Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.10.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 1. október 1975 Lið Pólverja er skipað eftirtöld- um leikmönnum, t.f.v. (efri röð) Andrzej Szumcak, hefur leikið 101 landsleik, Andrzej Sololow- ski, 65 landsleiki, Zdzislaw Ant- szak, 58 landsleiki, Jerzy Mel- cer, 80 landsleiki, Jerszy Klempel, 83 landsleiki, Wojci- ech Gwózdz, 7 landsleiki, Zyg- fryd Kuchta, 100 landsleiki og Alfred Kaluzinski, 40 landsleiki. (Neðri röð) Piotr Ciesla hefur leikið 9 landslciki, Zbigniew Dy- bol, 108 landsleiki, Janusz Brz- ozowski, 28 landsleiki, Henry Kozmiarek, 73 landsleiki og Jan Gmyrek, 83 landsleiki. A blaðamannafundi með stjðrn HSI og Viðari Simonarsyni, 1 gær, kom fram, að Geir Hallsteinsson og Pálmi Pálmason hafa ekki gefið kost á sér í landsliðshópinn, og aðspurður kvaðst Viðar ekki hafa leitað til Bjarna Jónssonar, Þrótti, að þessu sinni — og hefur það vakið talsverða athygli, enda Bjarni fastamaður með lands- liðinu I fyrra. — Þegar Viðar var frekar inntur eftir þvi, hvers vegna Bjarni væri ekki valinn I hópinn, sagði hann, að hér væru það margir menn sem léku sömu stöðu og Bjarni og hans mat væri það, að aðrir leikmenn kæmu bet- ur út fyrir liðið i heild. Þegar Viðar var spurður um það, hvort hann teldi að þessi 16 manna landsliðshópur yrði kjarni landsliðsins á þessu keppnistima- nefnda. Szymczak kemur með pólska liðinu hingað til lands, en kjarni liðsins er sá sami nú og i heimsmeistarakeppninni á sið- asta ári. I tilefni landsleikjanna gegn Pólverjum óskaði Viðar Simonar- son eftir þvi, að bræðurnir Ólafur og Gunnar Einarssynir yrðu kallaðir heim frá Þýzkalandi. Komu þeir til landsins á sunnu- dag og munu æfa með liðinu fram að leikjunum tveimur. Axel, Einar og Ólafur sem einnig leika i Þýzkalandi áttu þess ekki kost að taka þátt i undirbúningi lands- liðsins að þessu sinni. Islendingar og Pólverjar hafa leikið sex landsleiki og hafa Is- lendingar unnið fjóra þeirra, Pól- verjar tvo. Nú siðast léku þjóðirn- ar i Júgóslaviu i sumar og þá vann islenzka liðið með 16-14. LANDSLEIKIR VIÐ PÓLVERJA — á laugardag og sunnudag í Laugardalshöll — 16 manna landsliðshópur hefur verið valinn LANDSLEIKIR verða I Laugar- dalshöll um helgina við Pólverja og eru það fyrstu landsleikir ts- lendinga í handknattleik á ný- byrjuðu keppnistimabili. Fyrri ieikurinn hefst á laugardag kl. 15 og siðari leikurinn hefst kl. 20 á sunnudagskvöld. I gær tilkynnti stjórn Hand- knattleikssambandsins hvaða ieikmenn það væru sem tækju þátt i undirbúningi landsliðsins fyrir leikina við Pólverja: Markverðir eru: Ólafur Bene- diktsson, Val, Rósmundur Jóns- son, Víkingi, Marteinn Árnason, Þrótti. Aðrir leikmenn eru: Páll Björgvinsson, Vlkingi, Viggó Sigurðsson, Vikingi, Magnús Guðmundsson, Vlkingi, Stefán Gunnarsson, Val, Jón Karlsson, Val, Gunnsteinn Skúlason, Val, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Björgvin Björgvinsson, Fram, Hörður Sigmarsson, Haukum, Ingimar Haraldsson, Haukum, Gunnar Einarsson, Göppingen, Ólafur Einarsson, Donzorf og Arni Indriðason, Gróttu. Viðar Slmonarson er þjálfari og AAarteinn til Þýzkalands ENN EINN máttarstólpi Islenzka landsliðsins í knattspyrnu heldur utan til að freista gæfunnar sem atvinnuknattspyrnumaður. Nú er það Marteinn Geirsson, hinn kunni leikmaður Fram, sem hefur fengið boð um að koma og leika með v-þýzka knattspyrnu- liðinu Kickers Offenbach. Mun Marteinn æfa með liðinu I eina viku, og ef forráðamönnum liðs- ins lizt vel á frammistöðu hans þennan vikutima, munu þeir bjóða honum atvinnusamning. Vandræði steðja nú að Offen- bach-liðinu og um þessar mundir er liðið I einu af neðstu sætum 1-deildarinnar þýzku og eins og sást i Timanum i gær, mátti liðið þola stórt tap s.l. laugardag (1:5) fyrir Eintracht, Brunschweig á útivelli. Er