Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. október 1975 TÍMINN Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavfkur að loknum sumarleyfum hófst siödegis i gær, og var búizt við ao Iiaiin stæði fram á nótt, enda margt mála á dagskrá. Dagskrárliðir voru alls 22, og má þar á meðal nefna Armannsfellsmálið, bréf skólastjóra barna- og unglingaskóla f Reykjavlk um ófremdarástandið I skólamálum borgarinnar og ræðu Páls Guðmundssonar um rekstur BúR. Á myndinni sér yfir fundarsal borgarstjórnar og iræðustól er Kristján Benediktsson Tlmamynd G.E. Börnin leika sér í óhroðanum úr skólpræsunum BH-Reykjavik. — Við hitaveitu- framkvæmdirnar i Hafnarfirði, hefur viöa verið brugðið á það ráð, að skipta um skólpleiðslur i götum. Hafa Hafnfirðingar komið að niáli við Timann og lýst undr- un sinni og vanþóknun á vinnu- brögðunum. Til dæmis var aðal- skólpleiðslan frá sex húsum við Skúlaskeið rifin I sundur I fyrra- dag og gumsinu mokað upp á götubrúnina, þar sem það var enn i gær, er við könnuðum málið. Skólpræsið er að sjálfsögðu opið og veliur Ur þvf Urgangur frá þessum húsum. Hér er um vitavert athæfi að ræða, eins og Hafnfirðingar þeir, sem samband höfðu vib okkur, bentu á, Fólk kemst ekki hjá þvi að ganga þarna um og ber ó- þverrann með sér inn I hús, — og þarna eru börn að leik, eins og jafnan hendir við uppgröft. Verður að vinda bráðan bug að þvi að hreinsa til á þeim stööum um bæinn, þar sem skólpræsi hafa verið rifin I sundur og ó- þverranum lir þeim dreift um götur, en dæmiðum Skúlaskeið er ekkert einsdæmi, aðeins tekið hér til ábendingar. 2000 MANNS VIÐ NÁM í UAA 50 NÁMSGREINUM í BRÉFASKÓLANUM Gsal-Reykjavik — Allmörgum nýjum námsgreinum hefur verið bætt við námsefni Brefaskólans, en nú stunda um 2000 manns nám við skólann, og verða námsgrein- arnar um 50 talsins, þegar öllum nýjum námsgreinunum hefur verið bætt við. Að sögn Sigurðár A. Magnússonar, skólastjóra Bréfaskólans.er m'esta aðsóknin i ensku og bókfærslu, og siðan i önnur tungumál. Sigurður sagði, að nemendur væru af öilum ald- ursflokkum, allt frá unglingum á fermingaraldri tilfólks á niræðis- aldri. Sex samtok standa nU að Bréfa- skólanum : SIS, ASÍ, BSRB, Stétt- arsamband bænda, Farmanna- og fiskimannasambandið og Kvenfélagasamband Islands. SIS og ASI eiga 30% i skólanum, en hin' 10% — og er skólastjórnin skipuð 10 manns i hlutfalli við eignaraðild. Þá er 30 manna ,full- triiaráð við skólann, I sömu hlut- föllum. Formaður skólastjórnar er Axel Gislason, framkværhda- stjóri hjá SIS, varaformaður er Sigriður Thorlacius, formaður Kvenfélagasambandsins, ritari er Birna Bjarnadóttir fulltriíi BSRB, og vararitari er Bolli Thoroddsen, fulltrui ASl. Sig. A.Magnússon skólastj.sagði I samtali við Timann i gær, að nú væri verið að taka upp námskeið i sex tungumálum, og teldist námsaðferðin til nýjunga/ hér- lendis. Hér væri um að ræða svo- kölluð snældu-námskeið (kass- ettu) f ensku, þýzku, spænsku, frönsku, itölsku og rússnesku, frá fr.