Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. október 1975 TÍMINN 13 ffl! 111(111. 'km: íáW'. Reykvikingur einn, sem gjarnan horfir i átt til Esjunar á morgnana sendi okkur þessa A Esjuherðum eru él, úfinn sær með ströndum. Þokan hylur himins hvel hagi i klakaböndum. Kalli. Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir Þessar linur eru ætlaðar lesendum og þeim.sem eru fær- ir um að leysa þann flókna hnút, sem málefni okkar krabba- meinssjúklinga eru komin i. Oft missir fólk dýrmætan gimstein langt fyrir aldur fram, það er að segja heilsuna. Sárs- auki og erfiðleikar taka við h já þeim, sem geta ekki unnið fyrir daglegu brauði. Það er ekki þar með sagt, að allir þeir, sem þurfa á örorkubótum að halda, séui jafnmiklum vanda staddir. Margir af þeim geta áfram stundað vinnu sina, hálfan eða allan daginn og það er vissulega björg I bú. En hvað um okkur, sem erum algerlega óvinnufær, — höfum enga fyrirvinnu, þurf- um að lifa á þvi sem okkur er skammtað frá almanna- tryggingunum, og borga háan kostnað við hjálpartæki, sem við þurfum á að halda þann tima er við eigum eftir ólifað. Ég fæ uppbót á minar örorku- bætur skv. lögum, sem 100% ör- yrki. En þær hækkanir á ör- orkubótum, sem gumað er af i blöðunum eru i raun og veru blekking, þær vega varla upp á móti þeim hækkunum sem verða á matvörum, hjálpar- tækjum og svo ég tali nú ekki um söluskattshækkunina. Nei, við sem höfum eingöngu okkar örorkubætur til að lifa af högn- umst ekki neitt á þeim hækkun- um. Öðru máli gegnir, ef til vill með þá, sem geta stundað at- vinnu og hafa þar að auki ör- orkubætur (þá án uppbótar). Færi ég á einhverja stofnun þyrfti rikið að greiða fyrir mig tvöfalda upphæð, miðað við þær bætur sem ég nú hef. Hvers vegna ekki að greiða sjúklingi þá upphæð, svo hann geti greitt það sem hann þarfnast, svo að hann geti dvalið á sinu eigin heimili og hans andlega liðan verði betri. Er ekki alltaf talað um að það þurf i að hugsa vel um lasburða og gamalt fólk? Eftir reynslu minni i þau slðstliðin fimm ár, er ég hef átt við sjúkdóm minn að striða, vil ég leyfa mér að koma með nokkrar tillögur til breytinga á þeim lögum, sem nú eru I gildi og eru i raun og veru að ýmsu leyti úrelt. Ég er þess fullviss, að það eru fleiri en ég.sem eru sama sinnis. 1. Að sjúklingur sem ekki hefur aðrar tekjur en örorkubætur, en þarf stöðugt á að halda ýmsum hjálpartækjum vegna sjúkdóms sins, þurfi ekki að leggja Ut fyrir þeim í hvert skipti, heldur borgi strax að- eins hluta kostnaðarins eins og t.d. er við kaup á hárkoll- um og gervibrjóstum. 2. Að komið verði á reglúlegum skoðunum á örorkuþegum hjá tryggingalækni eða héraðs- lækni. Athugaðar aðstæður viðkomandi, t.d. hvort hann er fær um að vinna og þá hverjar tekjur hans eru. Ég er viss um að margt mundi breytast við það eftirlit. 3. Aðþeir sem engar aukatekjur hafa, fái einu sinni á ári ein- hverja auka-fjárhæð, sem ætluð væri til kaupa á fötum, rúmfatnaði o.þ.h. 4. Að tekið verði þátt i kostn- aði við gleraugu og tennur hjá elli- og örorkulifeyrisþegum, að sama marki og við önnur hjálpartæki. 5. Að frumv. að lögum um frítt afnotagjald sima fyrir ellilif- eyrisþega og 100% öryrkja verði samþykkt og komið á svo fljótt sem verða má. 6. Eins og nú er komið hafa ör- yrkjar, sem eru i hjólastól, og aka eigin bifreið einir rétt til ■ að setja sérstök þar til gerð merki á bifreiðar sinar. Væri ekki athugandi að aðrir öryrkjar sem hafa bifreiðar til umráða vegna sinna veik- inda fengju slik merki til öryggis fyrir þá sjálfa, og aðra vegfarendur, sem gætu^ þá áttað sig á að bifreiðinni aki sjúklingur, sem hugsanl. þyrfti að taka tillit til i um- ferðinni. Hægt væri að af- henda þessi merki gegn læknisvottorði hjá bæjar- fógeta, sýslumanni og tryggingafulltr. Ég undirrituð skrifa þessa grein vegna minnar eigin reynslu. Ég hef verið sjúklingur siðastliðin 10 ár og hef gengist undir 15 uppskurði, þar af 5 krábbameinsuppskurði á s.l. 5 árum. Végna eftirlits i sam- bandi við krabbameinssjúk- dóminn , ferðalög til lækna og öflunar á hjálpartækjum hefur verið gifurlegur kostnaður, sem farið hefur langt fram yfir ör- orkubætur, þrátt fyrir uppbót. Væri tillaga min i grein 1 tekin til greina, væri að þvi veruleg bót. Að siðustu vil ég taka fram að tilgangur minn með þeim tillög- um sem ég hef lagt hér fram, er ekki eingöngu persónulegur, heldur hefi ég i huga alla þá sem svipað er ástatt fyrir nú og þá sem eiga eftir að ganga i gegn um svipaða reynslu og ég sjálf. Með þökk fyrir birtinguna, „Ein seni aldrei gefst upp.” Jafnréttisnefnd Kópavogs á fundi. Formaður nefndarinnar, Sólveig Runólfsdóttir, fyrir borðsenda. Jafnréttisnefnd í Kópavogi BH-Reykjavik. — „Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að skipa jafnréttisnefnd I tilefni kvennaárs S.