Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 225. tbl. — Föstudagur 3. október —59. árgangur J HF HÖRDUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 Förum ekki á rækjuna nema við fáum svip- að verð og í fyrra BH—Reykjavlk — Það er ekkert um að vera hjá okkur hérna fyrir vestan I sam- bandi viö rækjuna. Viö bið- um eftir verðinu, og verði það ekki þvi hagstæðara, þá verður ekkert róið á rækju. Rækjuvertíðin hefur venju- lega byrjað hér þann 5. októ- ber, og timinn styttist óðum, — og feiknarlegar birgðir eru af rækju i landinu. Þannig komst Guðmundur Sigurðsson I Rækjuverk- smiðjunni á ísafirði að orði við Timann i gær. — Verðið lækkaði i vor og hefur verið að rokka til siðan, þó heldur niður á við. Ætli það sé ekki niina 14,50 sænskar krónur kilóið til út- flutnings, eða um 400,00 Is- lenzkar. Það þyrfti að hækka um 100,00 krónur til að vera samsvarandi þvi sem það var I fyrra, og ég held að það þýði ekki að bjóða upp á það lægra. Það hreyfir sig ekki nokkur maður fyrir minna, held ég. — Ég veit ekki, hversu miklar birgðirnar eru, þvl að þær eru dreifðar um allt land. Það eru svo margir I þessu. En ástæðan til þess, að við getum ekki selt, er sú, að rækjan þykir of smá. Bæði I Englandi og Þýzkalandi eru komnar reglur um f jöldann I kllóinu, og Islenzka rækjan er alltof smá til að falla undir þær. Hjá Fiskifélagi Islands fékk Timinn þær upplýsing- ar, að ekki lægi ljóst fyrir, hvernig málin stæðu nú, varðandi rækjubirgðir I landinu, þar eð ókomnar væru skýrslur siðasta mán- aðar frá ýmsum aðilum. En þann 31. águst sl. hefðu verið til 313 smálestir af rækju i landinu. Kona við rannsókn á Armanns fellsmálinu BH—Reykjavlk — Sam- kvæmt upplýsingum, sem Halldór Þorbjörnsson yfir- sakadómari veitti Timanum I gær, er það Erla Jónsdóttir, fulltrúi I sakadómi Reykja- vlkur, sem hefur með hönd- um rannsókn Armannsfells- málsins svokallaða, eða rannsókn á meintu misferli I úthlutun lóða á vegum borg- arinnar til byggingafélags- ins Armannsfells hf., en eins og kunnugt er af blaðafregn- um, óskaði borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðismanna eftir rannsókn sakadóms I máli þessu. Ekki hefur verið réttað I málinu enn. Skólastjórar barna- og unglingaskóla: Skólahúsnæði í Reykjavík víða svo ófullkomið, að ekki er hægt að fylgja ákvæðum námsskrárinnar — Skólastjórar þurfa að standa í þrefi við embættis- menn borgarinnar um framkvæmdir HHJ-Rvik — Margir skólar i Reykjavik biia við svo slæmt hús- næði og ófullkomið, að ekki er hægt að fylgja ákvæðum náms- skrár um kennslu. Við þetta bæt- ist, að skólastjórar hafa oft á tíð- um þurft að standa í þrefi við embættismenn borgarinnar um framkvæmdir i skólunum. Að þessu og ýmsu öðru, sem ábótavant er i fræðslumálum i Reykjavlk, er vikið i bréfi, sem Félag skdlastjóra I barna- og unglingaskólum i Reykjavik hefur sent borgarráði. Félagið hefur áður skrifað fræðsluráði og átt fundi með fræðslustjóra, en árangurinn virðistekki hafa orðið mikill samkvæmt þvl bréfi, sem þeir hafa nú sent borgarráði. 1 bréfi skólastjóranna nu segir m.a.: ,,NU sem á undanförnum árum hafa byggingamál og viðhald skólahusnæðis oft verið til um- ræðu meðal skólastjóra. Stjórn skólastjórafélagsins lit- ur það mjög alvarlegum augum, hversu slælega er staðið að fram- kvæmdum við nýbyggingar, breytingar og víðhald á skólum borgarinnar. Skólastjórum hefur nú borizt tilskipan.um byrjun kennslu á þessu hausti. Er ljtíst, að nokkrir nýir skólar geta ekki hafið skóla- starfið & tilsettum tima, a.m.k. ekki með öllum deildum, og i eldri Framhald á bls. 7 Formaður Síldarútvegsnefndar: „ERUM MEÐ TILBOÐ FRÁ SVÍUAA ri Von um samninga við Finna HHJ-Rvik. — Ég tei, að eftir at- vikum getum við verið allánægðir með árangur þessarar söluferðar, þvl að auk mjög hag- stæðs samnings, sem gerður var við Sovétmenn um sölu á 20.000 tunnum af heilsaltaðri sfld og áður hefur verið greint frá, þá höfum við nú viss tilboð I höndun- um t.d. frá Svium, og munum taka þau til nánari uini'jöllunar næstu daga. Auk þess gerum við okkur vonir um, að einhverjir samningartakist við Finna, sagði .lóii Skaftason, formaður Sfldarútvegsnefndar, I viðtali við Timann siðdegis I gær, en þá kom samninganefndin, sem