önsku fyrirtæki, Assimil, — en Bréfaskólinn hefði einkarétt á þeirra námsefni. I þremur fyrst- töldu tungumálunum væru kennslubækurnar með íslenzkum skýringartextum, en i hinum þremur væru skýringartextar á ensku. Þá má nefna, að Bréfaskólinn hefur fengið einkarétt á nám- skeiði i sænsku frá sænska út- varpinu og bréfaskólanum þar. Námsefnið er á fjórum snældum, og skýringartextar hafa verið þýddir yfir á islenzku. í næstu viku verður byrjað á nýju námsefni i dönsku, sem er á snældum, en með skýringum eftir Guðriínu Halldórsdóttur. Annað, sem telst til nýjunga i starfi Bréfaskólans, er nýtt nám- skeið i bókfærslu eftir Þorstein Magniisson, kennara við Verzlun- arskólánn. Nefna má einnig nýtt námskeið í verzlun og þjónustu, sem nefnist „Við bætum þjónust- una" en þaðer þýtt og staðfært úr sænsku, og fylgja þeirri kennslu- bók veglegar myndskreytingar. Loks skal þess getið, að allir nemendur Bréfaskólans fá litinn bækling um námstækni, til leið- beiningar varðandi námstilhög- un. Sigurður nefndi, að i' undirbún- ingi væri að efna til leshringja- námskeiða á vegum Bréfaskól- ans, B.yrjað yrði með tvær kennslubækur, sem væru notaðar á skyldunámsstigi, Islandsklukku Halldórs Laxness og Gisla sögu SUrssonar. Gefa á Ut tvo leiðbein- ingabæklinga, og hefur Njörður P. Njarðvik samið skýringar við Islandsklukkuna, en Oskar Hall- dórsson við Gisla sögu SUrssonar. Þá gat Sigurður þess, að i undir- búningi væri ennfremur les- hringjanámskeið i náttúruvernd, og þar myndi verða notuð bókin „Vistkreppa og náttúruvernd" eftir Hjörleif Guttormsson með skýringum eftir höfundinn. Auk þess væri i undirbúningi les- hringjanámskeið f mannfræði, og þar yrði bókin „Manneskjan er mesta undrið" eftir Harald Ölafs- son notuð við kennslu, með skýr- ingum eftir Gisla Pálsson menntaskólakennara. Loks skal nefna leiðbeiningar við handbók um félagsstörf, sem er að koma út i bókarformi, en leiðbeiningarnar eru ritaðar af Jóni Sigurðssyni. Sigurður sagði, að nú væri verið að semja bréfanámákeið i auglýs- ingateiknun, og væri Björgvin Haraldsson að vinna að þvi verki. Haraldur Lárusson, deildarstjóri I Menntamálaráðuneytinu, er að semja bréfanámskeið við eigin kennslubækur i stærðfræði. í undirbúningi er leiðbeininga- bæklingur fyrir leshring eftir Ólaf R. Einarsson um sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, og handbók fyrir endurskoðendur eftir Geir Geirsson. Unnið er að gerð bréfanám- skeiðs i siglingafræði, og hefur Jónas Sigurðsson það verk með höndum, og Andrés Guðjónsson skólastjóri vinnur að bréfanám- skeiði i mótorfræði. Jón Oddgeir Jónsson vinnur nú að bréfanám- skeiði i hjálp I,yiðlögum. Að lokum sagði Sigurður, að febrUarmánuði sl. var haldið námskeið i Norræna húsinu um leshringi fyrir leiðbeinendur og þátttakendur, og stjórnaði nám- skeiðinu sænskur maður. í fram- haldi af þessu námskeiði hefur verið ákveðið að efna til fjögurra daga námskeiðs að Munaðarnesi i lok októbermánaðar — og þangað munu koma um 30 fulltrUar frá samtökum þeim, sem standa að Bréfaskólánum, hvaðanæva af landinu. Þessu námskeiði mun stjórna Gunnar Árnason sálfræð- ingur, og verður mikil áherzla lögð á hópefli (grUppudynamic), sagði Sigurður A. MagnUsson. Kvöldnám- skeið í rússnesku RÚSSNESKI sendikennarinn við heimspekideild Háskóla Is- lands, frú Galina Vladimirova, hefur kvöldnámskeið i rUss- nesku fyrir almenning I