ekki að efa að liðinu verður fengur i þvi að fá Martein I slnar raðir, en hann heldur utan á föstudag. einvaldur landsliðsins að þessu sinni, en eins og greint hefur verið frá, kunngerði stjórn HSI fyrir nokkru skipan landsliðsnefndar, en tveir nefndarmanna, Karl Benediktsson og Birgir Björnsson báðust undan þeirri skipan. Þar sem þá var naumur timi til stefnu fyrir leikina við Pólverja tók stjórn HSI þá ákvörðun að þjálf- arinn, Viðar Simonarson, skyldi einnig gegna starfi einvalds um sinn, þar til ný nefnd verður skip- uð, en það mun væntanlega verða gert innan tlðar. MARTEINN GEIRSSON bili, svaraði hann þvl játandi, en gat þess jafnframt, að „útlend- ingarnir” — Islenzku leikmenn- irnir sem leika með þýzkum handknattleiksfélögum, yrðu með I liðinu, svo framarlega sem þeir gætu tekið þátt I undirbúningi leikja. — Pólverjarnir hafa á að skipa mjög sterku og skemmtilegu liði, sagði Viðar. — og lið þeirra er eitt skemmtilegasta sóknarlið sem ég hef séð á þessu ári. Pólverjar hrepptu sem kunnugt er fjórða sætið i lokakeppni heimsmeistarakeppninnar I fyrra, og kom árangur liðsins mjög á óvart. Þótti liðið leika sér- lega skemmtilegan og hug- myndarikan handknattleik, en þó vakti markvörður þeirra, Andrés Szymczak mesta athygli, en hann er um þessar mundir álitinn einn bezti markvörður i heimi og var I fyrra valinn I heimsliðið svo- Breytt fyrirkomulag 1. deildar Mjög hefur verið gagnrýnt hversu undirbúningur landsliðs- ins hefur verið lltill fyrir þessa tvo leiki við Pólverja. A funcunum I gær, greindi landsliðseinvaldur- inn og þjálfarinn, Viðar Simonar- son, frá þvl, að stefnt væri að því I vetur, að láta æfingar landsliðs- ins og félagsliðanana ekki stang- ast jafn mikið á eins og verið hef- ur á undanförnum.árum. Verður undirbúningi landsíiðsins þannig háttað, að hann verður I „lotu”, þ.e. æfingar á hverjum degi I nokkurn tíma. A fundinum kom fram, að öll- um væri kunnugt um þá erfiðleika sem orðið hafa á undanförnum árum á æfingasókn landsliðs- manna vegna verkefna þeirra hjá félögunum. Þvl hafi fyrirkomu- lagi 1. deildar verið breytt. Mótið fer nú fram i tveimur áföngum með hléi á milli. REYKJANESAAÓTIÐ: AUÐVELDIR SIGRAR HJÁ GRÓTTU OG FH — en Haukarnir áttu úr Garðahreppi A SUNNUDAGINN hófst Reykja- nesmótið I handknattleik og voru þá ieiknir fjórir leikir I meistara- flokki karla. I. deildarliðin þrjú, FH, Grótta og Haukar kepptu öll I fyrstu umferðinni og sigruðu FH og Grótta inótherja slna auðveid- lega, en Haukarnir áttu I basli við Stjörnuna. Reykjanesmeistarar Gróttu kepptu við þriðju deildarliðið Aftureldingu úr Mosfellssveit og sigruðu auðveldlega með 35 mörkum gegn 19. FH-ingar kepptu við Breiðablik úr Kópavogi og unnu yfirburða- basli meðStjörnuna sigur, skoruðu 36 mörk en fengu á sig 12. Haukaliðið lenti I erfiðleikum með mótherja sinn, Stjörnuna úr Garðahreppi, og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að þeim tókst að ná yfirhöndinni. Fjórði leikurinn i fyrstu umferð var á milli HK úr Kópavogi og IA liðsins, en bæði liðin leika I 3. deild. Leikur þessi var mjög spennandi, og það var ekki fyrr en á siðustu minútu leiksins að sjá mátti hvort liðið færi með sigur af hólmi. HK vann með aðeins eins marks mun, skoraði 25 mörk, en ÍA-ingar 24. Kii rby fékk fli jg- ferð að launum o Englendingurinn George Kirby, sem hefur þjálf- að lið Akurnesinga siðastliðin tvö keppnistimabil með mjög góðum árangri — fékk „flugferð” að launum fyrir árangurinn eftir að Akurnesingar höfðu lagt Kýpur-liðið Omonía að velli á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn. Strax og leiknum var lokið þustu leikmenn liðsinsað þjálfara sinum og „tolleruðu” hann svo um munaði. Á þessari Timamynd Róberts má sjá Kirby i einni ,,flug- ferðinni”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.