Tíminn - 03.10.1975, Síða 6

Tíminn - 03.10.1975, Síða 6
6 TÍMINN Föstudagur 3. október 1975 Svar við grein Sveins Hallgrímssonar Ástæðulaus samanburður skógræktar og sauðfjárræktar í Tímanum birtist fyrir skömmu grein eftir Svein Hallgrímsson sauðfjár- ræktarráðunaut, um við- aukakafla í skýrslu Rann- sóknaráðs ríkisins um „Þróun byggingastarf - semi". Þar sem nokkurs mis- skilnings og misræmis gætir í greininni, virðist eðlilegt, að við, sem stóð- um að samsetningu skýrsl- unnar, gerum nokkra at- hugasemd þar að lútandi. Tilgangur t lokaoröum greinar sinnar gerir Sveinn Hallgrimsson okkur upp tilgang, sem er alls fjár- skyldur þeim, sem við höfðum i huga og honum var tjáð i simtali við þann, er þetta ritar. Þó vafalaust verði ýmislegt gerttilað minnka notkun timburs i byggingariðnaði á komandi árum vegna hækkandi raunverðs á timbri i heiminum, sem spáð hefur verið að muni ef til vill þre- faldast á næstu tiu árum, bland- ast samt fáum hugur um, að seint verður timbri og timburvörum ofaukið i byggingariðnaði. Það er þvi tæplega goðgá af nefnd, sem sett er niöur til aö gera yfirlitsúttekt á ýmsum tæknilegum og efnahagslegum þáttum byggingarstarfsemi, að hún fjalli um ýmiss konar hrá- efnaöflun, sem máli skiptir, enda er 3. kafli eingöngu vigður slikum umræðum. 1 kafla 3.3.4 (Ábend- ingar) er siðan visað til þess við- auka, sem grein Sveins fjallar um. Viðauki þessi (kafli 10.2 i skýrslunni) er settur fram i þeim tilgangi að vekja bændur til um- hugsunar og vonandi fram- kvæmda um skógrækt. Kaflinn er ekki skrifaður til árásar á hefðbundinn landbúnað né á neinn hátt að rýra gildi hans, heldur er honum ætlaö, eins og áður er sagt, að vera skerfur að þvi markmiöi að renna fleiri stoð- um undir tekjuöflun bænda i þeim tilgangi að framleiöa hráefni m.a. fyrir byggingariðnað i fram- tiöinni. Full ástæða virðist til að benda á, að hér er ekki um spurninguna annað hvort sauðfjárrækt eða skógrækt aö ræðá, heldur miklu fremur bæði og. Það er þekkt staðreynd, að skógarbelti skýla lægri gróðri, viöhalda heppilegu rakajafnvægi i jaröveginum og auka þannig framleiöni landsins, hvort heldur er um beitarlönd eða ræktað land aö ræða. Ingvi Þor- steinsson skrifar i riti sinu Gróð- urvernd (Rit Landverndar nr. 2, frá 1972) i kafla um ,,Uppskeru- magn og beitarþol gróðurlenda”: ,,Til skóglendis telst bæði birki og viðikjarr. Það gefur meiri heild- aruppskeru en nokkurt annað gróöurlendi og hefur mjög hátt beitargildi. Viö samanburð kem- ur i ljós, aö uppskera og nýtanleg- ar fóðureiningar af botngróðri i skóglendi eru rúmlega tvisvar sinnum meiri en að meðaltali af öðrum úthagagróðurlendum. Þó voru allflestar uppskerumæling- ar i skóglendum gerðar á ófriðuðu landi. Án efa er þetta bæði afleiö- ing skjóls og meiri frjósemi skóg- arjarðvegs. Þetta gefur nokkra tölulega hugmynd um, hve geysi- mikið gróður landsins hefur rýrn- að að gæðum viö eyðileggingu skóglendis”. Tilvitnun lýkur. Þó hér sé miðað við birki og viðikjarr, er sennilega ekki mikill munur á hæfilega grisjuðu barr- lendi, þannig að sólar njóti fyrir lægri gróður. Það ætti nú að vera augljóst, að hér er um að ræða landbætur, sem einnig koma sauðfjárrækt til góða, — eftir að óhætt er að beita skóglendið, sem að meðaltali ætti að vera nokkuð tryggt eftir að skógurinn hefur náð u.