja hefur aðsetur á hafnar- bakka. Þessi aðstöðumunur kostar mikið. Keyrslu á bifreið- um aö verksmiðju og frá, ásamt kostnaðarsamri útskipun. Allt fiskimjölverður að setja i poka, sem kosta nær 2000 kr. fyrir hvert tonn. Pokun krefst manna á vakt allan sólarhringinn við að ganga frá pokum og koma þeim fyrir I mjölhúsi. Flutningsgjald er hærra á pokuðu mjöli en lausu. Auk þess greiða sumir kaupendur laust mjöl hærra verði vegna aukins kostnaðar viö uppskipun á pokum. Langmestur hluti fiskimjöls er flutt og selt laust á hinum ai- menna markaði, og hefur svo verið um áratug. Orkukostnaö- ur fiskimjölsverksmiðju hér er verulega mikið meira en er- lendis. Munar þar nokkru á olíu, en mest á rafmagni, sem er um það bil tvöfalt hærra hér en viða erlendis, að þvi er mér er tjáð. Mun orkukostnaður vera nokk- uð á aðra krónu á hvert hrá- efniskiló og útskipun og flutn- ingskostnaður á fiskimjöli til nærliggjandi hafna i Evrópu svipaður. Þó er fiskimjöl ekki nema 16% af þunga hráefnis. Margt af þvi, sem hér hefur verið nefnt varðandi fiskimjöls- verksmiðjur, á við um aðrar greinar fiskvinnslu, og verð alls afla byggist að nokkru á hvað fæst fyrir þann hluta, sem unn- inn er i fiskimjöl, þar sem um 60% innvegins afla til hrað- frystihúsa og annarra verkunarstöðva fer i fiskimjöl. Hér hef ég aðeins minnzt á einn þátt þess skipulagsleysis, sem orsakar lágt fiskverð, hrekur sjómenn i land vegna slæmrar afkomu og stöðvar flotann ef ekki verður breyting á. En það eru fleiri þættir sem svipað er ástatt með. Viðgerða- þjónusta skipaflotans hefur ekki þá lágmarksaðstöðu, sem henni er nauðsynleg. Véla- og við- gerðaverkstæði eru yfirleitt staðsett i útjöðrum borga og bæja og hafa enga aðstöðu við hafnir. Ekki einu sinni mögu- leika á bryggjuplássi né raf- magni. Af þessu fer oft nær helmingur vinnustunda i flutn- inga og færslur, sem seinka verkinu og gera það óheyrilega dýrt. Af þessum sökum fer við- hald skipa okkar að miklu leyti fram erlendis, þótt hér séu ekki siður færir iðnaðarmenn og á lægri launum en erlendis. Fiskverð Það hefur verið talsvert til umræðu i fjölmiðlum og manna á meðal, að einn togari skilaði hagnaði siðastliðið ár og rekstur hans hefur gengið vel það, sem . af er þessu ári.Þessi sami togari er einnig með langhæst fisk- verð, þó dregnar séu frá erlend- um sölum allar greiðslur i út- flutnings-og önnur gjöld i sam- eiginlega sjóði hér heima ásamt tollum erlendis. Skyldi ástæðan fyrir afkomu þessa skips vera sú, að það siglir með meira af aflanum til erlendra hafna en önnur og lætur framkvæma við- hald skipsins þar sem aðstaða er tíl starfsins? Verð á loðnu með flutnings- sjóði og frystingu var hátt á fjórðu krónu pr. kg. 1974. A sið- ustu loðnuvertið var það um 2 kr., að hluta fengið með greiðsl- um úr verðjöfnunarsjóði, þrátt fyrir tvennar gengisfellingar. í ágústmánuði sl. var það ákveðið á ný og þá 0.55 kr. og þótti kaup- endum hátt.Þannig stefnir með auknum tilkostnaði i landi og sjóðagreiðslum (sem allir eru tómir) að taka allt sern fæst fyr- ir afurðimar. Nú hafa háskólaborgarar, og senn munu aðrir launþegar leggja fram kröfur um laun næsta árs. Er þar mikið rætt um að ná þeim rauntekjum sem þeir höfðu i árslok 1973. Tel ég þvi timabært að sjó- menn og útvegsmenn láti frá sér heyra. Væri eðlilegt að þeir f æru fram á að verðlagt yrði nú frá þeim enda, sem að þeim snýr. Hvað þeir þyrftu að fá fyrir afl- ann og sé þá tekið tillit til minnkandi afla. Ef loðnuveiði- I sjómenn og útgerð létu sér nægja sömu rauntekjur og feng- ust við verðlagningu i árslok 1973, ætti loðnuverð á komandi vertíð að vera 8-9 kr.pr. kg. og svipað á spærling og kolmunna, sem mikið er af hér við land sið- ari hluta árs, en fær að synda þar i friði, þótt fjöldi veiðiskipa sé verkefnalaus, eða veiði áþekkan bræðslufisk fyrir er- lendar verksmiðjur á sama tima og okkar standa verkefnis- lausar. Hráefnisöflun og fiskiðja er sá eini stóriðnaður, sem rekinn er á Islandi, þótt annarri grein hafi nú verið gefið það nafn, iðnaði, sem greiðir nær 3000% lægra rafmagnsverð en sjávarútveg- ur, auk annarra friðinda. Okkur er sagt að greiðslujöfn- uður