vetur. Væntanlegir nemendur eru beðnir aö koma til viðtals mánudaginn 6. október kl. 20.15 i VII. kennslustofu (2. hæð til hægri I aðalbyggingu Háskól- ans). Skólastjórn Bréfaskólans ásamt skólastjóra, neðri röð t.f.v.: Bolli Thoroddsen, Þórunn Valdimarsdótt- ir, Sigríður Thorlacius og Birna Bjarnadóttir. Efri töð: Sigurður A. Magnússon, skólastjóri, Daniel Guð- mundsson, Stefán ögmundsson, ólafur Sverrisson og Axel Gislason. Arna Jónsson og Stefán P. Krist- insson vantar á myndina. ReikningarVestmannaeyjakaupstaoar: Endurskoðun reikninganna hefur gengið mjög seint — Það er ástæðan fyrir ósamþykktum reikningum, segir AAagnús Magnússon — stórfurðulegt, að engin athugasemd hafi verið gerð, segir Magnús Guðjónsson, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga gébé—Rvik — Seinkun á af- greiðslu reikninga Vestmanna- eyjakaupstaðar var vegna þess, hve lengi kjörnir endurskoðend- ur voru að fara yfir þá. Eftir að bæjarstjórn hefur gengið frá reikningunum, fær löggiltur endurskoðandi þá I hendur. Hann sendir þá aftur til bæjar- stjórnarinnartilfyrstu umræða, en slðan taka kjörnir endur- skoðendur við. — Misbrestur hefur orðið á þvl að endurskoð- endurnir skiluðu reikningunum af sér, sagði MagnUs Magnús- son, fyrrverandi bæjarstjóri I viðtali við Tlmann I gær. Astæð- urnar fyrir þvi eru margar, mennirnir eru yfirhlaönir störf- um, sumir hafa flutzt Ur bænum og aðrir fallið frá. Timinn skýrði frá þvl á fimmtudaginn, að reikningar Vestmannaeyjakaupstaðar hefðu ekki verið formlega samþykktir I bæjarstjórn siðan árið 1967. MagnUs MagnUsson, fyrrverandi bæjarstjóri og nU- verandi stöðvarstjóri Pósts og sima I Vestmannaeyjum, sagði Timanum I stuttu máli, hvernig afgreiðsla bæjarreikninganna færi fram. — Gengið er frá reikningum i bæjarstjórn nokkrum mánuðum eftir lok hvers árs og þeir sendir til löggilta endurskoðandans sem i þessu tilfelli er Gunnar Zoega. Hann gengur Ur skugga um að þeir séu tölulega og form- lega réttir. Reikningunum er siðan visað til kjörinna endur- skoðenda, sem bæjarstjórnin kýs, en hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna almennings. Þegar hér er komið sögu, virðist sem reikningarnir hafi stöðvazt. Þó ber að taka fram, að reikningarnir hafa þegar veriðsendir Hagstofu íslands og öðrum skyldum aðilum, en formlegt samþykki bæjar- stjórnar liggur ekki fyrir. MagnUs Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri hjá Sambandi isl. sveitarfélaga, sagði blaða- manni Tlmans, að þvi miður væri ekki óalgengt, að hreppar og kaupstaðir drægju eitthvað að senda ársreikninga sina. Sér fyndist þó stórfurðulegt, i. inn af bæjarstjórnarmeðlii. I Vestmannaeyjum heföi ge. athugasemd allan þann tima, sem reikningar hefðu verið ósamþykktir. — Bæjarstjórnin er hinn ábyrgi aðili, sagði MagnUs, og þvi vaknar sU spurning, hver sé skýringin á þessari löngu töf á formlegri afgreiðslu málsins. Gunnar Zoega, löggiltur endurskoðandi Vestmannaeyja- bæjar, sagði að litil seinkun hefði orðið á afgreiðslu reikn- inganna frá sinni hendi, en þá færu þeir til fyrstu umræðu i bæjarstjórn, sem sfðan visaði þeim til kjörnu endurskoðend- anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.