þ.b. 20 ára aldri (vafalaust er þetta misjafnt eftir aðstæðum, tegund tráviðar og vexti). Viðmiðun var gerð við sauð- fjárrækt varðandi arðsemi af 1 ha lands og skógrækt á sama ha mið- að við gefnar forsendur. Þetta var gert í þvi augnamiði, að bændur gætu metið beitartapið i 20 ár af þeim hektara eða hektur- um, sem þeir teldu sér fært að sjá af til skógræktar, en allir hljóta að sjá og skilja, að þessi þróun yrði hægfara vegna stofnkostnað- ar og þar með fjárfestingar, sem fyrst skilar sér eftir tiltölulega langan tima. Það yröi þvi væntanlega um til- tölulega litið land að ræða, sem notaðyrði til skógræktar af bænd- um, miðað við það geysimikla land, sem notað er til beitar. Hins vegar gæti hér verið um verulega viðbót við skógrækt að ræða miðað við það tiltölulega litla land, sem er skógi vaxið og þar sem skógrækt fer fram. Forsendur I grein sinni gagnrýnir Sveinn Hallgrimsson nefndina fyrir að hafa ekki gefið upp heimildir fyrir upplýsingum. Þetta er að hálfn leyti rétt. I nefndum kafla er það skráð um heimildir, ,,að samkvæmt upplýsingum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, mun eitt ærgildi (ein ær + 1.3 lömb) þurfa um 2.5 ha af úthaga- beit i allt að 200 metra hæð”. Þetta voru þær upplýsingar, sem nefndin bað um, þ.e. afrakstur af landi, sem liggur lægra en 200 m miðað við ærgildi. Það hefur siðar verið upplýst, að Ingvi Þorsteins- son, sem gaf þessar upplýsingar, misskildi spurninguna, þar sem spyrjandi notaði hugtakið ,,út- hagabeit i allt að 200 m hæð”, en úthagi er af fagfólki á þessu sviði notaður um haga yfir 200 m Meðalgildi hagabeitar á ærgildi undir 200 m telur Ingvi að megi áætla u.þ.b. 2 ha, en 1.5 ha viö mjög góðar aðstæður (optimal). Þess er enn fremur getið siðar i sama kafla, að stofnkostnaðar- viðmiðun sú, sem notuð er fyrir skógræktina, sé samkvæmt upplýsingum frá Skógrækt rikis- ins. Hins vegar hefur láðst að geta þess, að upplýsingar þær, sem gefnar eru um afurðir af ær- gildi á hverju ári, eru fengnar i simtali við Svein Hallgrimsson og að það er umreiknað i afurðir/ha af nefndarmönnum. Þá má bæta við fjórðu heimildinni, sem nefndarmenn studdust við og láðst hefur að geta, en það eru upplýsingar um afurðaverð til bænda, sem fengið er hjá Þjóö- hagsstofnun. Enn fremur er ástæða til að koma að leiðréttingu varðandi þetta verð, sem Sveinn athugasemdalaust telur vera hreinar tekjur, sem bornar séu saman við vergar tekjur af skóg- rækt. Hér er um að ræða vergar tekjur til bænda, eins og stendur i skýrslunni. (Skýring sú, sem slæðzt hefur inn i skýrsluna á hugtakinu vergar tekjur = sölu- verð — aðföng er röng). Það má vel vera, að forsend- urnar séu gagnrýni verðar, en sá misskilningur verður að skrifast hjá þeim, sem upplýsingarnar gáfu. Hér fylgir reikningsdæm i miðað við leiðréttar forsendur um afurðamagn af ærgildi (sbr. grein Sveins Hallgrimssonar) og leið- réttingu á stærð beitarlands pr. ærgildi sbr. athugasemdir hér að ofan. Reikningsdæmi 