við útlönd sé óhagstæður og þjóðin lifi um efni fram. Vafalaust er það rétt. Ber þá að snúast gegn vandanum með þróttmeiri sjávarútvegi og betri nýtingu þess afla, sem á land kemur. En til að svo verði, þarf nú þegar að skapa sjávarútveginum þá að- stöðu, að hann geti greitt þau laun, sem þarf til að fá nóg og gott fólk til að starfa við undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar á sjó og landi, en á það skortir mikið. Það hefði þótt lélegur bóndi i minni sveit, sem hefði fyrst dregið úr fóðrun kúnna þó þær ættu I erfiðleikum með að fram- fleyta sistækkandi fjölskyldu með auknar kröfur. KENNSLUBÓK í TÓNFRÆÐI — ný bók eftir dr. Hallgrím Helgason ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gefið út NÝ RAUÐA KROSS DEILD Kennslubók i tónfræði eftir dr. Hallgrim Helgason, tónskáld. í formála segir höfundur m.a.: ,,Þessi stutta handbók er hugsuð sem fyrsti leiðarvísir tilþess aö nema mál tóna og gefa um leið örlitinn forsmekk aö æskilegu framhaldi.” Tónfræöi dr. Hallgrims byrjar á frumatriðum um nótnakerfi, segir frá nótum, lyklum, tónhæð, tónlegnd, tónstyrk, takti, hljóð- falli og hrynjandi. Mikil áherzla er lögð á skipun tónbila sem lykil aö þeirri nauðsynlegu kunnáttu, að geta lesið nótur og sungiö þær beint frá blaöi, sem vissulega er undirstaða aö blómlegu sönglifi. Nýir timar boða nýtt efni. Svo er einnig hér þvi að nokkrir kraflar bókarinnar eru hér á landi alger nýjung. Má þarf nefna atriði eins og „eiginleikar tóntegunda”, og „sérlegt gildi tónbila”, sem fjalla um sérblæ og innihald tóntegunda og tónbila. Nýstárlegur er ennfremur kafli um lagmyndun, þar sem gerð er grein fyrir bygg- ingu laga, og islenzk lög tekin til skýringar. Loks er sérstakur kafli um tónlistarlif almennt, en þar er skýrt frá tónlist sem uppeldis- legri nauðsyn, margvislegri músikiðkun á breiðum grund- velli, þar sem allir geta orðið virkir þátttakendur. Af lauslegri upptalningu má vera ljóst, að bók þessi á brýnt erindi við alla þá sem læra tón- menntir. Hún getur oröið uppörv- un þeim, er stunda hljóðfæraleik sem atvinnu eða annast músik- kennslu, og ánægjulegur og fróðlegur lestur fjölmörgum áhugamönnum. Bókin er sett og prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Hún er filmuð hjá Korpus hf. og bundin hjá Sveinabókbandinu hf. Káputeiningu gerði Hilmar Helgason. örn og örlygur hafa einnig tek- ið að sér dreifingu Sögu tónlistar- innar eftir Sigrid Rasmussen I þýðingu dr. Hallgrlms Helgason- ar. Bókin kom út árið 1946 og er hin athyglisverðasta, enda hlaut hún þá þegar hina beztu dóma. Þannig skrifaði Björgvin Guð- mundsson tónskáld mjög lofsam- lega um bókina og sagöi m.a.: „Þá er hin ágæta þýðing Hall- grims á Tónlistarsögu Sigrid Rasmussen, en það er sú prýði- legasta bók sinnar tegundar, sem ég sem ég hef lesið”. Báðar þessar bækur, Kennslubók i Tónfræði og Saga tónlistarinnar eiga mikið erindi til þeirra sem leggja stund á tónmenntir. gébé-Rvik — Stofnfundur Rauða kross deildar Dalvíkur og ná- grcnnis var haldinn á Dalvik 25. sept. sl., og setti formaður undir- búningsnefndar, Kristján Ólafs- son, fundinn og skýrði frá aðdrag- anda stofnunarinnar. Stofnfé- lagar deildarinnar voru 38, en stofnéndurmunu þeir teljast, sem skrá sig félaga fyrir nk. áramót. Starfssvið deildarinnar er Dalvik. Svarfaðardalur, Árskógsströnd og Hrisey, Stjórn hinnar nýátofnuðu deild- ar skipa: Kristján Ólafsson for- maður, Halla Jónsdóttir ritári og Anton Angantýsson gjaldkeri. Auk þess voru þrir kosnir i vara- stjórn, og tveir endurskoðendur. Almennar umræður urðu á stofnfundinum, og kom fram mikill áhugi , á velferð heilsu- gæzlustöðvarinnar á Dalvik, en einmitt þennan sama dag var byrjað að grafa fyrir stöðinni. Þá var rætt um neyðarvarnir, sjúkraflutningamál o.fl., og mun verða efnt til almenns fundar um málefni deildarinnar flótlega. GIsli Ólafsson úr stjórn RKl og Akureyrardeildinni flutti nýstofn- aðri deildkveðjur,og Guðmundur Blöndal, framkvæmdastjóri hjá Akureyrardeild, skýrði frá starf- semi deildarinnar. Eggert As- geirsson skýrði svo frá starfsemi Rauða krossins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.