Jindan- farna tíu daga hefur átt viðræður við Dani, Finna, Norðmenn, Sovétmenn og Svia og Vestur- Þjdðverja til landsins á ný. — Samningurínn, sem gerður var við Sovétmenn, sagði Jón, er afar þýöingarmikiU, þvi að hann híjóöar upp á heilsaltaða smásild og sildin, sem nú veiðist hér við land er smá og auk þess hefur reynslan sýnt, að ef salta á sild um borð I veiðiskipunum, eins og nú er gert, er nánast engin að- staða til að salta sildina öðru vlsi en heila. — 1 ferðinni kynntumvið okkur vel stöðu okkar i þessum löndum, sem fyrrum voru okkar aðal- markaðslönd, sagði Jón. — Um þriggja ára skeið höfum við ekki haft upp á neina Suðurlandssild að bjóða, og ffá 1968 hefur engin Norður- eða Austurlandssild verið á boðstólum. Þvi er okkur ærið verkefni á höndum að vinna aftur upp þessa gömlu og góðu markaði. Þar er nú nægilegt framboö af sild frá öðrum lönd- um, aðallega Norðursjdvarsild sfld frá Kanada og frá Noregi og Shetlandseyjum, og þar fyrir ut- an hefur saltsíldarneyzla dregizt verulega saman undanfarin ár, þar sem sildin er orðin tiltölulega dýr fæða, t.d. miðað við fuglakjöt. — Aðalvandamál okkar er það, að við verðum af ýmsum ástæöum að fá hærra verð fyrir vöruna en keppínautar okkar. Meginástæðan er sú, að hér á landi eru lögð glfurlega há gjöld á sfldarframleiðsluna, en I löndum keppinautanna er framleiðslan aftur á móti styrkt af hinu opinbera. Þar að auki er fram- leiðslukostnaður hærri hér, og það veldur okkur auknum kostnaði, að við liggjum fjær markaðslöndunum en t.d. Danir og Norðmenn, sem geta notað tunnur tvisvar til þrisvar sinn: um.meðan okkur er ókleift að nota þær meira en einu sinni. — Við stefnum að þvf, sagði Jón, að selja á næstu árum sild i stór- auknum mæli, en augljóst er, að við verðum að gera vissar ráöstafanir hér innanlands til þess að geta verið samkeppnis- hæfir og nauðsyn ber til að fella niður alla vega hluta af hinum ýmsu gjöldum, sem á þennan at- vinnuvegeru lögð. Meðan við get- um ekki boðið upp á annað en þessa smaslld, eru erfiðleikarnir miklir, þvi að alltaf má deila um, hvort oíckar sild er nokkuð betri, en sú, sem aðrir bjóða fram. Ef við á hinn bóginn verðum svo heppnir að fá stóra og feita sild sambærilega við Norðurlands- slldina gömlu eru erfiðleikarnir úr sögunni og markaðir nægir. —- íslenzka slldin hefur unnið sér gott orð á hinum Norðurlöndun- um, og ég get getið þess til gamans, að I einni fiskverzlun, sem ég kom i i Sviþjóð, var þess sérstaklega getið, að sildin þar væri veidd af islenzkum bátum. Auðvitað var þar um að ræða auglýsingabrellu, því að hafi sfldináannað borð verið veidd af Islenzkum bátum hefur það gerzt á Norðursjónum, en sagan sýnir eigi að slður, að nafnið „íslands- sfld" hefur enn mikið aðdráttar- afl í Skandinaviu. — Ég er þess llka fullviss, sagði Jón að lokum, að verði vel að málum staðið, getur saltsíldar- framleiðslan á ny orðið einn stærsti Utflutningsliðurinn frá Is- landi eins og hún var um langt skeið, hér fyrr á árum. Fengu mikið af dauðri síld í netin — kann enga skýringu á þessu, sagði fiskifræðingur í gær gébé—Rvlk — Er vélbáturinn Skuld VE 263 frá Vestmanna- eyjum var að veiðum fyrir aust- an Kvjar I gær, fékk hann mikið at dauðri síld I netin. Ekki er vitað, hver ástæðan fyrir þessu er, og gat Sveinn Sveinbjörns- son fiskifræðingur ekki getið sér til um orsökina. Sýnishorn verður tekið og sent til rann- sóknar. — Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur, sem staddur er um borð I rannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni, sagðist hafa rætt við skipstjórann á Skuld I gær og sagðist hann ekki geta gert sér grein fyrir þvl, hvernig á þvi stæði, að þeir hefðu fengiö svo mikið af dauðri sild I netin. Sveinn sagði, að hann vissi til, að bátar, sem hafa verið að síld- veiðum á þessum slóðum, heföu ekki aflað mikiö undanfarið og þeir hefðu hirt allan þann afla, sem þeir hefðu fengið. — Það getur þvi ekki verið skýringin að bátarnir hafi fleygt afla fyrir borð, sagði hann. — yið munum taka sýnishorn af þessari sild, sem Skuld fékk og láta rannsaka þau, sagði Sveinn, fyrr getum við ekki sagt um, hvernig á þessu einkenni- lega fyrirbæri stendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.