1 ærgildi (sjá grein Sveins Hall- Nú má beita landið á 15 siðustu uppvaxtarárum skógarins eftir að skógurinn hefur verið friðaður og grisjaður fyrstu 20 árin. Eftir 20 ára friðunartima er landið þvi i tvöföldum notum, þ.e. bæði sem 1 þessum dæmum hefur vinna bóndans við sauðfjárhaldið og skógvinnu verið lögð að jöfnu. Enn fremur er hvorki tekið tillit grimssonar) svarar til 12.5 til 25 kg kjötafurða á ári, 2.5 til 5.0 kg af gæru og 1.5 til 1.7 kg af ull pr. kind + ull af lambsgærum (áætlað af höfundi þessarar greinar 0.3 til 0.5 kr.) eða samtals 2.0 kg af ull. Þetta eru afurðir miðað við ær- gildi, en ekki miðað við ha lands, beitarland (eftir itölu) og til skóg- ræktar. Svo sem fyrr greinir (til- vitnun i bók Ingva Þorsteinsson- ar) er beitargildi i ófriðuðu skóg- lendi að jafnaði rúmlega helmingi meira en á öðru beitarlandi. Hér til kostnaöar bóndans við viðhald fjárstofnsins yfir vetrartimann, né vélakostnaðar, þ.e. vegna sag- ar og slits og reksturs dráttar- en á þessu virðist Sveinn ekki gera mun i grein sinni, þar sem hann gerir athugasemdir við for- sendur. Nú nýtir ærgildir 1.5 til 2.0 ha lands undir 200 m til beitar yfir sumartimann, þannig að afurðir/ha verða sem hér segir: verður reiknað með helmingi meiri afrakstri af landinu til beit- ar en verið hefði án skóglendis. vélar við skógarhöggið. Þá hefur verið reiknað með inn- lánsvöxtum en ekki útlánsvöxt- um, enda er hér um sparifjár- Kostnaðarliðir: Miðað við 1.5 ha/ærgildi (optimal) Miðað við 2 ha/ærgildi (meðaltal) Einingar- verð Minnstu afurðir kg kr. Mestu afurðir kg kr. Minnstu afurðir kg kr. Mestu afurðir kg kr. Kjöt 204 kr/kg 7.5 = 1.530 15 = 3.060 6.75 = 1.275 12.5 = 2.550 Gæra 80 kr/kg 1.5 = 120 3 = 240 1.25 = 100 2.5= 200 Ull 105 kr/kg 1.2= 126 1.2= 126 1.0 = 105 1.0= 105 Vergar tekjur af ha á ári, samt. 1.776 3.426 1.480 2.855 Með innlánsvöxtum (13%) og vaxta- vöxtum (13%) verð- ur tap vegna beit- armissis í 20 ár samtals 162.217 312.930 135.181 260.773 Stofnkostn. við skógrækt er talinn 93.500/ha með 13%. vöxtum og vaxta- vöxtum í 35 ár samtals 6.738.405 6.738.405 6.738.405 6.738.405 Kostn.liðir samtals 6.900.622 7.051.335 6.873.586 6.999.178 Miðað er við afurðaverð til bænda skv. upplýsingum fengnum hjá Þjóðhagsstofnun (Sveinn gerði ekki athugasemd við þessar upplýsingar og eru bær því óbreyttar). Tekjuliðir: Miðað við 1.3 ærgildi/ha Miðað við 1 ærgildi/ha Minnstu afurðir kr. Mestu afurðir kr. Minnstu afurðir kr. Mestu afurðir kr. Vergar tekjur af ha á ári, samtals 3 . 552 6.852 2.960 5.710 Með 13% vöxtum og vaxtavöxtum í 15 ár (þ.e. á uppvaxtar- tíma skógarins), samtals 161.760 312.052 134.800 260.040 Tekjur af skógrækt á grisjunartxma, þ.e. frá^lO ára aldri til 35 ára aldurs. Miðað er við jafna grisjun og að jafnaði 635 kr/ fyrir -, (staur- ar 13% vextir og vaxta- vextir. 11.094.726 11.004 .726 11.094.726 11.094.726 Tekjur samtals 11.256.486 11.406.778 11.229.526 11.354.766 Kostnaður samtals, fært af fyrri töflu 6.900.622 7.051.335 6.873.586 6.999.178 Tekjur - kostnaður 4.355.864 4.355.443 4.355.940 4.355.588

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.