Tíminn - 03.10.1975, Qupperneq 5

Tíminn - 03.10.1975, Qupperneq 5
Föstudagur 3. október 1975 TÍMINN 5 Vísindalegur fiskibúskapur í Alþýðublaðinu i fyrradag er rætt um það atriði i ræðu Einars Ágústssonar á alls- herjarþingi S.Þ. að tslending- ar hyggist hefja visindalegan fiskibúskap á miðunum, og muni ríkisstjórnin leggja fram frv. um þetta efni á næsta þingi. Alþýðublaðið segir: „Þetta eru bæði merkilegar og haria ánægjulegar fréttir. Þær eru mcrkilegar fyrir það, að með þessu hyggjast íslend- ingar riða á vaðið með þvi að nytja auðæfi hafsins með svip- uðum hætti og gróður jarðar hefur verið nytjaður um alda bil. Þær eru ánægjulegar vegna þess, að með þessu taka islendingar fyrstirþjóða skýrt fram, að þcir ætli að hafna þeim skammsýnu rán- yrkjuviðhorfum, sem ráðið hafa stefnu í fiskveiðimálum i heiminum fram til þessa — með óskaplegum árangri. Auðvitað kemur það til með að verða talsvert vandasamt að setja nákvæmar reglur um, hvernig á að nýta fiskistofn- ana á islandsmiðum — hvar má veiða, hve lengi og hversu mikið magn. Ýmsir hagsmunir munu togast á varðandi þær ákvarðanir og aldrei verður hægt að haga málum svo að ölium liki." Hver d að hafa neitunarvaldið Alþýðublaðið scgir enn- fremur: ,,En það á heldur ekki að vera markmiðið að gera alla ánægða. Markmiðið með visindalegri stjórn á fiskveið- um er að nytja fiskistofnana þannig, að sem mestur arður fáist af þeim án þess að þeim sé i hættu stefnt. Sá er tilgang- urinn með visindalegum sjávarbúskap, en ekki að verða við óskum allra, sem hlut eiga að máli. Við verðum þvi frá upphafi að ganga út frá þvi, að þessi stefna hlýtur að leiða til þess, að við verðum að segja nei við okkur sjálfa oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og þá kemur spurningin hver á að segja þetta nei. Eiga það að vera sérfræðingarnir, sem byggja afstöðu sina á þekkingu sinni og reynslu, eða eiga það að vera hin pólitisku öfl i landinu, sem ávallt hljóta að vera undir þrýstingi frá hagsmunahópum og leita þvi gjarna þeirrar leiðar að reyna að gera alla ánægða? Svarið við þessari spurningu getur ráðið úrslitum um, hvernig til tekst.” Nýtt tímarit Nýlega birtist eftirfarandi fréttaklausa i Visi: ,,Sú sögusögn gengur nú um bæinn, að i bigerð sé stofnun nýs bókmennta- og menningartimarits. Astæðan mun sú, að eftir að stór- kapitalistar flokkslinu Alþýðubandalagsins hröktu skáldið Sigfús Paðason úr stjórn Máls og menningar, hafa ýmis skáld (sem hafa jafnan neitað að gerast hreinir leigupennar flokksins), ákveðið að snúa saman bökum gegn fjárplógsöflum flokks- stjórnarinnar. Flogið hefur fyrir aö á bak við nýja ritið standi auk Sigfúsar, ólafur Jóh. Sigurðsson og flest þau frambærileg skáld, sem rítuðu áður i timarit Máls og mcnningar. Hvort þeirra skarð verður fyllt með leigupennum af Þjóðviljanum, t.d. ólafi Hauki, Gunnari Gunnarssyni, Nirði P. Njarðvik og öðrum vaxandi þjóðskáldum — skal ekkert fullyrt um.” Þ.