Þ. 1975. Meðal þeirra verkefna sem nefndinni skulu falin eru: 1. að vinna að skrá um óskir kvenna i bænum að þvi er varð- ar stjórnun og rekstur bæjar- félagsins. 2. að gera úttekt á stöðu kvenna i bænum. 3. að beita sér fyrir þvi' að fræðsla um stöðu kynjanna verði liður i námsefni skólanna næsta vet- ur. 4. að hafa með höndum almenna fræðslu og upplýsingastarfsemi meðal almennings um jafn- réttismál. Að öðru leyti skal nefndin hafa frjálsar hendur i starfi sinu. Nefndin skal skipuð fimm mönn- um einum frá hverjum stjórn- málaflokki. Tryggt skal vera að konur hafi meirihluta i nefndinni. Starfstimi nefndarinnar sé eitt ár frá 1. ágúst 1975 að telja, en verði fram- lengdur, ef þurfa þykir. Þannig hljóðar tillaga, sem samþykkt var á fundi Bæjar- stjórnar Kópavogs 27. júni s.l. og visað til bæjarráðs til endanlegr- ar ákvörðunar. Á fundi bæjarráðs 1. júli sl. var tillagan tekin til umræðu og sam- þykkt með svofelldum breyting- um: 1. I nefndinni verði 7 fulltrúar, kosnir hlutfailskosningu af bæjarstjórn. 2. Niður falli ákvæði um að konur hafi meirihluta i nefndinni. Bæjarráð sarnþykkir jafnframt að veíta nefndinni starfsfé fyrir timabilið 1. ágúst 1975 til 1. ágúst 1976 kl. 300.000, þar I falin þóknun til nefndarmanna, með sama hætti og til annarra nefnda. 1 Jafnréttisnefnd Kópavogs eiga sæti: Sólveig Runólfsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir, Lárus Ragnarsson, Baldvin Eriingsson, Sigriður Þorsteinsdóttir, Kristin Viggósdóttir og Helga Sigurjóns- dóttir. Meimingar- og fræðslusamband alþýðu Fræðsluhópar AAFA Þrir fræðsluhópar hefja störf í október. Þeir verða: Hópur I Ræðuflutningur, fundarstörf og framsögn. Leiðbeinendur: Tryggvi Þór Aðalsteins- son og Baldvin Halldórsson. Fyrsti fundur þriðjudaginn 14. október. Hópur II Fjölþjóðafyrirtæki. Leiðbeinandi: Ásmundur Stefánsson. Fjallað verður m.a. um hringamyndanir og þenslu stórfyrirtækja. Fjölþjóðlega starfsemi auðhringanna og samskipti þeirra við verkalýðshreyfinguna. Fyrsti fundur miðvikudaginn 15. október. Hópur III Um listþörfina. Leiðbeinandi: Þorgeir Þorgeirsson. Lesnir verða kaflar úr bókinni ,,Um list- þörfina” eftir Ernst Fischer. Leitast verð- ur við að ræða efnið með tilliti til verka, sem fólk hefur lesið eða þekkir. Fyrsti fundur fimmtudaginn 16. október. Hóparnir starfa á timabilinu okt.—des., og koma saman á kvöldin, einu sinni i viku. Starfið fer fram i fræðslusal MFA að Laugavegi 18 VI. hæð og hefst hvert kvöld klukkan 20.30. Þátttakendur innriti sig á skrifstofu MFA Laugavegi 18, simar 26425 og 26562. Innritunargjald er 500.00 krónur. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni. Símaskráin 1976 Símnotendur i Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi og Hafnarfirði Vegna útgáfu nýrrar simaskrár er nauð- synlegt að senda skriflega breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Skrif- stofu simaskrárinnar, Landssimahúsinu við Austurvöll. Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi simanúmers tilkynni skriflega um breytingar, ef einhverjar eru. Athugið að skrifa greinilega. Athygli skal nánar vakin á auglýsingu um breytingar i simaskrána á baksiðu kápu simaskrár 1975, innanverðri. Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prent- uð i gulum lit og geta simnotendur birt smáauglýsingar þar, sem eru ódýrari en auglýsingar i nafnaskrá, enda tak- markaður fjöldi auglýsinga sem hægt er að birta i nafnaskránni. Nánari upplýsingar i simum 22356 og 26000 og á skrifstofu simaskrárinnar. Ritstjóri simaskrárinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.