Þ. Davið Sch. Thorsteinsson forstjóri, setur piastræmuna I aðra milljón- ustu fernuna, sem framleidd hefur verið af Tropicana hér á landi. Timamynd: GE Hver vill vinna 50 þúsund? íbúar í Grjótaþorpi stofna samtök byggð sinni til verndar STOFNAÐ hefur verið i Grjóta- þorpi félag er nefnist: ibúasam- tök Grjótaþorps. Stofnfélagar voru 25. Markmið félagsins er að vinna að viðhaldi og endurbót- um á miverandi byggð i hverf- inu, standa vörð um gróður og umhverfi Grjótaþorps, og stuðla þar að manneskjulegri og lif- vænlegri byggð fyrir fólk á öll- um aldrei og að stuðla að þvi, að þær nýbyggingar sem risa inn- an hverfisins falli vel að núver- andi byggð og bæti það um- hverfi sem fyrir er. Fél.menn geta orðið allir þeir, sem bUa i hverfinu svo og þeir sem eiga þar fasteignir. Stuðningsfélagar geta orðið allir þeir, sem vilja vinna að markmiði félagsins. Á sama fundi var kosin fram- kvæmdanefnd og eiga sæti i henni: Laufey Jakobsdóttir Aðalstræti 16, Gestur Ólafsson Garðastræti 15, Friða Haralds- dóttir Bröttugötu 3a, Arnlin Ola- dóttir Garðastræti 9 og Helena Ben Garðastræti 21. gébéRvik — Nýlega var Tropi- cana appelsinusafa tappað á aðra milljónustu fernuna hjá Sól hf., i Reykjavík. Sá sem verður svo heppinn að kaupa umrædda fernu, fær fimmtiu þúsund krónur i verðlaun. Plastræma i sótt- hreinsuðum plastpoka var sett i fernuna, en á henni stendur, að eigandi fernunnar sé nú fimmtiu þúsund krónum rikari og geti vitjað vinnings sins, gegn fram- sali ræmunnar. Framleiðsla á Tropicana appelsinusafa hófst hér á landi 8. febrúar 1973.1 hinar tvær milljón- ir ferna, sem hafa verið fram- leiddar,hafav«rið u.þ.b. 2.118.000 litrar af safa, sem samsvara um 5.045 tonnum af appelsinum. Ef reiknað er með að 6-7 appelsinur fari i kilóið, hafa nú þegar verið notaðarum 32.780.000 appelsinur i þetta magn. Plastræman var sett i fernuna 1. október s.l. og getur varla liðið á löngu, þangað til hún verður seld i verzlanir, aðeins nokkrir dagar, og þá er að biða og sjá hver hinn heppni verður.... Nýr forstöðu- maður fataverksmiðju Gef junar í Reykjavík JÓN Ingi Rósantsson hefur veriö ráðinn forstöðumaður Fataverksmiðjunnar Gefj- unar i Reykjavik frá og með 1. sept. s.l. Tekur hann við af Sigtryggi Hallgrimssyni, sem lét af störfum hjá Sam- bandinu fyrir nokkru. Jón Ingi hefur verið fastur starfsmaður hjá Gefjun frá árinu 1952, en hann er klæð- skeri að mennt. HITAVEITU ten9 mgar i Kópavogi/ Garðahreppi/ Reykjavík, Seltjarnarnesi. Hilmar J. H. Lúthersson Simi 7-13-88. blákaldur sannleikur um ELCOLD f rystikistur Það er ótrúlegt en satt. Við höfum ekki getað útvegað Elcolcl frystikistur fyrr en nú, — þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftirspurnin hefur verið svo gífurleg erlendis, enda eru gæði Elcold og verð mjög hagstæð. Til að byrja með bjóðum við þrjár stærðir: 220, 275 og 400 I. með Ijósi, lás og hraðfrystihólfi. ÁLKLÆDDAR AÐ INNAN DANFOSS FRYSTIKERFI Komið og skoðið Elcold frystikisturnar. Sannleikurinn er sá, að þær standast allan samanburð. \ii7 FlaoldL Gunnar Ásgeirsson hf Suðurlandsbraut 16 Reykjavík simi 35 2 00 Glerárgötu 20 Akureyri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.